Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 29 Eldflaugaárásir íraka og írana: Iranir sprengdu íraskan skotpall Baghdad, Nicosia, Reuter. ÍRANIR segjast hafa eyðilagt íraskan eldflaugaskotpall í gær, en áður höfðu íranir skotið tveimur eldflaugnm á Baghdad. Vilja björgun- arlaun vegna sovésks kafbáts BÆJARYFIRVÖLD í Karlshamn í Svíþjóð krefjast björgunarlauna vegna sovéska kafbátsins, sem strandaði i skeijagarðinum fyrir utan bæinn Karlskrona 1981. Dráttarbátur frá Karlshamn dró kafbátinn á flot. Hæstiréttur Svíþjóðar hefur úr- skurðað að bæjarfélagið eigi rétt á björgunarlaunum en það greinir á um upphæð þeirra við sænsk stjóm- völd. Samkvæmt sænskum lögum skulu björgunarlaun fara eftir verðmæti þess skips, sem bjargað er. Enginn hefur getað svarað hvað sovézki kafbáturinn kostar með vissu, en kafbátaframleiðandi í V-Þýskalandi telur verðmæti hans um 10 milljónir þýskra marka (um 230 millj. ísl. kr.). Upphaflega fóru bæjaryfirvöld í Karlshamn fram á 1,5 milljónir sæn- skra króna (um 9,5 millj. ísl. kr.) í björgunarlaun, en sænska stjómin vill halda sig við nokkur hundmð þúsund s. krónur. Málið verður því enn á ný að fara til úrskurðar fyrir dómstólunum. írakar skutu þremur eldflaugum á Teheran á átta klukkustundum, og olli sú fyrsta mikilli spreng- ingu i einu af íbúðahverfum borgarinnar, að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA. Útvarpsstöð í Teheran skýrði frá því að íranir hefðu skotið eldflaugt- il að eyðileggja eldflaugaskotpall í írak. Þá hefði tveimur eldflaugum verið skotið á tvær herstöðvar í Baghdad, en önnur þeirra er sögð hafa lent í einu íbúahverfa borgar- innar. írakar hófu árásimar í gær eftir sólarhringshlé. íranska útvarps- stöðin greindi frá þvi að 17 manns hefðu fallið í fyrstu árás íraka og fleiri hefðu særst í annari árásinni. Þá hefðu hús, verslanir og bifreiðar eyðilagst. Talsmaður íraska hersins sagði að fyrri árás íraka hefði verið gerð til að „hefna árása írana og vemda írösku þjóðina." Hann sagði enn- fremur að tilgangur árása íraka væri að þröngva Irani til að sam- þykkja tilmæli Öiyggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um að þjóðimar leggi niður vopn eftir sjö og hálfs árs styijöld. Sovétmenn segjast hvorki hafa útvegað írönum né írökum eld- flaugar sem beitt sé gegn óbreytt- um borgurum. íbúar Teheran söfn- uðust þó saman við sovéska sendi- ráðið í borginni í gær til að mót- mæla sölu sovéskra eldflauga til íraks. s Reuter Lögregla og björgunarmenn leita í braki flugvélarinnar að „svarta kassanum", hlutar úr skrokk henn- ar festust í háspennulinunum. Frakkland: Flugvél hrapar í að- flugi á Orly-flugvelli Machault, Reuter. TUTTUGU og tveir menn fór- hrapaði og flaug á háspenn- flugvallar í París. Vélin sem ust er frönsk farþegaflugvél ulinur í aðflugi inn til Orly- var í innanlandsflugi var að koma frá Nancy í Austur- Frakklandi. Sovétríkin: TASS segir 31 ið í óeirðunum Moskvu, Reuter. hafa fall- í Súmgajt TASS, hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, skýrði frá því í gær að alls hefði 31 maður fallið í óeirðunum í borginni Súmgajt í Azerbajdzhan um siðustu helgi. Þessar tölur eru hinar fyrstu, sem Sovétmenn láta uppi um þjóðemisróstumar við rætur Kákasus. Þær má rekja til deilna um hémð, sem tilheyra Az- erbajdzhan, en Armenar vilja að verði sameinuð Armeniu á ný. Þau vom hluti Armeniu áður en kommúnistastjórnin í Moskvu braut sjálfstæð lýðveldi í Arm- eníu og Georgíu á bak aftur á þriðja áratugnum. „Eins og frá hefur verið skýrt kom ótíndur skríll af stað óeirðum í Súmgajt hinn 28. febrúar," sagði í frétt TASS. „Glæpalýður framdi ofbeldisverk og stundaði rán og gripdeildir. Hann drap og 31 mann, þar á meðal fólk af ólíku þjóðerni, gamalmenni og konur.“ TASS sagði að gripið hefði verið til „viðeigandi ráðstafana" í Súmgajt, sem er iðnaðarborg skammt norður af Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan. „Hinir seku voru handteknir og er hafln málsókn gegn þeim í fullu samræmi við sovésk lög.“ Að sögn fréttastofunnar hófust óeirðimar þegar „hikandi og þó- þroskað fólk, sem lét blekkjast af fölskum sögusögnum um þróun mála í Nagomo-Karabakh og Arm- eníu, dróst óafvitandi inn í ólögleg- ar aðgerðir." Nagomo-Karabakh er sjálf- stjómarhérað í Azerbajdzhan, þar sem þorri manna er armenskur. Héraðið hefur verið undir stórn Azerbajdzhana frá árinu 1923, en undanfamar tvær vikur hafa verið þjóðemisróstur við rætur Kákasus, sem snúast aðallega um framtíð héraðsins. í síðasta mánuði var endursam- eining við Armeníu samþykkt á héraðsþingi Nagomo-Karabakh. Um 700 þúsund manns flykktust þá út á götur Jerevan, höfuðborgar Armeníu, til stuðnings hugmynd- inni. í Nagomo-Karabakh stöðvuðu Armenar allar lestarsamgöngu og hægagangs gætti í flestum fram- leiðslugreinum. Vélin var af gerðinni Fokker-27 og um borð vom 19 farþegar auk þriggja manna áhafnar. Allir sem um borð vom em taldir af. Gígur myndaðist þar sem vélin kom nið- ur en brak úr henni dreifðist yfir stórt svæði og hlutar úr skrokk hennar festust i háspennulínunni. Vélin hvarf af ratsjám flugum- ferðarstjómar skömmu áður en hún skall til jarðar, flugmaður hafði ekki tilkynnt að hann ætti í erfíðleikum. Ekki er ljóst hvað olli slysinu, en veður var slæmt þegar það varð, skafrenningur og úr- koma og afar slæmt skyggni. „Svarti kassinn" úr vélinni hefur ekki fundist en þar til hann finnst er ekki hægt að segja til um hvað olli því að vélin lækkaði flugið svo mikið að hún lenti í háspennulín- unum. ■ ■■ \?/ ERLENT Öðruvísi UTSALA í gömlu Mjólkurstöðinni v/Laugaveg laugardag, sunnudag og mánudag kl. 10.00 til 17.00. Komið og gerið tilboð í notaða hluti s.s.: Skrifstofuhúsgögn, skrifborð, stóla, afgreiðsluborð, hillur, lagerhillur, skólaborð, skólastóla, reiknivélar, peningakassa, skjalaskápa og margt fleira. Á stórlækkuðu verði: Bækur, leikföng, föndurvörur, spil, landakort, barnahús- gögn, stílabækur, karton (bleikt), litir, ýmis kennslutæki og margt fleira. NÁMSGAGNASTOFNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.