Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 7

Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 7 Erfitt en skemmtilegt - segir nýkjörin Feguröardrottning Reykjavíkur Á fimmtudagskvöld kepptu 7 ungar Reykjavíkurmeyjar um tit- ilinn „Fegurðardrottning Reykjavíkur". Hlutskörpust varð Guðný Elísabet Ólafsdóttir, 19 gamall nemandi á nýmálabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. „Það var erfitt en skemmtilegt að taka þátt í keppninni. Ég er í skóla og vinn auk þess i sölu- turni. Þegar æfingarnar bættust ofan á, var mjög lítill tími af- lögu,“ sagði Guðný í samtali við Morgunblaðið. Foreldrar Guðnýjar e_ru Helga Ólafsdóttir húsmóðir og Óli Hilmar Jónsson arkitekt. Áhugamál sín sagði Guðný helst vera ferðalög innanlands- og utan, skíðaferðir og að lifa lífinu lifandi. Guðný sagði að Gróa Ásgeirs- dóttir, sem sá um framkvæmd keppninnar, hefði beðið sig um að taka þátt í keppninni. „Ég hef ekki tekið þátt í neinum sýningarstörfum áður og veit ekki hvers vegna bent var á mig,“ sagði Guðný. „Ég var alveg til í að taka þátt í undan- keppninni því þá var ekkert víst að ég kæmist áfram.“ Hún sagði ástæðuna fyrir þátttökunni vera forvitni, sig hefði langað til að kynnast hvemig svona keppni færi fram. Undirbúningur keppninnar stóð yfír í einn mánuð og á því tímabili lærðu stúlkumar að ganga og koma fram. Nokkrar þeirra fóru einnig í líkamsrækt. Keppniskvöldið sagði Guðný hafa verið spennandi og hefðu úrslitin komið sér mjög á óvart. „Ég varð alveg óskaplega hissa þegar úrslitin voru birt. Um framhaldið veit ég lítið um, ég býst við að taka þátt í keppninni um „Fegurðardrottn- ingu íslands." Framtíðina sagði Guðný óráðna en tók ekki ólíklega í sýningarstörf ef þau byðust. Anna Margrét Jónsdóttir, Feg- urðardrottnig íslands og Reykjavíkur 1987 krýndi ný- kjörna Fegurðardrottningu Reykjavíkur, Guðnýju Elísabetu Óladóttur. Morgunblaðið/BAR Opið hús í Háskólan- umámorgun HASKOLI íslands efnir til kynningar á starfsemi sinni á morgun sunnudaginn 13. mars. Háskólinn býður alla landsmenn velkomna í liúsakynni skólans en sérstaklega eru framhaldsskóla- nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til að mæta, segir í frétt frá Háskólanum. Opið hús verður frá klukkan 10-18 í guðfræðideild, lagadeild, viðskiptadeild og félagsvísindadeild. Kennarar og nemendur verða þar til viðtals og veita gestum upplýs- ingar um fræðigreinar sínar í töluðu og prentuðu máli. Þá verða einnigí boði stuttar kynningar á deildum og öðrum aðil- um sem tengjast háskólastarfsem- inni. Þær deildir og námsbrautir sem ekki hafa opið hús í ár munu reka upplýsingaborð þar sem nán- ari upplýsingar um starfsemi við- komandi deilda verða veittar. Myndbönd um starfsemi og sögu Háskólans verða einnig sýnd gest- um á Opnu húsi Háskóla Islands. K,affíveitingar í boði Félagsstofn- unar stúdenta verða í kaffistofum Aðalbyggingar, Odda og Lögbergs frá klukkan 13- 18. Aðildarfélög FFSÍ athuga uppsögn FARMANNA- og fiskimanna- samband íslands hefur farið þess á leit við aðildarfélög sín að þau ákveði hvort þau vilji segja upp kjarasamningum yfirmannafé- laga innan FFSÍ við Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Uppsögnin er heimil vegna eftir- greinds ákvæðis í kjarasamningum aðila. „Verði breyting á lögskráðu gengi íslensku krónunnar er samn- ingur þessi uppsegjanlegur með eins mánaðar uppsagnarfresti inn- an tveggja mánuða frá því gengis- breyting tekur gildi“. I fréttatilkynningu frá FFSÍ seg- ir ennfremur: „Jafnframt er aðildar- félögum bent á að verðákvörðun yfímefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins er gildandi lágmarksverð á hveijum tíma, sem margir físk- kaupendur miða fískverð við, til grundvallar raunverulegu fiskverði sem oft er hærra en lágmarksverð, t.d. þar sem fiskmarkaðir eru til staðar." G/obus? Lágmúla 5. s. 681555 OPIÐ laugardag og sunnudag frá kl. 13-17 Kaffi á könnunni Komið og reynsluakið vönduðum, Bvrópskum bílum. ^/erð og greiðslukjörvið allra hæfi Seljum um helgina nýja SAAB og Citroén á gamla verðinu. Örfáum bílum enn óráðstafað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.