Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Nýtt vopnasöluhneyksli í Svíþjóð: Svíar seldu vopn sem voru notuð í Víetnam Stokkhólmi, Reuter. SIGFRID Akselson, fyrrum háttsettur starfsmaður sænska vopnafyrirtækisins FFV, hefur sakað sænsku ríkisstjómina og FFV, sem er í eigu sænska ríkis- ins, um að hafa selt Astralíu- mönnum vopn á sama tíma og ástralskir hermenn börðust í Víetnam-stríðinu. Þessi vopna- sala var óleyfileg, því sænsk lög banna sölu vopna til landa sem eiga í hemaði. Malcolm Fraser, fyrram forsætisráðherra Astr- alíu, hefur staðfest frásögn Akselsons, og talsmenn FFV sögðust í fyrradag vera nær vissir um að þessi vopnasala hefði átt sér stað. Sigfrid Akselson segir í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter að vopnin hafí verið seld á síðari hluta sjöunda áratugarins. Á þeim tíma fóru hundruð þúsund- ir Svía, undir forystu sænskra ráð- herra, þar á meðal Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra, og Ing- vars Carlssons, eftirmanns hans, í kröfugöngur þar sem stríðinu í Víetnam var mótmælt og lýst var yfír stuðningi við skæruliðana í Norður-Víetnam. Akselson segir að stjóm jafnaðarmanna hafí vitað af og samþykkt vopnasöluna. Akselson heldur því fram að vopnin hafí verið flutt til Bretlands til að sneiða hjá sænskum lögum, sem banna útflutning á vopnum til landa sem taka þátt í hernaði, eða eru líkleg til þess. Akselson segir að Svíar hafí selt Ástralíu- mönnum 400 skotvopn, sem nefn- ast Carl Gustav, árið 1965, en hafnbann var sett á vopnaflutn- ingana árið eftir, þegar ástralskar hersveitir voru sendar til Víetnam. Ástralíumenn hafi mótmælt bann- inu og sænska stjómin hafí ákveð- ið að leysa málið með leynd. Að sögn Akselsons tóku Bretar að sér að kaupa þau vopn af FFV- vopna- fyrirtækinu sem ástralski herinn þurfti, og seldu þau síðan Ástralíu- mönnum. Ifyrrum forsætisráðherra Ástr- alíu, Malcolm Fraser, sem var her- málaráðherra á þessum tíma, og aðrir ástralskir embættismenn, hafa staðfest frásögn Akselsons. Þá sagði Rune Nyman, aðal fram- kvæmdastjóri FFV-fyrirtækisins, í fyrradag að rannsókn á vegum fyrirtækisins hefði leitt í ljós að ástæða væri til að trúa frásögn Akselsons, þótt ekki hefðu fundist skjöl sem sönnuðu hana. Sænsk lögregluyfirvöld sögðu í síðustu viku að þau hefðu hafíð rannsókn á því hvort FFV-fyrir- tækið hefði gerst brotlegt á út- flutningslögum með því að selja Carl Gustav-vopn til Miðaustur- landa. Þessum vopnum'hefur verið beitt á nokkmm svæðum þar sem komið hefur til átaka, meðal ann- ars í Miðausturlöndum og í sunn- anverðri Afríku. Reuter Hefner sakar fyrrum vinkonu um ótryggð Hugh Hefner, útgefandi Playboy, með nýjustu frillu sinni, Kimber- ley Conrad, sem hefur prýtt miðopnu Playboy, á blaðamanna- fundi á fimmtudag. Þar tilkynnti Hefner að hann hefði höfðað mál gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni, Carrie Leish, fyrir að hafa verið honum ótrú. V estur-Þýskaland: Neytendur hvattir til að sneiða hjá íslenskum fiski ERLENT ZUrich, frá önnu Bjarnad&ttur, fréttaritara HERFERÐ Greenpeace í Vestur- Þýskalandi gegn hvalveiðum ís- lendinga hefst um þessa helgi. Samtökin sendu öllum helstu dag- blöðum í norðurhluta landsins uppiýsingar