Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 6* eðlisfræðirannsóknum Háskólans og hefur verið forsenda þess að mögulegt hefur verið að ráðast í ýmis hinna stærri verkefna. I upphaflegri verkefnaskrá rann- sóknastofunnar var skipuleg rann- sókn á grunnvatnskerfi landsins með tvívetnis- og þrívetnismæling- um efst á blaði. Vegna kostnaðar við tækjakaup varð að fresta þessu mikilvæga verkefni. 1960 fékk Eðl- isfræðistofnun rausnarlegan er- lendan styrk til tækjakaupanna og varð þetta til að efla stórlega starf- semi hennar. Aukið húsnæði fékkst í gömlu loftskeytastöðinni við Suð- urgötu og nýir sérfræðingar og aðstoðarfólk kom til starfa. Auk þess dró Þorbjörn hóp stúdenta að rannsóknunum í sumarvinnu, en vinna þeirra var drjúg viðbót auk þess sem þetta var stúdentunum lærdómsríkur skóli. 1961 var Þorbjörn skipaður formaður nefndar sem skyldi fj'alla um eflingu rahnsókna í raunvísind- um við Háskólann. Tillögur nefnd- arinnar urðu grundvöllur að stofnun Raunvísindastofnunar og Þorbjörn var skipaður formaður bygginga- nefndar hinnar nýju stofnunar. Þegar Raunvísindastofnun var risin fluttust verkefni Eðlisfræðistofnun- ar til Raunvísindastofnunar og Þor- björn varð forstöðumaður Eðlis- fræðistofu. Þessi þróun frá nærri tækjalausu þröngu húsnæði 1958 til nýrrar reisulegrar byggingar Raunvísinda- stofnunar 1966, sem fylltist á næstu árum af nýtískulegum rann- sóknatækjum, gekk svo hratt og þó undra átakalaust að við, sem unnum að rannsóknum, skynjuðum vart þá miklu byltingu, sem gekk þarna yffc1. Hinsvegar duldist það okkur ekki hve mikinn þátt Þor- björn átti í þessu brautryðjenda- starfi, enda þótt hann segði ávallt sjálfur, að hann hefði aðeins verið svo heppinn að lenda í frjóu sam- starfi við ýmsa innan og utan skól- ans, sem vildu efla þar rannsóknir I raunvísindum. Hlut Þorbjörns sáum við daglega, sem unnum und- ir stjórn hans. Hann var ávallt vak- andi fyrir nýjum möguleikum, studdi og örvaði alla þá, sem með honum unnu, og sjálfur vann hann tvöfalt verk, oft við hin erfiðustu skilyrði. Hinn góði árangur náðist m.a. af því hve fundvís hann var á einfaldar lausnir, og vegna þolin- mæði hans, þrautseigju og ósér- hlífni. Aldrei heyrðist hann kvarta undan aðstöðuleysi heldur snéri hann sér ótrauður að því að leysa hvern vanda, en með lausninni lagði hann jafnframt grundvöll að bættri aðstöðu. Þorbjörn lagði grundvöll að rann- sóknum í eðlisfræði og jarðeðlis- fræði við Háskólann, en þessar rannsóknir urðu sfðan hvatning til að efla fleiri greinar raunvísinda við Háskólann. Sá hópur er orðinn stór, sem nú nýtur þessa brautryðj- endastarfs Þorbjörns beint og óbeint. Af þessum hópi á ég trúlega Þorbirni mest að þakka. Nærri fjór- ir áratugir eru liðnir frá því ég heimsótti Þorbjörn og Þórdísi í lítið hús þeirra í Sogamýrinni. Ég hafði þá nýlokið fyrrihlutaprófi í verk- fræði, en síðasta námsárið hafði hugur minn hneigst æ meira að eðlisfræði og nú vildi ég leita ráða hjá Þorbirni. Eftir Jieimsóknina var ég ekki í vafa. Átta árum síðar réðst ég til nýstofnaðrar rannsókn- arstofu undir stjórn Þorbjörns. Það var ómetanleg reynsla að starfa þar. Þorbjörn hafði sívakandi áhuga fyrir hverju verkefni og lausn fékkst á mörgum vandamálum við að ræða þau við hann. Þá eru mér minnis- stæð árleg ferðalög starfsmanna