Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988
Maren Eyvinds-
dóttir - Minning
Það var mikið áfall að heyra að
Maren Eyvindsdóttir, Hæðarenda,
Mæja, væri dáin. Það var erfítt
að sætta sig við að hún, sem hafði
svo lengi verið ómissandi, bæði
heimili og samferðafólki, væri nú
horfín. Það er sagt að maður komi
í manns stað, en hér var skilið
eftir vandfyllt rúm, sem engum
einum er ætlað að fylla. Mæja var
nefnilega engin meðalmanneskja.
Hún stóð fyrir stóru sveitaheimili
í nær 50 ár. Heimili sem vegna
gestrisni hjónanna beggja hlaut
alltaf að liggja um þjóðbraut þvera.
Sífellt annríki, en þó alltaf tími til
þess að njóta lífsins, gleðjast með
glöðum og létta hinum lund, sem
bágt áttu. Það, sem einkenndi
Mæju fyrst og síðast, var, hve hún
sá alltaf bjartari hliðar tilverunnar
betur en hinar dekkri. Þetta var
smitandi og þessvegna var það
alltaf heilsubót að hitta Mæju og
eiga við hana orðastað. Það gat
verið stutt í stríðnina hjá henni,
ef henni þótti viðmælandi drumbs-
legur, en græskulaust var það
Símar 35408 og 83033
MIÐBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
Laufásvegur 58-79 o.fl.
UTHVERFI
Sogavegur112-156
GARÐABÆR
Mýrar
AUSTURBÆR
Sigtún
OÍTlROn
AFGREIÐSLUKASSAR
gaman. Hins vegar mátti alltaf
vara sig á því hvað hún var frábær-
lega skörp!
Þau Mæja og Sigurfínnur voru
barngóð og var því eftirsótt að
koma börnum til þeirra í sveit. Hjá
þeim voru synir okkar Stefán og
Guðmundur meira og minna frá
unga aldri og fram yfír fermingu,
en Guðmundur þó lengst. Víst er
að þeir hugsa nú til Mæju og
Hæðarendafjölskyldunnar með
þakklæti og ást. Við Svava þökk-
um systur og mágkonu fyrir allt
það sem hún var okkur öll þessi ár.
Blessuð sé minning hennar.
Böðvar Stefánsson
Fyrir tæpum fimm árum fluttust
að Hæðarenda í Grímsnesi ung
hjón, Sigurfínnur Guðmundsson og
Maren Eyvindsdóttir. Varla hafa
þau flutt með sér mikið af verald-
legu ríkidæmi þó síðar byggju þau
stórt og myndarlega, en þau komu
með óbilandi bjartsýni, dugnað og
glaðværð.
Mikill samgangur varð strax
milli Hæðarenda og Klausturhóla
og myndaðist á milli fjölskyldn-
anna vinátta sem aldrei hefur bo-
rið skugga á.
Þau Sigurfínnur og Maja, eins
og hún var alltaf kölluð, eignuðust
fímm böm og þau em: Svanhildur
Helga, Eyvindur Karl, Guðmundur
Rafn, Laufey ojj Birgir, öll harð-
dugleg, traustir og góðir nágrann-
ar.
Sigurfinnur lést árið 1984 en
Maja nú 26. febrúar sl. Með Maju
er gengin einstök kona, kjarkmik-
il, glaðvær og skemmtileg heim
að sækja. Mörg bros er Maja búin
að laða fram á andlitum vina og
sveitunga í gegnum árin með létt-
leika sínum og kátínu þegar setið
var við eldhúsborðið hjá henni.
Fjölskyldan breytti Hæðarenda
úr koti í stórbýli. Þátttaka Maju í
því stórvirki var mikil og vinnudag-
ur hennar oft langur og erfíður
við búskapinn og heimilishaldið.
Ekki gekk allt áfallalaust, t.d.
brann íbúðarhúsið, þá að hluta til
nýbyggt, árið 1956. Það var mikið
áfall en kjarkur og bjartsýni fjöl-
skyldunnar brast ekki þó erfíðleik-
ar steðjuðu að og átti Maja sinn
stóra þátt í því. Jafnvel á síðustu
ámm eftir að hún var orðin ekkja
tók hún fullan þátt í að reisa og
heíja rekstur á kolsýraverksmiðju
í félagi við böm sín, slíkur var stór-
hugur hennar.
Það er gott að hafa kynnst góðri
manneskju eins og Maju á Hæðar-
enda, öllum þótti vænt um hana,
ekki síður bömum en fullorðnum.
Við systkinin frá Klausturhólum
þökkum vináttu og skemmtilegar
stundir í gegnum árin. Við sendum
bömum Maju ogfjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður, Guðrún,
Magnús og Björn.