um hvalveiðar íslend- inga í vikunni og munu birta hálfs- íðu auglýsingu í dagblöðum þar sem fólk er hvatt til að sneiða hjá islenskum fiski. „Að sjá ísland einu sinni og deyja" stendur letrað undir mynd af hval í dagblaðsauglýsingunni. „Málið snýst um líf hans. Sneiðið þess vegna hjá Morgnnblaðsins. íslenskum fiski." Skoðanir Greenpe- ace á hvalveiðum og stefnu íslend- inga eru kynntar í auglýsingunni og fólki sagt hvað það á að gera til að bjarga hvalastofnunum. „íslendingar hætta ekki að drepa síðustu hvalina fyrr en þeir taka eftir að enginn kærir sig lengur um fískinn þeirra . . . Biðjið fisksalann um fisk sem er ekki frá íslandi. Það er nóg af öðrum fiski til.“ Peter Pueschel, hvalasérfræðingur Greenpeace í Hamborg, sagði að fréttastofur, útvarpsstöð og tvö dag- George Vassiliou, forseti Kýpur-Grikkja: Forsetaferilliim hefst með heimsókn til Grikklands Nikosía, The Economist. Reuter. HINN nýi forseti Kýpur- Grikkja, George Vassiliou, mun stíga sín fyrstu skref í embætti á alþjóða vettvangi með því að fara í opinbera heimsókn til Grikklands. Megin markmið heimsóknarinnar verður að ræða á hvem hátt sé hægt að binda enda á 14 ára gamla skiptingu Kýpur. Vassiliou, sem var kjörinn for- seti Kýpur í síðasta mánuði vegna þeirra vona, sem hann hefur vak- ið meðal eyjaskeggja um að hann geti sameinað gríska og tyrk- neska hluta Kýpur, heldur á sunnudag tií Aþenu til viðræðna við Andreas Papandreou forsætis- ráðherra. Erlendir sendimenn og stjómmálaskýrendur telja ólíklegt að þær tillögur komi fram á þess- um fundi sem valdi straumhvörf- um í Kýpur-deilunni, en leggja áherslu á að Vassiliou hefíi emb- ættisferill sinn, í samræmi við gefin kosningaloforð: með því að krefjast breytinga. Kýpur skipt í tvennt Kýpur hefur verið skipt í tvennt með jarðsprengjusvæðum og gaddavír frá því árið 1974 að tyrkneskar hersveitir tóku nyrsta hluta eyjarinnar eftir valdatöku í Nikosíu sem studd var af Grikkj- um. Leiðtogi Kýpur-Tyrkja, Rauf Denktash, sem kallaði til hersveit- ir Tyrkja til að koma í veg fyrir sameiningu við Grikkland, lýsti árið 1983 yfír sjálfstæði tyrk- neska lýðveldisins á Norður- Kýpur. Engir viðurkenna Norð- ur-Kýpur sem sjálfstætt lýðveldi nema Tyrkland. Mörgum fínnst torkennilegt að Kýpur-Grikkir hafi kosið Vassili- ou í forsetaembætti. Mann sem var óþekktur og hafði ekki áður haft afskipti af stjómmálum. Að ekki se ' minnst á að Vassiliou er maður sem ekki er á neinn hátt tengdur gömlu frelsishetjunum frá því fyrir 1960, sem störfuðu undir dyggri forystu Makaríosar erkibiskups. Kommúnistar Foreldrar Vassilious, augn- læknir og tannlæknir, stofnuðu ásamt öðmm kommúnistaflokk- inn AKEL, sem eftir að Kýpur fékk sjálfstæði árið 1960 barðist gegn stjóm Makaríosar. Á árum borgarastyrjaldarinnar í Grikk- landi, frá 1946 til 1949, lögðu þau skæruliðum kommúnista lið. Vas- siliou-hjónin gagnrýndu Stalínista í Grikklandi og börðust gegn því af hörku að grísk böm væru send til kommúnistaríkja í skóla. Að tilhlutan Moskvu-stjómarinnar voru þau einangruð og send í út- legð. Móðir Vassilious varð for- stöðukona fyrir heimili munaðar- lausra grískra bama í Búdapest, en faðir hans starfaði í verk- smiðju í Tashkent. Þegar Vassiliou