Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988
ÞINGBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Ásókn í húsnæðislán
Rúmlega 12.000 umsóknir á 16 mánuðum
Nýlega svaraði Jóhanna Sig-
urðardóttir, félagsmálaráð-
herra, fyrirspurn frá Hjörleifi
Guttormssyni (Abl/Af) um hús-
næðislánakerfið. Spurningin
fjallaði meðal annars um láns-
umsóknir til Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins 1986/1987
og væntanleg húsnæðislán
1988/1989. Fram kom í svari
ráðherrans að ásókn í hús-
næðislán linnir lítt eða ekki.
I
„Frá 1. september 1986 til des-
emberloka 1987 bárustu Hús-
næðismálastofnun um 12.230
umsóknir vegna fjögurra lána-
flokka sem skuldabréfakaup
lífeyrissjóða og iðgjaldagreiðslur
umsækjenda nátil: 1) Nýbygging-
ar og eldri íbúðir 11.740 umsókn-
ir, 2) Viðgerðir, viðbyggingar og
orkusparandi 450 umsóknir, 3)
Samtals 12.190.“
Þannig hefst svar ráðherrans
við spurningu þingmannsins.
Síðan segir:
„Af þessum 12.190 umsóknum
vóru veitt lán til nýbygginga og
eldri íbúða á árinu 1987 (fyrri
hluti) vegna um 3.020 umsókna
og til viðgerða, viðbygginga og
orkusparandi breytinga vegna um
100 umsókna. Oafgreiddar eru
því um 9.110 umsóknir."
í svari ráðherra kemur og fram
að fyrir liggja umsóknir um fram-
kvæmdalán frá 38 stjómum
verkamannabústaða, sveitarfé-
lögum og öðmm aðilum til bygg-
ingar 949 íbúða á árinu
1988 . . .“ Fram kemur í svarinu
að „þó nokkrar þessara umsókna
eru óraunhæfar hvað varðar
fjölda íbúða“. ^
í svari við fyrirspum um út-
greidd lán 1988 og 1989 segir
m.a.:
„Gert er ráð fyrir að afgreiða
fyrri hluta lána úr Byggingarsjóði
ríkisins vegna um 2.100-2.300
Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, fyrir framan ibúðablokk fyr-
ir aldraðra, sem VR byggði í nýja miðbænum.
íbúða. Áætlað er að gera samn-
inga um framkvæmdalán úr
Byggingarsjóði verkamanna á ár-
inu 1988 til byggingar um
500-600 íbúða vegna fyrirliggj-
andi umsókna . . . Til viðbótar
verða í gangi framkvæmdaláns-
samningar á árinu 1988 vegna
736 íbúða, en þessir samningar
em frá ámnum 1986 og 1987.
Að lokum skal minnt á að sam-
kvæmt lánsfjáráætlun er gert ráð
fyrir 273 m.kr. til byggingar
kaupleiguíbúða á árinu 1988“.
Endanlegar upplýsingar Um
fjármagn til útlána á árinu 1989
úr Byggingarsjóðnum liggja ekki
enn fyrir.
III
Gluggum í nokkrar staðreyndir:
* 1) Óvíða, ef nokkurs staðar, býr
hærra hlutfall þjóðar (fjölskyldna
og einstaklinga) í eigin húsnæði
en hér á landi.
* 2) Óvíða, ef nokkurs staðar, býr
lunginn úr þjóðinni í nýrra eða
betra húsnæði. Því miður munu
þó of mörg dæmi um hið gagn-
stæða.
* 3) Óvíða, ef nokkurs staðar,
hefur þjóð byggt hraðar „yfir sig“,
þ.e. á skemmri tíma. Segja má
að meginhluti þess íbúðarhús-
næðis, sem nú er nýttur, hafi ris-
ið á tíma sem svarar til meðalævi
Islendings, 70-75 ámm.
* 4) Breiðholtið, hvar búa um
25.000 manns, reis til dæmis
mestpart á hálfum öðmm áratug.
í Grafarvogi vex byggð svo ört
að minnir á jurtir í gróðurhúsi.
Sama máli gegnir um önnur ný
íbúðarhverfí á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar byggir fólk með lög-
heimili í öllum landsfjórðungum.
rv
Þrátt fyrir þessar staðreyndir,
og þrátt fyrir allt tal (að hluta til
réttmætt) um erfíð lánakjör, linn-
ir lítt eða ekki ásókn í húsnæðis-
lánakerfíð. Sú ásókn talar sínu
máli, þvert á ýmsar raddir í þjóð-
málaumræðu.