Minninff:
Guðlaugur Guðmunds-
son Stóra-Laugardal
Fæddur 29. janúar 1900
Dáinn 22. febrúar 1988
Það er hringt og orðin sem
hljóma em „Sigga mín hann afí
þinn dó í dag“. Það er lítið sem
hægt er að segja en þeim mun
fleira flýgur í gegnum hugann.
Afí Guðlaugur var fæddur 29.
janúar 1900 á Krossi á Skarðs-
strönd. Foreldrar hans vom Guð-
mundur Guðmundsson og Am-
björg Jónatansdóttir, síðar búsett
í Stóra-Laugardal. Afí kvæntist
ömmu, Hákoníu Pálsdóttur 1929,
þau höfðu því verið lífsfomnautar
í gegnum 58 ár. Afí og amma eign-
uðust sjö böm sem öll em á lífí
og em afkomendur komnir vel á
áttunda tuginn. Það er erfítt að
kalla fram minningu um afa án
ömmu. Þau vom aila tíð svo sam-
Minning:
Fædd 27. júlí 1919
Dáin 23. febrúar 1988
Amma, Engilráð Sigurðardóttir
frá Sauðárkróki, er dáin. Fregnin
um andlát hennar barst okkur að
kvöldi dags hinn 23. febrúar síðast-
liðinn. Okkur setti öll hljóð. Guð
hafði kallað hana til sín öllum að
óvömm.
Minningamar leita á hugann við
þessi tímamót í lífi okkar. Við
bamabömin söknum hennar mikið.
Samskipti okkar við Diddu ömmu,
eins og við kölluðum hana, vom
mismikil eins og gengur. Sum okk-
ar hafa dvalist erlendis um nokk-
urra ára skeið, en önnur hafa búið
fjarri hennar heimahögum. Samt
hittumst við alitaf reglulega nokkr-
um sinnum á ári, ýmist heima hjá
okkur eða heima hjá afa og ömmu
á Freyjugötunni. Þangað var alltaf
gott að koma. Amma var ávallt
búin að baka kleinur og annað
góðgæti, þegar okkur bar að garði.
Við vissum að hún hlakkaði alltaf
til þess, þegar einhver úr fjölskyld-
unni kom í heimsókn. Slíkar heim-
sóknir vöktu hjá henni ómælda
rýnd og góð hvort við annað og
máttu ekki af hinu sjá.
Þegar ég hugsa um afa þá sé
ég fyrir mér glettni hans, göngu-
lagið og ýmsa takta svo sem hvem-
ig hann'sat við skrifborðið sitt út
við gluggann. Alltaf var jafn gott
að koma til afa og ömmu í Laug-
ardal og nú síðari árin hafa bömin
mín ekki farið varhluta af hlýjunni
frá langafa og langömmu.
Það er erfítt að taka einhveija
eina minningu umfram aðra og
festa á blað, þær era allar í einu
samhengi, fallegar og góðar minn-
ingar sem ég mun bera áfram til
minna bama.
Nú þegar afí er lagður af stað
í sína hinstu för vil ég þakka fyrir
þær góðu stundir sem ég átti með
honum.
Elsku amma, góður Guð styrki
gleði og ánægju.
Við minnumst allra afmælis- og
jólagjafanna sem hún sendi okkur.
Hún gleymdi aldrei að litlum
munnum þykir oft gott að láta
stinga upp í sig sælgætismola. Hún
gleymdi ekki heldur að klæða litlar
hendur og fætur, hlýjum vettling-
um og sokkum. Amma fylgdist af
áhuga með því hvernig bamaböm-
unum reiddi af í skólanáminu, því
alla tíð var hún sjálf fróðleiksfús,
þó ekki fengi hún notið mikillar
menntunar. Hugur hennar dvaldi
oft hjá fólkinu sínu og við vitum,
að hún hefði gjaman viljað vera
meira með okkur en hún hafði þó
tækifæri til.
Nú er allt orðið tómlegt á
Freyjugötunni. Amma stendur ekki
lengur við eldhúsborðið og biður
okkur nú endilega að nota okkur
kræsingamar. Nú er hún komin
til Guðs. Tímamót hafa orðið í lífi
okkar allra. Ekkert verður eins og
áður var. Tóm hefur myndast í
sálum okkar, sem verður vandfyllt.
/Afí stendur nú einn eftir. Við
biðjum góðan Guð að blessa hann
og styrkja í hans miklu sorg.
þig og varðveiti á þessari erfíðu
stundu, ég veit að afi er nú í ömgg-
um höndum hjá Guði.
Sigga og fjölskylda
Ömmu þökkum við innilega fyrir
alla góðu dagana, sem við áttum
saman með henni í þessu lífí. Al-
máttugur Guð haldi vemdarhendi
sinni yfír henni á nýjum tilvemstig-
um. Blessuð sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Barnabömin
Engilráð Sigurðar-
dóttir, Sauðárkróki