Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 1
72 SIÐUR B OG LESBOK
60. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgxinblaðsins
Efnahagsaðgerðir í Noregi:
Launin hækka
um 1% á árinu
Ósló. Reuter.
Minnihlutastjórn norska Verkamannaflokksins kynnti i gær að-
gerðir sinar í efnahagsmálum en þær felast aðallega í því að setja
miklar skorður við launahækkunum. Gert er ráð fyrir, að á þessu
ári nemi almenn launahækkun ekki nema einu prósenti til jafnaðar.
Búist er við, að tillögur stiórnarinnar verði samþykktar á þingi.
„Vegna þessara ráðstafana get-
um við gert okkur vonir um minn'.
verðhækkanir og aukna samkeppn-
isgetu norsks iðnaðar enda er það
forsenda fyrir velferðinni og fullri
atvinnu," sagði Gro Harlem Brundt-
land forsætisráðherra á blaða-
mannafundi í gær og Gunnar Berge
fjármálaráðherra sagði, að erfið-
leikamir í norskum efnahagsmálum
fælust í víxlhækkun launa og verð-
lags. „Hún getur ekki haldið
áfram,“ sagði hann.
Norðmenn eiga við það að stríða,
að verðið fyrir Norðursjávarolíuna,
burðarásinn í efnahagslífinu, hefur
farið lækkandi, viðskiptajöfnuður-
inn er mjög óhagstæður og verð-
bólgan um 7%, miklu meiri en í
flestum viðskiptalöndum þeirra í
Evrópu. Launastöðvunin á að
standa fram í apríl á næsta ári en
hún þýðir í raun, að almenn kaup-
hækkun á árinu nema til þeirra
lægstlaunuðu verður ein norsk
króna, rúmar sex ísl. kr., átímann.
Efnahagsmálasérfræðingar hafa
fagnað ráðstöfunum stjómarinnar
en aðra sögu er að segja af 350.000
launþegúm, sem eru í félögum utan
norska alþýðusambandsins. í gær
lögðu margir þeirra niður vinnu í
tvær stundir til að mótmæla því,
að stjómin hafði aðeins samið við
alþýðusambandið og 800.000 fé-
laga þess um launastefnuna.
Reuter
Þessi börn i Vin voru dálítið andaktug á svip þegar þau og
margir landar þeirra minntust þess í gær með einnar mínútu
þögn, að fyrir 50 árum máðu Hitler og hermenn hans Aust-
urríki af landakortinu.
Innlimun Austurríkis 12. mars 1938:
Blygðumst okk-
ar fyrir fortíðina
í DAG, 12. mars, er hálf öld liðin siðan Austurriki var innlimað
í Þýskaland nasismans og hefur þess verið minnst með ýmsum
hætti í landinu. Eru þetta erfið timamót fyrir Austurríkismenn
þvi að margir fögnuðu á sinum tíma sameiningunni við Þýska-
land og Waldheim-málið hefur
fortiðina.
í sjónvarpsávarpi, sem Kurt
Waldheim, forseti Austurríkis,
flutti í fyrrakvöld, baðst hann
afsökunar á þeim glæpum, sem
austurrískir nasistar frömdu í
stríðinu, og Leopold Gratz, forseti
þingsins, sagði í gær, þegar hann
afhjúpaði minnismerki um þing-
menn, sem nasistar drápu, að öll
þjóðin ætti að blygðast sín fyrir
það, sem gerðist í landinu eftir
sameininguna við Þýskaland.
„Guð blessi Austurríki" voru
síðustu orð Kurts Schusehniggs
Austurríkiskansiara fyrir fimmtiu
árum þegar hann sagði af sér
vegna þrýstings frá Hitler og lét
embættið í hendur nasistanum
Artur Seyss-Inquart. í viðtali, sem
Anna Bjamadóttir, fréttaritari
Morgunblaðsins í Ziirich, hefur
átt við Otto von Habsburg, son
orðið til að minna óþyrmilega á
Karls I, síðasta keisara Austurrík-
is, kemur meðal annars fram, að
hann hafi árangurslaust reynt að
fá Schuschnigg til að veíta Þjóð-
veijum viðnám. Segir hann m.a.
í viðtalinu:
„Ég vildi, að Austurríki að-
hefðist eitthvað svo að landið yrði
áfram merkt inn á landabréf þótt
það væri hemumið. Auk, þess var
agnarsmár möguleiki, að hem-
aðaraðgerðir Þjóðverja mistæk-
just. Mér fannst Schuschnigg
komast einkar illa að orði þegar
hann sagðist ekki vilja bera
ábyrgð á að blóði Þjóðverja yrði
úthellt. Ég hefði orðað það öðm-
vísi. Ég hefði sagt, að ég vildi sjá
hvort herra Hitler vildi úthella
blóði Þjóðveija."
Sjá „Sameining Evrópu ..." á
miðopnu og frétt á bls. 30.
