Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR G. APRÍL 1988
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL.10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Fegurð næturhiminsins og
áhrifin frá stjörnunum
Til Velvakanda.
Dagur dvín og rökkur sígur jrfír
lög og láð. Litir umhverfísins dofna.
Fjöllin standa sem dimmar þústir
og ber við himin. Sólin er sigin til
viðar. Ljósrauður bjarmi sést enn
við sævarbrún, og við hann miðjan
ber jökulinn dökkbláan, og myndar
mótsögn við fjöllitan sólarbjarmann
í fjarska.
Hátt á lofti birtast stjömuljósin.
Þeim fjölgar eftir því sem dimman
eykst, uns himinninn allur er þakinn
orðinn dýrðarbirtu meiri, en nokkr-
ir flugeldar á nýársnótt geta jafn-
ast á við.
Hugfangin horfum við á þessa
fegurð og undmmst mikilleik þess-
arar furðusmíðar, himinhvelfing-
una, uppljómaða þúsundum ljósa.
Því lengur sem við horfum, því
meiri verður undrun okkar og hrifn-
ing.
Við sjáum, að stjömumar em
mjög misbjartar. Sumar getum við
rétt aðeins greint, en aðrar em
mjög bjartar. Því tökum við líka
eftir, að allar blika þær fagurlega,
þannig, að líkast er því, að þær
breyti litum í sífellu, hraðar en fest
verði auga á.
Auk þessa, tökum við eftir, að
mjög er litur stjamanna misjafn:
Sumar björtustu stjömumar em
rauðleitar að sjá, aðrar em gular,
og enn aðrar hvítar. Þá sýnast okk-
ur sumar vera bláhvítar og jafnvel
bláar sumar.
Þá tökum við einnig eftir því, að
margar af þeim stjömum, sem
bjartastar em, raða sér upp í eins-
konar hópa eða myndræn tákn með
ýmislegri lögun. Slíkt köllum við
stjömumerki, og em þau hentug til
viðmiðunar og sem leiðarmerki um
alla þessa víðáttu himinsins, sem
sýnist standa eins og hús eða hvelf-
ing yfír allri jörðinni.
Enga sérstaka þekkingu í
stjömufræði þarf til þess að njóta
fegurðar himinsins og mikilleika
stjömugrúans.
Og eitt er það enn, sem allir
aðdáendur þessarar fegurðar ættu
og þyrftu að geta fundið: Frá stjöm-
unum stafa einskonar áhrif, heill-
andi og sterk. Þau gagntaka sálir
þeirra sem næmir em. Hugurinn
Undarleg sýnist hugmynd stjóm-
málamanns, sem telur sig til þess
kjörinn að bjarga heimsfriðnum, og
ráðherra, sem á þann draum stærst-
an að hitta sjálfan hryðjuverka-
manninn Arafat að máli, — milli
þess sem hann ræðir um Rómar-
elda; vill sem sagt gegna einhvers
konar Messfasarhlutverki? Sá virð-
ist hins vegar þakka sjálfum sér
nokkurra ára góðæri, en sýnist ekki
fyllist unaðskennd. Það er eins og
lifandi orkustraumar, magnandi,
styrkjandi og læknandi, fylli alla
tilvemna. Og sú hugsun gerir
ósjálfrátt vart við sig, á slíkum
stundum, að þessir styrkjandi
straumar, sem okkur fínnst koma
frá stjömunum, séu lífgeislar, send-
ir okkur mannanna bömum, frá
lengra komnum kærleiksvemm, lif-
endum, sem stjömumr byggja. Og
spumingar vakna: Er ekki þessi
sérkennilega tilfinning, merki þess,
að við komumst í nokkurt samband
við máttugar viskuvemr himnanna,
einmitt þegar við heillaðir horfum
á dýrðlegar sólir geimsins, sem lýsa
upp jarðstjömur þær, sem fóstra
allt líf um allan alheim.
Ingvar Agnarsson
hafa veitt því eftirtekt hvað skrifað
var á vegginn strax í fyrra að því
er efnahagsástandið varðar. Mætti
þar um segja svipað og í gömlum
kviðlingi:
Þótt margir kalli mig máluga,
mælti kerling orðskvið þann:
þagað gat ég þá með sann,
þegar hún Skálholtskirkja brann.
Sigurður Sigurðsson
Þegar gat égþá með sann
Þessir hringdu . .
Dónalegur strætóbíl-
stjóri
Maður í Breiðholti hringdu og
sagði farir sínar ósléttar: „Eg átti
leið um Breiðholt með leið 12 og
hringdi bjöllunni tímaniéga. til
þess að fara úr vagninum á bið-
stöð. Bílstjórinn var hins vegar
upptekinn í samræðum við ein-
hvem mann og tók ekki eftir
neinu. Gleymdi sér algerlega og
stoppaði ekki. Ég fór þá frammí
til hans og kvartaði og sagði hann
þá að hann myndi bara stoppa
fyrir mig á næstu biðstöð, sem
er við biðskýlið Staldrið. Ég varð
að una við þetta, en varð að ganga
miklu lengri leið en efni stóðu tii
fyrir vikið.“
Þakkir til Þorsteins
KE hringdi: „Ég vil koma á
framfæri bestu þökkum til Þor-
steins Pálssonar forsætisráðherra
fyrir afstöðu hans til viðræðna
Steingríms Hermannssonar við
PLO. Fagna ég orðum Þorsteins
að ríkisstjóm Islands muni ekki
taka þátt f slfkum viðræðum og
vildi óska að sem flestir fylgdu
Þorsteini að máli í þessu efni.“
Tapaði úri
Ósk Davíðsdóttir hringdi og
sagðist hafa tapað kvenmannsúri
með svartri ól annaðhvort fyrir
utan Kaupstað eða Breiðholtskjör
23. febrúar síðastliðinn. Bað hún
finnanda að hringja í símá 73399.
