Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 18 öluhagraður af ríkiseign- um renni til landgræðslu í ÁLYKTUN aukaþings SUS um umhverfismál leggja ungir sjálf- stæðismenn til að ríkisjarðir verði seldar ásamt Ferðaskrifstofu rikisins og hagnaði varið til landgræðslu. Þar er einnig að finna tillögur um skilagjald á bifreiðir og einnota gosdrykkjaumbúðir. í ályktuninni er hvatt til þess landgræðslu er mjög ábótavant. að umhverfismál verði sett undir eitt ráðuneyti, sem bæti við sig heiti umhverfismála í nafni sínu. Síðan segir ungt sjálfstæðisfólk: „Ungir sjálfstæðismenn telja ljóst að baráttan stendur ekki einungis við eyðingaröflin í náttúrunni, heldur ennfremur við skilnings- leysið og íslenska pólitík. i því fyrrnefnda er hlutverk einstakl- inga og samtaka þeirra stórt. Fræðslustarfsemi og kynningu á Varðandi það síðamefnda er for- kastanlegt til þess að vita að seina- gangurinn varðandi stjórnskipu- legar breytingar á umhverfismál- um hér á landi sé kominn til vegna þess að þessi málaflokkur sé orð- inn pólitískt þrætuepli á Alþingi Islendinga." í ályktun SUS eru nefndar tölur um endurvinnslu úrgangs. Þar kemur fram að á síðasta ári hafi um 16.000 bifreiðir verið teknar úr umferð, en aðeins 1000 farið í endurvinnslu, afgangurinn hafi verið urðaður eða liggi enn á víða- vangi. Því er hvatt til þess að sveit- arfélög athugi hvort ekki sé hag- kvæmara að endurvinna bílflökin til útflutnings, og jafnframt lagt til að tekið verði upp skilagjald á bifreiðar, sem menn fái greitt er þeir"komi með þær í endurvinnslu. Mælt er með sams konar gjaldi á gosdrykkjaumbúðir og frá því sagt að á næstu árum megi reikna með því að 40 - 50 milljónir málmdósa verði notaðar hér á landi á ári. • Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Úr einum leikþætti á árshátíð nemenda Flúðaskóla. Árshátíð Flúðaskóla Syðra-Langholti. NEMENDUR í Flúðaskóla héldu sína árshátíð föstudaginn 26. Aukaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum: Alyktað um vernd fjölskyld- unnar og hækkun barnabóta Á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var í Vestmannaeyjum á f östudag og laugardag síðastliðinn, voru meðal annars samþykktar álykt- anir um að barnabætur skuli hækkaðar þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima hjá börnum sinum fyrstu tvö ár- in. Einnig er ályktað um vernd fjölskyldunnar og þar telja ungir sjálfstæðismenn að þjóðkirkjan eigi að gegna mikilvægu hlut- verki. _^ í ályktun þingsins um dagvistar- ^mál segir meðal annars: „Við leggj- um til að barnabætur verði hækkað- ar verulega fyrstu tvö æviár barn- anna til þess að það verði mögulegt fyrir fjölskyldu með tvö börn að að annað hvort foreldra sé heima allan daginn þar til barnið nær tveggja ára aldri. Hér kann að koma til álita hvort miða eigi vrið að barna- bætur fyrir eitt barn nægi til að ná þessu markmiði eða hvort gera á róð fyrir að bætur með tveimur börnum nægi til að brúa bilið." í ályktuninni segir síðan að til greina komi að minnka niðurgreiðslur hins opinbera á dagvist barna, verði barnabæturnar hækkaðar að þessu ^^marki, en lagt er til að hækkunin rKomi í áföngum. I ályktuninni um dagvistarmál eru einnig settar fram tillögur um fjölbreyttari rekstrarform dagvist- arheimila en nú tíðkast, til dæmis verði stofnuð dagheimili rekin af foreldrum, sem annað hvort séu þá einnig eigendur heimilisins eða greiði hluta af dagvistargjöldum með vinnuframlagi, þótt heimilið sé í eigu opinberra aðila eða félaga- samtaka. Lagt er til að fyrirtæki og samtök fái aukna möguleika til þess að reka dagheimili, til dæmis með byggingarstyrkjum, gegn því að taka þátt