Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 41 Metumferð á hálendinu um páskana: Bj örgnnarsveitir leituðu í fjórgang Þörf á meiri fræðslu um vetrarferðir segir Hálfdán Henrysson hjá SVFÍ. MJÖG margt fólk var á ferðalögnm í óbyggðum og á hálendi landsins um páskahelgina. Algengt var, að fólk væri á illa búnum bflum og sjálft vanbúið til vetrarferða, að sögn fulltrúa björgunarsveita og SVFÍ, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær. Leitað var tveggja manna á Botnsheiði á laugardag og beðið var um aðstoð vegna jeppa, sem festist f sprungu á Langjökli. Þá var fólk á bílum norðan Hofs- jökuls í vandræðum, hafði villst, og var því hjálpað á leið. Annan dag páska fóru menn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu til aðstoðar við fólk, sem fest hafði bíla sína norðan Tindafjallajökuls. Hálfdan Henrys- son hjá SVFÍ sagði, að þessa páskahelgi hefði verið áberandi, hve margt fólk var á ferð um hálendið og jökla á bílum, sumt illa búið til slíkra ferða. Hann sagði nauðsyn á meiri fræðslu og áróðri um að fólk fari varlega f fjallaferðum á þessum árstíma. Hálfdan Henrysson sagði það breyt- kyrru fyrir í gili á meðan veðrið gekk ingu frá fyrri tíð, hve miklum fjölda jeppa væri nú ekið um hálendið og sagði hann að fjöldinn nú hefði sleg- ið öll fyrri met. Að jafnaði væru margir á ferð um helgar, en aldrei sem nú um páskana. Ekki sagði Hálfdan að þessi jeppafjöldi hefði haft nein teljandi áhrif á starfsemi björgunarsveita SVFÍ. Hann taldi ekki ástæðu til að hafa afskipti af þessum ferðum. „Hins vegar mætti vera meiri áróður við fólk að fara varlega þegar það er í svona fjalla- ferðum. Það er aldrei nógu varlega farið þegar menn eru komnir upp á hálendið að vetrarlegi. það geta allt- af skollið á veður. Nú leggja menn svo mikið upp úr loran, en við vitum það, að loran er nú bara rafeinda- tæki og hann á það tii að skekkjast þegar él og snjókoma er. Hann getur skekkst um nokkur hundruð metra og það getur munað því að menn lenda í vandræðum," sagði Háfdan Henrysson. Kostnaður við leitarstörf var ekki mikill að þessu sinni að sögn Hálfdanar, enda kom ekki til mjög víðtækra leita. Biðu af sér veðrið Um miðnætti aðfaramótt páska- dags hófst leit að tveimur vélsleða- mönnum á Botnsheiði. Þeir höfðu farið síðdegis á laugardag upp í Graf- ardal á bílum og þaðan á vélsleðum upp á heiðina. Eftir nokkurn tíma skall á illviðri á þeim slóðum og um kvöldið var farið að óttast um þá. Björgunarsveitir frá Reykholti, Borg- amesi og Akranesi fóru til leitar, alls 30 til 40 manns. Um kl. 04:30 um morguninn kom beiðni til Slysa- vamafélagsins um allt tiltækt lið til leitar. Þá voru ræstar út björgunar- sveitir í Reykjavík og nágrenni og landsstjóm hjalpar- og björgunar- sveita kölluð saman. Um það bil sem leggja átti af stað frá Reykjavík fundust mennimir. Höfðu þeir haldið yfir og gáfu sig fram þegar er þeir urðu mannaferða varir. Það var kl. 06:15 um morguninn. Ekkert amaði að mönnunum, enda voru þeir vel búnir og höfðu brugðist rétt við að- stæðum, að sögn Hálfdanar Henrys- sonar. Mildi