Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR B. MARZ 1988 Leiðtogafundur NATO-ríkja: Lokayfii’lýsiiigimni misjafnlega tekið London, Reuter. VIÐBRÖGÐ fjölmiðla i Evrópu við nýafstöðnum leiðtogafundi Atl- antshafsbandalagsríkja voru misjöfn eins og vænta mátti. Breska blaðið The Times lofaði niðurstöðu fundarins en spænsk dagblöð eyddu vart orðum á hann. Leiðtogamir 16 sýndu merki mikillar einingar I lokayfirlýsingu fundarins. Þeir lögðu línumar fyrir frekari afvopnunarviðræður við Varsjárbandalagið en lögðu áherslu á að kjamorkuvopn væru nú sem fyrr homsteinn vama Vestur-Evr- ópu. „Tæpum fjörtíu árum eftir stofnun bandalagsins í heimi sem tekið hefur miklum breytingum var ekki hægt að vænta meira af leið- togum aðildarríkjanna," segir í The Times. Ennfremur segir blaðið að sú staðreynd að Francois Mitterand Frakklandsforseti tók þátt í fundin- um, 22 árum eftir að de Gaulle sleit hemaðarsamstarfí við NATO, sé 8 einn af merkari áföngum þessa ára- tugar. E1 Pais var eina dagblað Spánar sem lagði dóm á fundinn. Þar sagði meðal annars að ekkert áþreifan- legt samkomulag hefði náðst á fundinum og hann hefði verið lítið meira en „uppstilling fyrir §öl- skyldumynd." Dagblaðið Diario de Noticias í Lissabon hafði þetta um fundinn að segja: „Toppfundurinn gegndi sínu mikilvægasta hlutverki - að styrkja böndin milli Bandaríkjanna og Evrópu - til þess að koma í veg fyrir ágreining sem Sovétmenn gætu notfært sér í afvopnunarvið- ræðum risaveldanna. Pravda, málgagn Sovétstjómar- innar, sakaði leiðtogana um að vera úr takt við tímann. I lokayfirlýsing- unni væri talað um yfirburði Var- sjárbandalagsins á sviði hefðbund- inna vopna en margir færir sérfræð- ingar hefðu fyrir löngu dregið þessa yfírburði í efa. „Ekki eru heldur sannfærandi tilburðimir í lokayfir- lýsingunni til að tengja áþreifanleg- an vanda í sambandi við hefð- bundin vopn muninum á hugsjónum og þjóðfélagskerfum. Fréttastofan PAP í Póllandi sak- aði leiðtoga NATO-ríkja um að „líta á sjálfa sig sem dómara í mannrétt- indamálum sósíalískra ríkja". Hverjir kjósa á ..þriöjudaginn mikla" Hér má sjá ríkin 20, sem halda forkosningar eöa flokksþing hinn 8.mars. Aldrei fyrr hafa jafnmargar kosningar vegna forsetaframboðsútnefningar veriö haldnar á sama degi. KOSNINGARNAR • Helmingur ríkjanna, sem kosió veröur I á þriöjudag- inn, leyfa kjósendum að kjósa I hvorum kosningunum sem er. burtséó frá því hvar þeir eru flokksbundnir. • Flest flokksþing og forkosningar demókrata deila kjörfulltrúum hlutfallslega milli trambjóðenda. I sjö forkosningum repúblikana verður sá hátturinn á, aö sigurvegarinn híytur alla fulltrúana -- þar á meðal í hinum fjölmennu ríkjum Flórídu og Texas. • Suðurrlkin eru droifbýlasta svæði Bandaríkjanna (37% Suöurrikjabúa býr í dreifbýli). • I Suðurríkjunum eru lægstu meóattekjur I Bandaríkjunum, og eru sex riki þar fyrir neðan meðaltal Bandaríkjanna allra. Fátækt er miklum mun algengari f Suöurríkjunun en annars staðar. • Louisiana, Mississippi, Kentucky, Texas og Arkansas eru meöal þeirra 10 ríkja innan Banda- rikjanna þar sem atvmnuleysi var mest áriö 1987. KRGN / AM / MorgunbU&ó „Þriðjudagurinn mikli“ nálgast óðum: Bush og Jackson efst- ir í skoðanakönnunum Svíþjóð: Unglingum gefnir smokkar Stokkhólmi, Reuter. UNGU fólki í Stokkhólmi verða á næatu aex vikum