eldri sneri heim eftir að Kýpur varð sjálfstæð, lýsti hann því yfír að hann væri á móti því að flokkur hans snerist gegn Makaríosi. Sonurinn, sem lauk námi í Búdapest, studdi end- urskoðunina í Ungveijalandi sem brotin var á bak aftur með innrás Sovétmanna árið 1956. Það kem- ur engum á óvart að forsetinn nýi styður ekki skoðanir gömlu mann- anna í kommúnistaflokknum. Á hinn bóginn er hann hlynntur tollabandalagi við Evrópubanda- lagið. George Vassiliou hefur vald á sjö tungumálum. Hann er millj- ónamæringur og heimsmaður og býr yfir sjálfsöryggi og sjálfstæði þess sem hefur unnið sig upp. blöð hefðu þegar haft samband við sig til að fá frekari upplýsingar um hvalveiðar íslendinga. Hann á von á að herferðin veki athygli meðal al- mennings og vonar að hún beri ár- angur. Samtökin munu nefna ákveð- in fyrirtæki í auglýsingum seinna meir ef íslendingar streitast við og halda hvalveiðum áfram. Talsmaður fyrirtækisins Iglo- Langnese í Hamborg, sem verslar með frosinn fisk, sagðist ekki vera sérfræðingur í hvalamálum og ekki geta dæmt um hvorir hafa rétt fyrir sér, Greenpeace-menn eða íslending- ar. „Ég hef fengið upplýsingar frá báðum aðiljum og get aðeins sagt að íslendingar ættu að hætta hval- veiðum ef Greenpeace hefur rétt fyr- ir sér en áróðureherferð Greenpeace er út í hött ef íslendingar hafa rétt fyrir sér. Ég er sannfærður um að herferð Greenpeace mun hafa nei- kvæð áhrif á útflutning íslendinga þegar hún fer af stað.“ Greenpeace í Lúxemborg heldur baráttu sinni áfram. Roger Spautz, starfsmaður samtakanna, sagðjst hafa fengið bréf frá sendiherra ís- lands í Brussel í vikunni þar sem afstaða íslands er skýrð. „Ég veit hver afstaða þeirra er og hef ekki áhuga á að heyra hana oftar. Ég vil að þeir skipti um skoðun og ákveði að hætta hvalveiðum." Þriðja vegg- spjaldið gegn hvalveiðum verður væntanlega hengt upp víða í Lúxem- borg í næstu viku. Á því stendur „ísland drap síðasta hvalinn." I Reuter Konunglegi skíðakofinn þar sem konungsfjölskyldan hafðist við Karl Bretaprins hætt kominn í Ölpunum: Varað hafði verið við snióflóðahættu Klosters, Sviss, Reuter.fc^ Karl Bretaprins og Díana prins- essa héldu í gær heimleiðis ásamt prinsessunni af York eftir að prinsinn sem er orðlagður skíða- kappi hafði sloppið naumlega und- an snjóflóði f Olpunum sem varð vini konungsfjölskyldunnar að bana. Prinsinn var á fimmtudag við sjötta mann á skíðum í fjallshlíð nærri bænum Klosters í Sviss. Hóp- urinn fór út af merktri skíðabraut en varað hafði verið við snjóflóða- hættu. Snjóskriðan fór af stað 100 metrum fyrir ofan skíðamennina. Hugh Lindsey majór varð fyrir skrið- unni með fyrrgreindum afleiðingum. Patty Palmer-Tomkinson, vinkona Díönu, slasaðist nokkuð í flóðinu en aðrir sluppu ómeiddir. Díana prins- essa og svilkona hennar prinsessan af York voru heima í skíðakofa þeg- ar slysið átti sér stað. Atvikið á fímmtudaginn hefur ýtt undir gagnrýni í Bretlandi á yngra fólkið í konungsfjölskyldunni fyrir gáleysi í frístundum sínum. Þetta er alvarlegasta slys sem tengist kon- ungsfíölskyldunni síðan William af Gloucester, systkinabarn Elisabetar drottningar, fóret í flugkeppni árið 1972.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.