Upptökurfrá átökunum
Armenar, sem komið hafa til Moskvu, hafa haft
þangað með sér myndbönd með upptökum af átökun-
um í hinu umdeilda héraði Nagomo-Karabakh. Em
þau sex klukkustunda löng og sýna atburði þriggja
daga í höfuðstað héraðsins, Stepanakert, bmnnin
og brennandi hús, bfla og strætisvagna; fólk, sem
hefur slasast í óeirðunum og mikinn mannfjölda
hrópa niður Fjotr Demísjov, fyrsta aðstoðarforsætis-
ráðherra Sovétríkjanna. Hafa Armenamir komið
eintaki af upptökunum til Míkhafls Gorbatsjovs, leið-
toga Sovétríig'anna, til að sýna hve alvarleg átökin
vom. Myndin að ofan var tekin í borginni Kirovakan
í Armeníu 25. febrúar þegar þúsundir manna efndu
til mótmæla á aðaltorginu. Komust fréttamenn Reut-
ers yfir hana eftir óopinbemm leiðum.
* *
Iran-Irak:
Fallast á vopna-
hlé í „borgastríði“
Olíukaup Irana á Vesturlöndum vekja undrun
Nikósíu, Amsterdam. Reuter.
ÍRANIR lýstu yfir í gærkvöld,
að þeir hefðu ákveðið að hætta
árásum á borgir i írak en þá um
daginn höfðu írakar skotið 11
eldflaugum á íranskar borgir og
fylgt þeim eftir með miklum
árásum sprengjuflugvéla. íranir
hafa keypt allverulegt magn af
unninni olíu í Vestur-Evrópu og
hafa þessi olfukaup vakið mikla
undrun.
írakar höfðu áður gefið írönum
frest til miðs dags f gær til að
hætta árásum á borgir í írak og
áskildu sjáifum sér rétt til að eiga
sfðasta orðið í „borgastríðinu". Ifyrr
um daginn skutu þeir 11 eldflaug-
um á borgir í íran, meðal annars á
hina helgu borg; Qom, og sendu
síðan tugi sprengjuflugvéla til árása
á mikilvæg skotmörk. íranir skutu
tveimur eldflaugum á Bagdad en
lýstu síðan yfir, að þeir ætluðu að
hætta „borgastríðinu" ef írakar
gerðu slíkt hið sama.
Gffurlegt tjón hefur orðið f eld-
flaugaárásunum á borgimar og
hundruð manna látist. íranir hófu
þær fyrir alllöngu en f þessari
síðustu hrinu hafa írakar verið mun
stórtækari og ráða augljóslega yfir
miklu fleiri eldflaugum. Á það vafa-
laust sinn þátt f, að íranir láta sér
lynda vopnahlé, sem írakar hafa
ákveðið.
Fréttir um, að íran, sjálft olíu-
framleiðsluríkið, hafi keypt stóra
olíufarma í Vestur-Evrópu hafa
vakið mikla undrun enda er ekki
vitað til, að það hafi gerst áður.
Nýlega keyptu íranir t.d. 240.000
tonn af dfsilolfu af vestur-þýsku
fyrirtæki og orðrómur er um fleiri
álíka samninga. íranskar olíu-
hreinsistöðvar hafa orðið illa úti í
árásum íraka en ekki er ljóst hvort
þessi miklu oliukaup bendi til, að
Iranir séu ekki lengur sjálfum sér
nægir um hreinsaða brennsluolíu.
Þingi Norðurlandaráðs lokið:
Afstaðan til EB
eitt aðalmálið
Ósló. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunbladsins.
ÞINGI Norðuriandaráðs, þvi
36. í röðinni, lauk í Ósló í gær
með afgreiðslu fjárlaganna og
jafnframt var frá þvi skýrt, að
næsta þing yrði haldið í Stokk-
hólmi í febrúar að ári.
• Ólafur G. Einarsson, formaður
íslensku sendinefndarinnar, sagði
í viðtali við Morgunblaðið, að al-
menna umræðan á þinginu hefði
ekki síst einkennst af tilraunum
vinstrimanna til að ræða um ut-
anríkismál rfkja utan Norðurlanda
en einna merkustu samþykktina
sagði hann hafa verið gerða um
samstarf þjóðanna f menningar-
og æskulýðsmálum.
Matthías Á. Mathiesen, sem er
einn af norrænu samstarfsráð-
herrunum, sagði, að fyrir þingið
hefði verið ljóst, að Norðurlönd
og Evrópubandalagið yrðu eitt
aðalmálið og hefði það berlega
komið í ljós í almennu umræðun-
um. Sagði Matthías, að eftir þing-
ið væri á því aukinn skilningur,
að Norðurlöndin yrðu að auka
samstarfið í viðskiptamálum og
hrinda í framkvæmd hugmyndinni
um norrænan heimamarkað.
Sjá fréttir frá þinginu á bls. 29.