Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
3
Reyklaus dagur á morgun:
Haldin námskeið
í tóbaksbindindi
AÐ TILMÆLUM Alþjóðaheilbrigöisstofnunarinnarvcrður fimmtu-
dagurinn 7. apríl alþjóðlegur „tóbakslaus" dagur. í tilefni dagsins
verður Krabbameinsfélag Reykjavíkur með ýmsa- þjónustu við al-
menning og meðal annars verður boðið upp á aðstoð við að hætta
að reykja í veitingahúsinu Lækjarbrekku milli klukkan 12.00 og
18.00. Fyrirlestrar um þetta efni verða fluttir klukkan 15.00 og
17.15 auk þess sem sýndar verða fræðslumyndir.
Fulltrúar frá Krabbameinsfé-
laginu verða einnig í Kringlunni á
morgun frá klukkan 13.00 til
18.00 og veita upplýsingar og
dreifa fræðsluritum. A báðum
stöðunum verður hægt að skrá sig
á biðlista fyrir reykbindindisnám-
skeið félagsins.
Þetta er fjórði reyklausi dagur-
inn sem haldinn er á Islandi og
að honum standa að opinberri
hálfu Heilbrigðisráðuneytið, Land-
læknisembættið og Tóbaksvamar-
nefnd. Þessir aðilar hafa sent forr-
áðamönnum vinnustaða bréf þar
sem hvatt er til virkra aðgerða
gegn tóbaksreykingum á vinnu-
stöðum og jafnframt hafa verið
gefín út veggspjöld og sérstæðar
veggskreytingar með áminningum
um gildi herins lofst. í áðurnefndu
bréfí segir meðal annars að til-
gangurinn með reyklausum degi
sé fyrst og fremst sá að gefa
mönnum sameiginlegt tilefni og
tækifæri til að hvíla sjálfa sig og
aðra frá tóbaki og tóbaksreyk, þó
ekki sé nema þennan dag. „Hann
er haldinn í þeirri vissu að reyking-
Fóstrur
stofna nýtt
stéttarfélag
FÓSTRUR hafa í almennri at-
kvæðagreiðslu innan Fóstrufé-
lags íslands lýst vilja sínum til
að stofna sérstakt stéttarfélag,
en Fóstrufélag íslands hefur
fram til þessa verið fyrst og
fremst fagfélag. í atkvæða-
greiðslunni voru 77,6% fylgjandi
því að stofna stéttarfélag en
18,3% voru á móti.
I fréttatilkynningu frá stjórn
Fóstrufélagins segir að stjórnin líti
svo á, að kosningaúrslitin séu ótví-
ræð og vilji fóstra til að stofna stétt-
arfélag sé skýr. Ákveðið hefur ver-
ið að stofnfundur hins nýja stéttar-
félags verði haldinn þann 7. maí
næstkomandi klukkan 15.00.
ar stríði gegn hagsmunum allra,
jafnt reykingamanna og hinna,
sem reykja óbeint með því að anda
að sér reyk frá öðrum,“ eins og
segir í bréfínu.
Heilbrigðisráð Reykjavíkur hef-
ur sent frá sér yfírlýsingu vegna
reyklausa dagsins og segir þar
meðal annars að tóbaksreykingar
séu trúlega sú neysluvenja sem
„steli" flestum vinnustundum,
spilli mest almennu heilsufari og
hafí geigvænlegan mannskaða í
för með sér. Því er hvatt til að
gera fimmtudaginn 7. apríl að eft-
irminnilegum reyklausum degi.
Sjá viðtöl á bls. 26
Bíllinn i björtu báli skammt vestan við Kerið.
Grímsnes:
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Bifreið gjöreyðilagðist í eldi
Selfossi.
BIFREIÐ gjöreyðilagðist í eldi
á veginum skammt vestan við
Kerið í Grímsnesi um ellefu-
leytið á mánudagskvöld. Fjórir
menn voru í bílnum og sluppu
allir ómeiddir.
Mennimir urðu varir við eldinn
þegar vélin hætti að ganga og
rétt seinna gaus eldur upp með
vélarhlífinni. Þeir reyndu að
slökkva eldinn en réðu ekki við
neitt. Þeim tókst að forða far-
angri úr bflnum og náðu síðan
sambandi við lögregluna á Sel-
fossi um bílasíma í bfl sem kom að.
Bfllinn varð fljótlega alelda og
brann til ösku þar sem hann stóð
á veginum. Þegar slökkviliðið kom
á staðinn var bfllinn nánast brunn-
mn.
Sig. Jóns.
