Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 60 kr. eintakið. Samstarf á traustum grunni Blöndum okkur ekki í deilur um hvort EB eigi að vera vamarbandalag Kafli úr ræðu Eyjólfs Konráðs Jónssonar um utanríkismál Leiðtogafundur Atlants- hafsbandalagsins, sem lauk í Briissel á fímmtudag, staðfesti enn á ný þá miklu einingu, sem er innan bandalagsins. Var hún r^un- ar undirstrikuð með þeim sérstaka hætti á fundinum, að í fyrsta sinn síðan 1966 sótti Frakklandsforseti slíkan fund. Á því ári ræddu Frakkar þátttöku í sameig- inlegu hemaðarstarfi bandalagsins. Með því að sækja fundinn nú vildi Fran- cois Mitterrand, forseti Frakklands, sýna í verki, að hann telur samstarf þjóð- anna í bandalaginu skipta miklu fyrir öryggi lands síns og fi*ið í heiminum. Eftir fundinn sagði Þor- steinn Pálsson, forsætisráð- herra, í Morgunblaðssam- tali, að Atlantshafsbanda- lagið kæmi sterkara frá þessum fundi en það var áður. Og forsætisráðherra sagði einnig: „Fundurinn hefur staðfest, að sú hug- sjón, sem samstarf okkar snýst um innan bandalags- ins, að veija frelsi og tryggja frið, eru ekki orðin tóm, heldur sá veruleiki, sem við lifum og hrærumst í.“ Eru þessi ummæli svipuð og þau sem aðrir þjóðarleiðtogar hafa látið falla. Á sviði alþjóðamála eru viðkvæmir breytingartímar um þessar mundir. Enn er unnið að því að framkvæma þær hugmyndir, sem fædd- ust á Reykjavíkurfundi þeirra Reagans og Gor- batsjovs 1986 um stórfellda fækkun Iq'amorkuvopna. Fyrsta formlega skrefíð var stigið með samkomulaginu í Washington í desember sl. Næsta skref kann að verða stigið, þegar Reagan fer til Moskvu innan fárra mán- aða. Lýstu leiðtogamir ein- dregnum stuðningi við Reagan og stefnu Banda- ríkjastjómar í afvopnunar- málum. Þeir líta raunar á samn- inginn um upprætingu með- aldrægu flauganna sem vegvísi um hvemig staðið skuli að fækkun hefðbund- inna vopna. Vilja þeir, að Sovétmenn viðurkenni þá staðreynd, að þeir verði að fækka tölulega meira í her- afla sínum en Vesturlönd í Evrópu til að jafnvægi ná- ist. Er ætlunin, að nú verði lagt höfuðkapp á fækkun hefðbundinna vopna í Evr- ópu og algjöra eyðingu efna- vopna. Kjami í ályktun leiðtoga- fundarins er sá, að reynslan hafi sýnt réttmæti þeirrar stefnu Atlantshafsbanda- lagsins, að það fari saman að treysta vamarmáttinn og taka upp samninga um tak- mörkun vígbúnaðar við Var- sjárbandalagslöndin. Vilja leiðtogamir, að þessari stefnu verði fylgt áfram og þess sé gætt að hefðbundinn herafli og kjamorkuherafli sé nægilega öflugur til að halda óvini í skefjum og fæla hann frá því að gera árás. Er ljóst eftir fundinn, að víðtæk og algjör sam- staða er um þetta atriði. Hins vegar kom fram skoð- anamunur varðandi áhersl- una á endumýjun banda- rískra skammdrægra kjam- orkuvopna í Vestur-Þýska- landi. Er í samkomulaginu, sem varð um það, tekið þannig til orða, að bandalag- ið breytir ekki um stefnuna í því máli. í ræðu sinni dró Þorsteinn Pálsson athyglina réttilega að því sem er að gerast hér á norðurslóðum og benti á síaukin hemaðarumsvif Sovétmanna. í ályktun sinni ítrekuðu leiðtogamir að ííta beri á bandalagið sem eina heild og markmiðið með því að styrkja Evrópuþátt bandalagsins sé að efla tengslin milli bandalagsrílg- anna báðum megin Atlants- hafsins. Með því em örygg- ishagsmunir Islands einnig best tryggðir. Leiðtogafundurinn í Briissel markaði engin þáttaskil heldur sýndi og sannaði, að samstarf þátt- tökuríkjanna sextán stendur á traustum grunni. Að svo sé eftir tæp ijörutíu, oft stormasöm, ár er einstakt í mannkynssögunni. Hér fer á eftir kafli úr ræðu, sem Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar AJþingis, flutti i umræðum um utanrikismál á dögunum. Þessi kafli ræðunnar fjallar um afstöðu íslands til Evrópubandalagsins. Þá er ég kominn að lokakafla í þessari ræðu minni, en það er Evr- ópubandalagið, og langar mig að fara um það nokkrum orðum því að það er nú víst að komast í brennidep- il umræðan um það hér. Við hefðum kannski fyrr mátt ræða málið nán- ar. Við höfum að vísu gert það mjög oft í utanríkismálanefnd. Núverandi