Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIEV FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 47 Minning: Valgeir Gunnarsson Kveðja frá Skíðadeild KR Fæddur 12. nóvember 1958 Dáinn 4. aprfl 1988 „Svo örstutt er bil milli blíöu og éls, og brugðist getur lánið frá moigni til kvelds". (Matth. Jochumsson) í dag er til moldar borinn félagi okkar og vinur, Valgeir Gunnars- son. Hann varð bráðkvaddur að- faranótt annars páskadags, á þrítugasta aldursári. Undanfama vetur hefur Valgeir verið starfsmaður á skíðasvæðinu í Skálafelli, jafnframt því sem hann stundaði nám í trésmíði. Valgeir sinnti störfum sínum í Skálafelli af miklum áhuga og dugnaði. Hjálp- semi hans og umhyggja við yngra skíðafólkið var við brugðið, hvort sem það var í skíðabrekkunum á daginn eða í skíðaskálanum á kvöld- in. Var hann ávallt hress og kátur og naut sín best þegar veður var verst. Kom það eins og reiðarslag yfir okkur þegar hann var svo skyndilega á burt kallaður. Við vottum eiginkonu hans, Ástu Gylfadóttur, og Elsu Sænýju, dóttur þeirra, innilega samúð okkar. Minning: Pétur Þórisson Baldursheimi I Fæddur 18. mars 1933 Dáinn 27. mars 1988 Allir sem þekktu Pétur vita að fáir menn eru eins og hann var, hann var alltaf 'til staðar ef maður þurfti á honum að halda. Ég var níu ára gömul þegar ég fór fyrst í sveit. Þá fór ég til Snjólaugar dótt- ur Péturs og Kristjáns, manns hennar, að Heiði sem er næsti bær við Baldursheim. Ég var í þijú sum- ur í Heiði hjá Snjóku og Kidda, en þá þurftu þau ekki lengur á mér að halda því stelpumar þeirra voru orðnar það stórar að ekki þurfti að passa þær lengur. En þá hringdi Þórunn kona Péturs til mín og bað mig að koma til þeirra næsta sum- ar til að hjálpa til við að gæta dótt- ursona þeirra sem hún bjóst við að yrðu hjá þeim um sumarið. Þannig vildi það tiil að ég fór í Baldursheim I, til hjónanna Þórunnar Einars- dóttur og Péturs Þórissonar. Þótt þau hjón, Þórunn og Pétur, ættu mörg böm var alltaf eins og þau hefðu pláss fyrir fleiri að minnsta kosti hafa þau alla tíð frá því ég kom fyrst í Heiði verið mér sem aðrir foreldrar. Fimmta sumarið mitt í Mývatnssveit var ég hjá Agnesi frænku minni og Eyþóri Péturssyni í Baldursheimi III. Núna í vetur er ég í Laugaskóla. Þegar helgarfrí em fer ég í Baldurs- heim III, en hef verið jafn velkomin alls staðar. En veturinn í vetur hef- ur verið mjög erfíður þessari fjöl- skyldu vegna þess hvað Pétur hefur verið mikið veikur. Hann hefur ver- ið mikið í Reykjavík í vetur og hef- ur hann og kona hans, Þómnn, verið gestir á heimili föðursystur minnar Ásu Jörgensdóttur og manns hennar Einars Guðmunds- sonar (foreldrar Agnesar) og eiga þau þakkir skyldar fyrir elskuleg- heit sín og umhyggju, en það er þeim líkt. Mér var það mikið gleðiefni þeg- ar Pétur var nógu hress til þess að geta komið ásamt Þómnni, Ásu og Einari, til okkar á gamlárskvöld og fagr.að nýju ári með mér og fjöl- skyldu minni. Þá var hann glaður og kátur eins og við sem þekktum hann munum best eftir honum. Núna er elsku Pétur látinn og sársauki hans og erfíðleikar veik- indanna að baki, en það mun alltaf verða stórt skarð þar sem hann var. Elsku mamma Tóta, Sólveig, BÖðvar og öll hin bömin, tengda- bömin, bamabömin og bræður. Ég RÍTVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN veit að nú em erfíðir tímar hjá ykkur og ykkur líður illa. En minn- ingin um góða eiginmann, föður, afa, bróður og félaga lifír að eilífu, en vonandi mun tíminn lækna sárin. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf við göngum enn. Guð veit hvort vér framar fáum farið héðan; að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum; • hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Vald. Briem) Ég þakka Pétri af öllu hjarta fyrir hvað hann var alltaf góður við mig. Guð blessi minningu hans. Sigþrúður Sigurðardóttir (Sísf) t Móðir okkar, EMELÍAJ. BERGMANN frá Flatey á Breiðafiröi, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 7. apríl. Jónma Bergmannn, Hallbjörn Bergmann. t HELGA FRÍMANNSDÓTTIR, lést 24. mars sl. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aöstandenda. Guðmundur S. M. Jónsson. t Móöir okkar, ÁSGERÐUR ÍSAKSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 64, Siglufirði, andaðist 7. mars. Gunnar Guðbrandsson, Jófríöur Guðbrandsdóttir, Vigfús Guðbrandsson, Guðbrandur Guðbrandsson. t Ástkær móðir min, amma og langamma, JÓNÍNA GEIRLAUG JÓNSDÓTTIR, Melabraut 49, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 8. apríl, kl. 10.30. Halla Hjálmarsdórtir, Erla Arnardóttir, Helga Guðjónsdóttir, * Jóna H. Guðjónsdóttir, Halla Karen Jónsdóttir. t Fósturmóðir mín, ANTONÍAK. EIRÍKSDÓTTIR frá Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði, verður jarðsett frá Kolfreyjustaðarkirkju, Fáskrúðsfirði, laugardag- inn 9. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja. Bára Jónsdóttir. t Maðurinn minn og faðir, VALGEIR GUNNARSSON, Sólvallagötu 32, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Víðistaöakirkju, Hafnarfirði, í dag, föstudag- inn 8. apríl kl. 15.00. Ásta Sigrún Gylfadóttir, Elsa Sæný Valgeirsdóttir. t Þakka innilega samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, HALLDÓRS ÞORMARS, Hofi, Fellum. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Þormars. t Ég þakka inniiega alla hjálp og samúð mér veitta í veikindum og við andlát og jarðarför míns ástkæra sambýlismanns, EGGERTS JÓHANNSSONAR, Hátúni 10 a, Reykjavík, sem andaðist 17. mars sl. í Landakotsspítala. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guð blessi ykkur öll. Unnur Eliasardóttir. t Þökkum innilega veittan stuðning vegna fráfalls og jarðarfarar JÓNS UNNSTEINS GUÐMUNDSSONAR Breiðási 6, Garðabæ. Fyrir hönd aðstandenda, Elfnbjörg Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hluttekningu við andlát og jaröarför systur okkar, JÓHÖNNU Þ. EINARSDÓTTUR, Hverfisgötu 16, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. ■ Kristín G. Einarsdóttir, Sigurður G. Einarsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát sambýlismanns míns, föður, sonar og bróður okkar, GUÐLAUGS BJARNASONAR, Vancouver, Kanada, áður til heimilis f Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við hjónunum Kathy og Óla Leifssyni fyrir alla þeirra hjálp. Marilyn Miller og fjölskylda, Heiðrún Hlfn Guðlaugsdóttir,Hannes Siggason, Þórdfs Matthfasdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Matthfas Bjarnason, Áslaug Bjarnadóttir, Ólafur Sveinn Bjarnason, Rut Sigurðárdóttir, Bjarni Sveinsson, Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, Sonja Einarsdóttir, Brandur Sigurðsson, Lára Öfjörð Guðmundsdóttir, Ólafur Sigurjónsson. Lokað Nudd- og gufubaðstofan Hótel Sögu verður lokuð föstudaginn 8. apríl frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar VALGEIRS GUNNARSSONAR. Ásta Sigrún Gylfadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.