Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 SAGAN UMSIGNALDA OG FJÓRHJÓLIÐ! * Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Petta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofúnni austur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaidi er mikill útilífsmaður. Hahn er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfsmenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla: Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fýrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn - með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Premur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifstofúna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfúnum frá 1985. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fyrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fyrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fyrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur nefnilega Kjarabréf. • Þetta er alveg satt. Sögunni og nöfnum hcfur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum! X FIÁRFESTINGARFÉLAGÐ __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ Ein af myndum Sólveigar Eg-gerz Pétursdóttur. Málverkasýning Sól- veigar Eggerz Péturs- dóttur í Hveragerði eftir Gunnar Dal Um þessar mundir stendur yfir í Eden í Hveragerði sýning á mynd- um Sólveigar Eggerz. Á sýningunni eru 52 myndir, flestar vatnslita- myndir. Sólveig hélt sína fýrstu sýningu í Bogasalnum í Reykjavík 1960. Hún hefur síðan haldið tuttugu og sjö sýningar, þar á meðal sýningar í Englandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hún er löngu orðin þjóðþekktur listamaður og myndir hennar prýða fjölmörg íslensk heimili. Sóiveig Eggerz er fædd í Reykjavík 1925. Hún stundaði list- nám í Reykjavík 1943—1945, í London 1946—1947 og aftur í Reykjavík 1949—1950. Segja má að þessi sýning í Eden sé haldin til heiðurs hinu nýja bæj- arfélagi, Hveragerði. Allt myndefni sýningarinnar er sótt í Gullhring- inn, sem flestir íslendingar hafa einhvem tímann ekið sér til skemmtunar á góðum degi. Liðlega tuttugu myndir eru hér af ýmsum stöðum í Hveragerði. Hér eru tvær myndir úr Ölfusi: „Klakabönd" (mynd nr. 1) af Ölfusá með Heklu í baksýn og „Vetur“ (mynd nr. 13), máluð undir Ingólfsfjalli með Búrfell í baksýn. Þá eru hér mynd- ir frá Hellisheiði: „Listflug" (mynd nr. 60) og „Af Kambabrún" (mynd nr. 2). Og loks eru allmargar mynd- ir af Þingvöllum, þar á meðal „Þing- vellir" (mynd nr. 3), „Haust á Þing- völlum" (mynd nr. 7) og „Hrafna- björg“ (mynd nr. 9). Meginviðfangsefni Sólveigar Eggerz er maðurinn og íslensk nátt- úra. íslenskir málarar eru svo lán- samir að búa í fegursta landi heims. Sólveig Eggerz túlkar þessa óþijót- andi og síbreytilegu uppsprettu myndefnis af næmleika og kunn- áttu. Henni tekst vel í þessum myndum sínum að ná valdi yflr lit- brigðum tilverunnar, þegar hún málar hinar ótæmandi andstæður, sem land okkar býr yfír. Listsköpun hennar er sjálfstæð og viðfangsefn- in oft séríslensk. Sólveig kann sitt handbragð. Þessar myndir bera vitni um tilfinninganæmi og örugg- an smekk. Þær einkennast margar af samræmdri fegurð forms og lita. Það eru, sem betur fer, til alls konar málarar. Sumir hafa ólgandi og hamslausa skapgerð. Aðrir leita jafnvægis og öryggis og láta hnit- miðun og kunnáttu sitja í fyrir- rúmi. Og auðvitað á hver listamað- ur rétt á því að fá að fara óáreittur sínar leiðir. Því fjölbreyttari sem „Kunnátta og það að vera sannur er það sem skiptir máli, hver svo sem heimspeki lista- mannsins um gildi og tilgang listar sinnar kann að vera.“ listin er því blómlegra verður menn- ingarlífið í landinu. Það er engin ástæða til að gera lítið úr listamönn- um sem mála íslenska náttúru og þjóðlífsmyndir. Það er ekki heldur nein ástæða til að afskrifa menn sem gera nýjar tilraunir. Kunnátta og það að vera sannur er það sem skiptir máli, hver svo sem heim- speki listamannsins um gildi og til- gang listar sinnar kann að vera. Sólveig er í flokki hinna fijálsu listamanna. Hún fer jafnan sínar eigin leiðir, án þess að vera rígbund- in einhverri forskrift sem á að leysa heimsgátuna eða gera listamanninn að „upphafsmanni nýrra tíma“, hvað sem það nú þýðir. En öll á þessi viðleitni rétt á sér eins og fyrr segir. Tilgangur þessarar sýn- ingar er fýrst og fremst sá að sýna stórbrotna fegurð landsins okkar og margbreytileika þess. Og því marki hefur Sólveig Eggerz náð með þessari sýningu. Eins og ég gat um í byijun þessa greinarkoms þá er þessi sýning gerð til heiðurs hinu unga bæjarfé- lagi, Hveragerði. Það fer því vel á því að halda hana í Eden. Eden er orðið eitt glæsilegasta kaffihús Evrópu. Hingað hafa nær allir ís- lendingar komið. Flestir útlending- ar sem heimsækja ísland ganga hér einnig um garð. í rauninni hefur þetta hús verið ómetanleg land- kynning gegnum tíðina. Um 10 þúsund manns koma hingað um hveija helgi yfir sumarmánuðina. Aðstaða til málverkasýninga er hér góð og ætti að vera eftirsótt af málurum. Að vísu hefur nokkuð orðið vart þeirrar undarlegu heim- speki meðal málara, að góður mál- ari hætti að vera góður málari, ef hann sýnir úti á landi. Það er af sumum talin áhætta sem ekki sé þorandi að taka. Þessi hugtakarugl- ingur er sem betur fer að hverfa með vaxandi sjálfstrausti, og sú breyting verður öllum til góðs, bæði landsbyggðinni og málurunum sjálfum. Höfundur er rithöfundur. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.