gefnir smokkar eftir þvi sem þeir telja sig þurfa. Er þetta liður í herferð gegn alnæmi sem nú er að hefjast i Svíþjóð. Að sögn yfirvalda í Stokk- hólmi mun smokkadreifingin næstu vikumar gefa hugmynd um þörfina fyrir slíkt framlag og verða yfirvöld ef til vill í framhaldi af herferðinni beðin um að hafa smokka ókeypis í sjálfsölum í landinu. Smokkun- um verður dreift næsu vikur til ungs fólks á aldrinum 15 til 25 ára. Washington, Reuter. SAMKVÆMT tveimur nýjum skoðanakönnunum um fylgi frambjóðenda til forsetafram- boðsútnefningar i Bandaríkjun- um er staða repúblikanans Ge- orges Bushs mun betri en keppinautar hans, Roberts Do- les. í herbúðum demókrata stendur baráttan á milli ne- grans Jesse Jacksons og ríkis- stjórans Michael Dukakis. A þriðjudag fara fram forkosn- ingar í 20 ríkjum Banda- ríkjanna — flestar í Suðurríkj- unum — og hefur dagurinn af þeim sökum verið nefndur „Su- per Tuesday" eða „þriðjudag- nrinn mikli“. George Bush varaforseti er tal- inn sigurstranglegur í Suðurríkj- unum, enda er hann sjálfur frá Texas. Á fimmtudag fékk Dole þó óvæntan stuðning Jeane Kirk- patrick, fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, en hún er mikið eftirlæti íhaldsmanna í Repúblikanaflokkn- þingið. Það er ekki talið spilla fyr- ir Bush að í helmingi ríkjanna, sem 1' iillírúiirnir, scm t‘1'11 í liúl i um. Eigi að síður er Bush talinn munu sigra í 17 ríkjum af 20 og þarmeð fengi hann 803 fulltrúa á fyrirhuguðu flokksþingi repúblik- ana, en alls sitja 2.277 fulltrúar Dem. Rep. Texas 183 111 Flórlda 136 82 Massachusetts 98 52 Noröur-Karóllna 82 54 Georgia 77 48 Virginla 75 50 Missouri 77 47 Maryland 67 41 Tennessee 70 45 Washington 65 41 Louisiana 63 41 Alabama 56 38 Kentucky Óklahóma 55 46 38 36 Mississippl 40 31 Arkansas 38 27 Rhode Island 22 21 Hawaii 20 • Idaho 18 * Nevada 16 • Alls 1,304 803 Til útnofningar á flokksþlngi parf: 2,082 1,139 ATH: Repúblikanar halda ekki öll flokksþina sln og forkosningar á þessum dögum. KRGN / MorgunblaAiA / AM Nicaragua: Reagan vill að þingið samþykki aðra tillögu kosið verður í á þriðjudag mega menn kjósa í hvorum forkosning- unum sem er, burtséð frá því hvar þeir eru flokksbundnir. Úrslit for- kosninga í Suður-Karólínu, sem fóru fram í gær, geta þó ráðið nokkru þar um. Sigri síra Pat Robertson þar mun það að líkind- um veikja Bush, en fari eins og skoðanakannanir benda til — að Bush sigri — mun það styrkja stöðu hans verulega. Samkvæmt skoðanakönnun, sem sjónvarpsstöðin CBS og dag- blaðið New York Times gerðu í sameiningu, munu 47% repúblik- ana kjósa Bush, 18% Dole og 14% síra Robertson. Samkvæmt skoð- anakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN og dagblaðsins USA Today fær Bush 48% atkvæða, en Dole 27%. Meiri óvissa ríkir um úrslit for- kosninga demókrata, en sam- kvæmt könnun CBS qg New York Times fær Jesse Jackson 20%, en þeir Dukakis og Albert Gore 14% hvor. Samkvæmt könnun CNN og USA Today er staða Dukakis mun betri og hefur hann forystu með 22%, Jackson 14%, Richard Gep- hart 13% og Gore 5%. Eins og sjá má er allnokkur munur á skoðanakönnununum og um þessa helgi mun vafalítið sker- ast í odda með frambjóðendunum, því nú eru síðustu forvöð hjá flest- um þeirra, til þess að láta að sér kveða. Minnugir úrslitana í New Hampshire, þar sem Bush vann mikinn sigur þrátt