Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Smfóníuhljómsveit íslands flytur Don Carlos í dag: Don Carlos, eitt af meistaraverkum Verdis Þar er allt, sem við á, ást og hatur, upphafin tónlist, á köflum þykk og dökk ... og á sviðinu söngvaraval. Söngvarar og stjórnandi teknir tali Söngvarar og stjórnandi Don Carlosar, f.v.: Helgi Maronsson, Attita-Julius Kovacs, Luisa Bosabal- ian, Giorgio Aristo, Kristinn Sigmundsson, Maria Pawlus-Duda og meistari Seibel. Jan-Hendrik Rootering var ekki mættur til leiks á þessari æfingu. Undanfama morgna hefur Verdi hljómað í allri sinni dýrð f Háskólabíói, æfingar á Don Carlosi staðið yfir. Árangur þeirrar vinnu mátti svo heyra á fimmtudagstónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar okkar nú í vikunni og kl. 15 í dag verða tónleikamir endurtekn- ir. Eins gott, því þetta er happ, sem söngunnendur ættu ekki að láta úr hendi sleppa. Og ekki síður tækifæri fyrir þá, sem velta fyrir sér hvað það sé, sem geri óperur svo lokk- andi. Óperan Don Carlos byggir á persónum, sem voru til, fjallar um Filippus 2. Spánarkonung sem ríkti með ógn á Spáni, barði á mótmælendum af krafti og gift- ist heitkonu sonar síns, Don Car- losar, sem óperan heitir eftir. Sumsé er hér að finna allt sem til þarf í góða óperu. Og þá er komið að okkar fólki í Háskólabíói. Auk hljómsveitar- innar er þar kominn óperukórinn aukinn, sem Peter Locke hefur æft undanfamar sjö vikur, auk þess sem hann stjómaði kómum fyrir Don Giovanni. Klauspeter Seibel heldur styrkum höndum um tónsprotann. Seibel er aðal- hljómsveitarstjóri óperunnar í Hamborg, en tók auk þess við starfí tónlistarstjóra Kielaróper- unnar í haust. Það er Seibel sem valdi söngv- arana í flutningnum hér. Útlend- ingunum hefur hann starfað með áður og það er á þeim að heyra að þeir séu einkar ánægðir með að fá að starfa með honum þessa daga hér. Andrúmsloftið á æfíng- um er ijörlegt og skilar sér í flutningnum. Jutta, eiginkona Seibels og sjálf söngkona, á ekki síst þátt í því. Hún fylgdist með æfíngunum, og vakti yfír söngv- urunum, eins og ungamamma. Oft er sagt um tónleikauppfærsl- ur ópera að þær beri þess merki að fólkið komi hvaðanæva að og nái ekki að hristast saman. Hér á þetta vart við og í lok aðalæf- ingar voru söngvaramir barma- fullir af eftirvæntingu, hlökkuðu til að leyfa áheyrendum að njóta Verdis. „Slæmur stjórnandi getur marið söngvarana“ En hugum þá aðeins að flytj- endunum. Sjálfan Don Carlos, herra Karl, syngur hér grískur tenór, Giorgio Aristo. Gríska yfír- bragðið leynir sér ekki, andlits- fallið það sama og á forfeðrum hans, sem við getum enn virt fyrir okkur á tvö þúsund ára marmarastyttum. Bandarískt uppeldi hefur ekkert breytt því. Aristo vann svo námsstyrk til Evrópu, og sjmgur núna við óper- una í Hannover og Dusseldorf, auk þess sem hann fer um. Óperuunnendur, sem hafa séð Toscu nýlega í Kaupmannahöfn, hafa vísast séð Aristo syngja þar eftirminnilega á móti Balslev, en hún söng Sentu hér í Hollend- ingnum undir stjóm Seibels 1985. Á 200 ára afmæli Bastill- unnar í París næsta ár verður óperan Andrea Chenier, sem ger- ist í byltingunni, flutt víða. Ar- isto skiptist á við Placido Dom- ingo á sýningum í Frakklandi, auk þess sem hann syngur hana víðar. Aristo syngur helst ítalska óperufagið, Toscu, Traviötu. „Vel það besta," segir hann. „Mamma var söngkona og mig langaði allt- af að vera söngvari, en fannst flestir tenórar einhvem veginn bara pípa... þar til ég heyrði í Franco Corelli. Þá fyrst heyrði ég hvað tenór var, „flippaði" út af hrifningu. Ætli megi ekki segja að hann sé mín fyrirmynd." Island vakti áhuga Aristos, því hann þekkir Norðurlöndin að góðu einu, en einkum vildi hann gjaman vinna með Seibel. Mér fínnst hann vera í hópi fímm bestu stjómendanna í ítölskum ópemm. Hann