Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Um áhrif persónuafsláttar á ráðstöfunartekjur eftirKristin Björnsson í þeirri umræðu sem verið hefur um kjaramál að undanfómu, hefur mikil áhersla verið lögð á launa- hækkanir og aðgerðir stjómvalda. Minni áhersla og nánast engin um- flöllun hefur verið um samspil launa- hækkana og persónuafsláttar á ráð- stöfunartekjur. Hækkun persónuaf- sláttar ásamt hóflegum launakröfum gætu orðið vænlegri til árangurs og til meiri hagsbóta fyrir marga laun- þega en beinar prósentuhækkanir launatekna. Þetta kann að hljóma undarlega, en hér að neðan verður reynt að skýra betur hvað átt er við. Hér verður að greina skýrt á milli launatekna og hinna raunverulegu ráðstöfunartekna (það er að segja launatekjur að frádregnum opin- bemm gjöldum), enda skipta ráðstöf- unartekjur launamanna miklu meira máli en launatekjur. Það er einnig vert að hafa það í huga að þegar samið hefur verið um ákveðnar prós- entuhækkanir, þá hafa þær alltaf rokið upp allan launastigann og allir fengið svipaða prósentuhækkun launatekna að lokum. Eftir að nýju skattalögin tóku gildi nú um áramót hafa margar forsend- ur launahækkana gjörbreyst. Fyrir þessar breytingar á skattalögunum gátu launþegar reynt að lækka hlut- fall tekjuskatts og útsvars með háum launakröfum, þó _að það kostaði aukna verðbólgu. Á þann hátt gátu þeir náð fram hærri ráðstöfunartekj- um. Ástæðan fyrir því að þetta var mögulegt var einfaldlega sú, að um áramót var í raun búið að ákvarða tekjuskatt og útsvar ársins og allar hækkanir launatekna komu því ekki til gjalda fyrr en á næsta ári. Ekki er þó hægt að segja að þessar hækk- anir hafi orðið til þess að jafna af- komu manna, vegna þess að við sömu prósentuhækkun allra launatekna hækkuðu ráðstöfunartekjur hinna hæst launuðu hlutfallslega mest. Nú er öldin önnur og allar launa- tekjur skattleggjast strax. Þetta veldur því að í núverandi tekjuskatts- lögum hafa hækkanir launatekna allt önnur áhrif á ráðstöfunartekjur en í þeim lögum sem giltu fyrir ára- mót og verða því beinar kauphækk- anir ekki eins eftirsóknarverðar og áður fyrir alla launahópa. Þetta sem hér að ofan hefur verið lýst, hefur þau áhrif að þeir sem hafa launatekj- ur á bilinu frá 40 til t.d. 60 þúsund (það eru engin skörp efri skil), kunna að fá aðra prósentuhækkun ráðstöf- unarlauna en aðrir, þó svo allar launatekjur hækki jafnt. Hvort það verður meiri eða minni prósentu- hækkun en aðrir tekjuhópar fá fer eftir því hver prósentuhækkun pers- ónuafsláttar verður. Það má því segja að þama hafí nýju skattalögin myndað nokkurs konar millihóp (vandræðahóp), þar sem ráðstöfun- artekjumar sveiflast meira en launa- tekjumar. Kristinn Björnsson 10 8 6 4 0 30 35 40 45 50 55 60 65 70 75 80 85 90 95 100 -f i I Hækkun rá&stöfunarlauna í prósentum Súlurit2. i]Z| 7\7\ Mzazizaza^ Launafekjur í þús. króna Launatekjur íþús. króna Við skulum fyrst líta á þá einstakl- inga sem eru neðan skattfrelsis- marka. Hjá þeim hækka ráðstöfunar- tekjumar til jafns við launatekjur séu þeir ekki mjög nærri skattfrelsis- mörkum. fÞað getur reynst nokkuð snúið að meta það hversu nærri skattfrelsismörkum þessi regla hætt- ir að gilda, en það ræðst af því hversu