Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 61
kunni hann skil á hverskonar per-
sónulegum mismun milli hinna
ýmsu burðarhesta. Hann vissi
manna bezt, að þetta hentaði þess-
um og hitt hinum. Þetta verk lék
Geiri af mikilli íþrótt, ef svo má að
orði komast.
Asgeir var við róðra í Ögurvík
og þar fann hann sinn lífsförunaut,
Önnu Hermannsdóttur, sem reynst
hefur honum trygg og góð kona
og móðir bamanna þeirra þriggja,
sem öll eru hin mannvænlegustu
og nýtir þjóðfélagsþegnar. Asgeir
lærði jámsmíðar á Ísafírði og stund-
aði þá iðn lengst af hjá Skipasmíða-
stöð MB á ísafírði, þar til hann hóf
skyld störf hjá Pólnum á Ísafirði
og var þar unz yfir lauk.
Að leiðarlokum þakka ég þessum
bróður mínum samfylgdina og öll
þau góðu áhrif, sem hann óhjá-
kvæmilega hafði á minn þroskafer-
il. Auk þess að ná til allra algengra
starfa og vera okkur hinum yngri
haldgóð fyrirmynd, var Asgeir fé-
lagslega sinnaður og jafnan góður
liðsmaður í hverskonar félagslífi.
Það hefur síðar komið í ljós og
munu eflaust aðrir minnast þess.
Halldór Sigurðsson
Ásgeir Guðmundsson Sigurðsson
fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd
þann 7. okt. 1917. Foreldrar hans
vom Sigurður Ólafsson bóndi í
Bæjum og kona hans María Ólafs-
dóttir. Þau hjón eignuðust 15 börn,
12 drengi og 3 stúlkur.
Fyrir um það bil 50 ámm var
undirritaður, stráklingur úr Bolung-
arvík, ráðinn í sveit að Bæjum til
Halldórs Halldórssonar í Neðri-Bæ.
í Bæjum var þá, eins og núj tvíbýli.
í Hærri-Bæ bjó Sigurður Ólafsson
með sinni stóm fjölskyldu og minn-
isstæðir em hinir mörgu líflegu
bræður í hærri bænum. Túnið er
allbratt og uppi í brekkunni blasti
við reisulegur burstabær í gömlum
þjóðlegum stíl. i Neðri-bæ var líka
nokkuð margt um manninn, þótt
fjölskyldan hafí ekki verið nálægt
því eins stór og fjölskylda Sigurð-
ar. í Bæjar-túni vom auk þessara
tveggja býla tvö önnur íbúðarhús.
í öðm bjó kennari sveitarinnar með
sinni fjölskyldu en í hinu vinnumað-
ur, sem stundaði atvinnu á sveita-
bæjum í Djúpinu, en átti heimili og
§ölskyldu í Bæjum. í Bæjarlandi
út við Unaðsdal var nýbýlið Lyng-
holt og bæjarmegin við Kaldalón
var býlið Lónseyri. Tvær vatnsmikl-
ar ár skildu þessa sveit frá öðmm,
að innan var Mórilla, vatnsmikil
jökulá úr Drangajökli, mórauð og
ill yfírferðar, og að utan Dalsá, tær
en straumþung, sem aðskildi land
Unaðsdals og Bæja.
Við þessar aðstæður ólst Ásgeir
Sigurðsson upp. Mikið var að gera
á annatímum, heyjað var á túninu
í Bæjum, en einnig á engjum
frammi í Bæjardal og þá sofið í
tjöldum því alllangt var að fara og
dagurinn tekinn snemma. Heyið var
flutt á reiðing heim í Bæi og hestar
vom margir því mikið þurfti að
flytja. Síðla sumars var tekinn mór,
einnig í Bæjardal, og enn var bund-
ið upp á hesta. Síðan var farið til
grasa upp á Bæjarfjall, en þaðan
var ekki langt inn á Drangajökul.
Þegar tími vannst til um helgar var
farið í útreiðar, yfír Dalsá út á
Snæfjallaströnd eða yfir leimrnar í
Kaldalóninu inn á Langadalsströnd.
Stundum þurfti að sundríða Lónið,
því Mórilla var lítt árennileg. Þegar
að Ármúla kom var annar farar-
tálmi, Selá, enn ein vatnsmikil jök-
ulá úr Drangajökli. Engin þessara
áa var brúuð á uppeldisámm Ás-
geirs í Bæjum.
Þessi fagra en grófa náttúra
hafði varanleg áhrif á lífsviðhorf
Ásgeirs Sigurðssonar. Árnar, fjöll-
in, jökullinn vom hans líf og yndi,
hann vildi helst eyða tómstundum
sínum í návist íslenskrar náttúm
og hann gaf sér tíma til fjallaferða
þegar tóm gafst frá mikilli vinnu.
