Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 FASTEIGNA J_L HOLUN MIÐBÆR - HA ALEITISBRAUT 58 60 35300-35522-35301 Spóahólar - 2ja Glæsii. 2ja herb. íb. á 2. hæö. Ný teppi og flísar á gólfum. Eign í mjög góöu ástandi. Nýstands. sameign. Álftahólar m. bílsk. Mjög góö 3ja herb. íb. á 3. hæö (efstu). Tengt f. þvottav. á baöi. Glæsil. útsýni yfir bæinn. Nýrfullfrág. bflsk. Ekkert áhv. Fornhagi - 3ja herb. Mjög góö íb. á 1. hæö. Tvöf. nýtt gler. Flísal. baö. Suöursv. Ákv. bein sala. Grenimelur - 3ja-4ra Mjög góö íb. á efstu hæö í fjórb. Skipt- ist m.a. í 2 góöar stofur og 2 svefnherb. Suöursv. Gott útssýni. Ákv. bein sala. Benedikt Bjömsson, lögg. fast. Agnar Agnarsson, viöskfr., Agnar Ólafsson, Amar Sigurösson. Lúxus keðjuhús: Stórglæsil. 188 fm keöjuh. v/opiö útivistarsv. Skilast fullfrág. aö utan m. garöst. en fokh. aö innan. Lóö grófjöfnuö. Framkv. eru hafnar. VerÖ 6,7-7,3 millj. Þingás: Fallegt 230 fm timburh. m. bílsk. Skilast fullfrág. aö utan og einangraö aö innan. Afh. í ágúst. Verö 5,3 millj. Keilufell: Fallegt 140 fm einbhús á tveimur hæöum. 4 svefnh., stór lóö. Skipti óskast á 3ja-4ra herb. íb. Álfhólsvegur: Fallegt 156 fm raöhús á tveimur hæöum ásamt bílsk. 4 svefnherb. 2 stofur. Fallegur suöur- garöur. Verö 7 millj. 5 gistiherb.: v/Ránarg. öll m. snyrtiaöst. Húsnæöiö mikiö endurn. Verð 5 millj. Sérhaeðir Kjartansgata: Falleg 4ra herb. sérh. 110 fm á 1. hæð í þrib. ásamt bílsk. Nýl. eldhús. Nýtt gler. Nýtt rafm. Verð 6,7 millj. Barmahlíð: Falleg 110 fm ib. á 2. hæð í fjúrb. 2 stofur og 2 svefnherb. Skipti óskast á 100-120 fm einb. eða raðhúsi á einni hseð I Qrafarvogi. Má vera á byggstigl. 4ra-6 herb. íbúðir Bragagata: Gullfalleg 117 fm íb. á 1. hæð. 3 stofur, 3 svefnherb. öll endurn. Góður suðurgarður. Verð 6,2 millj. Austurberg: Falleg 110 fm endaíb. á 4. hæð. Bilsk. 3 rúmg. herb. Fallegt útsýni. Verð 4,7 millj. Frakkastfgur: 80 fm íb. á 1. hæð í timburh. 2 stofur, 2 svefnherb. Verð 3,3 millj. Rauðalækur: Falleg 100fmjarð- hæð i fjórb. Sérinng. og sérhiti. MJög góð grkjör. Skiptl mögul. á minni eign. Ákv. sala. Verð 4,5 millj. 3ja herb. ibúðir Seilugrandi: Glæsil. 90 fm ib. á 2. hæð ásamt bilskýli. Fallegt útsýni. Nýtt parket. Verð 4,7 millj. Hverfisgata: Falleg 100 fm 3ja- 4ra herb. íb. á 1. hæð. Eign í toppstandi. 2ja herb. Njálsgata: Góð 50 fm risib. I tlmb- urh. Tryggvagata Falleg 40 fm einstaklib. á 2. hæð. Atvínnuhúsnæð Söluturnshúsn.: Mjög gott 63 fm húsn. fyrír söluturn í Gbæ. 5 ára leigusamn. Góðar leigutekjur. Verð 3,4 millj. 29077 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A SÍMI: 29077 VIÐAR FRIÐRIKSSON H.S. 27072 TRY6GVI VIGGÓSSON hdl. STÆRÐ RÁÐHÚSSINS eftir Margrétí Harðardóttur og Steve Christer í tilefni greinar Guðrúnar Péturs- dóttur í Morgunblaðinu 26. mars sl., þar sem hún rekur hugmyndir sínar um stærð ráðhússins í Reykjavík, er vert að eftirfarandi komi fram: Guðrún leggur í grein sinni mikla áherslu á viðmiðunartölur í bygg- ingarreglugerð um vegghæð húsa. Skv. eðlilegri túlkun, m.a. bygging- arfulltrúar á þessum tölum, er við- miðunarvegghæð ráðhúss Reykjavíkur 10,6 m frá götu. Hæsta vegghæð hússins er 10,75 m frá götu (k:3.7) og verður vart nær komist viðmiðunartölu. Guðrún tilgreinir arkitekta ráð- hússins sem heimildarmenn að tölu um stærð hússins. Talan er röng, enda hefur Guðrún Pétursdóttir hvorki leitað upplýsinga frá arki- tektum hússins um þetta efni, né yfírleitt um aðrar forsendur síns málflutnings. Henni er þó velkomið að kynna sér húsið betur og allar gagnlegar upplýsingar standa henni til boða til að hindra slíkar rangfærslur. Síðar í greininni segir Guðrún að húsið muni þekja u.