Norrænt samstarf um rann—
sóknír á Suðurlandsskjálfta
Undirbúningsvinna er nú hafin
við samstarfsverkefni norrænna
skjálftafræðinga um rannsóknir
á jarðskjálftasvæðinu á Suður-
landi. Sjáifvirkum mælistöðvum
verður komið fyrir á svæðinu og
þær tengdar við tölvubúnað í
Reykjavík, sem á að vinna úr
upplýsingum frá mælingunum.
Þær upplýsingar geta síðan
hugsanlega komið að gagni til
að spá fyrir um jarðskjálfta. Að
sögn Ragnars Stefánssonar, jarð-
skjálftafræðings, er hér um
fimm ára verkefni að ræða, sem
kosta mun um 50 milljónir
íslenskra króna.
Upphaf þessa máls má rekja til
ályktunar Evrópuráðsins frá árinu
1982 um mikilvægi jarðskjálfta-
rannsókna en þar var lagt til að
rannsóknum yrði beint að fimm
svæðum í Evrópu; fjórum svæðum
í Suður-Evrópu og Suðurlandsund-
irlendinu á íslandi. Ragnar Stefáns-
son sagði að hönnunarvinna væri
nú komin í fullan gang eftir að
endanlega var gengið frá fjárveit-
ingu til verkefnisins í febrúar sl.
Skipuð hefur verið átta manna
nefnd til að stýra rannsóknunum
og er Ragnar formaður hennar, en
auk hans á Páll Einarsson þar sæti
af íslands hálfu og sex vísindamenn
frá hinum Norðurlöndunum.
Ragnar sagði að hægt væri að
koma upp sjálfvirku úrvinnslukerfi
í tengslum við mælitækin með því
að nota tiltölulega ódýran og staðl-
aðan tölvubúnað, en mikill hluti
vinnunnar við kerfíð færi í að búa
til hugbúnað til að vinna úr niður-
stöðum mælinga. i sumar verða
valdir staðir fyrir mælistöðvamar
og uppsetning þeirra undirbúin.
„Þýðing rannsóknanna felst í því
að við söfnum upplýsingum til að
geta spáð fyrir um jarðskjálfta og
þar af leiðandi að draga úr tjóni
Svínabú í sóttkví
vegna svínapestar
Kaupfélag Þingeyinga:
Starfsfólki sagt upp
í tveimur verslunum
Húsavik.
KAUPFÉLAG Þingeyinga hefur
sagt upp starfsfólki tveggja
verslana, Hrunabúðar á Húsavík
og útibús félagsins í Múvatns-
sveit. Að sögn Ragnars Jóhanns
Jónssonar, fulltrúa kaupfélags-
stjóra, verða gerðar skipulags-
breytingar á rekstri útibúsins í
Reykjahlíð í Mývatnssveit, en
rekstri verslunarinnar á Húsavík
í núverandi mynd verður hætt.
Ragnar sagði að ekki hefði verið
tekin ákvörðun um hvers konar
rekstur yrði í húsnæðinu í fram-
tíðinni, hugsanlega yrði þar um að
ræða verslunarrekstur, en þó með
öðru sniði en nú er.
Ragnar sagði að báðar þessar
verslanir hefðu verið reknar með
halla undanfarin ár. Hrunabúð er
matvöruverslun að Garðarsbraut 26
á Húsavík en félagið rekur sína
aðalmatvöruverslun að Garðars-
braut 5. Rekstur útibús félagsins í
Múvatnsssveit hefur ávallt verið
erfíður, mjög kostnaðarsamur og
starfsfólksfrekur á aðalverslunar-
tímanum sem er yfir sumarið og
hefur ekki borið sig. í Hrunabúð
eru sex starfsmenn sem væntanlega
geta fengið störf við sumarafleys-
ingar þegar búðinni verður lokað
og óvíst er að það fólk missi atvinn-
una því mikil hreyfíng er á starfs-
fólki í svo stórri verslun sem KÞ er.
SVÍNABÚ í Kjósarsýslu hefur
verið sett í sóttkví vegna sjúk-
dóms sem orðið hefur vart i
svinum í einu húsi á búinu. Páll
Agnar Pálsson yfirdýralæknir
segir að sjúkdómurinn sé áþekk-
ur svínapest en fullvissa fáist
ekki fyrir því að svo sé fyrr en
niðurstöður fást úr rannsókn á
sýnum sem send voru til rann-
sóknar erlendis.
