Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 58
65 58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Kveðjuorð: Sveinn Guðmunds son forstjóri Minning: Hilmar Norðfjörð loftskeytamaður Fæddur 2. september 1906 Dáinn 24. mars 1988 Fæddur 27. ágúst 1912 Dáinn 21. mars 1988 Kveðja frá starfsmannafé- lagi Vélsmiðjunnar Héðins Sveinn Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóri Vélsmiðjunnar Héð- ins, lést í Landakotsspítala á 76. aldursári. Hann lauk námi í renni- smíði í Héðni 20 ára gamall og hlaut einkunnina 10 fyrir sveinsstykkið sitt sem var „fræsari". Þar fór sam- an fádæma verkhraði og hög hönd. Verksvið þessa skarpa manns var ávallt stórt og var hann oft með 2 vélar í gangi auk rennibekksins á renniverkstæði Héðins sem þá var í Aðalstræti 6, Reykjavík. Næstu 3 ár að loknu sveinsprófi stundaði Sveinn tækninám í Svíþjóð og var með fyrstu véltæknifræðingum á íslandi, hans verkkunnáttu og framsýni hefur íslenskt atvinnulíf og iðnaður notið í ríkum mæli. For- eldrar Sveins voru þau Snjólaug Sveinsdóttir, ljósmóðir, frá Bjama- staðahlíð í Skagafirði, og Guðmund- ur Guðmundsson, bóksali og bók- ari, er bjuggu á Eyrarbakka. Þar var Sveinn fæddur og uppalinn þar til leiðin lá til náms í Reykjavík eins og fyrr segir. Sveinn var yngst- ur af 8 systkinum. Albróðir hans var Ástmundur og hálfsystkini böm Guðmundar af fyrra hjónabandi voru: Ásta, Guðmundur, Sigurður, Halldóra og Hans og Ásmundur Geir sem dóu ungir. Þegar Vélsmiðjan Héðinn hf. var 20 ára 1942 fluttist fyrirtækið úr Aðalstræti vestur á Seljaveg 2 þar sem það er enn í dag með útibúi í Garðabæ fyrir stálgrindarhús og klæðningar o.fl. Árið 1943 varð Sveinn Guð- mundsson forstjóri Héðins hf. og var það í nær 30 ár eða þar til hann hætti vegna heilsubrests. Það mun vera einsdæmi hversu hinn ungi forstjóri lagði mikla alúð við að skapa starfsmönnum smiðjunnar góða aðstöðu til skemmtanahalds og félagsstarfsemi. Má þar til nefna svonefnt Héðinsnaust sem var hringlaga salur, notaður m.a. fyrir alhliða skemmtanir Héðinsmanna. Þorrablót og árshátíðir Iléðins- manna voru vinsælar skemmtanir í nær 40 ár þar sem vinnufélagar hristu af sér hverdagsleikann með söng og dansi. Sá Sveinn forstjóri þá stundum fyrir blómum á borðin úr sínu eigin gróðurhúsi við slík tækifæri: Ennfremur sendi hann stundum jólatré á barnaskemmtanir sem vaxið höfðu í hans sumarbú- staðalandi. íþróttaáhugi Héðinsmanna hefur notið sín á fjölmörgum sviðum og eru til ýmsir verðlaunagripir sem forstjórinn lét smíða skáp utan um. Þannig var hans hlýhugur í hví- vetna þar sem starfsmannafélagið átti hlut að máli og fyrir þann hug og öll þau góðu kynni sem starfs- mannafélagið hefur haft af þessum höfðingja smiðjunnar eru hér með færðar alúðarþakkir. Árið 1937 kvæntist Sveinn Helgu Markúsdóttur, auglýsingateiknara, sem látin er fyrir 17 árum. Blessuð sé minning þessarar sæmdarkonu sem samhent var sínum manni í uppbyggingu fyrirtækisins. Böm þeirra eru Sverrir, sem nú er for- stjóri Héðins, Markús og Guðmund- ur sem stýra einnig störfum og málum í Héðni. Dætur Sveins og Helgu eru Kristín og Snjólaug. Samúðarkveðjur sendum við bömum Sveins og fjölskyldum þeirra svo og eftirlifandi síðari konu hans, Önnu Erlendsdóttur og fjöl- skyldu. F.h. starfsmannafélagsins Héðins, Sveinn S. Pálmason. Nýliðnir helgidagar minna á að, að samkvæmt kenningum kristinna manna þá em páskamir hátíð í tvennum skilningi í senn, hátíð þjáningarinnar og hátíð lausnarinn- ar. Það þykir því tæplega mikill héraðsbrestur þegar aldnir og sjúk- ir fá lausn frá veraldlegum þjáning- um sínum. í dag kveðjum við hinztu kveðju Hilmar Norfjörð fv. loftskeyta- mann, en hann lézt í Landakots- spítala að kvöldi 24. mars síðastlið- inn eftir um 2ja mánaða þungbær veikindi. Hann var fæddur 2. dag septembermánaðar árið 1906 á Sauðárkróki, elztur 6 bama hjón- anna Ásu Jónsdóttur Ámasonar smiðs á Ásmundastöðum á Mel- rakkasléttu og Jóhannesar úrsmiðs og kaupmanns Norðíjörð þar, Jó- hannessonar trésmiðs í Reykjavík og Kristínar Norðfjörð, konu hans. Árið 1912 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar opnaði Jóhannes Norðíjörð samnefnda úrsmíðastofu og verzlun, fyrst í Bankastræti 12, en hús það hafði verið hans bemskuheimili. Átta ára gamall fór Hilmar úr föðurhúsum í vist til móðurfólks síns á Sléttunni, þar sem hann undi sér vel í glöðum og ættstórum frændgarði fram yfir fermingaraldur. Minntist hann oft þessara æskuára sinna