að ekki fór verr Jeppi festist í spmngu á Lang- jökli á föstudaginn langa. Tvennt var í bílnum og sakaði ekki. Leitað var til SVFÍ um aðstoð og var haft sam- band við félaga í björgunarsveitinni í Mosfellssveit, sem voru staddir við Hagavatn á snjóbíl. Voru þeir á leið inn á jökulinn. Ekki kom þó til þeirra kasta, þar sem menn á fjórum jepp- um komu frá Hveravöllum og náðu bílnum upp. Fólkið í jeppanum var á ferð um jökulinn ásamt fleirum. Það varð viðskila við lestina í slæmu skyggni og fór út á viðsjárvert sprungusvæði. Telja björgunar- sveitamenn það vera mestu mildi að ekki fór verr í þessu tilviki. Villtust við Hofsjökul Fólk á fjórum jeppum villtist á leið frá Hveravöllum norður fyrir Hofsjökul. Á páskadag var haft sam- band við SVFÍ og beðið um aðstoð. Þá hafði fólkið verið villt í tvo daga. Haft var samband við menn á Blönduósi og í Skagafirði, sem kunn- ugir eru á þessum slóðum. Þeir gátu ráðið af lýsingum fólksins hvar það var statt og fóru þá menn á jeppum frá Hveravöllum til aðstoðar. Það voru sömu menn og náðu upp jeppan- um á Langjökli. Greiðilega gekk að finna bflana og koma þeim áleiðis. Bílarnir illa búnir Fólk á þremur jeppabflum Ienti í erfíðleikum norðan Tindafjallajökuls um helgina. Að sögn Gylfa Garðars- sonar formanns Flugbjörgunarsveit- arinnar á Hellu var fólkið vanbúið til slíkra ferða og tveir bílanna urðu Jeppi festíst í sprungu á Langjökli. Á innfelldu myndinni sést hvemig jeppinn skorðaðist yfir spmngunni, sem er hyldjúp. Tvennt var í jeppanum. Morgunblaðið/Bjarni Hálfdan Henrysson í vaktherbergi Slysavaraafélags íslands. ógangfærir þegar á laugardag. Ekk- ert amaði þó að fólkinu framan af og fór m.a. sá bflanna sem gangfær var til byggða eftir varahlutum og vistum. Þegar veður versnaði á mánudag óskaði fólkið eftir aðstoð við að komast til byggða. Fóru þá Ijórir björgunarsveitarmenn frá Hellu á tveimur jeppum til aðstoðar. Þeim tókst að koma öðrum biluðu bílanna í gang, en hinn varð að draga alla leið til byggða. Bílar fólksins voru ekki búnir til aksturs í miklum snjó og þurfti að draga þá alla þar sem þyngsta færðin var. Ekki var fólkið heldur þannig búið, að það gæti gengið til byggða, að sögn Morgunblaðið/Magnús H. Bjömsson Gylfa. Björgunarsveitarmenn lögðu upp frá Hellu um kl. tvö á mánudag og til baka var komið aftur um mið- nætti. Skíðamenn ferjaðir Björgunarsveit Slysavarnafélags- ins í Vik var í æfingaferð yfir Myrdal- sjökul um páskana. Var verið að prófa nýjan snjóbfl sveitarinnar. Þeg- ar fólkið var komið að skýli í Hvann- gili norðan við jökulinn á föstudag, komu þangað franskir ferðalangar á gönguskíðum. Hafði þeim varið beint þangað til gistingar. Kofinn, sem er í einkaeign, var hins vegar yfírfullur og voru ferðamennimir feijaðir á vélsleðum í annan kofa. Tilkynningaskylda ferðamanna Tilkynningaskylda Securitas og björgunarsveita var mun meira notuð um þessa páskahelgi en í fyrra, að sögn Hannesar Guðmundssonar hjá Securitas. Það eru Landssamband hjálparsveita skáta og Landssam- band flugbjörgunarsveita sem standa að