stofnunarinnar þar sem Þorbjörn, Þórdís og drengir þeirra áttu mikinn þátt í að gera ferðalögin svo skemmtileg að ávallt var hlakkað til þeirra. Eg kveð Þorbjörn með djúpum söknuði og þakklæti fyrir langt samstarf og votta Þórdísi konu hans, sonum hans, móður og öðnim aðstandendum samúð mína og hlut- tekningu. Páll Theodórsson eins Það gætir tómleika þegar menn is og Þorbjörn hverfa af sjónar- sviðinu. Til hans var leitað þegar niðurstöður tilrauna virtust brjóta í bága við náttúrulögmálin og menn voru hættir að botna í eigin hugsun- um. Þorbjörn tók slíkum vandræð- um með hægð og glettni, hlustaði vel og spurði hnitmiðaðra spurn- inga. I flestum tilvikum þurfti ekki mörg orð til að greiða úr þokunni og koma málum á réttan kjöl. Þorbjörn fór hægt að sínu, forð- aðist sviðsljós og var lítið uppnæm- ur fyrir fréttnæmu efni. Ég kynnt- ist honum best kringum gosin í Surtsey 1963-1967 og Heimaey 1973.1 báðum tilvikum lét Þorbjörn sér fátt um finnast í upphafi, með- an aðrir þeyttust um loft og lög. Þegar á leið og mestur vindur var úr öðrum fór Þorbjörn að tygja sig til mælinga og fylgja eftir þeim málum, sem honum var forvitni á. Þar sýndi hann fádæma seiglu og úthald sem engum öðrum var lagin. Sú staðfesta og þrjóska í baráttu við hraunið í Heimaey, sem Þor- björn er nú einna þekktastur fyrir, var einmitt dæmigerð um vinnu- brögð hans. Þar var í engu gefið eftir fyrr en sest var í kaldan gíginn í júlímánuði 1973. Reyndar lauk glímu Þorbjarnar við Eldfellsmóra ekki með þessari byltu, heldur var fylgt á eftir með virkjun hraun- hitans allt fram á þennan dag. Þar nutu hugkvæmni og seigla Þor- bjarnar sér vel í samvinnu við snjalla heimamenn. Þorbjörn var lítið gefinn fyrir stjórnsýslu og varð því feginn, ef aðrir léttu slíkum byrðum af honum. Hins vegar var hann hollráður og tillögugóður, og orð hans réðu miklu hvert skyldi stefnt. Háskólinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim 30 árum sem Þorbjörn starf- aði þar. Margir hafa staðið að þeirri framsókn raunvísinda, sem ein- kennt hefur þetta tímabil, en þar verður farsæl vinna Þorbjarnar ætíð talin þung á metunum. Hann fitjaði upp á flestum þeim þáttum sem hæst hefur borið í starfsemi eðlisfræði ogjarðeðlisfræði, en fékk þá öðrum í hendur jafnskjótt og hann taldi mál vera í öruggri höfn. Lærisveinarnir standa nú með fullar hendur verkefna, en kenna þó tóm- leika því lærimeistarinn er fjarri. Sveinbjörn Björnsson Vísindamönnum við Háskóla ís- lands verður Þorbjörn Sigurgeirs- son ætíð minnisstæður. Hann var óumdeilanlega einn virtasti vísinda- maður stofnunarinnar, sterkur í fræðunum, víðfeðmur í þekkingu sinni og bjó yfir afar frjóu hug- myndaflugi við tilraunirnar. Hann var mentor, fyrirmynd í vísinda- legri aðferðafræði, lifandi goðsögn- in um afburðamann. Vönduð per- sóna hans og látlaus framkoma átti ekki minnstan þátt í sterkum áhrifum hans meðal þeirra er nutu samfylgdar hans. Þegar Þorbjörn er kvaddur hér er aðeins rúm fyrir örfá spegilbrot sem ef til vill lýsa í nokkru afstöðu ungu kynslóðarinnar til Þorbjörns. Ég mun alveg sérstaklega standa í þakkarskuld við Þorbjörn fýrir hvatningar hans þegar hann fylgd- ist með rannsóknum og uppbygg- ingu rannsóknaaðstöðu í eðlisfræði þéttefnis. Hann var sífellt spyrjandi spurninga og fylgdist mjög vel með í