Hann þekkti Drangajökul manna
best, fór stundum með hóp manna
þvert yfir jökulinn norður á Strand-
ir og var þá gjaman staldrað við á
Hrolleifsborg eða Hljóðabungu.
Ásgeir mun einnig hafa farið flesta
helstu fjallvegi milli Jökulfjarða og
Homstranda. Hann var kunnugur
MORGUNBLAÐIÐ, MlÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
61.
öllum leiðum og var gætinn og ör-
uggur ferðamaður, sem eftirsókn-
árvert var að ferðast með. Hann
fór vetrarferðir á gönguskíðum og
kynntist því hversu ofsafengin veð-
ur geta komið á vestfirskum fjöll-
um.
Ásgeir stundaði laxveiði á stöng
þegar á þeim ámm sem stangar-
veiðimenn vom fámennur hópur.
Hann fór í Hrútafjarðará með
Sverri mági sínum og þekkti manna
best veiðisvæði og kennileiti á þeim
slóðum.
Ásgeir var einstaklega hagur
eins og margir bræðra hans. Hann
var jafnvígur á jám og tré, en var
jámsmiður að iðn og stundaði þá
atvinnu lengst af, á skipasmíðastöð
Marselíusar Bernharðssonar, og
síðustu árin hjá Pólnum á ísafirði.
Hann var músíkalskur, spilaði á
harmoniku og söng með Sunnu-
kómum á ísafirði og kirkjukórnum.
Hann var trúaður maður og fast-
heldinn á kirkjusiði og kirkjulegar
athafnir. Hann var einstaklega
greiðvikinn og hjálpsamur og er
ekki laust við að hann hafi goldið
þes_s hve gott var að leita til hans.
Ásgeir mun hafa flutt frá bæjum
um 1940 og þann 30. október 1941
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Kristínu Önnu Hermanns-
dóttur. Anna Hermanns, eins og
hún er kölluð, kom einnig úr stórri
íjölskyldu í Djúpinu, hún er ein af
hinum landskunnu Ögursystkinum,
dóttir Hermanns og Salóme á Sval-
barða í Ögri. Hjónaband Ásgeirs
og Önnu var einstaklega gott. Þau
eignuðust þijú böm, Hermann Jón,
tannlækni í Kópavogi, kvæntan
Guðfínnu Gunnþórsdóttur, Sigríði
Brynhildi, giftri Ólafi Þórarinssyni
byggingameistara á Akranesi, og
Ónnu Kristínu, meinatækni á
ísafirði, giftri Gísla Jóni Hjaltasyni,
viðskiptafræðingi.
Undirritaður minnist Ásgeirs,
sem ungs manns í Bæjum, eins af
stórum drengjahópi, en elstu systk-
inin munu þá hafa verið farin að
heiman. Kynni okkar Ásgeirs hóf-
ust þó ekki fyrir alvöm fyrr en á
síðustu árum, eftir að við tengd-
umst er Gísli Jón gekk að eiga
Önnu Stínu. Ásgeir var einstaklega
vel gerður maður, hann var félags-
lyndur, en þó enginn gleðskapar-
maður og fastheldinn og þjóðlegur
var hann í skoðunum. Hann var
hraustur þar til fyrir ári er hann
tók sjúkdóm þann sem hann ekki
réði við, þrátt fyrir sterkan vilja og
mikla lífsorku.
Við hjónin vottum Önnu Her-
manns, bömum, tengabörnum og
bamabömum, svo og systkinum og
öðram ættingjum dýpstu samúð og
biðjum guð að blessa minningu
góðs manns.
Hjalti Einarsson
Þegar ég var bam fór ég á hverju
vori til ísafjarðar til að dvelja þar
sumarlangt. Börn sjá heiminn öðr-
um augum en fullorðnir og ég man
að þegar ég var lítil, skynjaði ég
ísafjörð sem nokkur stór hús sem
sérlega gott var að koma í. Raun-
veruleg stærð húsanna var aukaat-
riði, stærð þeirra fyrir mér markað-
ist af mikilvægi þeirra í mínum
augum.
Eitt þessara húsa var Áðalstræti
20, en þar bjuggu Anna Hermanns-
dóttir, föðursystir mín, og Ásgeir
Sigurðsson, eiginmaður hennar,
sem í dag er til moldar borinn.
Það var óvæginn sjúkdómur sem
á skömmum tíma dró hann til dauða
og þeir sem vissu að hveiju dró,
gátu ekki annað en dáðst að því
hversu vel hann bar sig.
Heimili Önnu frænku og Geira
einkenndist alla tíð af einstakri
gestrisni, hjartahlýju og glaðværð,
enda afar gestkvæmt á þeim bæ.
Ófáar stundimar átti ég hjá þeim
og ófáar myndir varðveiti ég í safni
minninganna, nú þegar Geiri er all-
ur. Þar er mér efst í huga traust
handtak, léttar og snarlegar hreyf-
ingar og glettin, blá augu.
