Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Sléttbakur EA 304: 49 milljóna kr. verð- mæti eftir 49 daga Sléttbakur EA 304 kom til af frystum fiski. Aflaverðmæti króna eftir 49 veiðidaga og má hafnar fyrir páska með 410 tonn nemur rúmlega 49 milljónum því ætla að hásetahluturinn nemi Morgunblaðið/RÞB Bókval opnar verslun á tveimur hæðum Bókval opnaði verslun á tveimur hæðum sl. laugardag. Bókval hefur hingað til haft aðstöðu á jarðhæð Kaupvangsstrætis 4, en hefur nú innréttað aðra hæð undir skrifstofu- og tölvuvör- ur. Núverandi eigendur Bókvals keyptu fyrirtækið fyrir rúmu ári af Aðalsteini Jósefssyni, og er fyrirtækið nú á sínu 22. ald- ursári. A myndinni eru eigendur Bókvals, bræðurnir Unnar Þór og Jón Ellert Lárussynir ásamt eiginkonum, þeim Hólmfríði Kristjánsdóttur og Svandísi Jónsdóttur. um það bil 530 þúsund krónum. Sléttbakur hélt á veiðar þann 6. febrúar og kom til heimahafnar sl. föstudagskvöld. í millitíðinni hafði togarinn komið inn til löndunar, en vegna yfírvinnubanns hélt togarinn aftur á veiðar án þess - að landa eftir fimm daga í heimahöfn. Þetta er því mesta aflaverðmæti sem einn togari kemur með að landi í einu. Kristján Halldórsson var skipstjóri í fyrri veiðiferðinni, en Gunnar Jó- hanrisson í þeirri síðari. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að fiskurinn hefði verið veiddur mest á Vestfjarðamiðum og út af Suðvesturlandi og væri þetta mjög blandaður afli. 90 tonn væri ýsa, 220 tonn karfi, 250 tonn þorskur og 60 tonn grálúða. Upp úr sjó vó aflinn 840 tonn. Akureyrin EA átti fyrra aflamet sem sett var í fyrra- sumar. Þá veiddist fyrir um hátt í 37 milljónir króna í einum veiðitúr. Sléttbakur heldur á veiðar á ný í kvöld. Morgunbiaoiö/RÞB Metaðsókn í Hlíðarfjalli Metaðsókn var í Skíðastöðum Hlíðarfjalls yfir páskahátíðina þrátt fyrir ótíð á páskadag og síðari hluta annars í páskum. Talið er að 3.000 manns hafi ver- ið í fjallinu á föstudaginn langa og annað eins á laugardag, um það bil 1.000 manns á skírdag og um 500 manns fyrri hluta mánu- dags, en þá strax upp úr hádeginu hvessti i fjallinu svo að fólki fór fækkandi er á leið. Hinsvegar varð að loka lyftum á páskadag sökum veðurs. fyrir ferðamanninn í bænum sjálfum þannig að hann hafi við eitthvað fleira að vera en skíðin allan tímann. Finnst mér þetta ekki vera mál bæjarins heldur mál einkaaðila öllu heldur." ívar sagði að til allrar lukku hefði Skíðamóti íslands verið seinkað um hálfan mánuð svo umferðin dreifðist meira en ella. „Það hefði gjörsam- lega allt farið í vaskinn ef við hefð- um átt að taka á móti öllum þessum §ölda með því að halda mótið samtímis. Skíðamót eru óæskileg þegar komið er fram á þennan tíma. I fyrsta lagi fer mikið fyrir þeim, þau gefa ekkert af sér og í þriðja lagi eru þau almenningi í fjailinu heldur til ama.“ Lögreglan á Akureyri: Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Frá hraðskákmóti Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík. Að tafli sitja þeir Pólúgajevskíj og Gúrevítsj. Hraðskákmót á Dalvík: Pólúgajevskíj og Gúrevítsj efstir Dalvík. í TENGSLUM við alþjóða skákmótið, sem haldið var á Akureyri í marsmánuði, hélt Sparisjóður Svarfdæla hraðskákmót á Dalvík þar sem ýmsir kunnir skákmenn voru á meðal þátttakenda. Alls voru þátttakend- ur 23 og meðal þeirra voru rússnesku stórmeistararnir Pólúgajevskíj, Dolmatov og Gúrevftsj. Þetta er í fyrsta skipti sem skák- mót með þátttöku erlendra stór- meistara er haldið á Dalvík. Taflfélag Dalvíkur skipulagði mótið en eins og víðar þá hefur áhugi á skák aukist mikið á Dalvík að undanfömu. Kepp- endur fengu aðeins 5 mínútna um- hugsunartíma á hveija skák og var keppnin því spennandi fyrir áhorf- endur sem vom allmargir. Úrslit mótsins urðu þau að efstir og jafnir urðu sovésku stórmeistar- amir Pólúgajevskíj og Gúrevítsj með tíu vinninga. Pólúgajevskíj gerði tvö jafntefli en Gúrevítsj tapaði skák sinni gegn Pólúgajevskíj. I þriðja sæti varð Dolmatov með átta og hálfan vinning. í fjórða sæti vafð Sævar Bjamason með sjö og hálfan vinning og jafnir í 5.