Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 22

Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 ULTRA GLOSS Ekkert venjulegt bílabón heldur glerhörð lakkbrynja! VEIST ÞÚ MUNINN? . ULTRA GLOSS er eini bón- gljáinn, fáanlegur á íslenskum bensinsölum, sem þolir þvott með tjörueyði. Þar með rætist draumur bónara, um að glans og glæsilegt útlit geti enst mánuð- um saman. Utsölustaðir. Essol stöðvarnar. Ráðstefna um stærðfræðikennslu Áhugi á hreinni stærðfræði virðist fara minnkandi ÍSLENSKA stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í framhaldsskólum gangast fyrir ráðstefnu, laugardaginn 19. mars nk., um stærðfræðikennslu og menntun kennara í fram- haldsskólum. Ráðstefnan verður haidin í hátíðasal Verslunar- skóla íslands við Ofanleiti og hefst klukkan 10. Ragnar Sig- urðsson, formaður Islenska stærðfræðafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að skortur á kennurum, sem hefðu tilskilda menntun til að kenna stærðfræði, væri orðinn mjög mikill. Frá því um 1980 hefðu að meðaltali tveir útskrifast ár- lega með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla íslands og fáir þeirra farið í kennslu. „Nærtækasta skýringin er sú“ sagði Ragnar, „að laun kennara séu of lág en ég held að ástæðum- ar séu fleiri. Margir þeirra sem hafa útskrifast með BS-próf í stærðfræði á undanfömum ámm tóku hagnýta stærðfræði eða tölvufræði sem aukagrein og það hefur verið auðvelt fyrir þá að fá vel borgaða vinnu við tölvur. Fáir þeirra em með próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskólanum og hafa því ekki réttindi til að kenna stærðfræði í framhaldsskól- unum. Áhugi á hreinni stærðfræði virðist hafa farið minnkandi í heim- inum undanfarinn áratug, ef til vill vegna tölvanna, en einnig gæti verið að stærðfræði sé ekki sett nógu skemmtilega fram í fram- haldsskólunum," sagði Ragnar. Framsöguerindi á ráðstefnunni um stærðfræðikennslu flytja Guð- mundur Arnlaugsson, fýrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Kristján Jónasson, leið- beinandi og stundakennari við Háskóla íslands, Sigurður Sigur- sveinsson, áfangastjóri í Fjöl- brautaskóla Suðurlands, Kristín Halla Jónsdóttir, dósent við Kenn- araháskóla íslands, Benedikt Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, Eggert Briem, prófessor við Háskóla Islands, Halldór I. Elíasson, prófessor við Háskóla íslands, Halldór Halldórs- son, starfsmaður Verk- og kerfis- fræðistofunnar hf., og Hörður Lár- usson, deildarstjóri í Menntamála- ráðuneytinu. 100g MEIRIJOGIIRT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt ( 180 g dósum. Tilheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir? 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana. HVER VILL EKKIGERA GÓÐ KAUP? TQS”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.