hjá afa sínum og ömmu, þeim Jóni Áma- syni og Hildi Jónsdóttur, með kær- leiksþeli. Hilmar var eins og áður sagði elztur systkina sinna en hin em í aldursröð þessi: Agnar, hagfræð- ingur, látinn, Ámi, dó úr berklum 23ja ára, látinn og yngstur Wilhelm, sem tók við verzlun föður síns, hann er einnig látinn. Við heimkomuna frá Ásmundar- stöðum fór Hilmar að vinna við verzlunarstörf um sinn, en sextán ára gamall fór hann til sjós, þá sem matsveinn á póstbátinn „Tý“, sem sigldi milli hafna á Austfjörðum. Eftir einn vetur í Verzlunarskólan- um „smitaðist" Hilmar af „loft- skeytabakteríunni" eins og hann nefndi það, en sú grein var þá ný hér á landi, Nú var teningnum kast- að — í Loftskeytaskólann skyldi farið og um haustið 1924, þá rétt átján ára, útskrifaðist hann. Frétti Hilmar að loftskeytamann vantaði á togarann Egil Skallagrímsson sem Snæbjöm Stefánsson stýrði. Hann munstraði sig hjá Snæbirni og var upp frá því öll sín sjómanns- ár á Kveldúlfstogurum eða til haustsins 1944, að hann réð sig á Veðurstofu íslands, sem þá var til húsa í Landsímastöðinni gömlu. Skip þeirra sigldi ekki alltaf sléttan sjó og fyrsta veturinn lentu þeir tvívegis í mikilli hættu — annað skiptið var „Halaveðrið mikla" sem svo er nefnt og mikið hefur verið skrifað um og ekki endurtekið hér, en þeir komust þá við illan leik að landi eftir 30 stunda baráttu upp á líf og dauða. Á seinni stríðsámnum var siglt með aflann, fyrst til Cux- haven, til að jafna viðskiptaskuldir við Þjóðveija, en síðan til hafna á Englandi. Frásögn Hilmars frá at- burðum þessa tíma, þar sem hildar- leikir vom háðir m.a. á siglingaleið- um íslenzkra skipa, em sterk og áhrifamikil. Á Veðurstofunni starfaði Hilmar samfellt í 33 ár, síðast sem deildar- stjóri. Á þessum ámm gafst tóm til að huga að félagsstörfum og öðm því tengdu. Hilmar var félags- lyndur að eðlisfari og lagði gjörva hönd á margt í þeim efnum. Hann var virkur í ýmsum félagasamtök- um í áratugi, s.s. dýravemdarsam- tökum og náttúmlækningafélögun- um. Fyrir Almenna bókafélagið starfaði hann einnig um árabil og í pólitík fylgdi hann jafnan Sjálf- stæðisflokknum að málum. Hann var og félagi í frímúrarareglunni. Hilmar var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni, Ástu Kjartansdóttur, eignaðist hann dótturina Ingveldi. Seinni konu sinni, Vilborgu Stellu Grönvold, giftist Hilmar árið 1942. Hún var fædd árið 1917, dóttir hjónanna Margrétar Magnúsdóttur Vigfússonar, en Margrét lézt á síðasta ári í hárri elli, og Gústavs Grönvold, danskættaðs manns, sem dó ungur. Þeim Stellu varð einnar dóttur auðið, Steinunnar Margrétar, hús- móður og ritara hjá Borgardómi Reykjavíkur, hún á tvö böm, Stellu Maríu og Hilmar Þór. Stella bjó Hilmari hlýlegt og myndarlegt heimili. Hún var manni sínum traustur lífsfömnautur meðan hennar naut við og deildi með hon- um þeim kjömm sem lífið gaf. Hún lézt fyrir rúmum tíu ámm, rétt sex- tug að aldri. Eftir andlát konu sinnar átti Hilmar góðu að mæta hjá Steinunni dóttur sinni, sem sá að miklu leyti um hann. Þótt tíminn hafí sett mark sitt á þrek hans og minni, átti hann á langri ævi góðri heilsu að fagna. Til að viðhalda heilsunni fór Hilmar oft í göngu- ferðir á seinni ámm og haustdag einn árið 1985 datt hann illa og lærbrotnaði. Frá þeim tíma var hann á ýmsum sjúkrastofnunum og fast skjól hafði hann fengið á Hrafnistu er hann veiktist fyrr á þessu ári. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að kynnast Hilmari, þess- listinn ókeypis meðan birgðir endast. Afhentur í verslun KAYS listans Hafnarfirði, Bóka- búðinni Eddu Akureyri, Bókabúð Brynjars Sauðár- króki, Bókabúðinni Vestmannaeyjum, Bókabúð Vesturbæjar Reykjavík. Útsalan i fullum gangi. B.MAGNUSSONHF. HÓLSHRAUNI2 ■ SÍMI 52866 • P.H.410 • HAFNARFIROI BALLETT KLASSÍSKUR BALLETT Vornámskeið 6 vikur. Hefst mánudaginn 11. apríl. Byijendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendur. Innritun i sima: 7 2154 Félag íslenskra listdansara. BflLLETSKÓL! SIGRÍÐflR .J [•j i fi I ■ 1111 Wm I i r 1 I swmfeí t Hjartkær faðir minn og afi okkar, HILMAR NORÐFJÖRÐ verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag miðvikudaginn 6. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Steinunn Norðfjörð, Stella María Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Guðmundsson. HITACHI HUÓMTÆKI HITACHI FERÐATÆK! //•RONNING •//f// heimilistæki KRINGLUNNI - SÍMI 91-685868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.