hefur líka næma tilfínningu fyrir söngvurunum, sem skiptir miklu máli, því slæm- ur stjómandi getur alveg marið söngvarana." í einu æfíngahlénu rifjuðu þeir Aristo og Jan-Hendrik Rootering upp með skelfíngu þegar þeir unnu saman síðast. Það var í Sálumessu Verdis með stjóm- anda, sem sneri heymariausu eyra að blásuranum en virku eyra að söngvuranum, sem hann sussaði stanslaust á, þvi honum fannst hann heyra alltof mikið í þeim miðað við blásarana. „Eyði- lagði verkið alveg fyrir okkur." Rootering er bassi og syngur hlutverk þjóðarskelfísins Filip- pussar Spánarkonungs. Rooter- ing er ráðinn við ríkisóperana í Miinchen, sem þykir ein sú helsta í Þýskalandi, var ráðinn þar að- eins þremur áram eftir að hann söng sitt fyrsta hlutverk á sviði. Hann er ekki aðeins eftirsóttur óperasöngvari, heldur hefur einn- ig lagt ljóðasöng fyrir sig. Meðal annars gefíð út plötu með Strausslögum. Með óperusviðið innra með sér Rootering hefur sungið munk- inn og dómara rannsóknarréttar- ins, „en hlutverk Filippusar er eitt af uppáha'.dshlutverkum mínum. Það er erfítt, því það krefst alls, sem maður á til. í því era sálfræðilegar óravíddir. Hin raunveralega fyrirmynd pesón- unnar var ekki geðfelld, hélt heilu ríki í heljargreipum. í sínu eigin lífí velur hann að einangra sig frá öllum með grimmd sinni og þar gengur ekkert upp. Allt þetta og margt fleira þarf að komast til skila í söng og leik og þó ég standi ekki á óperasviðinu hér, þá líður mér innra eins og á óperasviði, svo í sjálfu sér er munurinn ekki mikill. Svona flutningur gerir ekki minni kröf- ur. Annars fínnst mér alveg sérs- takt að vera kominn hingað, því ísland hefur lengi staðið á óska- lista mínum yfir lönd, sem mig langaði að heimsækja, og ég er staðráðinn í að koma hingað ein- hvem tímann í frí. Svo spilar hljómsveitin líka frábærlega vel, en slíkt er ekki alltaf hægt að segja...“ Valmenni í dag, flagari á morgnn Góða og heiðvirða hetjan í þess ari ópera er Ródrígó, mark- greifí af Posa, hér sunginn af okkar eigin Kristni Sigmunds- syni, sem fær að syngja þetta valmenni inn á milli þess að túlka flagarann Don Giovanni á fjölum íslensku óperannar. „Þetta er óskaplega fallegt hlutverk og þakklátt, því Posa er göfugmenni og diplómat, sem gengur í dauð- ann fyrir vin sinn Carlos. Hann er líka eini maðurinn, sem stend- ur upp í hárínu á konunginum og kemst upp með það. Hlutverkið er lýrískt, en líka dramatískt, eins og þegar hann ámælir kónginum. Það liggur vel og ég nýt þess að syngja það, þo það sé kannski stór biti ofan í Don Giovanni." Þeir Posa og Carlos syngja saman einn af þekktustu óperudúettum saman- lagðra óperamenntanna. Aristo er einkar ánægður með þennan vin sinn, segir raddir þeirra blandast afar vel. Af erlendu söngvuranum er enn ónefndur Rúmeninn Attila- Julius Kovacs, sem stendur tryggilega undir þessum tveimur konunglegu fomöfnum úr fom- öldinni. Reyndar gaman að virða þessa fjóra aðalsöngvara fyrir sér á sviði, þeir era allir svo fjalla- myndarlegir og gera einkar föngulegan hóp, tenórinn meira að segja líka hávaxinn og mynd- arlegur. Kovacs hefur öll helstu bassahlutverkin undir, hefur ver- ið fastráðinn við Kielaróperana undanfarin ár, en syngur auk þess víða um Evópu. Hér syngur hann bæði hlutverk munks, rann- sóknardómara og rödd Carlosar 5. afturgengin, afa ríkisarfans nafna síns. „Þegar þama er kom- ið sögu á dómarinn, sem í raun var til og hét Gomez, að vera orðinn níræður, en það heyrist sannarlega ekki á tónlistinni, sem er mjög kröftug. Hann kemur inn til konungsins eins og þungstígt og yfírþyrmandi fomaldarskrí- msli. Þó konungur ríki að nafni til, þá hefur dómarinn, með kirkj- una að bakhjarli, konunginn á valdi sínu.