-6. sæti urðu Jón Garðar Viðarsson og Ólafur Kristjánsson Sparisjóður Svarfdæla veitti sigur- vegumm peningaverðlaun og afhenti formaður stjómar Sparisjóðsins, Jó- hann Antonsson, þau í mótslok. Fréttaritari Flugleiðagangan svokallaða átti að fara fram á páskadag, en henni var frestað til mánudags. Búist hafði verið við um 500 þátttakendum, en þeir vom aðeins 130 talsins. Flug- leiðagangan er nú orðin árviss við- burður í Hlíðarfjalli og er gangan opin öllum er áhuga hafa. Þátttak- endur fá númer við skráningu og em vinningarnir, sem Flugleiðir gefa, dregnir úr númemnum. Að þessu sinni hlaut Jónas Sigurbjörns- son frá Akureyri aðalverðlaunin, utanlandsferð. Hann hlaut einnig eina af fjómm helgarferðum innan- lands sem Flugleiðir gáfu. Ivar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hingað til hefði aðsókn verið mest þetta 2.200 manns svo fjölgunin væri veruleg nú. „Ég tel að utanbæjarfólk hafi verið í meirihluta í fjallinu ef marka má bílaflotann fyrir utan skíðahótel- ið. Vissulega er það ánægjulegt þeg- ar svo mikill fjöldi sækir hingað um páskana og er ég þess fullviss að ef við hefðum fimmtán slíka met- daga þá væri Hlíðarfjall ekki lengur baggi á Akureyrarbæ heldur gróða- lind. Greinilegt er að fólki finnst það mjög ákjósanlegt að koma hingað um páskana á skíði og finnst mér tilvalið fyrir Akureyringa að auka þessa þjónustu þannig að ferðamenn hefðu við eitthvað fleira að vera en skíðin eingöngu. Lengja þarf skíða- vertíðina þannig að hún geti staðið frá miðjum mars og út aprílmánuð. Við gætum til dæmis gert eitthvað hliðstætt því sem Austurríkismenn og Norðmenn gera, gert eitthvað Páskahelgin með rólegasta móti Páskahelgin var með rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri þrátt fyrir mikinn gestagang í bænum. Lögreglumenn þurftu þó að sinna nokkrum minniháttar umferðaróhöppum, hraðaakstri auk þess sem fjórir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur. „Við megum örugglega vel við una hér fyrir norðan, enda er Akur- eyri heldur rólegur bær,“ sagði Kristinn Einarsson varðstjóri í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Bílum var snúið við á Öxnadalsheiðinni á mánudag, en þar var orðið mjög illfært upp úr hádegi sökum óveð- urs og hálku. Snjórinn var að mestu ruddur seinnipartinn og vegurinn sandborinn í gærmorgun. Kristinn sagði að ölvun hefði ekki verið meiri en vant væri á öðrum ferðamannahelgum. Gestir hefðu kunnað sig mjög vel á Akur- eyri enda flestir komnir til að slappa af og njóta útiveru. Álafoss hf.: Fær aðstöðugjald lánað til þriggja ára Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að lána Alafossi hf. aðstöðugjald ársins 1988 til þriggja ára, en þann 9. febrúar sl. leitaði fyrirtækið eftir tíma- bundinni niðurfellingu á að- stöðugjaldi vegna rekstrarerfið- leika ullariðnaðarins. Fyrirtækinu verður lánað á skuldabréfi aðstöðugjald áli 1988 sem nemur um það bil á milljónum króna. Lánið ver< verðtryggt samkvæmt lánskjar; ísitölu en vaxtalaust. Lánst: verður þijú ár og skal lánið gre ast að fullu í lok lánstímans. S skuldabréf eru gjaman nefnd kú bréf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.