Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Kallað eftir svari eftir Guðbjörn Jónsson Hr. fjármálaráðherra. Ég vil þakka mjög svo fátæklegt svar þitt í Morgunblaðinu 31. mars sl. Það kom mér ekki á óvart að svar þitt skyldi vera á þennan veg. Það er mjög drengilegt af þér að reyna að snúa út úr svo mjög aug- ljósum staðreyndum, sem fram komu í bréfi mínu til þín í Morgun- blaðinu 29. mars sl. Það var ekki fyrst og fremst til þess að afla mér þessara upplýs- inga, sem ég tók það ráð að leita eftir þeim með þessum hætti. Það var fýrst og fremst vegna þeirra fjölmörgu í þjóðfélaginu, sem dag- lega spyija sig þessara, og álíka spuminga. Til þess að forðast að taka efnis- lega á spumingum mínum kýst þú að reyna að sannfæra lesendur um, að ég sé ruglaður og grunnhygg- inn. Ég ætla að láta lesendur sjálfa dæma um hvor mgli meira. í svari þínu lætur þú að því liggja, að ég skilji ekki samspilið milli þjóð- artekna og þjóðarframleiðslu. Það er mikill misskilningur hjá þér. Þér að segja hiýs mér hugur við ef satt reynist að ekki sé meiri skiln- ingur á mismun þessara tveggja hugtaka, hjá þér og þjóðhagsstofn- un, en fram kemur í svari þínu. Ég hef stundum, þegar ég hef ver- ið að gera góðlátlegt grín að þess- ari viðmiðun ykkar við þjóðárfram- leiðslu, lagt upp dæmi um heimilis- framleiðslu hjá mér. í svari þínu getur þú þess, að rekstur hins opin- bera sé í eðli sínu svipaður rekstri heimilanna. Þar erum við sammála. Ef ég nota sama hugtak og þið, þ.e. gefnar forsendur, verður heim- ilisframleiðslan á þessu ári 3.840.000,-. Það er hins vegar ljóst miðað við sömu forsendur að tekjur heimilisins verða ekki meiri en 960.000,-. Áætluð útgjöld eru einn- ig 960.000,- (að meðtöldum af- borgunum lána og rekstrarhalla fyrra árs). Enginn ágreiningur er innan heimilisins um skiptingu teknanna, til fjárfestinga, framfærslu, og ann- arrar eyðslu. Helst bar á milli um þáttinn önnur eyðsla. Endanleg nið- urstaða varð hins vegar sú, að þess- um þætti var skipt upp á milli þeirra sem tekna öfluðu, í hlutfalli við þátt þeirra í tekjuöfluninni. Aðrir aðilar innan heimilisins, fá sínar tekur með því að selja þjónustu sína, til þeirra sem teknanna öfluðu. Þar sem þú sérð að áætluð út- gjöld heimilis míns eru ekki nema 25% af heimilisframleiðslu, væri mjög æskilegt fyrir alla í þjóðfélag- inu, að fá útskýringar þínar á því, hvemig við getum notað þessi 75% til þess að bæta lífsafkomu okkar? I svari þmu bendir þú mér á, að leita upplýsinga í gögnum Þjóð- hagsstofnunar. Mér þykir afskap- lega leitt hvað þú virðist vera gleyminn. Ég gat þess nefnilega á Laftleiðafundinum að ég væri með gögn frá öllum þessum stofnunum ykkar. Þjóðhagsstofnun, Byggða: stofnun, Hagstofu, Seðlabanka og Fiskifélagi. Eins og ég gat um þama á fundinum er aðalvandi þeirra sem reyna að fínna réttar upplýsingar sá að þessum gögnum stofnana ykkar ber engum saman um sama efnið. Af þeim sökum hef ég réttilega dregið í efa gagn stjóm- valda af þessum reiknikúnstum. Þú getur þess að rétt sé að vekja athygli mína á því að útflutnings- framleiðsla sé aðeins hluti af fram- leiðslu landsmanna. Mér er þetta fyllilega ljóst, en mér er jafn vel ljóst að tekjur þjóðfélagsins kom ekki frá öðrum þáttum en útflutn- ingi. Heimilin nýta tekjur sínar sem best, með því að kaupa aðeins hrá- efni í mat, efni í föt, gera sjálf (eins mikið og hægt er) við það sem bil- ar, ferðast eins ódýrt og hægt er o.fl. Á sama hátt þarf vart að út- skýra fyrir þjóðinni að nýting þjóð- artekna felst fyrst og fremst í því að framleiða sem mest af þörfum okkar hér innanlands. Lífskjörin í landinu fara ekki ein- göngu eftir því hvað miklar tekjur við höfum. Þau fara fyrst og fremst eftir því hvernig við nýtum þær. Á Loftleiðafundinum benti ég ykkur á nokkrar aðalástæður vandamála okkar hér innanlands. Af eðlilegum ástæðum urðu þið hljóðir við. Af hræðsluglampa þeim sem í augu þér kom þóttist ég skynja, að þú gerðir þér grein fyrir Guðbjörn Jónsson „ Við hjá Þjóðarflokkn- um höfum engan áhuga á fleiri byltingum á þjóðfélagi okkar. Það er kominn tími til að átta sig á því að fram- farir eiga sér stað með hægri þróun, í takt við efiiahag.