Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 62

Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Halldór Jörgensson Akranesi — Minning Fæddur 24.júní 1911 Dáinn 25. mars 1988 Ég kynntist Halldóri Jörgenssyni er hann kvæntist móðursystur minni, Ragnheiði Guðbjartsdóttur frá Hjarðarfelli, árið 1964. Hún hafði þá verið ekkja um nokkurra ára skeið og bjó á Akranesi ásamt tveimur yngstu börnum sínum. A meðan Heiða bjó á Hjarðarfelli átti ég mitt annað heimili hjá henni og fyrri manni hennar. Ég heid að mér sé óhætt að segja að Halldór tók hina stóru fjölskyldu konu sinnar ” að sér eins og hún væri hans eigin. Hann reyndist ekki aðeins stjúp- bömum sínum sem besti faðir held- ur var hann sem bróðir og vinur öllum öðrum ættingjum Heiðu. Þessi rólegi og dagfarsprúði maður vann fljótt hugi okkar og hjörtu. Ætíð hafði verið mjög kært með þeim systrum, móður minni og Heiðu, og mikill samgangur á milli heimila þeirra. Það breyttist ekki þótt Halldór bættist í hópinn. Heim- ili þeirra Heiðu stóð okkur alltaf opið. Á fyrstu hjónabandsárum þeirra dvaldi ég langdvölum erlend- is og heimsóknir urðu því ekki eins tíðar og við hefðum óskað. En ég á samt minningar um margar ánægjulegar samverustundir. Ég minnist sérstaklega einnar fyrstu heimsóknar minnar til þeirra er ég var unglingur. Halldór brá þá á glens og hélt því statt og stöðugt fram að ég væri svo sem hálfum sentimetra hærri en ég sagðist vera. Ég er ekki há í loftinu svo að mig munar um hvem sentimetrann. Hann tók síðan fram tommustokk- inn og sannaði mál sitt. Segi ég þessa sögu hér þar sem hún lýsir vel gamansemi Halldórs og einnig nákvæmni. Síðastliðið sumar vom ferðir okkar upp á Akranes tíðari en oft áður. Einkum minnist ég þess er við áttum með þeim ánægju- legan Sjómannadag. Halldór leiddi okkur um byggðasafnið að Görðum árdegis. Þar var hann á heimavelli og fræddi okkur um margt sem þar var að sjá. Síðdegis nutum við há- tíðahaldanna af svölum húss þeirra, Sólbakka, þaðan sem útsýnið er svo skemmtilegt yfir höfnina. Ég veit að Heiða og Halldór og foreldrar mínir áttu saman margar ánægjustundir, í Reykjavík, á Akra- nesi og á ferðalögum um landið. Síðasta minning mín um Halldór er frá síðastliðnu hausti. Hann og Heiða komu suður til þess að vera með okkur er faðir minn lést. Heiða lék á orgelið við kistulagninguna og Halldór söng með sinni styrku rödd þótt árin væru orðin 76. Skömmu seinna veiktist hann sjálf- ur af þeim sjúkdómi er varð bana- mein hans. Við sem eftir erum geymum minninguna um góðan dreng sem ætíð vildi láta gott af sér leiða. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Halldóri og eiga með hon- um margar ánægjulegar stundir. Ég vil einnig þakka alla elskusemi hans við fjölskyldu mína, foreldra mína og systur og mín eigin böm. Heiða mín, við sendum þeir öll okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Pabbi hefði einnig viljað að við ósk- uðum þér til hamingju með að hafa átt slíkan lífsförunaut. Sigrún Helgadóttir Það kom mér nokkuð á óvart, að frétta lát Halldórs, því þótt hann hefði kennt sjúkdóms um nokkurt skeið virtust batahorfur góðar á tímabili, þó breyttist það fyrir