Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
Minning:
Gróa Einarsdóttir
frá Mykjunesi
Fædd 22. september 1890
Dáin 24. mars 1988
Skyldu mörg tár falla þegar 97'/2
árs gömul kona deyr?
Þegar systir mín sagði mér í síma
daginn fyrir pálmasunnudag að
amma væri dáin, þá brá mér ekki.
Við vissum að hverju hafði stefnt.
En eftir símtalið lagðist ég upp í
sófa, lagði hendumar yfir augun
og lét hugann reika. Þá varð mér
ljóst: Stundin er upp runnin, amma
mfn er núna dáin, farin alveg, talar
ekki við okkur meir á þessari jörð.
Augu mín vöknuðu, hendumar með
og andlit mitt allt gliðnaði sundur,
eins og leysing væri komin, og fram
streymdu minningamar.
Ég var ekki nema 5 ára gamall
þegar ég var fyrst lungann úr heilu
sumri hjá ömmu og afa og frænd-
fólki mínu í sveitinni. Fyrsta kvöld-
ið er mér minnisstætt. Eg var látinn
sofa inni hjá afa, vestrí. Þegar hann
var háttaður og búinn að slökkva
ljósið og breiða klútinn yfir andlitið
(en hann gerði það alltaf, líklega
til að fæla fískiflugurnar frá nef-
broddinum í morgunsárið), þá fékk
litli kúturinn í hinu rúminu frægan
kökk í hálsinn sem erfítt var að
kyngja. Þá Qpnuðust dymar fram
hægt og amma læddist inn og laum-
aði kringlubroti í litla hönd og
sagði: Maulaðu þetta, væni minn.
Og ég maulaði mig í svefn. Og það
brást ekki, allt sumarið, að amma
laumaði einhveiju í lófa minn á
kvöldin eftir að afí var búinn að
breiða klútinn yfir andlitið. Og hann
lét það átölulaust. Þess ber að geta,
hann lét ekki allt átölulaust.
Á morgnana, eftir mjaltir, ekki
fyrr, það átti eftir að breytast með
árunum, vakti amma mig alltaf með
sömu orðunum: Mál að moka fjósið,
væni minn, og ég spratt á fætur.
Þá sat afí framaná, löngu vaknaður
og sagði: Fljótur er hann í leppana,
litii kúturinn — og brosti, var ann-
ars ekkert sérlega brosmildur eða
blíðljmdur yfírleitt held ég þegar
hér var komið ævisögu hans, enda
heiisulaus orðinn þá. Allt um það.
Sólin skein á svona morgnum aust-
an yfír Heklutind og fískiflugumar
suðuðu sælar á sínu þili.
Sumarið leið. Og um haustið,
áður en ég fór suður, sagði ég við
ömmu: Amma, þegar mamma deyr,
vilt þú þá vera mamma mín?
Tíu heil sumur var ég í Mykju-
nesi, kaupamaður. Og amma var
miðpunktur tilverunnar, hinn stóri
faðmur sem alltaf mátti leita skjóls
í, sem öllu tók vel og allt gat skilið
og fyrirgefíð.
Áfram streyma minningamar.
Það er eins og brugðið sé upp þögl-
um smámyndum, ögn þokukennd-
um, í daufum litum, hlýjum þó, á
hægum hraða, fyrir mínum innri
sjónum. Fyrst sé ég ömmu sitjandi
við mjaltir úti í gamla fjósi, seinna
því nýja, jafnvel eftir að mjaltavél
kom til sögunnar, ein kýrin, Gyðja
forystukýr, var svo fastmjólka að
vélin fékk ekkert úr henni, hana
handmjólkaði amma ámm saman
eftir að nýi tíminn gekk í garð, auk
þess sem hún tuttlaði allar hinar
kýmar eftir vélina; og var með ólík-
indum hvað stóllinn hennar, veik-
burða sem hann var, þoldi þessar
setur endalaust — en amma var
alls ekki fyrirferðarlítil á þessum
ámm.
Önnur mynd: Amma standandi
við eldavélina vestrí lagandi kaffi
og við krakkamir, Rauðalækjar-
krakkamir þar á meðal oft, liggj-
andi á gólfínu teiknandi myndir af
burstabæjum gömlum sem reykur
liðaðist upp um strompinn á og
sólir í íjallaskörðum gular á meðan
úti buldi hið raunvemlega sunn-
lenska regn og bámjámið og rúð-
uraar grétu.
Og enn kemur mynd: Hún er af
ömmu gömlu og Möggu með, að
raka, raka frá óslægjunni, raka
saman, raka dreifar, fram á Holti,
austrí Gerði, upp á heimahól, og
það var alltaf sól, nema þegar
rigpidi!
Svona liðu sumrin. Og í summn-
um átti amma heima. Eftir vetmn-
um man ég minna.
En svo gerðist það einn veturinn
að amma fluttist suður, orðin átt-
ræð og rúmlega það og settist að
í homi hjá afkomendum. Nýr kapít-
uli hófst í lífi hennar. Búi var bmgð-
ið, mjöltum lokið og heyskap öllum,
en ekki kaffíuppáhellingum, ekki
aldeilis. Og nú var tími nægur til
að spila sem aldrei hafði verið áð-
ur; kasínu, rommí, rússa, manna,
vist, umfram allt þó vist. Og oft
var kátt í kjallaranum.
