Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 25 Isafjörður: Ungfrú Vestfirðir kjörin Morgunblaðið/Úlfar Þátttakendur í fegurðarsamkeppni Vestfjarða talið frá hægri: Hafr- ún Huld Einarsdóttir, Anna Lind Raguarsdóttir, Martha Jörunds- dóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Dagbjört Ásgeirsdóttir. Hótel Island: Keppni í frjálsri greiðslu og fegvrðar og er sú fimmta í röð- inni. I frétt frá tímaritinu segir að fjöldi þátttakenda undanfarin ár hafí farið vaxandi og séu keppendur nú tæplega 100. Á keppninni verður einnig kynnt „Tískan" ’88 og „Ilmur’88“. ALÞJÓÐLEG keppni í fijálsri hárgreiðslu fer fram á Hótel ís- landi næstkomandi sunnudag, 6. mars. Tæplega 100 keppendur munu taka þátt í keppninni sem hefst kl. 17. Keppnin í frjálsri greiðslu er haldin á vegum tímaritsins Hárs ísafirði. Fegurðardrottning Vestfjarða verður kjörin nú á laugardag eftir keppni sem fram fer í Upp- sölum. Fimm þátttakendur af norðanverðum Vestfjörðum taka þátt í keppninni en í dómnefnd verða tveir Vestfirðingar og þrír frá Reykjavík. Framkvæmdastjóri keppninnar er Dagný Björk Pétursdóttir dans- kennari, en hún endurvakti keppn- ina hér vestra á síðasta ári. Stúlkumar sem taka þátt í keppninni heita Anna Lind Ragn- arsdóttir 24 ára menntaskólanemi úr Súðavfk, Dagbjört Ásgeirsdóttir 18 ára menntaskólanemi úr Bolung- arvík, Hafrún Huld Einarsdóttir 20 ára menntaskólanemi frá Suður- eyri, Ingibjörg María Guðmunds- dóttir 21 læknaritari frá Hnífsdal og Martha Jörundsdóttir 18 ára menntaskólanemi frá ísafirði. Stúlkumar munu koma fram i sportfatnaði, sundbolum og sam- kvæmiskjólum. Ungfú Vestfirðir mun síðan taka þátt í keppninni Ungfrú ísland sem haldin verður á Hótel íslandi í vor. Auk þess hreppir hún í vinninga Verkakvennafélagið Framsókn: Kosin ný samninganefnd „ÞAÐ var kosin ný samninga- nefnd á fundinum og við munum hittast eftir helgina og meta stöðuna,” sagði Ragna Berg- mann formaður Verkakvennar- félagsins Framsóknar. Samning- ar VSÍ.VMS og VMSÍ voru felld- ir á fundi í félaginu á fimmtu- dag, með 134 atkvæðum gegn 113. Alls eru um það bil 3200 félagar í Framsóknar, þar af um 400 fiskvinnslukonur. „Við þurf- um að kanna hvaða kröfur kon- urnar vilja gera og fara síðan áfram með þær kröfur til okkar viðsemjenda, “ sagði Ragna. „Stjóm og trúnaðarráð félagsins mælti með samningnum. Samn- ingamenn okkar álitu að við kæm- umst ekki lengra í þetta skiptið án aðgerða," sagði hún. „Við höfðum kannað fyrir áramót hvort félags- Verkalýðsfélagið Rangæingur: Alþýðusamband Suð- urlands leggi línumar — segirGuðrún Haraldsdóttir varaformaður „VIÐ eigum eftir að koma saman hjá Alþýðusambandi Suðurlands tU að ræða hvert verður næsta skrefið þannig að svo stöddu get ég lítið sagt um hvað framundan er. Varaformaður Alþýðusam- bands Suðurlands sat í samninga- nefndinni fyrir hönd félaganna hér á svæðinu og ég reikna með að við munum sameinast um að- gerðir eftir því sem kostur er,“ sagði Guðrún Haraldsdóttir varaformaður Rangæings á Hellu. Félagið felldi samningana með 26 atkvæðum gegn 2 á fundi á fimmtudag. Alls eru félagar í Rangæingi um 300 talsins. „Fólki fínnst ekki vera