Jafnframt vaxa þarfir og kröfur
um meiri fjölbreytni í framboði
húsnæðis. Þar kemur margt til.
Meðal annars vaxandi hlutfall
fullorðins fólks af þjóðarheildinni;
fólks, sem komið er af vinnu-
aldri, en fyrst og fremst þarfír
þess unga fólks sem er að hasla
sér völl í samfélaginu.
Fullorðið fólk kýs, margt hvert,
nýtt húsnæði, sem svarar breyttu
lífsmunstri — að loknum starfs-
degi. Einstaklingar, stofnanir,
samtök aldraðra sem og framsæk-
in stéttarfélög — til dæmis Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur —
hafa lyft Grettistökum í hús-
næðismálum aldraðra. En betur
má ef duga skal.
V
Lán til eignaríbúða koma úr
tveimur byggingarsjóðum, „al-
mennum“ byggingarsjóði og „fé-
lagslegum" byggingarsjóði. Þeir
sækja að stórum hluta fjármagn
til lífeyrissjóða með sérstökum
samningum um skuldabréfakaup.
Kaupleiguíbúðir eru á næstu
grösum. Þrefað er um hvort stað-
setja eigi þær, hvað lánsfjármagn
varðar, í hinum „almenna" eða
„félagslega" sjóði. Hvor leiðin sem
verður ofan á sýnist réttlátt, að
þær hafi jafnstöðu við önnur
byggingarform, sem hafa aðgang
að viðkomandi sjóði, um lánakjör,
hvorki lakari né betri.
Æskilegt er að fólk eigi val um
eignar- eða leiguíbúð, eftir per-
sónulegu mati og eigin lífsstíl,
sem hver og einn mótar fyrir sig.
Einn vill íjárfesta í fasteign, ann-
ar með öðrum hætti, sá þriðji alls
ekki.
Raddir heyrast og um að breyta
eigi starfsemi Húsnæðisstofnun-
ar. Hún eigi aðeins að sinna „fé-
lagslegu" húsnæði, lánastofnanir
almennum byggingum, enda nái
bankar og sparisjóðir hliðstæðum
samningum við lífeyrissjóðina um
skuldabréfakaup og Húsnæðis-
stofnunin hefur í dag.
VI
Svo er margt sinnið sem skin-
nið í viðhorfum til þessa mála-
flokks sem annarra. Svar ráð-
herra: „Óafgreiddar eru 9.110
umsóknir," segir athygliverða
sögu, annó 1988. Þá sögu þarf
að hluta til að lesa á milli lína.
Og það ætla fleiri að byggja
en launamenn og skattgreiðendur.
Fyrirtæki og stofnanir hugsa
stórt. Og sveitarfélögin og ríkið
láta ekki sinn hlut eftir liggja, ef
að líkum lætur.
Það er eins gott að kvamir
atvinnulífsins — verðmætasköp-
unarinnar — haldi áfram að mala
viðstöðulaust í þjóðartekjusekk-
inn.
Leiðbeinendur í skyndihjáip
Rauði kross íslands hefur gefið út nýtt námsefni í skyndihjálp.
Kynningarfundir verða haldnir fyrir leiðbeinendur í sal Hótel Lindar,
Rauðarárstíg 18. Reykjavík:
10. mars kl. 20.00
16. mars kl. 20.00
22. mars kl. 20.00
Þátttaka tilkynnist á aðalskrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 18, Rvík, i síma 91-26722.
Ráuði Kross'lslands
Aðalfundur NLFR í dag
Aðalfundur Náttúrulækn-
ingafélags Reykjavíkur verður
haldinn í Templarahöllinni við
Eiríksgötu, laugardaginn 5.
mars kl. 14. Aðgangur er tak-
markaður við þá sem verið
hafa á félagatali frá síðustu
áramótum, eru skuldlaugsir við
félagið eða ævifélagar.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf, endurskoðun laga fé-
lagsins og flutt verður erindi um
lífræna ræktun. Guðfínnur Jak-
obsson, garðyrkjufræðingur og
bóndi í Skaftholti, talar um fram-
leiðslu matvæla með aðferðum
náttúrunnar sjálfrar.
Fundur á Hall-
veigarstöðum
Félag þingeyskra kvenna heldur
fund á Hallveigarstöðum kl. 3
sunnudaginn 6. mars.
Félagskonur eru hvattar til að
mæta.
(Fréttatilkynning)