Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 25

Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 25 UM TVIEÐLIEFNIS - EIND EÐA BYLGJA Raunvísindi Egill Egilsson Hugmyndir okkar um efnis- heiminn eru mótaðar af daglegri reynslu okkar af honum. Við ger- um okkur hinar smæstu eindir í hugarlund sem örlítil kom, sem er hægt að tileinka staðsetningu og hraða. Fljótlega eftir aldamót fór að bera á því að þetta mál væri flókn- ara en áður var talið. Ljós hafði fram til þess tíma verið talið öld- ur, en Einstein sjálfur setti þá fram nýja túlkun á þekktum til- raunaniðurstöðum um að ljósið gæti hegðað sér sem eindir einnig. Það sem hafði fram til þess tíma sýnt af sér eindareiginleika, hegðaði sér allt í einu sem bylgjur. Fljótt á litið er erfitt að hugsa sér ólíkari efnisfyrirbrigði en eind og bylgju. Annað er staðsett. Hitt breiðist út um stórt svæði, oft eftir flóknum lögmálum. Annað hefur hraða, hitt er of óáþreifan- legt til að hægt sé að eigna því hraða. En ef það er hægt, er hægt einnig að tala um margskon- ar hraða í því. Þvi er ekki að furða þótt menn reki í rogastans. Hvemig getur það sem hefur verið talið bylgja stungið upp kollinum sem eind? Er það sem við höfum hingað til talið efnisfyrirbrigði, þá eindir eða bylgjur? Svarið er: Bæði og. Eða kannski réttara: Bæði og, og hvorki né. Eða: Bæði og, og / eða hvorki né. Eftirfarandi samtal er úr bók eftir enska eðlisfræðinginn B. Hoffmann: „Pabbi, er rafeindin eind eða bylgja?" „Já!“ „Pabbi, er rafeindin þarna, eða er hún héma?“ „Já.“ Vísindamaðurinn A.S. 'Edding- ton stakk upp á nafninu „eilgja." Franski aðalsmaðurinn Louis de Broglie (Les: du Broj), stakk fyrstur upp á því öfuga við það sem Einstein hafði sýnt fram á, nefnilega að það sem hafi fram tii þessa aðeins sýnt sig í formi einda, gæti einnig hagað sér sem bylgjur. Hann sótti rök sín til af- stæðiskenningar Einsteins. Rök- semdafærsla hans var í ákaflega grófum dráttum sem hér segir: Eind hefur massa. Massa hefur orku (sbr. hina frægu formúlu Einsteins, E=MC2, um jafngildi massans og orkunn- ar, sjá fyrri grein um kjamorku). Orka þýðir hreyfingu (öldu- gang, þ.e. bylgjur). Eilgja í seinni grein kynnumst við því hvemig tilgáta de Broglies var vegna „óhapps" staðfest með til- raunum árið 1925. Gashylki í vinnustofu C.J. Davissons í til- raunastofum Bell-símafélagsins Enginn hefur séð rafeindir. Þvi má ekki mæla þvi mót að þær líti svona út fremur en einhvem veginn öðravisi. sprakk og eyðilagði málmsýni, að því er Davisson áleit, enda ætlaði hann sér að mæla allt annan hiut en bylgjuhlið rafeinda. Fýrir þetta allt hlaut de Broglie Nóbelsverð- laun árið 1929, en Davisson árið 1937. En hvemig getur það sem við höfum talið bylgju skotið upp kollinum sem eind, og það sem við höfum talið eind skotið upp kollinum sem bylgja? Felst ekki í þessu mótsögn? Nei! Þetta svar felst að nokkru leyti í því að í engum einstökum kringumstæðum koma báðar þessar hliðar fram. Ekkert efnis- fyrirbrigði, og allra síst fyrirbrigði svo iítillar gerðar, er hægt að taka út úr því samhengi sem það er skoðað í, þ.e. með hvaða tækjum það er athugað. Sýna má fram á að seijum við rafeindina í þannig kringumstæður að við mælum hjá henni bylgjueiginleika, er jafn- framt útilokað að við sjáum hjá henni eindareiginleika um leið. Og öfugt. Þannig verður krafan um að skoða heildina, það sem skoðað er, og tækin sem notuð eru til að athuga fyrirbrigðið, okkur til bjargar. I grundvallarat- riðum er mótsögnin því ekki meiri en sú sem felst í að pappír er rauður þegar hann er skoðaður í rauðu ljósi en blár þegar hann er skoðaður í bláu. Hvort er hann þá rauður eða blár? Svar Hann er blautur!!! ONUSTA Skipuleg jjármál, ekkert umstang, örugg umönnun. Reynsla okkar af því að veita þjónustu við ávöxtun peninga í verðbréfum hefur kennt okkur hvað fólk vill helst og spyr oftast um. Verðbréfareikningur VIB var fyrsta skref okkar til að verða við óskum viðskiptavina okkar. Eftiriaunareikningur VIB - fyrir þá sem vilja leggja reglulega fyrir - var það næsta. Jafnframt bjóþum við Sjóðsbréf VIB og allar algengar gerðir verðbréfa: Spariskírteini ríkissjóðs, bankabréf, skuldabréf traustra fyrirtækja, hlutabréf og verðbréf verðbréfasjóða. Starfs- fólk VIB veitir allar nánari upplýsingar. Síminn er 91-68 15 30 og afgreiðslan er að Ármúla 7. Með bestu kveðju, Sigurður B. Stefánsson Pearl drops tannkrem með flóoride hreinsar burto óhreinindi eftir reykingar, kaffi- og tedrykkju. Með reglulegri notkun haldast tennur þínar perluhvítar og hreinar enda er maðurinn ó bak við Pearl drops tann- kremið einmitt tannlaeknir. Tannkremið samanstendur af tveimur mildum hreinsi- efnum sem ná jafnvel að hreinsa burtu erfiðustu skán. Með daglegri notkun Pearl drops tannkrems og reglulegu eftirliti tannlækn- is eru tennur þínar í örugg- um höndum. Heildsölubirgðir: Hri^tján^on hF UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Ingólfsstræti 12 Simi 61280G REIKNIVÉLAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.