viðlit að lifa á þessum launum, það eru mjög margir hér sem lifa á strípuðum töxtum," sagði Guðrún. „Þó held ég að það sem hafi vegið þyngst hafi verið starfsaldurshækkanirnar, þær þóttu alltof litlar. Einnig voru flestir á móti því að festa sérsamn- inga enn lengur. Við höfum nú í nokkur ár setið uppi með gerðardóm í sérkjarasamningi við Sláturfélag Suðurlands, fólk vildi ekki una því lengur. Við bárum samninginn fram hlutlaust, vildum að fram kæmi hjá fólki hvað því fyndist um hann. En eg óttast að lengra verði ekki kom- ist án þess að grípa til aðgerða, þó vonar maður í lengstu lög að menn verði sanngjamir og sjái það að ekki er viðlit að lifa af þessum 31 þúsund krónum," sagði Guðrún Haraldsdóttir. „Manni svíður sér- staklega að fá ekki aldurshækkan- imar sem komnar eru inn hjá svo mörgum, þær em víða um eða yfir 20% en við höfum mest 8%, eftir 12 ár hjá sama vinnuveitanda,” sagði hún. konur væm tilbúnar í skæmr en þær töldu sig ekki tilbúnar þá.“ „Það sem konumar virtust helst vera óánægðar með vom starfsald- urshækkanimar. Einnig er það staðreynd að margar vom óhressar með að fleytitíminn, tímann milli 7 og 8 á morgnana, hann færðist úr eftirvinnu f dagvinnu og margar, einkum hálfsdagskonur, töldu sig tapa á því. En hins vegar vom í samningnum ýmis atriði sem ég tel til hagsbóta, til dæmis hækkun á námskeiðsálagi fyrir fiskvinnslu- fólk, hækkun á fatapeningum fisk- vinnslufólks, viðbótar orlofsdagur og desembemppbót. „Eg sé satt að segja ekki fyrir mér hvemig heildarsamráði þeirra sem fella samninginn ætti að vera háttað," sagði Ragna. „Ég held að hvert félag verði að hefja viðræður fyrir sig. Þó má búast við að fjórð- ungssamböndin annist þetta úti á landi og ef til vill getum við í Reykjavík átt samleið með Hafn- firðingum, það skýrist væntanlega allt í næstu viku,“ sagði Ragna Bergmann. Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi: Bíðum átekta — segir Ingibjörg Sigtryggsdóttir formaður „STAÐAN er þannig að við mun- um bfða átekta og sjá hvernig atkvæðagreiðslur fara f félögun- um hérna f kringum okkur og annars staðar á landinu," sagði Ingibjörg Sigtryggsdóttir for- maður Þórs á Selfossi en fundur í félaginu felldi nýgerða kjara- samninga með 70 atkvæðum gegn 4 á félagsfundi á fimmtu- daginn. Alls eru félagsmenn í Þór um það bil 600. „Ég geri ráð fyrir að Alþýðusamband Suður- lands taki ákvarðanir í samráði við félögin um framhaldið," sagði Ingibjörg. „Engin félög á þessu svæði hafa samþykkt samningana og þau félög sem fella þá munu örugglega hafa samráð með sér um framhaldið. Það verður kallaður saman annar fé- skartgrip frá Dýrfínnu Torfadóttur gullsmið, Flugleiðir bjóða frítt far til Reykjavíkur og Verslun Þórðar Jóhannssonar gefur gullúr. Þá fær hún fataúttekt hjá tískuversluninni Blondie, æfíngagalla frá Sporthlöð- unni og hárblásara frá Pólnum. Auk þessa fá allir þátttakendur gjafír frá snyrtivöruversluninni Krismu, hárgreiðslu- og ljósastofu Siggu Þrastar, Toppblóminu og Uppsöl- um. Yfirdómari verður Ólafur Laufdal veitingamaður í Reykjavík og kynn- ir verður Úlfar Ágústsson. Þá mun dansflokkur frá Dansskóla Dagnýj- ar Bjarkar