Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 39
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 39 Ptorgp Útgefandi snMftMfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Fjöllin taka sinn toll Apáskum jafnt sem á öðr- um frídögum sækja menn í vaxandi mæli út í óbyggðir. Dag er tekið að lengja og tæki og búnaður eru með þeim hætti, að auðvelt er að komast leiðar sinnar yfir snævi þakta jörðina, jafnvel auðveldara á þessum árstíma en endranær. Óbyggðimar heilla en á hinn bóginn eru veður válynd á ís- landi um mánaðamótin mars og apríl, hættumar leynast víða og geta reynst mannskæð- ar eins og sannaðist um hátíð- ardagana. Sendir Morgunblað- ið þeim samúðarkveðjur, sem eiga um sárt að binda eftir sorgleg slys á hálendinu. A hveiju ári taka fjöllin sinn toll á íslandi ekki síður en hafið. Fyrir helgina birtist áskorun frá Umferðarráði til ferðalanga í óbyggðum eða annars staðar þess eftiis að þeir veittu ná- kvæmar upplýsingar um ferðaáætlun sína. Landssam- band hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgunar- sveita tóku við upplýsingum um ferðir manna í samvinnu við Securitas. Þá hvatti Um- ferðarráð fólk einnig á að búa sig í samræmi við aðstæður. Upplýsingum um færi á alfara- leiðum var miðlað í Ríkisút- varpinu um alla helgina og veðurfréttir vom að sjálfsögðu á sínum stað. Þegar hættu bar að höndum eða slys varð á mönnum bmgðust björgunar- sveitir skáta, flugbjörgunar- sveita, Slysavamafélagsins, starfsmenn Landhelgisgæslu, þyrla hennar og fleiri skjótt við. Ef tekin er líking úr hem- aði mætti segja, að um hátíð eins og páskana sé fjöldi manna viðbúinn útkalli og til taks ef hættuástand skapast og undirbúningi undir helgina hjá fjölmennum hópi fólks er hagað í samræmi við það. Fómfýsi af því tagi verður seint þökkuð og raunar aldrei fullþökkuð af þeim, sem njóta langþráðrar hjálpar á örlaga- stundu. Þær varúðarráðstafanir sem gerðar hafa verið í því skyni að minnka slysahættu í vetrar- og óbyggðaferðum hafa þegar skilað miklum árangri. Eftirlit, skráning ferðaáætlana og bætt flarskiptatækni auðveldar við- brögð, ef eitthvað fer úrskeið- is. Er ekki vafí á að haldið verður áfram á sömu braut af áhugamönnum og björgunar- sveitum. Þránni eftir að kynn- ast landinu í allri sinni hrika- fegurð verða ekki settar neinar skorður. Menn munu leggja í þær ferðir sem þá fýsir að fara þegar þeir sjálfír ákveða. Slys verða jafnt í byggð sem óbyggðum en allir viðurkenna auðvitað að hættan er önnur og oftast meiri í öræfum en alfaraleið og það er einkum vegna harðinda og veðravíta sem fjöllin taka sinn toll. ísland er ekkert leikfang, allra síst að vetrarlagi. Skemmdar- verk í Aust- urstæti Aðfaranótt skírdags var fjöldi fólks í miðborg Reykjavíkur eins og oft endra- nær, þegar frí gengur í garð. Gengu einhverjir í hópnum lengra í skemmdarstarfsemi en áður og brutu niður stallinn undir styttunni af Tómasi Guð- mundssyni þjóðskáldi í Austur- stræti. Var styttan sjálf skilin eftir á götunni en síðan sást farið með hana í bifreið og fann lögreglan hana þar. Virð- ist svo sem hlutur umráða- manna bifreiðarinnar hafi verið sá, að þeir vildu bjarga stytt- unni frá því að verða eyðilögð af skemmdarvörgunum. Umræður um framferði þeirra sem fylla miðborg Reykjavíkur á síðkvöldum hafa verið miklar og því miður ekki alltaf af ástæðulausu, stundum lítur Austurstræti út eins og eftir götubardaga á