tilkynningaskyldunni í samvinnu við Securitas, sem sér um að hafa samband við ferðalanga. Hannes sagði að það væru helst þeir varkár- ustu sem notuðu sér tilkynninga- skylduna. „Það eru þeir sem kunna þetta best sem nota tilkynninga- skylduna," sagði Hannes. Hann vissi ekki til, að þeir sem höfðu skráð sig í tilkynningar hefðu þurft á aðstoð að halda um helgina. Tilkynninga- skyldan er starfrækt allt árið. Aðstoðað á heiðum Auk þeirra leitar- og hjálparstarfa sem getið er um hér að framan, fóru björgunarsveitir til hjálpar við fólk vegna ófærðar á vegum. Björgunar- svéit SVFÍ á Egilsstöðum fór með snjóbíla upp á Fróðárheiði á mánu- dag til aðstoðar ferðafólki. Þar hafði skollið á bylur og voru margir í vand- ræðum á litlum bílum. Sama var á Fróðárheiði á föstudag, þar komu björgunarsveitir úr Ólafsvlk og af Akranesi að hjálpa fólki niður af heiðinni í hríðarbyl sem þar gerði fyrirvaralaust. Mosfellssveit: Hollensk barna og unglingahljómsveit í æfingabúðum HOLLENSK sinfóníuhljómsveit, Haags instmmental jeugends- amble, skipuð 50 bömum og unglingum á aidrinum 9 til 19 ára hefur dvalið í æfingabúðum í Varmárskóla í Mosfellssveit undanfarna viku. Ferðin til íslands er farin í tilefni 30 ára afmælis hljómsveitarinnar og þótti við hæfí að minnast þeirra tímamóta sérstaklega. Meðlimir hljómsveitarinnar, sem eru víða að úr Hollandi koma saman einu Sinni í viku til æfínga. Árlega er haldið í æfingabúðir sem standa í eina viku og eru þær haldnar utan Hol- lands á tveggja ára fresti. Stjóm hljómsveitarinnar er skipuð úr röð- um unglinganna og bera þeir ábyrgð á starfseminni. I dag, miðvikudag mun hljóm- sveitin halda þrenna tónleika í íþróttahúsi Varmárskóla, kl. 9, kl. 10:30 og kl. 12:10 árdegis. Á efnis- skrá eru auk þekktra verka, tón- verk eftir hollensk og íslensk tón- skáld. Tónleikamir eru opnir öllum sem áhuga hafa. Á morgun, fimmtudag mun hljómsveitin halda tvenna tónleika í Reykjavík. Þeir fyrri verða í Öldu- selsskóla kl. 10:00 en þeir síðari í Hólabrekkuskóla kl. 14:00. Á föstu- dag verða tónleikar í Keflavík. Morgunblaðið/Emilía Frá æfingn Haags instrumental jugendsamble í Varmárskóla. Spástefna Skýrslutækni- félagsins í tilefni 20 ára afmælis skýrslu- tæknifélags Islands boðar félagið til spástefnu í dag, miðvikudag, um framtiðarsýn og þróun i upp- lýsingatækni og stöðu íslands i þeim efnum. Spástefnan verður sett kl. 13.15 í ráðstefnusalnum Borgartúni 6 með ræðu Páls Jenssonar, fonnanns Skýrslutæknifélagsins. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, mun einnig flytja ávarp við setning- una. Fyrirlesarar á spástefnunni eru 16. Fyrri hluti spástefnunnar mun fjalla um þróun upplýsingatækninn- ar, vélbúnað og hugbúnað, en síðari hlutinn um þróun tölvunotkunar og áhrif hennar á störf og þjóðlíf. Spástefnunni lýkur kl. 17.00. Að henni lokinni verða bomar fram veit- ingar í boði menntamálaráðherra, að því er segir í fréttatilkynningu frá Skýrslutæknifélaginu. Þar verða nokkrir félagsmenn heiðraðir og vel- unnurum félagsins þakkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.