Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Panama: Stg órnarandstað- an skipuleggur mótmælaaðgerðir Panamaborg, Milwaukee. Reuter. Stjórnarandstaðan í Panama hefur lagt á ráðin um frekari mótmæli gegn Manuel Noriega, hershöfðingja og ráðamanni í landinu, en svo virðist sem tveggja vikna verkfall verslunareig- enda sé farið út um þúfur. 1.300 hermenn voru í gær sendir til herstöðvar Bandaríkjamanna í Panama. Ástandið í Panama er orðið að hitamáli í forkosningabaráttunni í Wisconsin í Banda- ríkjunum. Reuter Shultz ásamt Hussein Jórdaníukonungi í Amman í gær. Miðausturlönd: Shultz ræðir við Jórd- ani og Sýrlendinga Amman, Reuter. GEORGE Shultz, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna kom í gær til Amman, höfuðborgar Jór- daníu, en þar ræddi hann við ráðamenn um friðartillögur Bandaríkjastjórnar. Arabar hafa látið í ljós miklar efasemd- ir um ágæti þessara tillagna. Shultz vildi ekki ræða við fréttamenn við komuna til Jórdaníu og var ekið rakleiðis til konungshallarinnar þar sem hann rædddi við Hussein Jórd- aníukonung. Síðar um daginn fór hann sömu erinda til Dam- askus, höfuðborgar Sýrlands. Jórdaníukonungur hefur ekkert viljað segja um friðartillögumar, en þarlendir embættismenn og dagblöð hafa ekki tekið vel í þær. „Okkur hefur ekkert miðað með þessar friðartillögur og mun ekk- ert miða,“ sagði háttsettur emb- ættismaður í viðtali við Reuters- fréttastofuna á mánudag. „Á hinn bóginn viljum við ekki að aröbum verði kennt um þegar tillögumar renna út í sandinn." Shultz hitti Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, tvisvar á mánudag, en mistókst að telja hann á þátttöku í alþjóðlegri frið- arráðstefnu þar sem arabar og ísraelar gætu ráðið ráðum sínum auglitis til auglitis. Að sögn hins jórdanska emb- ættismann, sem fréttamaður Re- uters-fréttastofunnar ræddi við, hafði Shultz heitið því í síðustu heimsókn sinni, að „snúið yrði upp á handlegg" Shamirs til þess að fá hann til þess að samþykkja fyrmefnda friðarráðstefnu. Sagði hann að nú yrði Shultz inntur eft- ir því hvers vegna þetta hefði ekki gerst. Jórdanir hafa til þessa krafist þess að siík ráðstefna færi fram undir umsjón Sameinuðu þjóðanna og að allir fimm fastafulltrúar Öryggisráðsins sætu hana auk allra hlutaðeigandi aðila, að Frels- issamtökum Palestínu (PLO) með- töldum. Þá krefjast Jórdanir þess að ísraelar skili öllum svæðum, sem hemumin voru eftir árás ara- baríkjanna 1967. Samtök stjómarandstæðinga í Panama hafa ákveðið að efna til mikilla mótmæla í landinu gegn yfirráðum Noriega og hersins og í gær var farin ganga um Panama- borg þar sem þess var krafist, að herinn sleppti úr haldi_ tveimur leiðtogum samtakanna. í dag eru ráðgerð mótmæli undir kjörorðinu „Gengið gegn hungri" og er búist við, að til átaka geti komið með göngumönnum og hernum. 