sýna frumsaminn dans. - Úlfar 7 fyrirtæki í Reykja- vík kynna hönnun FÉLAGIÐ Form ísland og sjö framleiðendur og söluaðilar hús- gagna og vefnaðar fyrir skrif- stofur, efna til hönnunarsýning- ar í dag, laugardaginn 5. mars. Farið verður skoðunarferð í fyr- irtækin sjö og íslensk hönnun kynnt. Lagt verður af stað í rútu frá Kjarvalsstöðum kl. 14 og er búist við að ferðunum Ijúki um kl. 18. Þær eru þátttakendum að kostnaðarlausu. í frétt frá Form ísland segir að fyrirmyndin að hönnunarsýning- unni sé að nokkru sótt til svokall- aðra „Designers Saturdays" sem tíðkist víða erlendis. Einn laugar- dag á ári opni helstu framleiðendur og seljendur húsmuna sýningarsali sína fyrir fagfólki og áhugamönn- um, annist flutning þeirra milli og bjóði upp á umfjöllun og umræður. Að hönnunarsýningunni standa; Form ísland - Félag áhugamanna um hönnun, Á. Guðmundsson hf., Álafoss hf., Bíró hf., Gamla Komp- aníið hf., Kristján Siggeirsson hf., Penninn sf., sem kynnir húsgögn frá K.Á. Selfossi og Steinar stálhús- gagnagerð hf. Leiðrétting í OPNU bréfi stjórnar Laudsam- bands lögreglumanna sem birtist á bls. 22 í blaðinu í gær slæddist inn meinleg villa. Þar stendur í upptalningu um vanefndir ríkisvaldsins á kjara- samningi lögreglumanna í lið 2 að kauptryggingarákvæði samnings- ins hafí aldrei verið birt. Þar á að standa að kauptryggingarákvæði samningsins hafí aldrei verið virt. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. lagsfundur þegar Alþýðusamband Suðurlands er búið að §alla um þetta núna eftir helgina," sagði Ingibjörg. „Þar munum við ákveða hvert næsta skref verður.“ „Við bárum samninginn upp hlutlaust hér. Fulltrúar okkar und- irrituðu hann í þeirri trú að ekki yrði lengra náð án harðari aðgerða og rétt væri að bera undir félags- menn hvert framhaldið ætti að verða. „Það sem fólkið er mest ósátt við er kaupið sjálft, hækkanimar eru hreinlega ekki nógu miklar,“ sagði Ingibjörg. „Auk þess sem all- ir sérkjarasamningar við þá vinnu- veitendur hér sem eiga aðild að Vinnuveitendasambandinu og Vinnumálasambandi Samvinnufé- laganna hefðu framlengst ef þetta hefði verið samþykkt. I okkar til- felli er þar um að ræða sláturhúsin og Mjólkurbú Flóamanna, tvo af stærstu vinnuveitendunum," sagði Ingibjörg Sigtryggsdóttir. AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands M. árið 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 25. mars 1988 og hefst W. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta bankans. 2. Tillagaumútgáfujöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um hækkun hlutafjár með sölu nýrra hluta, að fjárhæð kr. 40.000.000.-. Lagt verður til, með vísuntil 4 mgr. 28. gr. lagaumhlutafélög, að allir hluthafar falli fiá forgangsrétti sínum til áskriftar, í því skyni að auðvelda almenningi hlutafjárkaup í bankanum. 4 Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 18. mars n.k. Reikningar bankans fyxir árið 1987 ásamt tiHögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 17. mars n.k. Reykjavík, 24. febrúar 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. © Iðnaðarbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.