Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 NORRÆNTTÆKNIÁR1988 Kort af Landspítalalóðinni. > .i. j ■!M!l -• — ..........- SSr"::! Á Landspítalinn i Reykjavík. Landspítalinn — Opið hús Skurðstofa. f tilefni af Norrænu tækniári 1988 verður Landspítalinn með „Opið hús“ sunnudaginn 13. mars 1988 kl. 13—18. Allir eru velkomnir. í borðstofu spítalans verður boðið upp á veitingar meðan á Opnu húsi stendur. Landspítalinn er stærsta sjúkra hús landsins og hefur flölbreyttasta lækningastarfsemi. Hann er og með stærstu vinnustöðum á landinu, því að þar vinna að jafnaði um tvö þús- und manns og ýmis starfsemi, sem innan hans er rekin, svo sem eldhús og þvottahús, er nánast í verksmið- justíl. Bygging Landspítala hófst 1925 og var fyrsti sjúklingurinn lagður inn þann 20. desember 1930. Þann 12. febrúar 1985 hófust framkvæmdir^ við K-byggingu Landspítala. í fullbyggðri K-bygg- ingu verður fullkomin skurðdeild, ný gjörgæsludeild, röntgen- og myndgreiningardeild, dauðhreinsun áhalda og krabbameinslækninga- deild. K-bygging verður því sann- kallað musteri hátækni í læknisfræði á íslandi. Fyrri áfangi K-byggingar verður tekinn í notkun nú í haust og ráðgert er að ljúka K-byggingu allri ekki síðar en árið 1994. Opið hús Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir starfsemi deilda sem verða opnar sunnudaginn 13. mars. Með- fylgjandi kort sýnir hvar þessar deildir eru staðsettar á Landspítala- lóð og sýnir talan I sviga aftan við heiti deildar númer inngangs. Handlækning’adeildir (1) Á skurðstofugangi Landspítalans eru 5 skurðstofur. Aðgerðafjöldi á handlækninga- og bæklunarlækn- ingadeildum 1987 var um 3.500 auk tæplega 1.000 aðgerða á börnum. Auk almennra skurðlækninga er veitt þjónusta í bijóstholsskurðlækn- ingum, æðaskurðlækningum, þvag- færaskurðlækningum, lýtalækning- um, gigtarskurðlækningum, tann- og munnholsskurðlækningum, og háls-, nef- og eymalækningum. Bæklunarlækninga- deildir (1) Hér eru framkvæmdar skurðað- gerðir vegna sjúkdóma á liðum, bein- um, vöðvum, sinum og liðböndum. Ennfremur vegna vansköpunar í hreyfíkerfí líkamans og vegna stöðu- truflunar lfkama. Svæfinga- og gjörgæslu- deild(l) Svæfíngalæknar gegna mikil- vægu hlutverki við endurlífgun, skipulagningu meðferðar við hópslys og vandasamari sjúkraflutninga. Á seinni árum hefur flölgað sjúklingum sem fá meðferð með deyfingu við bráðum og langvinnum verkjum, bæði í lækninga- oggreiningaskyni. Á gjörgæsludeild eru lagðir sjúkl- ingar frá öllum deildum sjúkrahúss- ins, einkum þeir sem vegna sjúk- dóms síns þarfnast sérþjálfaðs lækna- og hjúkrunarliðs og hátækni- búnaðar. Kvennadeild (2) Fyrsta barnið fæddist á Land- spítala 5. janúar 1931. Á þessu fyrsta starfsári spítalans fæddust á fæðingardeildinni 244 böm. Nú að 57 árum liðnum hafa um 60 þúsund böm fæðst á fæðingardeild Lands- pítalans. Meðal þeirra rannsóknar- aðferða sem eru notaðar á kvenna- deildinni er sónarskoðun. Með þessu tæki má mæla nákvæmlega stærð fósturs, staðsetja fylgju, greina tvíbura og margt fleira. Endurhæfingardeild (1) Deildinni er skipt í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Frekari skipting er síðan eftir verkefnum, þjálfun bama, hjartasjúklinga, gigtarsjúklinga, taugasjúklinga, sjúklinga af bæklun- arlækningadeildum o.s.frv. Rannsóknarstofa í melting- arsjúkdómum (1) Árlega eru framkvæmdar um 1.500 skoðanir á meltingarvegi. Notuð eru glertrefjaspeglunartæki sem gera mögulegt að sjá á sjón- varpsskermi slímhúð í vélinda, maga og skeifugöm. Einnig er hægt með samskonar tækjum að skoða ristil. Gallganga og brisganga má sjá með notkun röntgenefnis. Megintil- gangur skoðana er oftast greining á sjúkdómum, og eykur það gildi speglana að hægt er að taka vefja- sýni. Lækningar eru einnig mögu- legar með glertrefjatækjum og eru sífellt ný og betri tæki að koma. Lungnarannsóknastofa (1) Á lungnarannsóknastofu Land- spítalans er mæld blástursgeta, lungnarými og