1.300 bandarískir hermenn voru sendir í gær til Panama til að tryggja betur öryggi bandarískra þegna þar og hefur Bandaríkja- stjóm þá alls 13.000 hemienn í landinu. Margir Panamabúar vilja, að bandaríski herinn verði notaður til að koma Noriega burt en stuðn- ingsmenn hans segja, að liðsflutn- ingamir séu til marks um yfirgang Bandaríkjastjómar gagnvart ríkjunum í Mið-Ameríku. Bréf til Jacksons Noriega hefur skrifað Jesse Jackson, einum frambjóðenda í forkosningabaráttu demókrata, bréf þar sem hann biður hann að miðla málum milli sín og Banda- ríkjastjómar og binda enda á það, sem hann kallar „erlend íhlutun". Á fundi með fréttamönnum kvaðst Jackson ekki hafa í hyggju að gerast milligöngumaður í þessari deilu enda hefði bréf Noriega að- eins verið svar við bréfí, sem hann sendi honum fyrir mánuði. Mic- hael Dukakis, sem Jaekson veitir harða keppni í forkosningunum i Wisconsin, hefur gagnrýnt Jack- son fyrir að skipta sér af máli, sem eigi aðeins að heyra undir utanrík- isráðuneytið. Tveir sænskir læknar sakaðir um morð á vændiskonu: Nýtt réttarhald fyrirskipað Stokkhólmi, Reuter. SAKSÓKNARI í Sviþjóð fyrirskipaði óvænt í síðustu viku að rétta skyldi á ný í máli tveggja lækna sem sakaðir eru um að hafa myrt vændiskonu. Sækjandi í málinu byggir á framburði dóttur annars læknanna sem segist hafa verið viðstödd þegar mennirnir tveir hlut- uðu lík konunnar í sundur. Ísrael-Bandaríkin: Hyggjast undirrita samkomulag’ 21. apríl Jerúsalem, Reutcr. Dómstóll í Stokkhólmi úrskurðaði snemma í mars að mennimir væru sekir. Áfrýjunardómstóll ógilti þann dóm vegna skorts á sönnunargögn- um og tæknigalla á réttarhöldunum og úrskurðaði að mennimir skyldu látnir lausir. Saksóknara stóðu þá tveir kostir til boða, fella málið niður eða fyrirskipa endurupptöku máls- ins. Anders Helin saksóknari sagði í síðustu viku að kveða yrði upp efnis- dóm í málinu og átti við að ekki væri hægt að láta mennina lausa nema þeir hefðu verið sýknaðir. Málið hefur vakið gífurlega at- hygli í Svíþjóð undanfarið hálft ár. Læknamir tveir, meinafræðingur og aðstoðarlæknir neita því að hafa tælt vændiskonuna inn í krufninga- stofu hins fyrmefnda í Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þeir eru sakaðir um að hafa myrt konuna og hlutað líkið í sundur eftir að hafa átt við hana kynmök. Anders Helin segir að tveir nýir dómarar og sex manna kviðdómur hafí verið skipaður til að koma í stað þeirra sem sögðu af sér nokkr- um dögum eftir að hafa sakfellt mennina. Dómarinn sagði af sér eft- ir að kviðdómendur sem bundnir vom þagnareiði höfðu látið í ljós efasemdir um réttmæti niðurstöð- unnar. Kviðdómurinn svaraði fyrir sig með því að segja af sér og sögðu meðlimir hans að dómarinn hefði brugðist ábyrgð sinni með því að fara í veikindafrí á meðan dómendur íhuguðu málið. Líkamsleifar Catrine da Costa hinnar 27 ára gömlu vændiskonu fundust á ruslahaugi í Stokkhólmi árið 1984 en höfuðið vantaði. Meina- fræðingurinn lá undir grun strax eftir að líkið fannst en var látinn laus eftir stutt varðhald vegna skorts á sönnunargögnum. Þremur árum síðar komu fram ný gögn í málinu þegar dóttir aðstoðarlæknisins sagði móður sinni svakalega sögu. Hún var þá fimm ára gömul og sagðist muna er hún var 18 mánaða gömul að faðir sinn hefði tekið hana með sér á spítalann og látið hana horfa á aðfarimar. Annar læknirinn sakað- ur um sifjaspell Dóttirin gat þekkt fómarlambið á mynd og mundi fomafn meinafræð- ingsins. Hún lýsti verkfærunum sem mennirnir eiga að hafa notað og lýsti því hvemig mennirnir hlutuðu líkið í sundur með seremóníum sem benda til kvalalosta. Þessar upplýs- ingar komu fram eftir að foreldrar bamsins höfðu skilið og á meðan rannsókn fór