Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Bretland: Einmuna blíða um páskahelgina St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VEÐUR var með afbrigðum gott í Bretlandi um páskahelg- ina. Umferð gekk greiðlega fyrir sig að mestu. Verkfall sjó- manna á feijum P&O-fyrirtæk- isins í Dover truflaði umferð til meginlandsins. Kjarnorku- andstæðingar söfnuðust saman við Aldermaston til þess að minnast þess, að 30 ár eru lið- in, síðan þeir gengu mótmæla- göngu í fyrsta sinn. Veðurfræðingar höfðu spáð slæmu veðri á Bretlandseyjum um páskahelgina, en raunin varð sú, að veðrið var sérlega gott, sólfar með hita á daginn upp í 10-15 gráður. Ferjufyrirtækin vöruðu ferða- menn við að leggja í ferð til megin- landsins án þess að hafa öruggt far vegna verkfalls sjómanna hjá P&O-fyrirtækinu í Dover. Ferða- langar virðast hafa tekið þessa viðvörun alvarlega, en þó þurftu sumir að bíða ríflega sólarhring á fostudag og laugardag. Eftir að verkfall leystist meðal franskra sjómanna, komst umferð yfir Ermarsund í eðlilegt horf. Tíu þúsund manns söfnuðust saman við Aldermaston til að mótmæla kjamorkuvopnum og þá sérstaklega Trident-flaugunum, sem stjóm Bretlands hefur ákveð- ið að skuli verða um borð í kaf- bátum hennar hátignar. Búist hafði verið við mun fleira fólki. Samkvæmt nýútkominni skoðana- könnun styðja 69% Breta þá ákvörðun að kaupa Trident-flaug- ar frá Bandaríkjunum í kafbát- ana. Fjórir voru teknir fastir í mótmælunum. MULTIPLAN 11.4. INNRITUN TIL 8.APRÍL SÍMI: 621066 ÁÆTLANAGERÐ, TÖLULEG ÚRVINNSLA OG SAMANBURÐUR ÓLÍKRA VALKOSTA ERU D/EMIGERÐ VERKEFNI MULTIPLAN. Multiplan er mest notaði töflureiknir á Islandi og þótt víðar væri leitað. LEIÐBEINANDI: Ólafur H. Einarsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 11.-14. apríl kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. RITVINNSLUKERFIÐ WORD 11.4. INNRITUN TIL Q.APRÍL SÍMI: 621066 SÉ RITVINNSLA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG, ÁTTÞÚ ERINDI VIÐ WORD KERFIÐ, eitt hið öflugasta og mest notaða hérlendis. Word kerfið inniheldur m.a. sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðaskrá. I því má vinna samtímis á 7 mismunandi skrár. EFNI: • Skipanir kerfisins • Uppsetning skjala og bréfa. • ísienskir staðlar • Æfingar. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUR: 11.-14. aoríl kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. TOLVUGRUNNUR 13.4. INNRITUNTIL 12.APRÍL SÍMI: 621066 Á 40 TÍMUM ÖÐLAST ÞÚ GRUNDVALLAR- ÞEKKINGU Á EINKATÖLVUM OG H/EFNI TIL AÐ NOTA ÞÆR AF ÖRYGGI Jafnframt er þetta nárriskeið hið fyrsta í röð námskeiða sem mynda annaðhvort Forritunar- og kerfisnám eða þjáifunarbraut, eftirþví hvora leiðina þú kýst, hyggirþú á framhaldsnám í tölvufræðum. Hið fyrra er 200 klst. nám og hið síðarnefnda 40 klst. nám, að grundvallarnámi loknu. NÁMSEFNI: Kynning á einkatölvum • Helstu skipanir stýrikerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess • Ritvinnslukerfið WORD, töflureiknirinn MULTIPLAN og gagnasafr.skerfið dBASE 111+. Við bjóðum dagnámskeið kl. 8.30 - 12.30 og kvöidnámskeið kl. 19.30 - 22.30, tvo og þrjá daga í viku, um 4ra til 5 vikna skeið. Kennt er að Ánanaustum 15. Bæði námskeiðin hefjast 13. apríl. Þetta er lengsta og besta byrjendanámskeið fyrir notendur einkatölva sem völ er á. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SINA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM. Stjómunarfélag Islands TÖLVUSKOLI Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Reuter Elgurinn hjólaður Ár hafa flætt yfir bakka sína undanfarið í Queensland-fylki í Ástralíu. Þessi glaðhlakkalegi piltur lætur það ekki aftra sér heldur hjólar ótrauður sinn veg. Kolumbía: Fjöldamorð framin á páskadagshátíð Bogota, Reuter. GRÍMUKLÆDDIR menn skutu á fólk, sem var að halda hátíð á páskadag í smábæ í norðurhluta Kolumbíu. 28 manns létu lífið og niu særðust alvarlega. TaUð er Uklegt að mennimir hafi verið að leita að utanaðkomandi manni sem hafi falið sig meðal hátíð- argestanna, að sögn sveitarsljór- ans í Cordoba-héraði á mánudag. Sveitarstjórinn, Jose Gabriel Am- in, sagði að eitt af því sem lögregla rannsakaði væri hvort hugsanlega hefði utanaðkomandi maður reynt að fela sig meðal þorpsbúa á páska- dagshátíðinni í smábænum Mejor Esquina sem er 400 kílómetra norður af höfuðborginni Bogota. Amin sagði að ekkert benti til þess að morðin hefðu verið framin af pólitískum ástæðum, en bætti við að mennimir sem þau frömdu gætu verið tengdir eiturlyfjasmyglurum. Sagði hann það te§a rannsókn að óttaslegnir íbúar þorpsins neituðu að greina lögreglu frá þvi sem gerðist af hræðslu við hefndaraðgerðir. Að sögn lögreglu komu árásar- mennimir í bifreið til bæjarins um klukkan ellefu fyrir hádegi og skutu á þorpsbúa sem voru að fagna páska- hátíðinni með dansi í samkomuhúsi. Skutu þeir á mannfjöldann án þess að miða að einhveijum sérstökum. Eftir skothríðina skipuðu þeir fólkinu að leggjast niður og skutu nokkra menn liggjandi. Þeir leyfðu hljóð- færaleikurum að fara úr húsinu þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem fjöldamorð em framin í Kol- umbíu. Hreyfing ný-nasista hefur lýst sig ábyrga á fyrri tveimur at- burðunum þegar yfir 30 manns vom skotnir að tilefnislausu, en enginn hefur verið handtekinn vegna morð- anna. Enginn hefur iýst ábyrgð á hendur sér vegna morðanna í Mejor Esquina á páskadag. Borgastríð Irana og Iraka heldur áfram Hlé varð á loftárásum um páskana Bagdið, Reuter. ÍRAKAR segjast hafa skotið tveimur flugskeytum á Teheran, höfuðborg Trans, í gær. Einnig skutu þeir eldflaugum á borgfina helgu Qom og gömlu höfuðborg- ina Esfahan. A mánudag gerðu tranir flugskeytaárás á irösku oUuvinnslustöðina Kirkuk. Talsmaður íraska hersins segir að íranskt flugskeyti hafí lent í íbúa- hverfí í Kirkuk og valdið talsverðu manntjóni. íranir segjast hafa skotið eldflauginni til að hefna fyrir loftár- ásir íraka á Esfahan og Tabriz. Árás- imar bám vott um að borgastríðið væri hafíð að nýju eftir þriggja daga hlé um páskana á meðan Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, var i heimsókn í Bagdað. írakar hafa skotið 128 flugskeyt- um á byggð ból í íran síðan borga- stríðið hófst seint í febrúar. íranir hafa skotið rúmlega 50 flugskeytum á íraskar borgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.