utanríkisráðherra og forverar hans hafa auðvitað tekið þátt í umræðum um það mál, en utanríkisráðherra mætir ætíð á fundum nefndarinnar. Ég held að ég megi segja að fundir nefndarinar á síðustu árum hafi ver- ið miklu oftar en áður var og sam- band milli nefndarinnar og ráðheira hafí verið miklu meira og betra. Ég get ekki annað en glaðst yfír sam- starfi við þá alla, núverandi utanrík- isráðherra og þá sem sátu á síðasta kjörtímabili í því virðulega sæti. Þar hefur engan skugga borið á. En það var sem sagt rétt, sem samgönguráðherra greindi frá í umræðunum í gær, að þegar de Clercq, sem er nokkurs konar ut- anríkisráðherra Evrópubandalags- ins, var hér á ferðalagi og á fundum sumarið 1986 orðaði hann það við mig hvort hugsanlegt væri að ut- anríkismálanefnd vildi koma í boði bandalagsins til viðræðna til að skiptast þar á skoðunum. Það var reyndar úti í guðsgrænni náttúrunni sem þetta var fyrst orðað en endur- tekið síðan í ræðu í kvöldverðar- boði. Ég tók því kannski sem kurt- eisi fyrst og fremst en ekki að það væri alvara, en því var síðan fylgt eftir með formlegum hætti af hálfu utanríkisþjónustu. Niðurstaðan varð sú að nefndin ákvað að rétt væri að þiggja þetta boð. Ætla ég þá aðeins að víkja að því hvemig mál æxluðust þar. Þetta var viku boð og við vorum á stanslausum fundum frá kl. 9 á morgnana og langt fram eftir kvöldi því það fylgdu hádegisverðarboð og- kvöldverðarboð og þar var umræðum auðvitað haldið áfram. Þetta voru eftir Jónatan Þórmundsson Gamall nemandi minn og ást- sæll borgarstjóri Reykvíkinga, Davíð Oddsson, vandar mér ekki kveðjumar í Morgunblaðinu í gær. Telst ég ákaflega vanhæfur í aug- um borgarstjórans, þótt sjálft Morgunblaðið hafí leitað eftir áliti mínu á umsögn ríkislögmanns. Mesta athygli vekur, að borgar- stjóri treystir sér ekki til að hrekja lögfræðilegar röksemdir mínar í Kvosarmálinu, þótt hann muni vera lögfræðingur sjálfur, heldur grípur til þess gamla pólitíska bragðs að skýla sér á bak við ýmislegt annað á lægra plani. Álit mitt á að vera „óvenjulega rýrt af lögfræðilegum sjónarmiðum, sem skipta máli um efnislega niður- stöðu". (Hvar eru rökin fyrir þess- ari fullyrðingu?) Mig virðist skorta lögfræðilega sérfræðikunnáttu, því að borgarstjóri tekur alltaf skýrt fram, að ég sé aðeins prófessor í refsirétti, og loks á ég að vera því ekki bara formlegir fundir heldur margháttaðar viðræður. Það er skemmst frá að segja að við sem vorum þama frá öllum stjómmála- flokkum vomm algerlega samstiga í einu og öllu. Ég held að það hafi vakið athygli viðmælenda okkar, sem vom æði margir, að við skyldum mæta frá öllum stjómmálaflokkum Islands og vera sammála í einu og öllu því að öll tókum við meiri og minni þátt í þessum umræðum sem stundum vom mjög formlegar eins og t.d. fyrsta morguninn þegar við vomm á viðræðufundi með þing- mannanefnd þeirri frá Evrópuþing- inu sem fer með málefni Norður- landa. Þá var fundur í fundaher- berp álíka stóm og þessum sal og með fullt af túlkendum og þýðendum o.s.frv. Evrópubandalagið — hernaðarbandalag? Ég nefni þennan fund sérstaklega vegna þess að þar bar það við að þegar fundurinn var nýbyijaður, og hann átti að vera til þess að ræða okkar málefni og óskir og við áttum að kynnast bandalaginu, vom þeir komnir þar í háarifrildi út af því hvort Evrópubandalagið og Evrópu- þingið að einhveiju leyti skyldu verða beinir þáttakendur í vömum, þ.e. hvort Evrópubandalagið ætti að þróast yfír í það að verða líka ein- hvers konar vamar- eða hemaðar- bandalag. Þegar þetta þóf hafði staðið nokkra tíð og hörkurifrildi á milli ónafngreindra fulltrúa þjóða, það vom ekki bara Skandinavar þama, þetta var nefnd Evrópuþings- ins sem átti sérstaklega að athuga viðskipti við Norðurlöndin, þá sé ég mig knúinn til að biðja menn að vera ekki að ræða þetta að okkur viðstöddum, við væmm ekki hingað komnir til þess að taka þátt í deilum um hvort Évrópubandalagið ætti að verða hemaðarbandalag eða ein- göngu efnahagsbandalag, en við gleddumst auðvitað yfír því ef það styrktist og efldist á efnahagssviðinu og við væmm hér til þess að kynn- ast