Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Undan skiln- ingstrénu Um fóðrun anda eða — hvernig staða manna í litrófi stjórnmál- anna hefur áhrif á þá sem undir þá eru settir ina, en enginn nóg til að skrimta. Með þessu móti lifír enginn af. Þá kemur að kunnur íhaldsþing- maður. Hann er með vænan poka brauðs, leitar uppi feitasta anda- stegginn, og gefur honum einum, hættir meira að segja að deila út brauði, þegar steggurinn getur ekki torgað meiru. Eg hugsa með mér: Hér er Survival of the fíttest orðið Surviv- al of the fattest. Með þessu móti lifír stofninn ekki af heldur. Eftir verður einn ofalinn, sem getur ekki aukið kyn sitt. Þá fer hjá laumuleg- ur framsóknarþingmaður með poka falinn undir hendinni, líkt og hann haldi að aðrir haldi að hann hafi stolið brauðinu. Það hefur hann þó áreiðanlega ekki gert. Hann gengur út að bakkanum alllangt til hliðar við hina tvo og gáir í kringum sig. Þegar hann telur að enginn sjái til sín, sest hann á bakkann, og borðar brauðið sjálfur. Næst kemur að þekktur krata- eftirEgil Egilsson Á góðviðrisdögum má alltaf fara erindisleysu niður að Reykjavíkur- tjöm. Og þó. Hver fer erindisleysu? Alltaf má læra, hafi menn augun opin og sé sest og horft með opnum huga á það sem ber fyrir augu. Jafnvel í önnum Alþingis er hægt að hitta á þinghlé, en einhveijir þingmanna úti við, í stað þess að stinga saman nefjum, eins og vant er á milli funda. Hjá mér fer kommaþingmaður með poka. Hann gengur að tjamar- bakkanum og útbýtir úr honum brauði, vel og vandlega, og gætir þess að allir fuglar Tjamarinnar fái jafnt. Mér er nær að halda að hann viti hvorttveggja, magn brauðs og fugla, en allir, jafnt álft sem urtönd fái það fyrra deilt með því seinna. Fari það bölvað, hugsa ég. Með þessu móti fá allir sömu hungurlús- þingmaður. Á móti honum kemur stór hópur anda vonsvikinn eftir reynsluna hjá honum. En þingmað- urinn tekur pokann, vefur honum vandlega saman, stingur brauðinu inn á sig og gengur leiðar sinnar. Áreiðanlega var þó meira í pokan- um en hann gat torgað. Þá bar að kvennalistaþingmann. Eða kannski ætti að segja kvenna- listaþingkonu. Hún er þekkt að mörgu góðu og einnig að öðru. Hún hefur vænan pokaskjatta brauðs. Hún nostrar lengi við fuglagreyin, sem flykkjast að henni, og gætir þess vandlega að kvenfuglar einir fái brauð, en steggir ekki neitt. Loks kemur Borgaraflokksþing- maður með ofurlítinn pokaskjatta, og ætlar greinilega að fara að deila út brauði réttlátlega. En þá kemur aðvífandi maður sem hann þekkir auðsæilega náið. Hann sér pokann, gáir í hann, og að endingu gefur þingmaðurinn honum pokann með brauði í. Endur fá ekki neitt. Ekki vildi ég vera endur undir ykkar yfírstjóm, hugsa ég. Mórall Undir íhaldsþingmanninum far- ast allir nema steggurinn feiti. Hann einn hlýtur hægan leiðinlegan dauða eftir einveru einnar and- arævi. En með aðferð allaballans hljóta allir sætan snöggan dauð- daga. En einna snyrtilegust er að- ferð kratans og framsóknarmanns- ins. Algert svelti gerir jafnt út af við alla í einu. Rétt eins og banda- ríski stærðfræðingurinn Tom Lehr- er syngur um: We shall all go to- gether when we go. Og borgara- flokksstefnan jafnast næstum á við þessar tvær að mannúð. Kvennalistastefnan gerir hvoru kjmi fyrir sig jafn hátt undir höfði. Allt karlkyns færi fyrst, en kven- kynið verður síðan ellidautt eftir langt hamingjuríkt einlífí. Hvað er til ráða, endur? Komið ykkur upp í Kjós, endur. Höfundur er rithöfundur og eðlis- fræðingur ogstarfar við Háskóla íslands og Menntaskólann við Hamrahlíð. r Otrúlegt verð. « af fallegum Drekatnám og *££**£££% Drekatre 50% afsláttur Stærri J2& Minni j39€C- ^95’- Gullpálmar (Areka) 40% afsláttur ^200" 1.920,- 35%'afsláttur 1.430" 942,- Keramik pottahlífar Ótrúlegamikið úrval 20-50% afsláttur Btómum .tóavcrdd ir L,¥ ■ mfnglunni Fagleg þekking, - fág'eg Þiánusta DfOCWC eS^^S4».SW6S9(.70.K*SU»t»689770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.