morgnana. Kaupmenn við strætið hafa vart undan að fá nýjar glugga- rúður. Aðfaranótt skírdags var þó í fyrsta sinn ráðist til atlögu við styttuna af Tómasi Guð- mundssyni. Var það gert af þvílíkri heift að með ólíkindum er. Hljóta einhverjir að hafa séð hverjir þar voru að verki, enda ekkert áhlaupaverk að brjóta niður styttuna. Nú er að hafa hendur í hári þeirra sem það gerðu. Þeir þurfa aug- sýnilega að læra sína lexíu, áður en þeir fremja ódæði sín á lifandi fólki, en ekki mynda- styttum. Drengur lést og tveir menn slösuðust er jeppi valt ofan í gil ferðin seint. Einnig lögðu félagar úr slysavamadeildinni Jökli á Jök- uldal upp frá Aðalbóli í Hrafnkels- dal um klukkan 22 á sex snjósleðum búnum Lórantækjum. Tóku þeir læknana úr snjóbílnum með sér í Snæfellsskála og komu þangað skömmu á eftir Tanna. Læknamir sáu eftir það um sjúklingana. NÍU ára gamall drengur lést þeg- ar jeppabifreið sem hann var farþegi í valt ofan í gil á hálend- inu norðaustan Vatnajökuls laug- ardaginn fyrir páska. Ökumann- inum og öðrum farþega var bjargað mikið slösuðum og liggja þeir á gjörgæsludeild Borgarspít- alans. Þeir voru í gær taldir úr lífshættu. Drengurinn sem lést hét Vilhjálmur Birgisson, fæddur 29. ágúst 1978, til heimilis að Astúni 14 í Kópavogi. Mennirnir sem slösuðust eru Birgir Brynj- ólfsson, faðir Vilhjálms, og Ivar Magnússon. Bronco-jeppinn sem þeir voru í var fremstur í fimm jeppa lest sem var að koma ofan af Vatnajökli eft- ir ferð yfír endilangt hálendið. Sly- sið varð klukkan 18.40 á laugardag. Þá var veður ekki slæmt, en lága- renningur með köflum þannig að skafrenningurinn huldi gilið. Ekið var eftir leiðsögn Lórantækja. Fólk- ið í næsta bíl sem ekið var fast á eftir varð ekki vart við neitt fyrr en fremsti bíllinn var skyndilega horfinn og mátti litlu muna að hann færi einnig fram af gilbarminum. Bronco-jeppinn stakkst á framend- ann 6—8 metra ofan í gilið og á toppinn og lagðist við það saman. Tveir mannanna urðu undir bílnum og þurftu ferðafélagamir að tjakka bílinn upp til að ná þeim undan. Fólkið í jeppunum sendi strax út neyðarkall og náði sambandi við Gufunesradíó og komið þannig boð- um til Landhelgisgæslunnar. Sveinn Sigurbjamarson á Eskifírði var á ferð í snjóbíl sínum Tanna í Þjófad- al, um 10 km frá slysstaðnum, þeg- ar slysið varð. Var hann í talsam- bandi við ökumann jeppans þegar slysið varð. „Við vorum að spjalla saman um staðsetninguna. Hann var að lýsa því hvar hann væri staddur en datt svo út og svaraði mér ekki aftur," sagði Sveinn í sam- tali við Morgunblaðið. „Eg vissi ekki hvað hafði gerst fyrr en neyðar- Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, frá hægri: Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Jakob Ólafsson flugmaður, Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður og Friðrik Sigurbergsson læknir. ferðamenn og að flestu leyti vel útbúnir. Bíll þeirra var ekki með veltigrind. Slösuðu mennimir voru fluttir í Tanna og einum jeppanum í skálann við Snæfell um nóttina. Sveinn sagði að ferðin hefði gengið seint. Glóru- laus skafrenningur hefði skollið á þegar þeir voru að leggja af stað auk þess sem mennimir hefðu verið kvaldir og ekki þolað neinn hristing í bílunum. Þeir voru komnir í Snæ- fellsskála rétt fyrir klukkan 3 um nóttina og vom þá búnir að vera 5 tíma á leiðinni frá slysstaðnum. Slysavamadeildin Gró á Egils- stöðum var kölluð út skömmu eftir að neyðarkall