vísindum allt fram á síðustu daga, las sér til og íhugaði. Spurningar hans höfðu oftast að markmiði að fræða þann sem spurður var og þær kröfðust þess jafnan að vel ígrund- að svar væri gefið. Áhugaverð rannsóknaverkefni gátu gagntekið huga hans og brennandi áhugi fylgdi honum fram á síðustu daga. Sama einbeitnin einkenndi til dæmis ötult starf hans að skógræktarmálum síðustu ár ævinnar. Stuttu eftir uppgötvun nýju háhita ofurleiðaranna kom hann t.d. sérstaklega að finna mig. Augun leiftruðu af áhuga og í bros- inu birtist hin djúpa hrifning hans af náttúrunni. Ef til vill kom ekk- ert nema brostin heilsa hans í veg fyrir að hann færi á áttræðisaldri að vinna við þetta nýja áhugasvið. ísland og rannsóknasvið í jarðeðl- isfræði tengd landinu voru Þorbirni einkar hugleikin. Hann gerði sér grein fyrir að vísindin gætu glímt við höfuðskepnurnar og þannig hugsaði hann hina djörfu áætlun um að hefta framrás hraunflóðs á Heimaey með vatni. I huga almenn- ings er sá þáttur sögu Þorbjörns minnisstæðastur og eykur kynngi- magn goðsagnarinnar um hann. Ef rannsóknasaga Þorbjörns er skoðuð kemur í ljós að hugmyndir hans um stillingu náttúrukraftanna í Eyjum voru byggðar á margra ára athugunum á ýmsum sviðum. Þorbjörn hafði sig ekki í frammi en var úrræðagóður þegar ráða hans var leitað. Á fyrsta fundinum sem ég sat á eðlisfræðistofu Raun- vísindastofnunar hafði ég enn ekki kynnst Þorbirni náið. Eg fylgdist með honum þar sem hann studdi hönd undir kinn og hlýddi þögull á. Erfitt mál var til umræðu og sýndist sitt hverjum. Nær allan fundinn hlustaði Þorbjörn íhugull. Nærri lokum fundarins kvaddi hann sér hljóðs. Hafði þaulhugsað erindi sitt og bar þá fram tillögu um úr- lausn sem var samþykkt samhljóða og án mikilla umræðna. Þessi at- burðarás átti eftir að endurtaka sig oft síðar, en einmitt hér komu eigin- leikar Þorbjörns skýrt í ljós. Saga Þorbjörns er mögnuð og dulúðug eins og persónan sjálf. Líf hans með vísindunum var fjöl- breytt. Einn dag var unnið við út- reikninga langtímum saman án þess að unna sér hvíldar; annan dag flogið í einshreyfíls flugvél til segul- mælinga yfir landinu. Þorbjörn var fámáll um sögu sína en á síðari árum fékkst hann til að rifja upp ýmis atriði úr henni, eins og til dæmis tímabilið í Kaupmannahöfn við upphaf styrjaldarinnar þegar hann var fluttur með leynd til Svíþjóðar. Sú saga er nú skráð í grein Guðmundar Arnlaugssonar í afmælisriti Menningarsjóðs og Eðl- isfræðifélagsins, „I hlutarins eðli". Það er mikið happ íslenskri þjóð og Háskóla íslands að hafa notið krafta slíks manns. Ég vil votta eftiriifandi konu hans og sonum samúð við fráfall hans. Nú þegar Þorbjörn Sigurgeirsson er allur set- ur okkur hljóð. Ef glöggt er hlustað hygg ég að einnig hljóðni helgar vættir þessa lands í virðingu við þennan fágæta mann. Þorsteinn I. Sigfússon Þorbjörn Sigurgeirsson var án efa einn fremsti vísindamaður sem ísland hefur átt. Það er mikil eftir- sjá að slíkum manni, ekki aðeins fyrir þá sem þekktu hann persónu- lega og störfuðu við hlið hans. Ég Jiygg að það hafi verið dr. Trausti Einarsson sem kom mér í kynni við Þorbjörn fyrir meira en þremur ára- tugum. Þorbjörn var þá fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs rikis- ins og hafði nýlega komið á fót segulmælingastöð í Leirvogi í