Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 31

Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 31 Nýr uppljóstrari aðstoðar lögreglu Palermo, Reuter. NÝR uppljóstrari um Mafiuna hefur sagt lögreglunni á Sikiley frá því hvemig fjórir ungling- spiltar vora barðir til óbóta og siðan kyrktir vegna þess qð þeir móðguðu yfirmann eins þeirra er þeir stálu frá móður hans. Uppljóstranir, Antonios Caldero- nes, fyrrum yfirmanns í Mafíunni sem handtekinn var í Frakklandi árið 1986, gerðu lögreglunni á Sikil- ey kleyft að hafa hendur í hári um eitt hundrað manna úr Mafíunni fyrr í þessari viku.Ástæður þess að Calderone ákvað að segja lögregl- unni frá eru þær að hann vill koma fram hefndum á þeim mönnum sem löggðu veldi hans í rúst. Hann sagði lögreglunni frá örlög- um þriggja ungmenna sem hurfu sporlaust árið 1976. Foreldrar pilt- anna héldu að þeir hefðu strokið að heiman. Að sögn Caldrones gerðu þeir þau regin mistök að hæðast að bróður Nittos Santapaol- as, yfirmanns Mafíunnar í borginni Cataniu á Sikiley. Einnig stálu þeir frá móður Santapaolas og gortuðu af því. Fyrir vikið voru þeir teknir af lífi á hroðalegan hátt og grafnir eftir aftökuna. Calderone var sjálf- ur meðal þeirra sem tóku þátt í þessu voðaverki. Santapaola er einn af þeim mafíuforingjum sem lögreglan hef- ur hvað mest leitað að. Hann var ákærður árið 1982 fyrir morð á yfirmanni öiyggislögreglunnar Carlo Alberto Dalla Chiesa. Hann var einn hinna 19 mafíuforingja sem dæmdir voru í lífstíðarfangelsi I desember síðastliðinn. Þá voru 319 meðlimir Mafíunnar voru dæmdir í samtals 2.700 ára fangelsisvistar. Meðal þeirra sem handtekinn var í vikunni er Vincenzo Taibbi sem sést á myndinni þar sem verið er að flytja hann frá lögreglu- stöðinni í Cataniu til fangelsis í borginni. Grænland: Vill birta nöfn alnæmissjúkra Ósl6, frá Steingrimi Sigurgeirssyni. OTTO Stenholt, formaður grænlenska Attassut-flokksins, krefst þess að nöfn þeirra Grænlendinga er hafa smitast af alnæmi verði birt opinber- lega. Kom þetta fram í viðtali við Stenholt í Grönlands Rad- ioavis. Stenholt sagði að þetta væri viðkvæmt mál út frá mannrétt- indasjónarmiðum en gæti reynst nauðsynlegt meðan ekki hefði fundist neitt lyf gegn sjúkdómn- um. „Þetta er eina lausnin sem við höfum þessa stundina," sagði Stenholt. Danskir stjómmálamenn eru ekki allir jafn hrifnir af þessari hugmynd, en til þess að hægt yrði að framkvæma hana þarf sam- þykki danskra heilbrigðisyfir- valda. Til dæmis sagði Dorte Bennedsen, talsmaður danska Jafnaðarmannaflokksins í alnæm- ismálum, í samtali við danska út- varpið, að þetta myndi hafa hrika- legar afleiðmgar ef að yrði. Allt starf gengi út á að ná til þess fólks sem hefði smitast en það fólk sem hefði grun um að það kynni að vera smitað myndi forð- ast rannsókn eins og heitan eldinn ef það vissi að það ætti það á hættu að nöfn þess yrðu birt opin- berlega. Alnæmisveiran hefur verið greind í níu mönnum á Grænlandi en enginn þeirra hefur ennþá tek- ið alnæmissjúkdóminn. Reuter Forsætisráðherra Víetnam látinn Bangkok, Reuter. PHAM Hung, forsætisráðherra Víetnam, lést í Ho Chi Minh- borg á fimmtudag vegna hjartaáfalls, 75 ára að aldri. Opinbera útvarpsstöðin í Víet- nam tilkynnti í gær að Hung hefði látist af skyndilegu hjartaáfalli sem hann hefði fengið vegna mik- ils álags er hann hefði verið að leysa hin _ §ö|mörgu vandamál landsins. Útvarpið fjallaði ekki nánar um fráfallið og nefndi ekki eftirmann Hungs. Pham Hung hafði verið forsæt- isráðherra frá 18. júni á síðasta ári. Enginn annar Suður-Víetnami hafði gegnt svo mikilvægu emb- ætti í Víetnam, þar sem Norður- Víetnamar drottna. IN STJORA MIAMI VICE SÓLGLERAUGUN ERU KOMIN. Flestir þekkja þessa vinsælu kappa úr myndaflokknum UNDIRHEIMAR MIAMI. Seljum sólgleraugu.eins og þeir nota -, ásamt viðfastri mynd af þeim á hverjum gleraugum. H. A. Tulinius - heildverslun. Símar 14523og 11451. Austurstræti 20. MRHi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.