Kæri Velvakandi.
Hér kemur svar til hinnar for-
vitnu Reykjavíkurmeyjar sem
varpaði fram þeirri spumingu
hvaða erlendu hljómsveitir myndu
spila á Listahátíðinni í sumar. Því
er til að svara, að hingað koma
hljómsveitimar „The Christians"
og „The Blow Monkeys". Sú fyrr-
nefnda spilar 16. júní, en sú síðar-
nefnda 17. júní, báðar í Laugar-
dalshöll. Það standa yfir þreifíng-
ar við fleiri sveitir, en ekki er tíma-
bært að hafa fleiri orð um það
að sinni.
Markaðsstjóri Skifunnar
Börn flosna upp
frá námi
Reið móðir hringdi og sagðist
ekki botna í kennurum að ætla
„eina ferðina enn að ganga út frá
bömunum til þess að fara í verk-
fall,“ eins og hún komst að orði.
Kona þessi sagðist eiga þrjár
dætur, eina f menntaskóla og tvær
í grunnskóla og hefði séð það með
eigin augum hvemig þessi óvissa
hefur leikið krakkana. „Bömin
flosna upp frá námi og þess em
mörg dæmi, sérstaklega í mennta-
skólunum, að nemendur skili sér
ekki aftur eftir verkföllin. Þetta
er skiljanlegt, hvað eftir annað
er dembt yfir þau óvissu og tmfl-
andi aðgerðum og þetta fólk er á
viðkvæmu þroskastigi. Það þyrm-
ir yfír þau og þau sjá ekki fram
á neitt. Nú ætla kennarar að leika
sama leikinn aftur. Em þeir til-
búnir að taka á samvisku sína
afleiðingamar eina ferðina enn?“
Ekið utan í bíl...
Húsfreyjan á Kiðafelli í Kjós
hringdi og sagðist ekkert skilja í
fólki sem keyrði utan í bíla og
forðuðu sér sfðan án þess að gera
viðvart. Hún brá sér í bæinn ný-
verið á grárri Charade-bifreið
sinni, G-7421, og stoppaði
skamma stund fyrir utan Húsa-
smiðjuna og svo við BYKO. Hún
tók ekki eftir neinu fyrr en heim
var komið, en þá var henni bent
á að bíllinn var bæði beyglaður
og rispaður. Hún vill koma því á
framfæri að ef einhver vildi gefa
sig fram vegna þessa, væri síminn
á Kiðafelli 666096.
Um vélfryst skauta-
svell
Kæri Velvakandi.
Ég vil taka undir það sem skrif-
að var í Velvakanda sunnudaginn
27. mars um vélfryst skautasvell.
í öllum borgum er aðstaða til
skautaiðkunar og er kominn tími
til að upp á slíkt verði einnig boð-
ið í Reykjavík. Ætti að koma upp
vélfrystu skautasvelli sem fyrst,
því áhuginn er sannarlega fyrir
hendi.
Þórunn Ósk
Ánægður Þröstur
Þröstur hringdi og vildi hæla í
hástert þjónustunni í Reykjavíkur
apóteki. Sagðist hann hafa hælt
apótekinu undir þessu nafni fyrir
20 áram og þegar hann fór þang-
að aftur nýverið var ljóst að
starfsfólkið hafði engu gleymt.
Sagðist Þröstur hafa séð fjölda
manns afgreiddan á einungis
hálfri klukkustund ...
Ófijálst í fjallasal?
Þorvaldur Thoroddsen hafði
samband og hafði verið á skíðum
í Bláfjöllum helgina fyrir páska,
nánar tiltekið innarlega á svæðinu
á gönguskíðum. Gefum honum
orðið: „Ég veit ekki hvaða rás það
var, en það glumdi þama í fjöllun-
um diskó og annað tónlistarlétt-
meti úr hátalarakerfí og er óhætt
að segja að þetta hafí gengið fram
af mér. Maður getur ekki einu
sinni notið fyallafriðarins fyrir
þessu glamri. Ég náði taii af ein-
hveijum sem tilheyrði Bláfjalla-
nefnd og sagði hann eitthvað á
þá leið, að það yrði að virða rétt
þeirra sem vildu hlusta á þetta.“
Zi
Kaffiterían býður
/ kaffiteríunni, sem er opin frá kl. 5-20 alla daga,
er boðið uppá Ijúffenga hraðrétti auk sérrétta
dagsins, sem valdir eru miðað við hráefnisgæði
hverju sinni. Frá kl. 5 á morgnana er boðið uppá
morgunverðarhlaðborð.
Komduviðí
kaffiteríunni - hún
svíkur engan
m
QTEL
LQFTLEIÐIR
1 MMiimB ttdPini
FLUGLEIÐA HÓTEL
„Heimur út af fyrir sig“
Þekking Reynsla Þjónusta
M, FÁLKINN*
5'Jf>UR! ANDSBP'M'T B »<‘70
borðviftur