þeirri hlið málanna og reyna að kynna okkar sjónarmið. Það var þá beðist afsökunar á þvf að þetta skyldi hafa blandast inn í umræðuna vanhæfur í þessu sérstaka máli vegna skoðana minna, jafnvel van- hæfur til að fjalla um Hafskipsmál- ið! Þótt þessi aukaatriði flokkist kannski undir hálfgert pex og gamla skólastæla borgarstjórans í stúdentapólitíkinni, þykir mér sjálfsagt að tjá mig lítillega um þau. Hæfni mína sem lögfræðings er auðvitað annarra að meta. Fyrir 18 ámm var ég skipaður prófessor í lögfræði, ótilgreint hvaða grein. Stjómvöld á þeim tíma hafa því sennilega treyst mér til að íjalla um fleira en refsirétt. Það liggur nú við, að ég óski þess, að einhver taki mark á þessu drenglyndis- bragði borgarstjórans, svo að örlít- ill friður gefíst fyrir öllum þeim einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem leita til mín með alls kyns lögfræðileg álitaefni. Borgarstjóri gefur í skyn, að ég hafí komið fram af óráðvendni við ráðherra, þegar ég var beðinn um álit. Það fyrsta, sem ég gerði ráð- herranum grein fyrir, var einmitt og allt fór á hinn besta veg. Þetta sýnir hve hættulegt er að við fömm að skipta okkur af þeirri kannski heitustu deilu í Evrópubandalaginu hvort það eigi jafnframt að vera hemaðarbandalag eða ekki. Það held ég að við eigum að forðast eins og heitan eldinn að nefna einu orði. Það er alveg vísasti vegurinn til þess að á okkur verður ekki hlustað ef við ætlum að fara að skipta okk- ur af þeirri hlið innbyrðis mála í Evrópubandalaginu. Erum ekki að sækja um aðild Raunar er þá komið að þunga- miðju málsins. Ég held að það sé alrangt að nokkrar raddir heyrist héðan frá Islandi um að við séum að sækjast eftir inngöngu í Efna- hagsbandalagið. Engin rödd hefur heyrst um það t.d. í utanríkismála- .nefnd þar sem þetta er margrætt. Ég held að þar séu allir sammála um að það komi alls ekki til greina að við fömm að sækja um inngöngu í Evrópubandalagið. Og hvers vegna? Ékki bara vegna þess að við getum ekki leyft neinar fískveiðar í okkar landhelgi og getum heldur ekki leyft ótakmarkaða fólksflutn- inga o.s.frv. Það er ekki það eina. Hitt er kannski meira atriði, að ef við segðum að við væmm á leið inn í bandalagið vom þeir auðvitað ekki til viðræðna um neina nýja samninga við okkur. Þeir segðu bara: Gerið þið svo vel. — Það er mitt mat. Þó að þeir leggi megináherslu á núna að styrkja sitt innra skipulag held ég að þeir mundu geta ósköp vel sagt bara: Gerið þið svo vel, og kannski gefið okkur allar mögulegar undantekningar í fyrsta umgangi. En ég er hræddur um að það myndi breytast þegar fram í sækti. Én ég hef fulla ástæðu til, og get rökstutt það, að segja hér, og hvar '' sem er að ég er sannfærður um það eftir þessa dvöl þama úti að við eig- um þar að mæta mjög miklum vel- vilja og við þurfum engu því að fóma til að ná hagstæðum samningum við Evrópubandalagið sem menn nú ótt- ast og eru að hafa á orði. Þetta kom fram í ræðum margra þar. Þar sem við lögðum megin- það að ég hefði i 30 ár verið andvígur því að byggja út í Tjöm- ina og benti henni jafnframt á merkið, sem ég ber stoltur í barmi, Tjömin lifí. Sem betur fer hef ég auk þess nokkra íugi vitna í Há- skólanum af þessari talandi aug- lýsingu um skoðanir mínar allt frá borgarafundinum góða. Ég sagði ráðherra, að ég myndi kanna mál- ið af samviskusemi og hlutlægni og það gerði ég. Ég var ekki ráð- inn sem dómari eða gerðardómari í máli þessu. Það er svo annarra að meta, hvort þeir taka mark á mér, en það gerir borgarstjóri sýni- lega ekki í þetta sinn. Það er auð- vitað hans mál. Sá skemmtilegi flötur mun hafa komið upp í máli borgarstjóra á borgarstjómarfundi, að ég væri vart hæfur til að fjalla um Haf- skipsmálið sem sérstakur ríkissak- sóknari. Ég var dreginn nauðugur inn í það mál og væri Davíð mjög þakklátur ef hann fyndi útgöngu- leið fyrir mig. Ekkert kysi ég frek- ar en að losna við það mál. En ég myndi þá sennilega hella mér út í baráttuna gegn ráðhúsinu, svo Rökfastur borgarstjóri - e Athugasemd við athugasemd Davíðs Oddssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.