í rekstrinum. í ályktun aukaþingsins um kirkju og kristni og vernd fjölskyldunnar er lagt til að auk þéss að auðvelda foreldrum að vera heima hjá börn- um sínum verði tryggt að hjóna- band verði ekki fjárhagslega óhag- kvæmt, og að reglur um námslán, húsnæðislán og skattlagningu verði ekki óhagstæðari hjónum en ógiftu fólki. Þar er einnig lagt til, að við mat á starfsreynslu á vinnumarkaði verði tekið aukið tillit til heimilis- starfa, þannig að foreldri, sem hef- ur verið heimavinnandi, gjaldi ekki þeirrar ákvörðunar, ákveði það að fara síðar út á vinnumarkaðinn. Friðarfræðsla f alli undir kristinfræðikennslu f ályktuninni er síðan hvatt til þess að kristinfræðikennsla í skól- um verði efld, og sérstök áhersla lögð á þátt siðfræði í þeirri kennslu. Síðan segja ungir sjálfstæðismenn: „Friðarboðskapur kristinnar kirkju ætti að vera grunnur friðarfræðslu. Eðlilegt hlýtur því að teljast, að friðarfræðsla falli undir kristin- fræðikennslu og verði því ekki kennd sérstaklega. Friðurinn verður aldrei tryggður með alþjóðasamn- ingum einum saman, þar skiptir hver og einn einstaklingur og við- horf hans til samborgara sinna mestu - sá er ekki líklegur til að stuðla að friði milli stórvelda, sem ekki heldur frið við náungann." mars. Sýndir voru margs konar leikþættir, sungið og dansað og margt sér til gamans gert. Stóð skemmtunin í um tvo tíma en auk þess var diskótek um kvöldið. Sá hver bekkur um sína þætti en reynt er að koma hlutunum svo fyrir að hver nemandi komi fram í einhverju hlutverki en þeir eru alls 135. Fjölmargir áhorfendur komu til að fylgjast með skemmtiatriðun- um en með þessari árshátíð eru nemendur 9. bekkjar m.a. að safna sér í ferðasjóð. Venja er að sá bekk- ur fari í skemmti- og fræðsluferð á hverju vori. Hefur verið farið til Vestmannaeyja, Breiðafjarðareyja og víðar. Þessir unglingar hafa fæstir komið á sjó og sjá hann reyndar sjaldan svo að það er lífsreynsla út af fyrir sig. Árshátíðin tókst vel óg var nem- endum og kennurum til sóma. — Sig.Sigm. Ályktanir aukaþings SUS: Hvatt til aukinnar efna- hagssamvinnu við EB Á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var í Vestmannaeyjum á föstudag og laugardag í sfðustu viku, er hvatt til þess í ályktunum um utanríkis- mál og fjármagnsmarkað að sam- vinna við riki Evrópubandalagsins verði aukin á ýmsum sviðum, og að íslendingar lagi sig að breytt- um markaðsaðstæðum í Evrópu, er innri markaður EB verður sett- ur á stofn árið 1992. í ályktun um samgöngumál kemur einnig fram Morgunbiaðið/Jón Sigurðsson Þátttakendur á sextugasta aðalfundi Sambands austur-húnvetnskra kvenna sem haldmn var á Blöndu- ósi sunnudaginn 27. mars. 60. aðalfundur SAHK á Blönduósi ^>la< Blönduósi. SEXTUGASTI aðalfundur Sam- bands austur-húnvetnskra kvenna (SAHK) var haldinn í Hnitbjörg- um á Blönduósi sl. sunnudag. Á fundinum var ákveðið að gefa út ' lað og halda hátíd í maí í tilefni .sara tímamóta. Samband a-húnvetnskra kvenna var stofnað 12. maí 1928 og var fyrsti formaður SAHK Guðríður Líndal frá Holtastöðum. Núverandi formaður er Elísabet Sigurgeirs- dóttir á Blönduósi og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að ætlunin væri að gefa út blað þar sem sextíu ára afmælisins væri minnst. Elísabet sagði að það væri hugmyndin að eingöngu konur skrifuðu í þetta blað. Jafnframt er ætlunin að halda hátíð í maí þar sem þessara tímamóta er minnst og láta gera fána með merki félagsins en tvær tillögur þar um liggja fyrir. Elísabet Sigurgeirsdóttir sagði jafnframt að mikill áhugi væri fyrir • því að reisa minnismerki um þær konur á Skaga sem tóku sig til og ruddu veg frá Víkum á Skaga