Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐtÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá fundi fulltrúaráðs KÍ í gær, þar sem fjallað var um úrskurð Félagsdóms og næstu skref i deilu
kennara við ríkið.
Kennarasamband íslands:
Hætt verður við verk-
fall á þessu skólaári
Vestur - Eyjafjallahreppur:
Hringskyrfi greint
á fjórum bæjum
Kennarasamband íslands mun
hlíta úrskurði Félagsdóms, sem
lýst hefur boðun verkfalls KI þann
11. aprfl ólttgmæta, og mun ekki
efna til nýrrar atkvæðagreiðslu
um verkfallsboðun á þessu skóla-
ári. Þessi ákvttrðun var tekin á
fundi fulltrúaráðs KÍ í gær. Engar
viðræður hafa farið fram milli
samninganefnda KÍ og rikisins frá
því fyrir páska og hefur nýr fund-
ur ekki verið ákveðinn.
Svanhildur Kaaber, formaður KÍ,
sagði á blaðamannafundi i gær að
stjóm KÍ teldi það ekki fært að efna
til nýrrar atkvæðagreiðslu um verk-
fallsboðun er svo langt væri liðið á
skólaárið, þar sem tekið gæti um
þijár vikur að boða til verkfalls á
ný. Hins vegar myndu kennarar
neyðast til að grípa til aðgerða fyrri
hluta næsta skólaárs ef ekki hefðu
náðst samningar fyrir þann tíma.
Svanhildur sagði að þó að KÍ
myndi hlíta úrskurði Félagsdóms
teldi stjómin að allra formsatriða
hefði verið gætt við boðun verkfalls-
ins. Ríkisvaldið hefði hins vegar sýnt
mikla óbilgimi og beitt hártogunum
í túlkun á ársgömlum lögum um
Iq'arasamninga opinberra starfs-
manna. Þetta sæist m.a. af því að í
bókun ríkislögmanns í dómsskjölum
Félagsdóms væri dregið í efa að at-
kvæðagreiðsla KÍ hefði veriö leyni-
Framkvæmdastjórn Framsókn-
arflokksins ákvað á fundl á þriðju-
dngínn að boða fund i miðstjórn
flokksins 23. aprfl nk. um stjómar-
samstarfið. Steingrímur Her-
mannsson formaður flokksins,
segir ástæðu þessa fundarboðs
fyrst og fremst þá að miðstjórn
hafi ekki verið kttlluð saman síðan
rfldsstjómin var mynduð um mitt
síðasta ár og timi sé kominn tfl
að meta stöðuna. Hann segir
marga vera áhyggjufulla vegna
ástandsins þjá atvinnuvegunum
og mlkill órói sé i flokknum vegna
byggðamála, en segir þó þennan
fund ekki þýða að Framsóknar-
flokkurinn sé á leið út úr rikis-
stjórainni.
Miðstjómarfundur þessi á sér
nokkúm aðdraganda því á fundi
framkvæmdastjómar flokksins í
febrúarlok var ákveðið að boða fljót-
lega til annars fundar og kalla sfðan
miðstjóm saman í framhaldi af þvf
leg, en löng hefð væri fyrir slíku
kosningafyrirkomulagi meðal opin-
berra starfsmanna án þess að fundið
hefði verið að því fyrr en nú.
Orðrétt segir í fréttatilkynningu
frá KÍ af þessu tilefni: „Ekki er ann-
að sýnt en að með óbilgimi sinni
stefni ríkisvaldið að þvf leynt og ljóst
STJÓRN Landsvirkjunar ákvað
í gær að veita afslátt sem nemur
25 aurum á kflóvattstund af verði
niðurgreiddar orku til húshitun-
ar frá 1. apríl en þetta þýðir um
14% lækkun meðalverðs á ra-
forku til húshitunar. Stjórnin
ákvað einnig að hækka gjaldskrá
Landsvirkjunar um 3,7% frá og
með 1. maí en það mun ekki
hafa áhrif á rafhitunarkostnað
þar sem samtimis verður veittur
og segja þar frá því sem væri að
gerast í ríkisstjóminni og útliti í efna-
hagsmálunum. Miðstjómin, sem í
sitja um 100 manns, fer með æðsta
vald flokksins milli flokksþinga sem
haldin eru annað hvert ár og verður
slfkt þing haldið f haust. Miðstjómar-
fundir em venjulega haldnir árin á
móti en að sögn Steingríms Her-
mannssonar er ekki óeðlilegt að að
miðstjóm fundi einu sinni eða oftar
á ári. Á miðstjómarfundum gefa
ráðherrar skýrslu um sína mála-
flokka og sitja fyrir svörum um störf
sfn.