mikið launatelq'ur og persónu- „Samskipti foreldra og bama“ eftir Áslaugu Brynjólfsdóttur Nýlega fékk ég að gjöf bók, sem bar ofangreint heiti, en hún kom út hjá Almenna bókafélaginu á síðast- liðnu hausti og er eftir dr. Thomas Gordon í þýðingu Inga Karls Jóhann- essonar. Þar sem ég minnist ekki að hafa séð mikið skrifað um umrædda bók, datt mér í hug að stinga niður penna og vekja athygli á þessari óvenjulegu bók, ef vera kynni að það yrði til ábendingar einhveijum foreldrum, sem áhuga hefðu á þessu mikilvæga efni. Það verður að segjast að sáralítið er gert af því hér á landi að fræða verðandi foreldra um eitthvert mikil- verðasta hlutverk, sem nokkur tekur sér fyrir hendur. Það er að taka að sér ábyrgð á uppeldi lítillar veru, persónu, sem er algjörlega ósjálf- bjarga. Ala hana upp og annast líkamlega og andlega velferð hennar, svo að hún megi verða farsæll og góður þjóðfélagsþegn. 0 „I bókinni „Samskipti foreldra og barna“ er að f inna ýmsar g-óðar vísbendingar, hug- myndir og ráðlegging- ar, sem geta opnað aug un og komið að liði.“ Halda má, að þjóðfélagið geri ráð fyrir að öllum sé runnið í merg og bein að geta gegnt foreldrahlutverki án handleiðslu eða fræðslu þar um. Engin eða sáralítil fræðsla er í skóla- kerfínu um þennan þátt, þetta sér- stæða hlutverk, sem flestir taka þó að sér. Ekki er heldur mikið gert til að aðstoða foreldra til þess að verða hæfari við uppeldi bama sinna. Eins og Gordon segir í bók sinni Foreldrum er kennt um, en ekki kennt“. Ljóst má vera að foreldrar eru mikilvægasta fólkið í lífí nánast allra bama. Foreldrar þurfa því að vera sem allra best færir um að veita böm- um sínum handleiðslu, sýna þeim skilning og eiga við þau ánægjuleg samskipti. Eins og allir vita, þá eru einstakl- ingar misjafnir og foreldrum mis? lagðar hendur, enda þarf oft ekki mikið að fara úrskeiðis, sem síðan getur vafíð utan á sig, orðið að víta- hring og vandræðamálum, ef ekki er bmgðist við í tæka tíð á viðeigandi máta. í bók sinni „Samskipti foreldra og bama“ lýsir dr. Gordon ýmsum leið- um og aðferðum, sem hann notaði á námskeiði til að kenna foreldmm ýmislegt, sem nauðsynlegt er að kunna og hugsa út í, til þess að verða hæfari uppalendur. Gordon telur að með tiltekinni þjálfun og kunnáttu geti foreldrar lært hvemig þeir og böm þeirra geta þroskað með sér innileg og náin tengsl, sem byggjast á gagnkvæmri virðingu og sýnir fram á, að „kyn- slóðabilið" sé óþarft. Hann kallar þetta „samskiptaaðferð" og er þar dregin upp heildarmynd í smáatriðum með ótal dæmum og ýmsum gmnd- vallaratriðum, sem- nauðsynlegt er að kunna skil á til þess að vera fær um að byggja upp og halda við góðum og gagnkvæmum tengslum við böm- in eða unglingana við hinar ólík- legustu kringumstæður. Hann bendir á, að óhóflega strang- ir foreldrar geti oft lent í álíka mikl- um erfíðleikum og þeir sem em of eftirlátir. Það er í raun hinn gullni meðalvegur, samningaaðferðin, sem notuð hefur verið til að leysa allskyns deilumál á gagnkvæmisgmndvelli, sem Gordon mælir með. í fyrstu köflunum er fjallað um hvemig hjálpa má bömum að finna eigin lausnir á vandamálum, sem verða á vegi þeirra, kenna þeim að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.