Mos- fellssveit. I dagbók stöðvarinnar, sem varðveitt er, hefur Þorbjörn ritað að hann hafi sýnt mér stöðina 2. september 1957 þegar stöðin var rétt mánaðargömul. Varla hefur það hvarflað að mér þá að rekstur þessarar stöðvar ætti eftir að verða eitt helsta viðfangsefni mitt. Fimm árum síðar, þegar ég kom frá námi erlendis, réðst ég til starfa hjá Þor- birni sem þá hafði komið á fót nýrri stofnun, Eðlisfræðistofnun Háskól- ans. Húsakynni hinnar litlu stofn- unar voru þröng en það lýsir Þor- birni vel að hann bauð mér til af- Blóma-og y) skreytingaþjónusta Cj hvertsemtilefniðer. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 nota skrifstofu sína sem var í íþróttahúsi háskólans. Þóttist hann ekki þurfa á skrifstofu að halda og lét öll mótmæli sem vind um eyru þjóta. Segulmælingastöðin var ein framkvæmd af mörgum, sem Þor- björn átti frumkvæði að. Hann var sannur brautryðjandi, fullur af hug- myndum og áhuga á fjölmörgum sviðum, röskur til athafna og sístarfandi. Hann var óvenjulega fær sem vísindamaður, bæði á fræðilegu sviði og verklegu, en þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Lengi vel taldi ég að þessi fjölhæfni Þorbjörns og dugnaðurinn væri skýringin á því hversu langt hann hefði náð í starfi sínu. Seinna varð mér þó ljóst, að það var annað sem skipti fullt eins miklu máli; alþýð- leiki mannsins og létt lund sem gerði honum fært að starfa með nánast hverjum sem var og hrífa aðra með sér. Ég hef sjaldan kynnst manni sem var jafn laus við allt yfirlæti. Hið vingjarnlega og föður- lega viðmót varð til þess að menn leituðu til Þorbjarnar með hvers kyns vandamál sem upp koma í sambandi við starfið; hann tók öll- um vel og var jafnan úrræðagóður og fús til að veita aðstoð sína. Þegar Raunvísindastofnun Há- skólans leysti Eðlisfræðistofnunina af hólmi árið 1966 gerðist Þorbjörn forstöðumaður einnar af fjórum rannsóknarstofum stofnunarinnar °g gegndi því starfi næstu tíu árin. Allan þann tíma fannst mér sem hann væri yfirmaður stofnunarinn- ar allrar í vísindalegum efnum þótt hvergi væri sú staða formlega skráð og hann myndi aldrei hafa viður- kennt það sjálfur. Ég ætla ekki að gera tilraun til þess hér að rekja störf Þorbjarnar í þágu vísindanna og háskólans. Bestar upplýsingar um þetta er að finna í bókinni „I hlutarins eðli" sem gefin var út á síðasta ári til heiðurs Þorbirni sjötugum. Eftir að fregnin barst um fráfall Þorbjarnar hafa sótt á huga minn minningar frá liðnum samveru- stundum. Sérstaklega minnist ég mælingaferða sem við fórum saman til ýmissa staða á landinu, þar á meðal til Surtseyjar, en Þorbjörn gekk ötullega fram við rannsóknir þar meðan á gosinu stóð. Þá verður mér hugsað til flugferða með Þor- birni, því að við áttum sameiginlegt áhugamál þar sem flugið var. Þor- björn var áræðinn og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Sannaðist þetta oft á ferðalögum, hvort sem var í lofti, á láði eða legi. Skal ég játa að mér þótti dirfska Þorbjarnar stundum jaðra við glannaskap og óttaðist að illa fæ.ri. En Þorbjörn slapp heill úr hverri raun. Eg veit að ég á eftir að sakna þess mjög að geta ekki framar rætt við Þorbjörn um ný og gömul viðfangsefni, geta ekki leitað hjá honum ráða eða notið reynslu hans og þekkingar. Hér eftir verður minningin að nægja mér og öðrum sem eru svo