Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 12

Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 DJARFAR SMAMYND- IR í BREIÐHOLTI Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikklúbburinn Aristófanes Smámyndir Höfundur: Helgi Már Barðason Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason Leikklúbburinn Aristófanes í Fjöl- brautarskóla Breiðholts sýnir dirfsku þegar það tekur til sýn- inga nýtt íslenskt leikrit eftir ung- an og nær óþekktan höfund, Helga Má Barðason. Þetta áræði verður að taka til greina þegar sýning þeirra er skoðuð. „Leikritið Smámyndir fjallar um líf, hegðun og vandamál unglinga og samskipti þeirra við foreldra." Þann- ig komast aðstandendur sýningar- innar sjálfir að orði um leikritið. I nokkrum fjölda stuttra atriða(smá- mynda?) sem tengjast saman af sömu aðalpersónum sjáum við unglingana taka á malum eins og seinþroska, kynvillu, óléttu, komplexum yfír eig- in útliti, skilningsleysi foreídra, þó einnig sé boðið upp á skýringar á hegðun foreldranna í tveimur tilfell- um a.m.k. Af höfundarins hálfu er leikritið að mörgu leyti snoturlega samsett,þó nokkurs sundurleysis gæti í persónusköpun, en úrvinnslan í sýningu Aristófanesar er þó á köfl- um brotakenndari en svo að verkinu verði eingöngu um kennt. Texti verksins er kröftugur og tæpitungu- laus, og fæ ég ekki betur séð en hann bendi til raunsæis fyrst og fremst í framsetningu og túlkun per- sóna. Þetta bregst að nokkru leyti í höndum leikstjórans Guðjóns Sig- valdasonar. Hann fer þá leið að skop- færa persónumar hvar sem tækifæri gefst og fyrir vikið uppskera leikend- umir hlátur áhorfenda, en alvaran Í&+*mw!*** * * * %l***œ?*** * « * : Barnaskór æ. l»IOUSt. 36-47 LOTUS LASER 3.550 4.900st. 36-44 TILBOÐ TURBO CARBON 6000 3.390 st. 36-45 9.350st. 39-46 ARTEX gönguskór 2.110 St. 284 WO jflHBjpf H.IIOSt 165, 170, 175, 185, 190, 195, 200 JBr FJÖRD gönguskíði rÆr 3-4W St. 180, 190, 195, 200, 210, 215. TILBOÐ <$ COURSE GS barnaskíði og COURSE SL unglingasi W 7.300 St. 150, 160, 165, 170, 175. . COURSE GS og COURSE SL keppnisskíði 9.995st 180, 185, 195, 203. Skíðagallar karla 6.995st 46-54 Skíðagallar karla 4.995 St. 38-44 Skíðagallar kvenna /MIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIRLlTIÐ TRAPPEUR SKIÐASKOR DYNASTAR SKIÐI Anna Sigrún Baldursdóttir og Valdimar Orn Halldórsson í hlut- verkum sínum. frá höfundarins hendi má sín lítils. Texti verksins er einnig nægilega fyndinn og hnyttinn í sjálfu sér þó ekki sé bætt við það með ýkjuleik. En leikstjóri og leikendur eiga hér við tvöfaldan vanda að glíma. Annað er það að fátt er erfíðara fyrir óvana en túlka jafningja sína í aldri og hugsun á raunsæjan hátt, og hitt er að veigamiklir kaflar verksins eru langar einræður sem krefjast mikils af flytjendum. Það er því skiljanlegt að gripið hafí verið til einföldunar og skopfærslu. Þessi framsetning er þó ekki einhlít og sumstaðar bregður fyrir raunsæislegum leik og verður því sýningin í heild sinni að safni „smámynda" sem falla misjafnlega vel saman. Guðjón fer einnig þá erf- iðu leið að stilla áhorfendum upp sín hvom megin leikrýmis. Þetta gerir þá kröfu til leikstjórans að staðsetn- ingar allar séu þaulhugsaðar og hreyfíng mikil í sýningunni, án þess þó að það virki óeðlilegt. Öðmm þræði tekst þetta en sumpart ekki. Þá hefði Guðjón mátt leggja meiri áherslu á að framsögn leikenda væri hnökralitil. Leikstjóra til hróss er það öryggi sem leikendur sýndu í hreyf- ingum og látbragði þrátt fyrir mikla nálægt við áhorfendur. Tæknilegt yfírbragð sýningarinnar hefði að ósekju mátt vera agaðra og nákvæm- ara, því slíkt veitir óvönum flytjend- um nauðsynlegt aðhald. Mikilvægt atriði í þessu sambandi er að sýning- ar heíjist sem næst auglýstum tíma. Valdimar Öm Halldórsson átti tvímælalaust við erfiðasta hlutverkið að glíma og lengstu einræðuna. Hon- um tókst vel upp við skopfærsluna og var ömggur en alvaran að baki hlutverkinu lét kannski á sér standa. Bryndís Loftsdóttir virtist hafa góð- an skilning á hugarástandi stúlkunn- ar Diddu. Ólöf Ragna Sigurgeirs- dóttir dró hvergi af sér í hlutverki gellunnar Dóm og var virkilega ör- ugg. Mér er þó spum hvort þessi persóna eigi sér hliðstæðu í vemleik- anum. Sigrún Þórarinsdóttir átti góða spretti sem móðirin og komst vel frá þeim vanda sem fylgir að túlka eldri persónur. Sesselja Guðm. Magnúsdóttir og Anna Sigrún Bald- ursdóttir vom þó þær sem sköpuðu minnistæðustu persónumar. Leikur þeirra beggja var yfírlætislaus og hógvær en engu að síður sterkur. Hér fékk raunsæið að njóta sín með góðum árangri. Jón Þór Sturluson var kraftmikill í hlutverki Benna, þó manni fínnist sem höfundur fylgi ekki uppgötvun persónunnar á sjálfri sér nægilega vel eftir. Það er vei gert af Leikklúbbnum Aristófanes að velja Smámyndir til sýninga. Þau takast á við efni sem liggur nærri þeim og því fylgja átök að koma slíku efni til skila. Verkið er lika langt fra því gallalaust og því ekki við leikhópinn að sakast í öllum tilfellum. Vafalaust eiga Smá- myndir eftir að vekja áhorfendur til umhugsunar og er þá tilganginum náð að miklu leyti. Ekki síður mikil- vægur er sá þroski sem því fylgir að takast á við slikt verkefni. Frá þeim sjónarhóli er sýning Aristófa- nesar á Smámyndum merkari leik- listarviðburður en margt annað sem á fjölunum er og þykir merkilegt fram úr hófí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.