Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Austurland: Tenging Vopnafjarðar og Héraðs næsta stór- verkefni í vegagerð Egilsstöðum. Á RÁÐSTEFNU um vegagerð um hálendi íslands, sem haldin var á Egilsstöðum fyrir skömmu, urðu menn ekki sam- mála um hve tímabærar slíkar framkvæmdir væru. Nokkurs uggs gætti meðal heimamanna um að ef í slíkar framkvæmdir yrði ráðist, bitnaði það á öðrum vegaframkvæmdum í kjördæm- inu og væri ástand vega hér þannig að við þvi mætti alls ekki. Töldu menn brýnna að koma á heilsársvegum um kjör- dæmið og tengja Vopnafjörð við Fljótsdalshérað með akfærum vegi. Tilefni þessarar ráðstefnu voru hugmyndir dr. Trausta Valssonar skipulagsfræðings um heildar- skipulag landsins þar sem einn þéttbýliskjami í hveijum lands- hluta verði efldur til að gegna for- ystuhlutverki í byggðamálum, at- vinnu og þjónustu og þeir síðan tengdir saman með vegagerð um hálendið. Þetta mundi stytta allar vegalengdir milli landshiuta veru- lega. Þannig mundi vegalengdin milli Reykjavíkur og Egilsstaða styttast um nálega 250 km ef af þessu yrði. Trausti telur að slík vegalagning sé ekki óheyrilega dýr og bendir á að þama sé yfirleitt gott vegagerð- arland. Fyllingarefnið nærtækt og úrkoma lítil á Sprengisandsleið og norðan Vatnajökuls þannig að slíkur vegur gæti verið fær 7—8 mánuði á ári án mikils kostnaðar. Helgi Bjamason hjá Landsvirkj- un benti á að Landsvirkjun hefði öðlast hvað mesta reynslu hérlend- is af vegagerð um hálendið sam- fara virkjunarframkvæmdum sínum. Helgi taldi að vegagerð vegna virkjana og fyrir samgöngur ætti að fara saman til að draga úr kostnaði og benti á að við vega- gerð á hálendinu þar sem hægt væri að ýta upp efninu á staðnum, kostaði hver km um V2 milljón króna án bundins slitlags. Helgi sagði að þegar hafnar yrðu fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun mundu starfa þar um 900 manns. Þar af 6—700 frá öðrum. lands- hlutum. Flutningur þessara manna ásamt aðföngum væri óleyst vandamál en þama komi hálendis- vegurinn sterkt inn í myndina. mál og tóku undir orð Sigurðar Símonarsonar, bæjarstjóra, í upp- hafi ráðstefnunnar að „orð væm til alls fyrst". — Björn Frá ráðstefnunni um vegagerð á hálendi íslands sem haldin var á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Veista? Lactacyd léttsápan styrkir vamir húóarinnargegn sýklum og sveppum! Lactacyd léttsápan hefur þann einstaka eiginleika að efla náttúrulegar varnir húðarinnar. Daglega eyðum við þessum vörnum með „venjulegum sápuþvotti“. Lágt pH-gildi Sýrueiginleikar Hlutlaust --------------14 Hátt pH-gildi Lútareiginleikar Hilmar Finnsson hjá Vegagerð ríkisins gerði grein fyrir gífurlega löngu vegakerfi á Austurlandi en þjóðvegir hér em um 1.384 km. Þar af er komið bundið slitlag á 270 km. Malarvegir með 10 tonna burðarþol eða meira em 380 km en vegir með minna burðarþol 734 km eða rúmlega helmingur alls vegakerfis kjördæmisins, þannig að mikið verk væri hér óunnið. Hjá Hilmari kom fram að næsta stórverkefni hjá vegagerðinni á Austurlandi yrði tenging Vopna- fjarðar við Hérað. Þar væri vegar- stæði ekki fullmótað ennþá en annaðhvort yrði farið um Fagradal eða Kattardal. Gert væri ráð fyrir að þessar framkvæmdir gætu haf- ist eftir tvö ár og kostuðu um 200 milljónir. Á ráðstefnunni komu einnig fram sjónarmið náttúmvemdar- samtaka, ferðamálasamtaka og Samtaka um jafnrétti á milli lands- hluta auk mjög margra sem þátt tóku í almennum umræðum. Krist- inn Pétursson, varaþingmaður, setti fram þá hugmynd að stofna hlutafélag um þessa framkvæmd og leggja síðan vegatoll á þá um- ferð sem um veginn færi. Ánnars vom ráðstefnugestir sammála um að tímabært væri að ræða þessi Súr vöm Sýklar og sveppir þrífast síður í súru umhverfi. Súrir eigin- leikar húðarinnar eru náttúruleg vörn hennar gegn þessum vágestum. „Venjulegar sápur“ eru lútarkenndar (basískar) og lúturinn eyðir sýru húðarinnar. Jafnframt verða lútarleifar til þess að valda kláða á viðkvæmum stöðum s.s. við kynfæri og endaþarm. Þannig getur „venjulegur sápuþvottur" orðið til óþæginda og brotið þessar náttúrulegu varnir okkar niður. Efnasamsetning I Lactacyd léttsápunni er Lactoserum, mjólkursýra og fosfór- sýra sem gerir lágt pH-gildi sápunnar og viðheldur eðlilegu sýrustigi húðarinnar. Laurylsúlföt sem gera Lactacyd að virkri sápu og jarðhnetuolía sem kemur í veg fyrir húðþurrk. Þessi samsetning og hið lága pH-gildi gera samanburð á „venjulegum sápum“ og Lactacyd hreinlega óþarfan. Notkun Það er engin tilviljun að margir læknar mæla með Lactacyd: til daglegrar umhirðu húðar, hárþvotta, þvotta á kynfærum, fyrir þurrar og sprungnar vinnuhendur, óhreina húð (bólur og húðormar), viðkvæma húð (i nára eða öðrum húðfellingum) svo og fyrir ungbörn (erting á bleiusvæði) enda er Lactacyd léttsápan ofnæmisprófuð. pH-gildið Sýrustig húðarinnar er mælt og gefið upp í pH-einingum. „Venjulegar sápur“ hafa hátt pH-gildi, hærra en 7 (u.þ.b. 10—11) og eru því lútarkenndar. Lactacyd léttsápan hefur hins vegar lágt pH-gildi eða 3,5 sem þýðir að hún er súr. Lactacyd er fljótandi sápa með eða án ilmefna í 350 ml plast- flöskum með spraututappa. Allar upplýsingar á íslensku. MUNDU! Húðin heldur uppi sínum eigin.vörnum gegn sýklum og sveppum. Efvið notum ranga sápu eyðum við þessum vörnum. Lactacyd léttsápan fæst í Fjarðarkaupum, Glæsibæ, Hag- kaupum og Miklagarði. Og að sjálfsögðu í næsta apóteki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.