fyrir óhagstæð- ar skoðanakannanir, má ljóst vera . að engu er hægt að slá föstu fyrr en endanleg úrsli eru kunn. * I t Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja málamiðlunartillögu um aðstoð við kontra-skæruliða, eftir að fulltrúadeildin hafði hafnað tillögu demókrata á fimmtudag. Sandinistastjórnin í Nicaragua fagnaði hins vegar úrslitum atkvæðagreiðslunnar og lýsti yfir að þau muni stuðla að friði í Nicaragua. Leiðtogar kontra-skæruliða samþykktu til- lögu Daniels Ortega, forseta Nic- aragua, um að leiðtogar sandin- ista og kontra-liða hæfu milliliða- lausar viðræður, en settu þó nokk- ur skilyrði. Tillaga demókrata var felld í ann- ari umferð atkvæðagreiðslunnar og í henni er aðeins gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn sjái kontra-skæru- liðum fyrir hjálpargögnum. Leið- togar demókrata höfðu lofað að reyna að ná samkomulagi um aðstoð sem ekki næði til hergagna eftir að fulltrúadeildin hafði hafnað tillögu Reagans, þar sem gert var ráð fyrir einhverri hemaðaraðstoð. Reagan- sagðist á fímmtudag, á leiðinni til Washington af leiðtogafundinum í Briissel, vera ánægður með að full- trúadeildin skyldi hafa fellt tillögu demókrata. Seinna gaf hann yfirlýs- ingu þar sem Bandaríkjaþing er hvatt til að samþykja aðra tillögu sem gerði kontra-liðum kleift að halda frelsisbaráttunni gangandi. „Ef það verður ekki gert eru engar horfur á að friður og lýðræði komist á í Nicaragua," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Alejandro Bendana, utanríkisráð- herra Nicaragua, sagði á fímmtudag að nú gæfíst „tækifæri til að binda enda á hverskonar aðstoð við mála- liðanna," eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði hafnað tillög- unni um aðstoð við kontra-liða. Hann sagði einnig að nú sé kominn tími til að Reagan Bandaríkjaforseti ræði við Daniel Ortega, forseta Nic- aragua, til að semja um öryggismál og koma samskiptum ríkjanna í eðli- legt horf. Þá hvatti hann Banda- ríkjastjóm til að styðja milliliða- lausar viðræður sandínista og kontra-liða, sem ættu sér stað 9. til 11. mars. Leiðtogar kontra-skæruliða til- kynntu á fimmtudag að þeir sam- þykktu tillögu Ortega um viðræður leiðtoga sandínista og kontra-liða að því tilskildu að Miguel Obando y Bravo, sem Ortega setti af sem sáttasemjara á miðvikudag, fengi að vera viðstaddur. Þeir kreflast einnig að ákveðið verði fyrirfram um hvað verði rætt og að í viðræðunum verði reynt að koma á almennri sak- amppgjöf, lýðræði og vopnahléi. Ortega hefur hins vegar krafíst þess að viðræðumar verði þrengri og snúist einungis um skilyrði fyrir vopnahléi. Bangladesh: Forsetinn styrkist í sessi Dhaka, Reuter. HOSSAIN Mohammad Ershad forseti Bangladesh styrkti enn stöðu sína í gær er flokkur hans, Jatiya, vann yfirburðasignr f kosningum sem annars einkennd- ust af ofbeldi og óróleika. Að sögn talsmanna kosninga- stjómarinnar hlaut Jatiya-flokkurinn 176 þingsæti af 218 sem vitað var hvemig hefðu skipst af þeim 300 þingsætum sem kosið var um á fimmtudag. Að sögn vestrænna sendimanna í Bangladesh er Htið að marka úrslit kosninganna enda hafi þátttaka stjómarandstæðinga verið lítil en þeir höfðu í frammi ólæti og réðust að þeim sem hugðust neyta atkvæðisréttár síns. Loka þurfti 170 kjörstöðum vegna óeirða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.