loftskipti lungna. Þessar rannsóknir em gagnlegar til að meta ástand lungna fyTÍr skurð- aðgerðir, fylgjast með gangi sjúk- Vökudeild. dóma og árangri meðferðar. Þær hjálpa líka til við örorkumat. Einnig er mælt sýrustig, súrefnis- og koltv- ísýringsinnihald slagæða- eða há- ræðablóðs. Þessar mælingar koma að mestu gagni við meðferð bráð- veikra sjúklinga. Hjartarannsóknastofa (1) Helstu tegundir rannsókna eru hjartarafrit, áreynsluhjartarafrit, sólarhringshjartaritun og gangráðs- mælingar. Ennfremur doppelrann- sóknir, en þar er bjögun hljóðbylgju frá rennandi blóðstraumi notuð til að mæla rennslishraða og hjartasón- ritun, en þar eru hljóðbylgjur sendar inn í bijóstholið og bergmálinu breytt í mynd sem sést á sjónvarps- skermi. Rannsóknastofa í klínískri taugalífeðlisfræði (3) Þessi rannsóknastofa sér um raflífeðlisfræðilegar rannsóknir á • vöðvum og taugakerfí. Helstu að- ferðimar eru taugarit í úttauga- kerfí, vöðvaafrit, EMG og ýmsar tegundir heilarits, EEG. heilarit skiptist í vökurit, svefnrit, tölvu- heilarit, heilakort og heilasvar við áreiti. Helstu tegundir áreitis eru sjónáreiti, hljóðáreiti og raferting. Vökudeild Barnaspítala Hringsins (2) Vökudeild er jjörgæsludeild fyrir nýfædd böm. Arið 1987 vistuðust 630 böm á deildinni. Á vökudeild liggja böm sem þurfa á sérmeðferð að halda. Má þar nefna fyrirbura, léttbura, böm með sýkingar, böm sem fæðast með líkamslýti og með- fædda sjúkdóma og böm sem þurfa á skurðaðgerðum að halda. í tengsl- um við vökudeild er rekin göngu- deildarþjónusta, þ.e. eftirlit með bömum sem hafa legið á deildinni. Getur slíkt eftirlit spannað allt að 2 ár. Geðdeild (3) Hlutverk geðdeildar er: — lækning, hjúkmn, endurhæfing og önnur aðstoð við geðsjúka. — rannsóknir á orsökum, eðli, með- ferð og gangi geðsjúkdóma. — kennsla lækna, læknanema, ann- arra heilbrigðisstarfsmanna og nema í öðmm heilbrigðisstéttum. — geðvemd og almannafræðsla. Röntgendeild (1) Starfssvið og starfsemi: Geislagreining með röntgengeislum og annarri myndgreiningartækni er stór og vaxandi þáttur í sjúkdóms- greiningu. Röntgen- og myndgreiningar- deildin sinnir þörfum Landspítalans fyrir almenna og sérhæfða röntgen- greiningu. Auk þess er, eftir því sem aðstæður leyfa, sinnt beiðnum um slíkar rannsóknir frá göngudeildum, heilsgæslustöðvum, öðmm heil- brigðisstofnunum og starfandi lækn- um. Eðlisfræði- og tæknideild (1) Starfssvið eðlisfræði- og tækni- deildar spannar: — eðlisfræðiþjónustu við geislameð- ferð og undirbúning hennar, geislamælingar, gæðaeftirlit með tælqum og notkun þeirra og umsjón með ýmsum sérhæfðum tækjabúnaði. — Ráðgjöf varðandi tækjakaup og þróun nýrrar tækni. — Viðhald og viðgerðarþjónustu við tæki á sjúkrahúsinu auk uppsetn- ingar nýrra tækja og kennslu í notkun þeirra. — Lífeðlisfræðilegar mælingar einkum tengdar æðarannsókn- um. — Ljósmyndaþjónusta við deildir sjúkrahússins. Sýklafræðideild (6) Starfssvið spannar: — Ræktun og greining á bakteríum og sveppum. — Blóðvatnsrannsóknir. — Mælingar á lyfjanæmi baktería. — Mælingar á sýklalyfjum í blóð- vatni sjúklinga. — Framleiðsla bakteríuætis. Ónæmisfræðideild (1) Aðalviðfangsefnin em eftirfar- andi: 1. Rannsóknir á blóð- og vefjasýn- um til að greina og meta truflan- ir í starfsemi ónæmiskerfísins: ofnæmi, sjálfsofnæmissjúkdóma, eyðni og aðrar ónæmisbilanir. 2. Þróun nýrra aðferða og endur- bætur á eldri aðferðum til að tryggja rannsóknarþjón- ustunni æskilega nýsköpun og hagkvæmni. 3. Bein ráðgjöf og læknisþjón- usta fyrir sjúklinga með sjúkdóma í ónæmiskerfí. 4. Vísindaleg þjálfun líffræð- inga, læknanema og lækna, svo og menntun heilbrigðisstarfsfólks og fræðslustarfsemi fyrir al- menning. , Rannsóknarstofa í mein- efnafræði (1) Hlutverk rannsóknastofu í mein- efnafræði er að sjá um hverskyns efnamælingar á blóðvökva, þvagi, mænuvökva og ýmsum fleiri líkams- vökvum og veita ráðgjöf um túlkun þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.