barst frá jökulfömn- um og fór snjóbíll frá þeim með tvo lækna áleiðis á slysstaðinn, en sök- um veðurs og ófærðar sóttist þeim Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt af stað austur á laugardagskvöldið en vegna veðurs og ísingar komst hún ekki stytstu leið yfir hálendið og varð að taka meira eldsneyti í Keflavík og þræða ströndina austur í Homafjörð. Kom hún til Hafnar um klukkan 23 og þá var veður á slysstað orðið það slæmt að þyrlan gat ekki athafnað sig. Þegar veðrið gekk niður á páskadagsmorgun hélt þyrlan á slysstað um klukkan 6 og flutti þá slösuðu til Egilsstaða. Það- an vom þeir fluttir í tvéimur sjúkra- flugvélum ásamt lækni og lagðir inn á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Mennimir brákuðust eða brotn- uðu illa, til dæmis á bijósti, og áttu báðir í öndunarerfíðleikum. Þeir vom enn á gjörgæsludeild í gær en úr lífshættu og heilsaðist vel eftir atvikum. kallið kom stuttu síðar.“ Sveinn sagðist hafa snúið Tanna og komið fyrstur á slysstaðinn. Snjóbíllinn er búinn Lórantækjum. Sveinn sagði að ferðafélagarnir hefðu verið búnir að losa mennina undan bílnum þegar hann kom að og flytja þann sem virtist minna slasaður upp í einn jeppann. Þau hefðu ekki talið þorandi að flytja hinn og hlúð að honum í gilinu. Fór Sveinn á snjóbílnum niður í gilið og var þá ákveðið að lyfta manninum upp í bílinn. Með Sveini í Tanna var hjúkmnarfræðingur og sagði Sveinn að það hefði komið sér vel. Sveinn taldi að jeppamir hefðu verið á nokkum veginn réttri leið en þetta slys sýndi að hættumar leyndust víðar en fólk almennt gerði sér grein fyrir. Hann sagði að þetta gil væri sérstaklega hættulegt þar sem það sæist illa við svona aðstæð- ur. A ýmsum öðmm stöðum er gilið mun dýpra en þama þó var. Menn- imir sem slösuðust vom þaulvanir Annar maðurinn sem slasaðist færður úr flugvél í sjúkrabQ á Reykjavikurflugvelli á páskadag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tanni. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson Snjósleðafólkid var á ferð eftir öxlinni við botn Gijótárdals sem sést fremst á myndinni. Maðurinn sem lést ók fram af öxlinni hinum megin og féll niður eftir um 300 metra hamravegg og skriðum. Á mynd- inni sem tekin var úr flugvél í norðurátt sést yfir Gtjótárdal, sem er hinum megin við öxlina og niður í Hjaltadal, sem er fjærst. Banaslys á Tröllaskaga UNGUR Skagfirðingur lést í vélsleðaslysi í Gijótárdal á Trölla- skaga á föstudaginn langa. Hann hét Ásgeir Þröstur Bengtson, 22ja ára, fæddur 22. maí 1965, til heimilis að Skógargötu 18 á Sauðárkróki. Ásgeir Þröstur starfaði sem vélamaður og bílstjóri hjá Króksverki hf. og lætur eftir sig unnustu, Helgu Jónsdóttur. Sjö menn, aðallega af bæjum í Hjaltadal, voru á ferð á sex vél- sleðum. Slysið varð um klukkan 15 er þau voru á ferð uppi á öxl við botn Gtjótárdals, er gengur suður úr Hjaltadal, um klukkutíma sleðaferð frá innsta bæ í vestan- verðum Hjaltadal. Ásgeir Þröstur fór einn frá hópnum þegar verið var að losa einn vélsleðann úr snjóskafli. Þegar farið var að leita hans lágu förin eftir vélsleða hans beint út af snarbröttu um 300 metra háu klettabelti og var hann látinn er að var komið. Að sögn yfírlögregluþjónsins á Sauðár- króki var veður ekki slæmt þegar slysið varð og ekki vitað nánar hvað olli því að maðurinn ók út af klettabrúninni. Snjósleðafólkið hélt þegar til byggða og gerði lögreglunni við- vart. Um kvöldið