Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Breiðholtskirkja vígð Morgunblaðið/Sverrir Breiðholtskirlqa Allir prestar safn- aðarins frá upphafi takaþátt í athöfninni BREIÐHOLTSKIRKJA verður vígð á morguri, sunnudag. At- höfnin hefst klukkan 16. Bisk- up íslands, herra Pétur Sigur-' geirsson, vigir kirkjuna. Að lokinni vígslu verður guðsþjón- usta með altarisgöngu. Biskup predikar og þjónar fyrir altari ásamt prestunum þremur sem þjónað hafa söfnuðinum. Auk sóknarprestsins, séra Gísla Jónassonar, eru það séra Ólafur Skúlason vígslubiskup, en Breið- holtshverfin tilheyrðu Bústaða- sókn þar til sóknin var stofnuð 1972, og séra Lárus Halldórsson, sem þjónaði söfnuðinum frá stofn- un og til ársins 1986. Þá mun kór safnaðarins, undir stjóm Daníels Jónassonar, flytja brot úr kantötu eftir Buxtehude við undirleik 7 manna strengjasveitar. Einnig verður frumfluttur sálmurinn Hús Drottins, en lag og texta hefur Jóhannes Benjamínsson samið í tilefni vígslunnar. Trompetleikar- ar aðstoða við tónlistarflutning en auk þess leikur Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts við kirkju- dymar undir stjóm Ólafs Kristj- ánssonar. Hin nýja Breiðholts- kirkja rúmar um það bil 300 manns í sæti. Arkitektar hússins em Ferdinand Alfreðsson og Guð mundur Kr. Kristinsson en bygg- ingameistari er Kristinn Sveins- son. Húsið er hringlaga í megin- dráttum, borið uppi af 12 burðar- stoðum og mun þeirri tölu vera ætlað að vísa til postulanna. Stoð- imar bera uppi kross á þaki kirkj- unnar en krossinn heldur aftur uppi stómm Ijósahjálmi sem er aðalljósgjafi kirkjunnar. Unnlð við Ijósahjálminn sem verður aðal ljósgjafinn í kirkjunni og er haldið uppi af kirkjukrossinum. Kirkja elstu og minnstu sókn- ar í Breiðholti Séra Gísli Jónasson og Sveinbjöm Bjarnason formaður sóknamefndar. SVEINBJÖRN Bjarnason hefur verið formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar undanfarið ár en hefur átt sæti S sóknarnefnd- inni frá árinu 1977 og verið bú- settur í hverfinu enn lengur. Þegar kirkjubyggingin hófst náði sóknin einnig tíl Seljahverf- is en 1980 var stofnuð Seljasókn og við það minnkaði Breiðholts- sókn um helming. Nú em í sókn- inni um það bil 4000 manns og er hún minnsta en jafnframt elsta sóknin í Breiðholti. „Eins og aðrir söfnuðir var þessi húsnæðislaus þegar hann tók til starfa 1972 og var leitað á náðir skólans með húsnæði. Fyrstu guðs- þjónustumar vom haldnar í and- dyri skólans, sem var þá enn í byggingu, en eftir að hátíðarsalur hans var tekinn í notkun hefur hann komið þessum söfnuði í stað kirkju. Þar hafa farið fram almenn- ar guðsþjónustur, bamastarf og skímir en stærri athafnir, svo sem fermingar og brúðkaup hafa jrfir- leitt verið haldin í öðmm kirkjum. Sóknamefndarmenn hafa skipst á Aðstaðan hefur verið fábrotin » SÉRA Gísli Jónasson hefur verið sóknarprestur í Breið- holtssókn frá því í nóvember 1986. Hann tók við starfi séra Lárusar Halldórssonar, sem þjónaði söfnuðnum frá stofnun hans 1972, og var Gísli í hópi þeirra presta sem síðastir voru kosnir til embættis I almennri kosningu. „Öll aðstaða hér í sóknini hef- ur verið mjög fábrotin. Fyrirrenn- ari minn hafði einungis skrifstofu á heimili sínu hér í hverfínu og geymsla fyrir sálmabækur og altarismuni safnaðarins var í tveimur skápum í Breiðholts- skóla. Skrúðhúsið í nýbygging- unni var nýlega tekið í notkun og þar hef ég haft aðstöðu að undanfomu. Nú við flutninginn gjörbreytist allt safnaðarstarf, að sumu leyti verður þetta eins og að bytja upp á nýtt. Okkur opnast ýmsir möguleikar. Þeir nýtast að vísu ekki til fulls fyrr en allt húsið kemst í notkun en kirkjusalurinn og sá hluti kjallar- ans ,sem nú verður tekinn í notk- un, nýtist væntanlega strax í þágu fermingarundirbúnings, bamastarfs, kvenfélags, kórsins og einnig má vonandi halda þama ýmsa fundi og námskeið sem tengjast safnaðarstarfinu," sagði Gísli. „Æskulýðsstarf hefur lítið verið í hverfinu nema KFUM hefur rekið hér öfluga starfsemi og við vonumst til að við getum samræmt kraftana í auknu æskulýðsstarfi. Hið sama má segja um öldrunarstarf, rosknu fólki fer sífellt fjölgandi í sókn- inni. Engin aðstaða hefur verið til að sinna þeim hópi sérstaklega en við vonum að það starf kom- ist nú á laggimar," sagði séra Gísli Jónasson. að mæta í skólann á laugardögum og setja þar upp altari og undirbúa messuhald," sagði Sveinbjöm Bjamason. „Söfnuðurinn hefur alla tíð notið einstaks velvilja stjórn- enda Breiðholtsskóla, jafnvel á þeim tíma er skólinn var í byggingu og árgangamir voru hvað fjöl- mennastir var alltaf pláss fyrir okkur í skólanum." Bygginganefnd var kosin í mars- mánuði 1975 og hún gekkst fyrir samkeppni um hönnun kirkjunnar. Dómnefnd í samkeppninni varð svo einuga um tillögu arkitektanna Ferdinands Alfreðssonar og Guð- mundar Kr. Kristinssonar. „Byggingin hefur að mestu leyti verið fjármögnuð af sóknargjöldum og framlögum úr kirkjubygingar- sjóðum, bæði Reykjavíkurborgar og ríkisins," sagði Sveinbjöm. „Talsvert hefur einnig verið um að framlög berist frá einstaklingum." „Fyrstu skófiustungu að kirkj- unni tók séra Lárus Halldórsson 5. nóvember 1978 og síðan hefur verið unnið, óslitið að kalla, að byggingunni. Byggingameistari hefur verið Kristinn Sveinsson en yfirsmiður Óm Erlendsson. Bygg- ingin hefur tekið langan tíma enda húsið erfitt í byggingu, nánast hver einasta fjöl er sérhandfjötluð, lögun hússins gerir það að verkum að engar tvær eru eins.“ „Útlit kirkjunnar er óneitanlega sérstætt og skoðanir manna á því eru nokkuð skiptar. Það á sér skýr- ingar að yfirvöld völdu henni stað í þyrpingu hærri húsa og til að skapa kirkjunni reisn til mótvægis við háhýsin var valin sú lausn í verðlaunatillögunni að hafa þak hennar hallandi. En sóknamefnd og bygginganefnd hafa ávallt verið mjög einhuga um þessa til- lögu,“sagði Sveinbjöm Bjamason formaður sóknamefndar Breið- holtssóknar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.