þegar þolinmæði þeirra þraut vegna að- gerðaleysis karlanna. Á sextíu ára ferli SAHK þá eru merkustu áfangarnir forganga um stofnun krabbameinsfélags í sýsl- unni. Jafnframt sagði Eiísabet að rekstur heimilisiðnaðarsafnsins Halldórustofu væri stærsta verkefn- ið og auk þess hefði Héraðshælið á Blönduósi verið sérstakt óskabarn Sambands a-húnvetnskra kvenna frá því að það var byggt. Innan vébanda SAHK starfa núna tíu kvenfélög og eru félagar í þeim um 180. - Jón Sig. viJji til að íslendingar aðlagi sig betur háttum nágrannaþjóðanna. í ályktun um fjárhagslega um- gjörð atvinnulffsins er hvatt til þess að athugaðir verði möguleikar á því að ísland tengist Myntbandalagi Evrópu (EMS) og í ályktun um ut- anríkismál er tekið í sama streng og hvatt til þess að kannað verði hvort hagkvæmt sé fyrir íslendinga að taka þátt í ýmsum samevrópskum verkefnum. ísland miðstöð alþjóðlegrar bankastarfsemi? í ályktuninni um fjármagnsmark- aðinn segir síðan: „Samband ungra sjálfstæðismanna bendir á þann möguleika að við stofnun sameigin- legs innri markaðar fyrir ríki EB geta smáríki eins og t.d. Luxemburg ekki boðið bankastofnunum upp á sérkjör eins og þau hafa getað fram til þessa þar sem þau verða að að- laga Iög og reglur að því sem al- mennt mun gilda innan hins sameig- inlega markaðar. SUS hvetur stjórn- völd til að láta fara fram athugun á þeim möguleikum sem þarna kunna að vera fyrir hendi til að auka fjöl- breytnj atvinnulífsins í landinu þann- ig að ísland geti orðið miðstöð fjöl- þjóðlegrar bankastarfsemi á líkan hátt og þessi ríki hafa verið en hlýt- ur nú óhjákvæmilega að breytast með tilkomu hins sameiginlega innri markaðs." í ályktuninni er einnig lýst yfir stuðningi við væntanlegan virðisaukaskatt, þar sem hann sé mikilvægt skref í þá átt að laga skattkerfið í landinu því sem tíðkast annars staðar í Vestur-Evrópu. í ályktun aukaþingsins um sam- göngumál kveður við svipaðan tón. Þar er rætt um mikilvægi sam- gangna 1 nútímanum. í ályktuninni segir: „ísland getur orðið miðstöð upplýsingamiðlunar, ráðstefnuhalds, viðskipta með peninga eða upplýs- ingar. Þá skiptir staðsetning okkar miklu máli. Við erum jafnvel í sveit sett, mitt á milli Evrópu og Ameríku...Við verðum aðlaga okkur að háttum nágrannaþjóðanna. Okkar vélbúnaður og hugbúnaður verður að vera alþjóðlegur. Öðruvísi tekst okkur aldrei að byggja upp áhuga- verða framtíð." Notendagjald á samgöngumannvirki í samgöngumálaályktun SUS er lagt til að leitað verði nýrra mögu- leika við fjármögnun framkvæmda á sviði samgangna. Þar segir: „Arður af slíkum fjárfestingum [í sam- göngumálum] getur falist í afnota- gjöldum af þeim mannvirkjum sem byggð eru, og muni ríkið ábyrgjast lágmarksarðsemi af slíkum fjárfest- ingum. Fyrir þá aðila sem leita að langtímafjárfestingu gæti þetta orðið álitlegur kostur. Er jafnvel hugsan- legt að aðilar sem fjárfesta í slíkum framkvæmdum njóti skattaívilnana." Siglufjörður: Unnið í f iski yf ir páskana Siglufirði. SIGLUVÍK landaði 160-170 tonn- um af þorski á Siglufirði fyrir páskana eftir stuttan túr. Unnið var í fiski i landi á skirdag og laugardag og er nóg að gera, enda afla togararnir vel. Mokveiði hefur verið hjá togur- unum fyrir norðan land undanfarið. Loðnan er hins vegar ágæt búbót fyrir línubáta, en margir þeirra hafa tekið talsvert af loðnu og fryst í beitu. Smábátarnir eru búnir að taka sín net upp núna, en nánast ekkert fæst á færin og grásleppan er treg. Þá hafa togararnir verið að fiska mjög vel fyrir Suðurlandi, en fyrir norðan hafa þeir veitt vel í Reykjarfjarðarál og á Kolku- grunni. Matthías
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.