var gerður út leiðangur til að ná í hinn látna. SAUÐÁRr m Reykholt: Framkvæmdir við kirjkju og Snorrastofu hefjast í vor Kleppjárnsreykjum. Aðalsafnaðarfundur í Reyk- holtsskókn nú í marslok sam- þykkti að hefjast handa við bygg- ingu á fyrsta áfanga Snorrastofu og nýrrar kirkju i Reykholti á vori komanda. Var samþykkt að steypa upp grunn og plötu beggja húsanna. Nú er verið að ljúka við endanlegar teikningar og eru þær að mestu leyti í samræmi við tillögur sem áður hafa verið kynntar í bæklingi. Kirkjan mun taka um 160 manns í sæti, kór verður rúmgóður og inn af honum verða skímarkapella og líkhús til hvorrar handar. Að því er stefnt að hljómburður verði góð- ur og að kirkjan henti sem best til tónlistarflutnings. Snorrastofa skiptist í þrennt; í fræðimannaíbúð, bókhlöðu og sýn- ingarsal. Helstu breytingar em þær að íbúð fræðimanns fær meira pláss en upphaflega var ráð fyrir gert. Jafnframt er rými bókhlöðunnar sjálft aukið. Bókhlaðan hefur auk þess mikið pláss í kjallara kirkjunn- ar. Eftir sem áður er gert ráð fyrir salemum fyrir ferðafólk. Mikill stuðningur er við kirkju- bygginguna innanlands og í Nor- egi. Ýmsir hafa lagt peninga til byggingarinnar og heitið stuðningi bæði innan sóknar og utan. í tilefni af 30 ára afmæli Se- mentsverksmiðjunnar ákvað stjórn hennar að gefa allt sement í bygg- inguna en í hana munu fara um 200 tonn. Ásgeir Pétursson stjóm- arformaður Sementsverksmiðjunn- ar sagði að íslenska þjóðin ætti skuld að gjalda við Reykholtsstað. í tilefni af afmæli verksmiðjunnar og velgengni hennar fannst stjórn- inni rétt að syna það í verki að standa við bakið á Reykholtsskókn að byggja upp eitt mesta sögu- og menningarsetur í landinu. Norska ríkið mun hafa heitið myndarlegum stuðningi við Snorra- stofu og er talað um allt að eina milljón norskra króna. Áratugum saman hafa forystu- menn í menningamálum í Héraði rætt um nauðsyn þess að koma upp í Reykholti aðstöðu til að halda upp á minningu Snorra Sturlusonar og kynna þann arf sem honum tengist í fortíð og nútíð. Á síðustu ámm hefur þetta verið sífellt brýnna vegna vaxandi fyjölda ferðamanna bæði innlendra og erlendra í Reyk- holti. Svo sem áður hefur komið fram í Morgunblaðinu beitti söfnuð- urinn sér fyrir því að á þessu yrði ráðin bót í tengslum við kirkjubygg- inguna. „Ekki er seinna vænna en láta talinu lokið og heíja fram- kvæmdir," sagði séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti. Nú er mikilvægt að heimamenn leggist á eitt með fíáröflunamefnd kirkjunnar að gera áformin að veru- leika. - Bernhard Grænmetisuppboð: Jafnara verð á gúrkum MEÐALVERÐ á gúrkum hækk- aði um tæpar 10 krónur á öðru grænmetisuppboði Sölufélags garðyrkjumanna sem haldið var í gærmorgun. Þá var minni mun- ur á hæsta og lægsta verði en á fyrsta uppboðinu. Kristján Benediktsson uppboðs- haldari sagði að á uppboðið hefðu komið 3,2 tonn af gúrkum og selst upp. Verðið hefði verið á bilinu 97-114 kr. kílóið, 101,43 kr. að meðaltali. Meðalverðið var um 92 krónur á fyrsta uppboðinu, en áður var sambærilegt verð hjá Sölufélag- inu yfir 200 krónur. Meðalverð á sveppum lækkaði heldur frá fyrra uppboði, meðal- verðið var 445—477 krónur eftir tegundum, en var um 500 kr. á fyrsta uppboðinu. Þá var selt nokk- uð öðrum tegundum, svo sem stein- selju, salati og graslauk. Næsta uppboð verður í dag klukkan 7.30 að morgni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.