í framkvæmdastjóm situr stjóm
flokksins, formenn landssambanda
og kjördæmissambanda, auk annarra
trúnaðarmanna, alls 28 manns. Á
fundinum sl. þriðjudag gáfu nokkrir
formenn kjördæmissambanda skýrsl-
ur og að sögn Sigurðar Geirdals
framkvæmdasfjóra flokksins komu
þar fram ýmis umkvörtunarefni,
vegna þess að landsbyggðinni fyndist
að gera að engu sjálfstæðan samn-
ingsrétt opinberra starfsmanna."
I Kennarasambandi íslands eru
einkum kennarar í gmnnskólum, en
nú er beðið eftir úrskurði Félagsdóms
um hvort verkfallsboðun Hins
fslenska kennarafélags, sem hefur
aðallega framhaldsskólakennara inn-
an sinna vébanda, sé lögmæt eður ei.
6 aura afsláttur til viðbótar. Þá
vora tillögur nefndar um lækkun
á orkuverði kynntar á rikis-
stjórnarfundi í gær en meginat-
riði þeirra er að fallið verði frá
innheimtu 96 miljjóna króna
gjaldfallinnar skuldar Orkubús
Vestfjarða og RARIK til þess að
koma í veg fyrir 5-10% hækkim
á orkuverði. Friðrik Sophusson,
iðnaðarráðherra sagði að raf-
hitunarverð hefði nú aldrei verið
mjög á sig hallað og óánægja hefði
komið fram með ríkisstjómina og
stjómarsamstarfið.
„Sumir eru ánægðir og aðrir
óánægðir en mörgum finnst að við
náum ekki nógu miklu fram af okkar
málum. Menn vitna t.d. í yfirlýsingar
Steingríms, þegar hann sagði að
Framsóknarflokkurinn ætti ekkert
erindi í þessa stjóm áfram nema tek-
ið yrði á efnahagsmálunum, og vilja
fá svör við því núna hvort eitthvað
slfkt sé að gerast, hvort málin séu
aftur að fara úr böndunum og hvað
eigi þá að gera. Menn lfta einnig
þannig á að allir í ríkisstjóminni sjái
brotalamimar f orkumálum, vaxta-
málum og fleiri og fleiri málum, og
þeir vilja vita á hvaða stigi málin eru
og hvers vegna ekkert er gert. Það
kallar einnig óneitanlega á að eitt-
hvað sé lagt á borðið að Jón Baldvin
Hannibalsson hefur sagt að hinir
flokkamir hafi engar tillögur f efna-
hagsmálum," sagði Sigurður Geir-
HRINGSKYRFI hefur nú greinst
{ skepnum á fjórum bæjum í
Vestur-Eyjafjallahreppi. Þegar
hefur verið fellt um það bil 650
fjár, 40 hross og 25 nautgripir
frá bæjunum tveimur þar sem
þessa búfjársjúkdóms varð fyrst
vart. Ekki er enn ljóst hvort
slátra verður gripum á tveimur
bæjum þar sem tilfelli hring-
skyrfis greindust skttmmu fyrir
páska.
Aðalsteinn Sveinsson héraðs-
dýralæknir að Skógum sagði að
vegna sjúkdómsins væri nú öll
verslun með gripi við þetta svæði,
Holtshverfi undir Vestur-Eyjafjöll-
um, háð leyfum og öll kaup og sala
gripa á bæjunum fjórum væri bönn-
uð. Aðalsteinn sagði að hringskyrfi
hefði ekki fundist í öðmm skepnum
en nautgripum. Þar sem fé og
hrossum hefði verið lógað hefði það
verið gert til að reyna að hefta út-
breiðsluna.
„Eins og er er ekkert sem bend-
ir til að hringskyrfi hafi borist til
fleiri bæja," sagði Aðalsteinn. „En
það er hæpið að útiloka að það
geti borist víðar. Nú er talsvert
langt liðið frá því að sjúkdómsins
varð vart á fyrsta bænum en aðeins
tvær vikur síðan nýjasta tilfellið
kom upp, þannig að maður er ekki
alveg í rónni.“
Síðast kom hringskyrfi upp hér-
lægra og hann teldi að með þess-
um aðgerðum hefði rikisvaldið
komið að fullu til móts við þær
óskir að lækka rafhitunarverð
til móts við þá lækkun sem orðið
hefði á verði olíu.
Afsláttur Landsvirkjunar þýðir að
meðalverð á raforku til húshitunar
lækkar, miðað við gjaldskrá 1.
maí, úr 1,79 krónum á kflóvatts-
stund í 1,54 krónur eða um 14%,.
dal.