lánsamir að hafa átt hann að samferðamanni. Þórdísi konu hans og sonum þeirra hjóna votta ég samúð mína á þessari sorg- arstundu. Þorsteinn Sæmundsson Kveðja frá eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar I dag er til moldar borinn Þor- björn Sigurgeirsson, fyrsti prófess- or í eðlisfræði við Háskóla Islands. Þar er genginn einn fremsti vísinda- maður sem landið hefur alið. Ef.ir glæsilegan námsferil erlendis kom hann heim og gerðist skjótt um- svifamikill í rannsóknum á eðli landsins. Sem framkvæmdastjóri rannsóknarráðs tók hann jafnframt þátt í mótun rannsóknarstarfsemi hér á landi eftir seinni heimsstyrj- öldina. Þorbjörn var í eðli sínu frumkvöð- ull. Hann sá oftast lengra en aðrir og hafði næman skilning á hvað gerlegt væri hverju sinni. En hann var einnig drífandi framkvæmda- maður og einstaklega ósérhlífinn. Það fór, því ekki hjá því að skipun hans í embætti prófessors í eðlis- fræði við Haskóla íslands árið 1957 yrði sem hvati, ekki aðeins á þróun rannsókna í eðlis- og jarðeðlisfræði heldur engu að síður á raungreinar í heild. Þar um vitna Eðlisfræði- stofnun Háskólans og síðar arftaki hennar, Raunvísindastofnun Há- skólans, en þessar stofnanir eru á órjúfanlegan hátt tengdar nafni hans og frumkvæði. Þorbjörg stýrði eðlisfræðistofu Raunvísindastofn- unar frá stofnun hennar 1966 til 1975. í því starfi sem öðru hafði hann einstakt lag á að örva menn til dáða. Með djúpstæðum spurning- um og ábendingum opnaði hann augu samstarfsmanna og nemenda á mikilvægum viðfangsefnum. Síðan máttu menn spreyta sig en ætíð var hann fús að_ leggja málinu lið ef þurfa þætti. Á þennan hátt náðu áhrif hans á rannsóknir langt út fyrir þau verkefni, sem hann sjálfur vann að og eru ærin að vöxt- um. Samstarfsmenn hans á eðlis- fræðistofu eiga margar góðar og skemmtilegar minningar frá starfi með Þorbirni. Hann var mikilúðleg- ur en kátur og hlýr. Meðan heilsu naut við var líkamlegu atgervi hans einnig viðbrugðið og hann hinn mesti víkingur. Gilti einu hvort þreyta þyrfti löng og erfið segul- mælingaflug, klífa fjöll til sýnatöku eða berjast við hraunelfur. Við slíkar aðstæður var hann hvað kát- astur og hafði gaman af að gefa stráknum í sér lausan tauminn. En aldrei missti hann þó sjónar á meg- inmarkmiðinu og strangar vísinda- legar athuganir og mælingar skil- uðu sér ætíð. Um þetta ber hið umfangsmikla rannsóknarstarf Þorbjörns órækt vitni. Fyrir hönd samstarfsmanna Þorbjörns á eðlis- fræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans færi ég Þórdfsi, eigin- konu hans, sonum og öðru skyld- fólki hugheilar samúðarkveðjur. Orn Helgason, forstöðu- maður eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Há- skólans. + innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför foreldra okkar og tengdaforeldra, SÓLVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR og HALLGRIMS GUÐMUNDSSONAR Háholti 25, Akranesi. Gunnar L. Jónsson, Inga Lóa Hallgrímsdóttir, Sigurður H. Hallgrímsson, Guðmundur J. Hallgrímsson, Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Jónas B. Hallgrímsson, Pétur S. Hallgrímsson. Guðrún Jakobsdóttir, Áslaug Rafnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guoný Aðalgeirsdóttir, Legsteinar MARGAR GERÐIR Mimom/Granii Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.