Nú hvílir skuggi yfir „stóru húsi“
á ísafírði og mikill er missir þinn,
elsku Anna og allra í fjölskyldunni.
En bjartar minningar um góðan
eiginmann, föður og afa munu ylja
ykkur um ókomin ár.
Ég minnist Geira með hlýju með-
an ég lifi.
Hugur minn er hjá ykkur í dag
og ég sendi innilegar samúðarkveðj-
ur.
Margrét K. Sverrisdóttir
Við andlát tengdaföður okkar,
Ásgeirs Guðmundssonar Sigurðs-
sonar frá Bæjum á Snæfjallaströnd,
þykir okkur rík ástæða til að færa
honum kveðjur og þakkir fyrir
margar og ánægjulegar samvera-
stundir.
Ásgeir var örlátur og mikill fjöl-
skyldumaður og nutum við góðs af
því.
Þegar hin alvarlegu veikindi hans
vora komin á það stig að sýnt þótti
að stutt væri eftir, þá bar hann
höfuðið hátt og lagði orku sína í
að vinna gegn kvíða ástvina. Þar
hjálpaði honum líklega hin einlæga
bamstrú sem sagði honum hvað við
tæki að loknu þessu lífi, og ekkert
mátti þar skyggja á,
Á lífsleiðinni hafði hann lagt
mikla rækt við félagsskap á sviði
mannræktar og söngs. Það leyndi
sér ekki að þar naut hann sín. Á
hinn bóginn lagði hann mikið kapp
á allskyns útivera og íþróttir, og
má þar nefna stangveiði, ijúpna-
veiði og skíðaferðir þar sem hann
átti ótal ánægjustundir á efri áram
í hópi góðra samstilltra félaga.
Hápunktur skíðavertíðarinnar hjá
þeim var hin árlega ferð um
óbyggðir Jökulfjarða og Horn-
stranda. Hjá þessum mönnum heit-
ir það að skreppa á skíði jafnvel
þótt gengnir séu 40—50 kílómetrar
viðstöðulítið.
Eins og þeir vita sem til Ásgeirs
þekktu var hann hafsjór af fróðleik
og réði því einkum hversu óvenju
minnisgóður hann var, og það svo
að víða var eftir þvf tekið. Einstak-
lega handlaginn var hann einnig
líkt og systkini hans. Þess má sjá
merki í skóginum í Tungudal þar
sem hann reisti sér minnisvarða
sem er í senn vitnisburður um þá
lagni og þrautseigju sem í honum
bjó ásamt viljanum til að skapa sínu
. fólki unaðsreit. Þar byggði hann
fallegan sumarbústað hin síðari ár
svo að segja einn síns liðs og af
litlum efnum. Þetta verk vann hann
í hjáverkum, oftast að loknum erfíð-
um og löngum vinnudegi við járn-
smíðar.
Bústaðinn nefndi hann Ásgerði.
Hann mátti vera stoltur af hon-
um.
Elsku Anna, við viljum að lokum
senda þér okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að styrkja
þig í sorg þinni.
Ólafur og Gísli Jón
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis-
og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við
greinum á ritstjórn blaðsins á 2.
hæð í Aðalstræti G, Reykjavik og
á skrifstofu blaðsins i Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á þvf vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast slðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinai
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd i dagbók
um fólk sem er 60 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
Hesthús til sölu
Tvö 28 hesta hús eru til sölu.
Upplýsingar verða veittar á skrifstofu
Fáks, Víðidal, í síma 672166 frá kl. 15.00
til 18.00 daglega.
Hestamannafélagið Fákur
VILTU LETTAST
UM 2-3KG
Á EINNI VIKU?
Reyndu þá 5 daga megrunarkúrinn, sem inni-
heldur 15 bragðgóðar kexkökur úr 100% trefjaefni.
Hver kaka kemur í stað heillar máltiðar og þú
borðar aðeins 550 hitaeiningar í stað 2—3000.
islenskur leiðarvisir fylgir.
Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu :
pk. á kr. 995.- hvern pakka
Nafn:.
Heimili:
Sveitarfélag:
CT I/ .
Sendist til Póstval, Pósthólf 9133,
1 29 Reykjavík.
kEá’
Vinningstölurnar 2. apríl 1988,
Heildarvinningsupphæð: 10.832.446,-
1. vinningur var kr. 6.702.148,- og skiptist hann á milli 4ra
vinningshafa, kr. 1.675.537,- á mann.
2. vinningur var kr. 1.241.354,- og skiptist hann á milli 571
vinningshafa, kr. 2.174,- á mann.
3. vinningur var kr. 2.888.944,- og skiptist á milli 14.024 vinn-
ingshafa, sem fá 206 krónur hver.