“ Og svo vildi Kovacs fyrir alla muni koma því að hve heimsóknin hingað væri ánægju- leg, góð hljómsveit og gott lið. Sungið í 27 löndum Elísabet af Valois, eiginkona Filippusar, er sungin af arm- ensku söngkonunni Luisu Bosab- alian. Hún ólst upp í Frakklandi, lærði í Mílanó og hefur lagt mésta áherslu á verk Mozarts, Verdis og Puccinis, sungið flest þekktustu sópranhlutverk þeirra og það í húsum eins og Vínarópe- ranni, Metrópólitan, Parísarópe- ranni, Covent Garden svo aðeins séu tínd til nokkur þeirra húsa sem hún hefur unnið í í 27 lönd- um. „Hlutverk Elísabetar er stór- kostlegt," segir hún. „Ekki að- eins vegna tónlistarinnar, heldur líka vegna öriaga hennar, sem gera það að verkum, að hún stendur ein. í söngnum er spilað á alla strengi, sungið sterkt og dramatískt og allt niður í undur- veikt." En á æfíngum lék Bosab- alian sér að þessu öllu eins og ekkert væri. Það var reyndar áberandi hvað söngvaramir vora allir ósparir á sitt. Ekki óalgengt að söngvarar spari sig á æfing- um, þegar dregur að flutningi, en þetta þrautþjálfaða atvinnu- fólk flutti hveija aríuna á fætur annarri rétt eins og væri verið að syngja yfír þúsund manns ... líka tenórinn, sem sagðist þó ekki vera neinn morgunhani. Kveikt á rauða ljósinu En persónusafnið er enn ekki upptalið. Mezzósópransöngkonan Maria Pawlus-Duda syngur okk- ur Eboli prinsessu, hjákonu kóngsins, sem hefur auk þess ást á Carlosi og reynir að spilla fyrir honum og Elísabetu. Sem stend- ur er Maria ráðin að óperanni í Saarbrucken, en kemur auk þess víða fram. Bæði rödd hennar og verkefni spanna vítt svið, hún syngur Mozart, Smetana, Verdi, Puccini, Strauss og skilur ekki samtímann útundan, því hún hef- ur sungið í verki eftir Poulenc. Hefur allt dramatíska fagið und- ir. „Ég syng óratoríur, en ekki síst óperar. Verdi er í miklu uppá- haldi hjá mér, nýt þess að syngja hann af lífí og sál. Hlutverk Eboli er erfítt, því það er eins og fyrir tvær ólíkar raddir, aðra létta, hina þunga. Það breytir ekki miklu fyrir mig að syngja í tónlei- kauppfærslu. Mér fínnst gaman að leika og verð að gera það í hlutverki eins og þessu, get ekki annað.“ Og hvemig skyldu svo söngv- arar hegða sér daginn sem þeir koma fram? Þau hafa orð á að þá daga taki þau lífinu með ró. Á sýningum logar víðast rautt ljós baka til, áminning um að sýning standi yfír. Kovacs hefur orð á að þó hann ákveði nú að rölta um Vesturbæinn áður en hann komi fram, þá logi rauða Ijósið alltaf í kollinum, heilinn ómeðvitað bundinn verkefn- inu... og þannig eigi það að vera! Magnaður kór á Verdi- visu Eins og í öðram Verdi-óperam era fallegir kórar í Don Carlosi. „Aðalkórkaflinn er mjög flók- inn,“ segir Locke kórstjóri. „Hann byijar á einfaldan hátt, en skiptist svo upp. Ekki síst erfítt viðureignar þegar kórinn er ekki stærri en hér. Eins og venjulega þjappar Verdi kórhlut- anum saman, hér í upphafs- og lokaatriðinu. Þetta er mjög sterkt verk, dökkt og þykkt. Kórinn þarf því mikinn raddstyrk, sem er erfítt, líka vegna þess að við þurfum að æfa án einsöngvaranna þang- að til rétt nú í iokin. Það gefur ekki rétta mynd, þó kórstjórinn syngi öll einsöngshlutverkin á móti kómum ...“ En þama koma fleiri við sögu. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur Tebaldó hirðmey, Helgi Marons- son Lerma greifa og Margrét Bóasdóttir syngur himneskri röddu í orðsins fyllstu merkingu, syngur rödd af himnum. Og utan um allt þetta lið og tónlist Verdis heldur stjómand- inn Seibel. Hann segir óperuna henta vél til tónleikaflutnings, því tónlistin sé tilbreytingarík og kalli sviðið auðveldlega fram í hugann. Óneitanlega eitt af meistaraverkum Verdis. „Ég er glaður og ánægður að geta leitt saman þessa aðkomnu söngvara, sem ég þekki og hef unnið með, og svo hljómsveitina hér. Vonandi að tónleikamir verði góðir!" Texti: Sigrún Davíðsdóttir Mynd: Emilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.