þ.b. 2.300 m2 af Tjöminni. Þessi niðurstaða er einkennileg, þar sem ráðhúsið er ekki nema 1.721 m2 að grunn- fleti og að hluta til byggt á gam- alli fyllingu við Ijömina, en ekki í henni sjálfri. Auk þess er 880 m2 bætt við vatnsflöt Tjamarinnar í nýrri homtjöm og vatnsrennu milli húsanna. Skerðing Tjamarinnar er því enn undir 1% af heildarflatar- máli hennar. Aðrar rangfærslur Guðrúnar hef- ur borgarverkfræðingur þegar leið- rétt í grein í Morgunblaðinu 31. mars og er því óþarft að endurtaka það hér. Til frekari skýringar fylgir mynd af húsinu í endanlegri stærð, eins og það hefur verið kynnt. Það má telja frumforsendu fyrir eðlilegum skoðanaskiptum að menn Ieiti sannleikans og raunveruleik- ans, annars verður umræðan lítils virði. Páskaóratorían Stabat Mater dolorosa Stúlknakór Garðabæjar undir stjóm Guðfínnu Dóru Ólafsdóttur, söngkonumar Ágústa Ágústs- dóttir og Þuríður Baldursdóttir ásamt Ann Toril Lindstad orgel- leikara og fjómm strengjaleikur- um fluttu Stabat Mater dolorosa eftir Pergolesi á skírdag í Laugar- neskirkju. Pergolesi varð aðeins 26 ára gamall (1710—1736) en eftir hann liggur samt mikið af leikhús- og kirkjutónlist. Sagt er að hann hafí verið næmt bam en heilsulítið, auk þess sem hann átti bágt með gang vegna lömun- ar í öðrum fætinum. Sextán ára að aldri hóf hann nám við Konser- vatoríuna í Napólí og var þá þeg- ar farinn að semja kirkjutónverk er vöktu athygli. Fyrstu óperu sína samdi hann 21 árs að aldri. Pergolesi varð eins konar þjóð- sagnapersóna og komst það í tísku, er hélst lengi vel, að eigna honum ýmis falleg lög, sem í reynd voru eftir aðra. Stabat Mater samdi hann síðasta árið sem hann lifði og þá genginn í Capuchin-klaustrið í Pozzuoli, eft- ir að hafa sagt starfí sínu, sem hirðorgelleikari í Napólí lausu vegna heilsuleysis. Flutningur verksins var að mörgu leyti fallegur, einkum söngur stúlknakórsins. Einsöngv- aramir Ágústa og Þuríður gerðu einnig ýmislegt þokkalega, þó söngur þeirra í heild væri helst til „heitur" fyrir þennan kaþólska og agaða sorgarsöng. Ann Toril Lingstad lék af öryggi en kvart- ettinn, sem að hluta til var skipað- ur nemendum, galt þess nokkuð, hvað snertir hreina tónstöðu. Hvað sem því líður var ýmislegt fallegt að heyra flutt í þessu elskulega verki eftir snillinginn Giovanni Battista Pergolesi. Tónlist Jón Ásgeirsson Páskaóratorían eftir Þorkel Sigurbjömsson, sem frumflutt var á laugardaginn fyrir páska í Hall- grímskirkju, ber yfírtitilinn Up- prisan en umfjallan verksins, sem að efni til er sótt í texta guð- spjallamannanna, fjallar um að- draganda og sjálfa upprisuna. Upphaf og niðurlag verksins er sálmurinn „Páskalamb vér heilagt höldum" úr grallara Guðbrandar Þorlákssonar en þátttaka safnað- ar er ætluð með sálmi Lúthers „í dauðans böndum Drottinn lá“. Það sem að öðru leyti einkenn- ir þessa Páskaóratoríu er að texti hennar skal að miklu leyti lesinn og truflaði það framvindu verks- ins að sífellt var verið að skipta um lesara. Tónverkið er mjög gegnsætt og á köflum var t.d. hljómsveitin vannýtt og notkun orgelsins lítil. Vel hefði mátt láta bassahljóðfærin leika t.d. pedal- atínana, sem var oft eina hlutverk orgelsins. Hvað sem segja má um „einfaldleika" formsins, gat að heyra ýmislegt fallegt í tónvefn- aði verksins, svo að ekki ætti að vera ómaksins vert að tónfylla textann og heilsteypa form þess meir en hér var gert. Flutningur verksins fór mjög vel fram enda er Mótettukór Hallgrímskirkju góður söngflokk- ur og hefur á skipa ágætum söngvurum sem þegar kunna vel til verka í söng og vel kom fram í einstaka söngatriðum. Því miður er ekki tilgreint í efnisskrá hverj- ir syngja einsöngsstrófur verksins og má vel vera að þáð sé við hæfí að eigna þær kómum í heild. Eitt atriði skar sig þó úr, sem hreinn einsöngskafli, en í því söng Rósa Kristín Baldursdóttir ein- söng á þokkafullan máta en þessi kafii er fallegast unnin af tón- skáldinu. Flutningur verksins var vel unninn og útfærður af stjórnand- anum Herði Áskelssyni en kómum til aðstoðar var smá hljómsveit auk þess sem tónskáldið lék með á orgel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.