Páll Agnar sagði að svínapest
hefði verið landlæg hér eftir
stríðsárin. Hún hefði borist hingað
árið 1942 og verið viðloðandi til
ársins 1954, en ekki orðið vart við
hana síðan. Hann sagði að svínin
hefðu verið bólusett gegn veikinni
á þessum tíma. Sagði Páll að ekki
væri vitað hvemig sjúkdómurinn
hefði borist í svínin í Kjósarsýslunni
nú og ekki væri heldur vitað hvort
hann væri í fleiri búum.
Yfírdýralæknir sagði að svínin
fengju hita og yrðu mikið veik.
Kjöt af veikum dýrum færi ekki á
markað. Hann sagði að sjúkdómur-
inn leggðist ekki á önnur dýr og
heldur ekki á fólk. Sagði Páll mikil-
vægt að svín væru ekki seld á milli
búa og að komið yrði í veg fyrir
umgang óviðkomandi á búunum.
Þá þyrfti að varast smitun með
flutningatækjum og öðru sem færi
á milli svínabúanna.
Tvennt kemur til greina að gera,
að sögn Páls Agnars, en engin
ákvörðun hefur verið tekin. Annað
hvort yrði að slátra öllum svínum
á þeim búum sem vart yrði við sjúk-
dóminn eða að taka upp bólusetn-
ingu. Ef síðar taldi kosturinn yrði
valinn yrðu menn að læra að lifa
með þessum sjúkdómi hér um
ákveðið árabil með tilheyrandi
kostnaði við bólusetningu og afföll-
um af völdum sjúkdómsins.
af þeirra völdum. Við teljum víst
að það verði hægt að spá fyrir um
jarðskjálfta í framtíðinni, þó að við
getum ekki sagt hvenær það verði,“
sagði Ragnar. Hann sagði að þar
fyrir utan yrði safnað upplýsingum
um eðliseiginleika jarðskorpunnar,
sem gætu komið að gagni á ýmsan
hátt. Aðstæður á skjálftasvæðinu á
Suðurlandi eru að mörgu leyti ein-
stakar, að sögn Ragnars, þar sjást
sprungur víða á yfírborði og miklar
kvikuhreyfingar eru tengdar
skjálftunum. Þá yrðu skjálftamir
við lárétt misgengi sem tengdi sam-
an tvö gliðnunarbelti, sem væru
mjög óvenjulegar aðstæður á landi.
Á sögulegum tíma hafa ekki
færri en 33 skjálftar valdið tjóni á
fólki og eigum á Suðurlandi og
verulegar líkur eru á að mikil
skjálftahrina verði þar innan næstu
20 ára, að því að segir í grein eftir
Pál Einarsson og Reyni Böðvarsson
í nýútkomnu Skjálftabréfi.
Hótel Saga:
Uppsagnir matreiðslu-
og framreiðslufólks
GILDI h.f., sem annast veitinga-
rekstur á Hótel Sögu hefur sagt
upp öllu faglærðu fólki sem
starfar við veitingareksturinn,
það er matreiðslu- og fram-
reiðslufólki. Fólkinu var sagt
upp frá og með 1. apríl, með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Að sögn Wilhelm Wessman,
framkvæmdastjóri Gildis h.f.,
eru uppsagnirnar í tengslum við
fyrirhugaðar skipulagsbreyting-
ar á veitingarekstrinum, og
kvaðst hann eiga von á að flest
af þessu fólki yrði endurráðið.
„Það virðist margt benda til að
samdráttur sé framundan í hótel-
og veitingarekstri hér á landi. í ljósi
þess höfum við ákveðið að endur-
skipurleggja reksturinn og með
þessum uppsögnum viljum við hafa
ftjálsari hendur við þær skipulags-
breytingar," sagði Wilhelm. Hann
sagði að aukið framboð á hótelrými
og veitingastöðum hefði leitt til
þess að samkeppnin væri nú mjög
hörð í þessum rekstri. Ofan á það
hefði svo bæst að eftirspurn eftir
gistirými hefði ekki orðið eins mik-
il og búist var við því væri óhjá-
kvæmilegt að endurskipuleggja
reksturinn.
1.uppboð
á Hótel Örk
Selfossi.
FYRSTA uppboð á Hótel Örk í
Hveragerði fór fram í gærmorg-
un á skrifstofu sýslumanns Ár-
nessýslu. Lögmaður eiganda bað
um aðra sölu og varð samkomu-
lag um að hún færi fram 13.
maí. Uppboðsbeiðendur eru 26
og nafnverð krafna, sem alls eru
um 60, nemur 50,7 milljónum.
- Sig. Jóns.