Níræð veiktist amma og fór á
spítala, var á stofnunum eftir það,
lengst af á Vífílsstöðum. Þangað
heimsóttum við hana oft, börn
hennar, bamabörn, barnabama-
böm og bura. Nú var loksins kom-
inn tími til að segja frá löngu liðn-
um atburðum. Amma hafði mikið
gaman af á þessum árum að segja
frá skrítnum köllum í Holtunum,
græskulaust var það allt, svona
góðlátlegt grín um gamla sveit-
unga. Tveir voru mikið á ferðinni
saman og alltaf að villast. Þeir villt-
ust jafnvel í björtu veðri á milli
bæja. Einu sinni áttu þeir að sækja
yfírsetukonu á næsta bæ við sinn
eða þamæsta. Bjart var veður. Þeir
fóiu í þvéröfuga átt við hina réttu.
Sólarhring síðar komu þeir með
yfírsetukonuna. Þá var bamið nátt-
úrulega löngu fætt. Og amma drep-
ur tittlinga framan í gestina.
Líkamlega dró jafnt og þétt af
henni með árunum uns hún lá mest-
anpart fyrir síðustu misserin og var
þá orðin svo máttfarin að hún gat
ekki haldið á spilum lengur. En
andlega var hún alltaf hress og
ruglaðist aldrei, gerðist aftur á
móti gleymin, gleymdi því til dæm-
is jafnóðum undir það síðasta hvort
og þá hver hefði komið í heimsókn
í dag eða gær, og eins var hún
undir blálokin búin að gleyma nokk-
um veginn alveg hvað á daga henn-
ar hafði drifíð síðustu sirka 90 ár-
in, fyrstu fímm sex ár ævi sinnar
aftur á móti mundi hún vel, og
bjartasta bemskuminning hennar
alltaf tengdist „hræringunum"
miklu, jarðskjálftunum 1896. Þá
var svo gaman, það var skemmti-
legt sumar í Kaldarholti, þá var
sofíð í tjöldum allt sumarið, í
blíðskaparveðri.
Á dauðann minntist amma aldr-
ei, hann hvarflaði held ég aldrei að
henni sem raunhæfur möguleiki.
Um síðustu jól sagðist hún reikna
með að verða orðin heilbrigð aftur
100 ára gömul og þá ætlaði hún
austur að Mykjunesi að halda áfram
búskapnum þar sem frá var horfíð
um árið. Hún hlakkaði til að fara
að mjólka aftur og raka.
Kannski taka nú „gresjur guð-
dómsins" við henni. Vonandi verður
líka mikið spilað á himnum. Það
verður þá himaríkisvist.
Blessuð sé minning ömmu
minnar.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT ÁRNÝ HELGADÓTTIR,
Dalbraut 25,
sem lést laugardaginn 2. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju
föstudaginn 8. apríl kl. 13.30.
Hersveinn Þorsteinsson,
Helgi Hersveinsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir,
Sigursteinn Hersveinsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir,
Þórir Hersveinsson, Guðbjörg Ármannsdóttir,
Hanna Hersveinsdóttir, Þorsteinn Eiriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar
MAGNEA G. MAGNÚSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, á föstudaginn langa, 1. apríl.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Helgi Helgason,
Halldór Helgason,
Elísabet Helgadóttir,
Sveina Helgadóttir.
+
Konan mín og móðir okkar,
EYRÚN EIRÍKSDÓTTIR,
Suðurgötu 12, Keflavik,
er látin.
Sigtryggur Árnason og börn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN HELGA JÓNASDÓTTIR,
Dalbraut 27,
áður Bergþórugötu 18,
lést að Hátúni 10-b, 2. apríl.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir,
INGIBJÖRG BEINTEINSDÓTTIR DAVID
frá Draghálsi,
Borgarfirði,
lést i Las Vegas 29. mars.
Útförin hefur farið fram.
Róbert David,
Helga David, Howard Beinteinn David,
Dóra David,
Ómar Einarsson, Sesselja Helgadóttir,
Ingibjörg Ómarsdóttir, Einar Róbert Ómarson,
Ómar Jökull Ómarsson,
Sigríður Beinteinsdóttir, Björg Beinteinsdóttir,
Sveinbjörn Beinteinsson.
+
Faðir okkar,
TRYGGVI HJÁLMARSSON
húsgagnasmiður,
Heiðarási 1,
lést í Borgarspítalanum þann 4. apríl sl.
Börnin.
+
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN GUÐNASON,
Hófgerði 19,
andaðist á heimili sínu páskadagskvöld, 3. apríl. sl.
Anna Þórarinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaður minn,
GUNNAR GUÐJÓNSSON,
Vallarbraut 6,
Hvolsvelli,
lést í Landspitalanum laugardaginn 2. apríl.
Ása Guðmundsdóttir.
+
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR SIGURÐSSON,
Grundargötu 6,
ísafirði,
lést 26. mars, útför hans fer fram á Isafirði miövikudaginn 6. april.
Anna Hermannsdóttir,
Hermann Jón Ásgeirsson, Guðfinna Gunnþórsdóttir,
Sigriður B. Ásgeirsdóttir, Ólafur Þórarinsson,
Anna Kristin Asgeirsdóttir, Gisli Jón Hjaltason
og barnabörn.
+
Eiginkona mín,
SVEINJÓNA VIGFÚSDÓTTIR,
Hringbraut 92 a,
Keflavík,
andaðist í Vífilsstaðaspítala þann 4. april.
Jarðarförin auglýst síöar.
Vilhjálmur Schröder.
+
Utför
GUNNARS M. MAGNÚSS
rithöfundar,
fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans láti
Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi njóta þess.
Fyrir hönd ættingja.
Magnús Gunnarsson,
Gunnsteinn Gunnarsson,
Málfríður Óskarsdóttir,
Agnes Engilbertsdóttir
Oddný Sigurðardóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föðuisystur
okkar,
SIGÞRÚÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
Borgarnesi.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Þorgerður Oddsdóttir.
Trausti Steinsson