fram á ákæru á hend- ur föðurnum fyrir sifjaspell. Eitt aðalvitni saksóknara er meinafræðiprófessor og fyrrum starfsfélagi hinna grunuðu. Hann segir að líkið hafí verið hlutað í sund- ur af manni sem haldinn væri nec- rófílíu, eða sjúklegri ást á líkum, og byggi augsýnilega yfír sérfræði- kunnáttu á sviði meinafræði. Veijandi læknanna dregur sögu telpunnar í efa og segir að ekki sé hægt að útiloka dauða af eðlilegum orsökum á meðan höfuð hinnar látnu hafí ekki fundist. ÍSRAELAR og Bandaríkja- menn hyggjast undirrita víðtækt samkomulag um efna- hagssamvinnu, stjórnmál og öryggismál á næstunni. Kom þetta fram í máli talsmanns ísraelska utanríkisráðuneytis- ins á mánudag. Að sögn tals- mannsins, Ehud Gol, eru smá- atriði samkomulagsins enn til umræðu og vildi hann ekki tjá sig frekar um innihald þess. Að sögn ísraelska sjónvarpsins munu forsetar ríkjanna undirrita samkomulagið samtímis í Wash- ington og Jerúsalem hinn 21. apríl. Gol sagði á hinn bóginn of snemmt að segja hvenær und- irritunin færi fram, þar sem sam- komulagið væri enn ekki frá- gengið. Að sögn sjónvarpsstöðvarinn- ar er samkomulagið ætlað til þess að friða Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, en hann hefur verið einn helsti Þrándur í Götu friðartillagna Banda- ríkjanna og sagt þær stefna ör- yggi ísraelsríkis í hættu. Á sama tíma og fregnir bárust af fyrrnefndu samkomulagi til- kynnti Bandaríkjastjóm þinginu að hún hefði í hyggju að selja ísraelum 75 orrustuþotur af gerðinni F-16 C/D fyrir andvirði um 2 milljarða Bandaríkjadala. Er það í samræmi við fyrri samn- inga ríkjanna, en ísraelar þiggja árlega um 1,8 milljarð dala í bandarískri hemaðaraðstoð. Fyr- ir eiga ísraelar um 150 F-16 þotur, en þessar 75 eiga að koma í stað Lavi-þotunnar, sem ísrael- ar hættu við að framleiða í fyrra. Shevardnadze og Najibullah í Kabúl: Sovéski herinn verður fluttur frá Afganistan New York, Islamabad. Reuter. EDUARD Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, og Najibuilah, forseti Afganistans, hafa staðfest, að sovéski herinn verði fluttur frá Afganistan hver svo sem niðurstaðan verði í Gen- farviðræðunum um Afganistan- málið. Shevardnadze og Najibullah hafa síðustu daga ræðst við í Kabúl um fyrirhugaðan brottflutning sovéska hemámsliðsins og í gær sagði frá því í Prövdu, málgagni sovéska kommúnistaflokksins, að þeir hefðu lýst því yfír, að af honum yrði þótt ekkert samkomulag næðist í Genf. Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði frá því í gær, að Sovét- menn væru þegar famir að undirbúa brottflutninginn og hafði það eftir ónefndum embættismönnum, sem sögðu, að Sovétmenn hefðu kallað hermennina burt frá ýmsum af- skekktum varðstöðvum, sem erfitt væri að veija. Embættismennirnir lögðu þó áherslu á, að Sovétmenn væru augljóslega ekkert að flýta sér. Þingkosningar hófust í gær í Afg- anistan og standa fram til 14. þessa mánaðar. Skoraði Kabúlstjómin á skæruliða í landinu að taka þátt í þeim og bauð einnig fulltrúum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að fylgjast með fram- kvæmdinni. Skæruliðar hafa vísað kosningunum á bug sem blekkingu og hafa heitið að beijast þar til íslömsk stjóm hefur tekið við valda- taumunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.