Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
27
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Nú hafa bandarískir herlögreg'lumenn tekið sér stöðu að nýju eftir
8 ár í hliðunum á Keflavikurflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur:
Hert eftirlit við
fluffvallarhliðin
Keflavík. —*
BANDARÍSKIR herlögreglumenn gæta nú hliðanna inn á Keflavikur-
flugvöll ásamt íslenskum lögreglumönnum í samræmi við samkomulag
milli varnarmálaskrifstofunnar og varnarliðsins. Að sögn Sævars Lýðs-
sonar fulltrúa lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli tók þessi breyting
gildi þann 14. mars sl. og nú komast menn ekki lengur inn á völlinn
án þess að hafa tilskilin skilriki.
Sævar sagði að nú væru tveir
íslenskir lögreglumenn ásamt einum
bandarfskum í hvoru hliði og hefðu
menn almennt tekið vel þessari
breytingu og hertu eftirliti. Sævar
sagði ennfremur að almenn umferð
færi um tvö hlið, aðalhliðið sem
væri opið allan sólarhringinn og
Grænáshliðið sem væri opið virka
daga frá kl. 07 á morgnana til kl.
20 á kvöldin, en lokað um helgar.
Undanfarin 8 ár hafa íslenskir
lögreglumenn eingöngu annast þessa
gæslu þar sem farþegar í millilanda-
flugi urðu að fara um hliðin á
Keflavíkurflugvelli á leið sinni til og
frá gömlu flugstöðinni. En með til-
komu nýju flugstövarinnar er þessi
umferð flugfarþega um vamarsvæð-
ið liðin tíð.
- BB
Grillstaður brann
til kaldra kola
Grillstaðurinn Rita í Skipholti,
Reykjavík, brann til kaldra kola
aðfaranótt föstudagsins langa. Þá
komst reykur inn i tvö fyrirtæki
i sama húsi, en skemmdir urðu
þar ekki miklar.
Þegar slökkviliðið í Reykjavík kom
á vettvang var mikill eldur í grill-
staðnum og voru rúður sprungnar.
Mikinn reyk lagði frá staðnum og
komst hann inn í tvö fyrirtæki í sama
húsi, veitingastaðinn Hrafninn og
Henson. Skemmdir urðu þó ekki
verulegar í þessum fyrirtækjum.
Slökkviliðinu gekk greiðlega að
ráða niðurlögum eldsins, en til þess
þurfti að rifa niður milliloft. Talið
er að eldurinn hafi kraumað nokkuð
lengi í Ritu, eða allt frá því að staðn-
um var lokað kl. 18 daginn fyrir
skírdag, 30. mars. Þykir með ólíkind-
um að enginn hafi orðið var við eld-
inn fyrr en aðfaranótt fostudagsins.
Að öðru leyti var rólegt hjá
slökkviliðinu í Reykjavík um páskana
og fá útköll. Föstudaginn langa fór
slökkviliðið að Kópavogshæli, þar
sem eldvamarkerfí hafði farið í gang,
en enginn var eldurinn. Sama var
uppi á teningnum þegar slökkviliðið
fór að Borgarspítala í hádeginu í
gær, þar reyndist um bilun í eldvam-
arkerfi að ræða.
—tm—
cnBncc vinur.
SUNNLENSK SVEITABOLL
Arin
'59-67
rifjuð
upp
Þeir
sem koma
fram eru:
Hjördís, Úlla,
Arnór, Sídó, Steini
Guðmar, Halli, Bjössi rak,
Óli Back, Rúnar og Gvendur
ásamt hljómsveitinni KARMA,
sem annast undirleik og leikur
fyrir dansi í anda kvöldsins.
tjútt.
Halli
og Laddi
sjá um kynn-
ingar og rifja upp
atburði frá þessum
árum. — Dansarar sýna
tvist og rock með ótrúlegum
sveiflum. Hljómsveitin LIMBÓ kemur fram
í sinni upprunalegu mynd.
Almennur dansleikur á eftir með KARMA til kl. 03
Miðapantanir og miðasala er í Hótel Selfoss sími 99-2500
Bjóðum uppá helgarpakka. Önnumst sætaferðir sé þess óskað.
Aukasýning laugardaginn 9. apríl vegna fjölda áskorana.
Þríréttaður veislumatur hóPe/
SELFOSS
Stórbrotin skemmtun sem enainn má missa af!
Húsið opnaðkl. 19.00
VEITUM HÓPAFSLÁTT!
60 ára afmæli
Kvenstúdenta-
félags Íslands
Kvenstúdentafélag íslands og
Félag íslenskra háskólakvenna
minnast 60 ára afmælis á Hótel
Borg annað kvöld, 7. aprfl, og
hefst hátíðin klukkan 19.,30.
Miðasala verður í dag, miðviku-
dag, frá klukkan 16-19, á Hótel
Borg, anddyri.