Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Hjörtu á teini Torben Jensen og Kirsten Lehfeldt í Brennandi hjörtum; frábær leikur. Arnaldur Indriðason Brennandi hjörtu („Flamberede hjerter"). Sýnd í Regnboganum. Dönsk. Leikstjórn og handrit: Helle Ryslinge. Framleiðandi: Per Holst. Kvikmyndataka: Dirk Bruel. Tóniist: Peer Raben. Helstu hlutverk: Kirsten Leh- feldt, Peter Hesse Overgaard, Sören Östergaard og Anders Hove. Danski leikstjórinn Helle Rysl- inge sagði í samtali við Morgvn- blaðið fyrir páska að hennar fyrsta og eina bíómynd til þessa, Brenn- andi hjörtu, sem sýnd er í Regn- boganum, sé ekki dæmigerð fýrir danska kvikmyndagerð af því hún er mannleg, fjallar um raunverulegt fólk og sýnir lífið . .. „svolítið fynd- ið og svolítið ýkt“. Skrítið. Það er einmitt vegna þessara atriða sem Brennandi hjörtu fellur í flokk dæmigerðra danskra mynda er hingað hafa bor- ist undanfarið, a.m.k. eins og þeirra sem Bille August gerir svo einstak- ar og „Midt om natten“ sem Kim Larsen gerði óborganlega og Morð í myrkri, sem líka er sýnd í Regn- boganum. Það eru sannarlega mannlegar myndir um raunverulegt fólk, rétt eins og Brennandi hjörtu, svolítið ýktar en með ljúfum húmor. Mynd Helle segir frá Henríettu (Kirsten Lehfeldt) og karlmönnun- um í lífí hennar en mesta furðan við Brennandi hjörtu er að hún skuli vera fyrsta mynd leikstjórans svo prýðisgóð og þroskuð tök sem hún hefur á kvikmyndamiðlinum og möguleikum hans til að sýna fjöl- breytt mannlífið, feilnótur þess og fögnuði. Það er ekta, jarðbundið og sjarmerandi hér og þótt myndin sé stundum reikul í frásögn þá eru engir stælar, sætt lið og sjöundihim- inn á þessari filmu heldur gefur hún frekar skítuga mynd af lífinu í Kaupmannahöfn, mynd sem finnst ekki í ferðabæklingum a.m.k. Helle hefur forvitnilegt og skemmtilegt innsæi í persónur og umhverfi og hún lætur varla mynd- ramma frá sér án þess að skreyta hann kynlegum kvistum; Henríetta labbar yfir götu og í bakgrunni er kerling að rétta karlskarfi kjúkling innum glugga; bróðir Henríettu á mjög vandræðalegt stefnumót á veitingastað og í bakgrunni reynir slökkviliðið að bjarga gamalli konu sem hefur læst sig inni á salemi; þegar Henríetta kveður eitt sinn hommann sambýlismann sinn er hann í baði með kærastanum sínum sem les upphátt úr David Copper- field. Mennimir í lífi Henríettu, sem er hjúkrunarkona, em nokkrir en vægi þeirra er mismikið. Þrír em einskonar kærastar; einn hittir hún helst aldrei, annar er læknir sem hún bindur miklar vonir við að geti veitt sér þann stöðugleika sem hún þráir og sá þriðji er gamall kærasti sem er aftur að koma inní líf henn- ar og kemur með hinn ómissandi og mikið notaða einmanalega blús inní myndina. Aðrir karlmenn tengdir henni em samleigjandinn hennar, fullkomlega óframfærinn bróðir sem leitar að kvenfólki í gegnum einkamálaauglýsingar og gamall deyjandi maður á sjúkrahús- inu sem hún vinnur á, sem vekur hana til vitundar um hvers virði lífið er. Læknirinn er sá sem fer verst með Henríettu að því leyti að hann lítur fyrst og fremst á hana sem konu til að sofa hjá og fer með hana sem slíka. Hún er hans sak- lausa stúlka úr sveit til að klípa í rassinn á göngum sjúkrahússins. Og það er læknirinn sem fær verstu útreiðina í bestu atriðum myndar- innar þegar Henríetta klæðir sig eins og skrítna vinnukonu frá alda- mótunum og þjónar lækninum og útlendum kollega hans til borðs. Það em dásamlegar senur. Brennandi hjörtu er góð tilbreyt- ing í einhæft bíólífið hér. Stundum fær maður á tilfinninguna að eitt- hvað af samtölunum séu spunnin á staðnum og leikurinn, sérstaklega Kirstenar Lehfeldt í hlutverki Hen- ríettu, er frábær. fHeeH-FF207a LJOSRITUNAR- VÉLSEM VINNUR EINS 06 HUGUR MANNS iiogica acohf SKiPHOLT117 105 REYKJAVlK SÍMI: 91 -2 7333 HITACHI HUÓMTÆKJASETT með geislaspilara og fjarstýringu Verð með geislaspilara: kr. 63.100 kr. 59.945 stgr. Verð án geislaspilara: kr. 44.000,- kr. 41.800,- Meiriháttar tæki á ótrúlegu verði. Góð afborgunarkjör. Þjónusta um allt land Kahrs Kahrs Kahrs Kahrs Kahrs Nú fæst gædaparket um allt land Ármúla 8 - Reykjavík - Sími 91-82111. Reykjavík Egill Árnason hf. Akranes Málningarþjónustan Ólafsvík Litabúðin Bolungarvík Jón Fr. Einarsson ísafjörður Pensillinn Hvammstangi Kaupf. V-Húnvetninga Blönduós Kaupf. Húnvetninga Sauðárkrókur Kaupf. Skagfirðinga Ólafsfjörður Valberg tQ\ árna/on -JPARKETVAL Akureyri Teppaland Húsavík Borg, trésmiðja Þórshöfn Kaupf. Langnesinga Neskaupstaður Ársæll Guðjónsson Vestmannaeyjar Brimnes Hvolsvöllur Kaupf. Rangæinga Keflavík Dropinn Kahrs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.