Steingrímur Hermannsson sagði
við Morgunblaðið að margir væru
áhyggjufullir yfir ástandinu hjá at-
vinnuvegunum sem allir hljóti að sjá
að sé ekki heilbrigt og því væri von
á ákveðnum tillögum á fundinum,
fyrst og fremst um efnahagsmál og
allt sem þeim tengdist, byggðavand-
ann, fjármagnsmarkaðinn, viðskipta-
hallann og svo framvegis. Svo virtist
sem flöldinn allur af framleiðslufyrir-
tælq'um landsbyggðarinnar, verslun
bæði í dreifbýli og þéttbýli ætti í
erfíðleikum. Fiskvinnsla væri í afar
miklum vandræðum og nú væri fisk-
verð fallandi og afli tregur undanfar-
ið þannig að hann sagðist eiga von
á að menn yrðu frekar órólegir.
—Þessi fundur þýðir ekki að þið
séuð að undirbúa brottför úr sljóm-
inni?
„Nei, það fylgir pólitfkinni að
halda fundi," sagði Steingrímur Her-
mannsson.
lendis í Eyjafirði fyrir rúmum 20
árum. Þá barst smit til 11 bæja en
útrýma tókst sjúkdómnum á um það
bil IV2 ári.
Garðabær:
lðOmannsá
Skátaþingi
SKÁTAÞING verður sett í fé-
lagsmiðstttðinni i Garðabæ klukk-
an 20 i kvttld, föstudag. Um 150
manns frá um 50 skátafélögum
sitja þingið, sem stendur fram á
sunnudag. Þetta er fyrsta þingið
sem haldið er samkvæmt nýjum
lögum Bandalags islenskara
skáta, sem samþykkt vora á skáta-
þingi í Vestmannaeyjum i fyrra.
Gunnar Eyiólfsson, nýkjörinn
skátahöfðingi Islands, mun taka
formlega við embætti á þinginu af
fráfarandi skátahöfðingja, Ágústi
Þorsteinssyni. Á dagskrá skátaþings
verða hefðbundin störf; þar verða
tekin fyrir dagskrá, foringjaþjálfun
og stefnumörkun skátahreyfingar-
innar, að sögn Benjamfns Axels
Ámasonar, framkvæmdastjóra
Bandalags fslenskra skáta.
að sögn Halldórs Jónatanssonar
forstjóra Landsvirkjunar. „Þessi
afsláttur hefur í för með sér að,
miðað við núgildandi olíuverð, verð-
ur rafhitun um það bil 2 aurum
ódýrari, hver kflóvattsstund, en
olíukynding," sagði Halldór.
Á ríkisstjómarfundi í gær voru
lagðar fram tillögur nefndar um
lækkun orkuverðs sem í áttu sæti
fulltrúar iðnaðarráðuneytisins, fjár-
málaráðuneytisins og Framsóknar-
flokksins. Friðrik Sophusson, iðnað-
arráðherra, sagði f samtali við
Morgunblaðið að meginatriði þeirra
tillagna væru að fallið yrði frá inn-
heimtu greiðslu Orkubús Vestljarða
og Rafmagnsveitna ríkisins að upp-
hæð 96 m.kr. sem fallið hefði í
gjalddaga á síðasta ári. Með því að
falla frá innheimtu skuldarinnar
yrði komið f veg fyrir hækkun orku-
verðs af þeim sökum. „Ráðuneytin
munu á næstunni halda áfram við-
ræðum um orkuverð með tilliti til
fyrirsjáanlegra breytinga á næsta
ári, meðal annars vegna upptöku
virðisauakskatts, en ráðgert er að
virðisaukaskattur falli m.a. á gas-
olíu sem hefur lækkað stórkostlega
í verði á undanfomum ámm og
valdið versnandi samkeppnisstöðu
innlendrar orku," sagði iðnaðarráð-
herra.
Einnig var á ríkisstjómarfundin-
um kynnt samkomulag ráðuneyt-
anna um niðurgreiðslur úr ríkissjóði
en þær verða óbreyttar frá fyrra
án eða 63 aurar á kflóvattsstund.
Iðnaðarráðherra sagði ennfrem-
ur að bilið á milli hitunarkostnaðar
á hitaveitusvæðum suðvestanlands
og rafhitunarsvæðum hefði nú aldr-
ei verið minna. „Ég tel að með þess-
um aðgerðum hafi ríkisvaldið komið
að fullu til móts við þær óskir um
að lækka rafhitunarverð til móts
við þá lækkun sem orðið hefur á
verði olíu til húshitunar. Það hefur
aldrei verið lægra en nú.“
Framsóknarflokkurinn:
Miðstj órnarfundur til að
meta stj órnarsamstarfið
Meðalverð á raforku til
húshitunar lækkar um 14%
Rafhitunarkostnaður aldrei verið lægri, segir iðnaðarráðherra