skömmu til þess að læknar hans fengu ekki að gert, og lést hann um miðjan dag, föstudaginn 25. mars, í Borgarspítalanum í Reykjavík. Með Ilalldóri er fallinn einn af traustustu og virtustu borgurum Akranesbæjar. Hann var fæddur og uppalinn á Akranesi og allt lífsstarf hans var bundið við þann stað, þó að hann sækti atvinnu bæði til sjós og lands utan bæjar- ins, svo sem algengt var á þeirri tíð, þegar hann var ungur og fram eftir hans æviámm. Halldór var mjög félagssinnaður maður og tók mikinn þátt í fjöl- mörgum málum fyrir almenning í bæjarfélagi sínu, sem ég tel að hann hafí leyst af hendi með góðum árangri, enda kom hann mér fyrir sjónir sem framúrskarandi heiðar- legur og traustur maður. Um störf hans í þágu samfélagsins á Akra- nesi frá fyrri tíð skortir mig nægj- anlega þekkingu til að geta skýrt frá svo sem ég vildi og vert væri, þar sem ég kynntist honum ekki fyrr en hann var kominn yfír miðjan aldur, en ég veit að aðrir sem eru þessum málum kunnugir munu gera þeim skil. Þó var það eftir að ég kynntist Halldóri að hann tók að sér að vera kirkjugarðsvörður og útfararstjóri við Akraneskirkju, auk þess sem hann var langan tíma í sóknamefnd og gjaldkeri kirkjunnar og kirkju- garðsins. Einnig hafði hann með höndum fjárreiður Safnaðarheimilisins á meðan það var í byggingu og var mér kunnugt um að það var mikið starf, sem hann innti af hendi við þá framkvæmd. Ég veit að Halldóri var það hjartans mál að safnaðar- heimilinu yrði komið upp, söfnuðin- um til ávinnings fyrir starfsemi sína, sem þegar hefur sannað gildi sitt. Öll þessi störf vann Halldór af sinni kunnu vandvirkni og alúð og við almennar vinsældir þeirra, sem nutu þjónustu hans. Ég vil aðeins þakka Halldóri fyr- ir góða“ vinsemd og margar ánægju- stundir, sem ég átti með honum, bæði á heimili hans, á ferðalögum, í kirkjukórunum og hvar annars staðar sem við áttum samleið þau TOPPTTU listinn* .sOa. 1. Hvað heldurðu? 61% jp. 2. Á tali hjá 3. Fréttir Hemma Gunn 60% 53% 0 4. Fyrirmyndarfaðir 44% H 5. Derrick 37% H 6.-8. Lottó 36% H 6.-8. Matlock 36% § 6.-8.19:19 36% 0 9. í skuggsjá 35% H 10. Landið þitt ísland 33% * Könnun Félagsvlsindastofnunar á sjónvarpshorfun dagana 3.-5. mars, gerð fyrir báðar stöðvarnar. Sjónvarpið lét kanna fyrir sig sérstaklega dagana 6.-9. mars, einnar viku horfun í allt. Könnunin náði til alls landsins, fólks á aldrinum 15 til 70 ára. TOPP-lið fréttastofu Sjónvarpsins. Alltaf í viðbragðsstöðu. Fremsta röð, f.v.: Regína Óskarsdóttir, safnvörður; Gunnþóra Halldórsdóttir, klippari; Vilhjálmur Þór Guðmundsson, kvikmyndatökumaður; Friðþjófur Helgason, kvikmyndatökumaður; Bima Ósk Björnsdóttir, dagskrárgerðarmaður. Miðröð f.v.: Ómar Ragnarsson, fréttamaður; Halldór Bragasori, hljóðmaður; Helgi E. Helgason, fréttamaður; Brynhildur Þorgeirsdóttir, aðst.dagskrárgerðarmaður; Margrét Einarsdóttir, aðst.dagskrárgerðarmaður. Aftasta röð f.v.: Arnþrúður Karlsdóttir, fréttamaður; Ámi Snævarr, fréttamaður Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri; Árni Þórður Jónsson, fréttamaður; Helgi H. Jónsson, varafréttastjóri; Jón Stefánsson tæknistjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.