“ hyldýpinu sem er á milli ævintýra- ljómans og raunveruleikans. Nafni þinn Sigurðsson reyndi til dæmis að villa um fyrir fundar- mönnum þegar hann reyndi að hrekja þá staðreynd að höfuðstóll lána, tryggðum með lánskjaravísi- tölu, gæti verið 46% of hár, eins og ég sýndi ykkur dæmi um (og gaf ykkur eintak). Hann færði þau rök fyrir máli sínu að það vantaði inn í útreikning minn verðbólgu í viðskiptalöndum. Það er vægast sagt bamaskapur af jafn menntuð- um manni og nafna þínum að bera svona rök fyrir sig. Fjármagn það sem við erum að lána hver öðmm þarf að halda verðgildi sínu gagn- vart mynt viðskiptalanda okkar, en ekki vömverði þar. í lok svars þíns beinir þú þeim tilmæluip til mín, að ég staldri við með útreikning á uppmna þjóðar- tekna. Ég sagði þér, elsku drengur- inn minn, á Loftleiðafundinum, að ég væri búinn að setja upp reiknilík- an fyrir þetta. Og það tæki mig ekki nema stutta stund að láta ykk- ur í té niðurstöður nýliðins árs, ef þð senduð mér viðkomandi upplýs- ingar. Það er hinsvegar sjálfsagt að vera ekki að flagga þessu of mikið í fjölmiðlum, rétt á meðan samning- ar standa yfir. Við hjá Þjóðar- flokknum höfum engan áhuga á fleiri byltingum á þjóðfélagi okkar. Það er kominn tími til að átta sig á því að framfarir eiga sér stað með hægri þróun, í takt við efna- hag. Við höfum fengið of mikið af fljótfæmislegum reddingum og vanhugsuðum lagasetningum mörg undanfarin ár. Að þessu mæltu ítreka ég allar spumingar mínar úr bréfinu 29. mars og vonast eftir efnislegu svari sem fýrst. Með bestu kveðju. Höfundur er í málefnancfnd Þjóð- arOokkains. Um 800 hundruð þríþjólarafbílar aka nú um götur Danmerkur og velqa þar mikla athygli. Nýr danskur rafbíll eftirAxel Pihl-Andersen NÝI straumlínulagaði rafbítl- inn frá Danmörku líkist ef til vill flugmannsklefa í F-16- orrustuþotu í útliti — en lengra gengur samanburðurinn ekki. Rafbíllinn kemst ekki hraðar en 40 kílómetra á klukkustund, og hann er miklu hljóðlátari og látlausari en önnur vélknúin farartæki í umferðinni. Nýlega var hafin framleiðsla á litlum rafbíl, sem á dönsku nefn- ist „ellerten", í glænýrri verk- smiðju í Randers, fyrir norðan Árósa, og mikill áhugi er fyrir þessu rafknúna farartæki í Dan- mörku og víðar. Þetta þríhjóla farartæki er mitt á milli þess að vera bifreið og létt bifhjól, og rafbíllinn er fyrst og fremst ætlaður fólki sem ferðast daglega stuttar vegalengdir, ann- aðhvort til vinnu eða með börn til og frá dagheimilum eða skól- um. „Rafbíllinn gæti til að mynda leyst af hólmi minni fjölskyldubíl útivinnandi foreldra, sem hingað til hafa þurft að hafa tvo bíla,“ segir Louis Drewes, sölustjóri hjá El-Trans, fyrirtækinu sem fram- leiðir rafbílinn. Rafbíllinn skapar ekki mengun, er ódýr í rekstri og hentar best í stuttum akstri. Hægt er að hlaða rafgeyma bflsins með venjulegri innstungu, og rafbfllinn getur ekið 50 til 70 kílómetra á einni hleðslu. Einn fullorðinn kemst fyrir í bílnum, auk eins bams eða tveggja bama. í rauninni enginn bíll Framleiðendur rafbflsins leggja mikla áherslu á að hér sé í raun- inni ekki um bifreið að ræða. Danir höfðu áður reynt metnaðar- fyllri framleiðslu eins og til að mynda Hope Whisper — en án árangurs - og þess vegna hefur El-Trans farið sér hægt í markað- skapphlaupinu. Sölukerfið er enn- þá langt frá því að vera fullkomn- að — og til að mynda er ekki enn hægt að kaupa rafbílinn á Sjál- andi og í Kaupmannahöfn. „Við viljum vera vissir um að geta boðið viðskiptavinunum við- unandi þjónustu, og þess vegna fömm við -okkur hægt,“ segir Louis Drewes. „Við höfum þegar fengið margar fyrirspumir frá Noregi, Svíþjóð, Vestur-Þýska- landi, Hollandi og Sviss um hugs- anlegan útflutning, en það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári að hægt verður að ræða slíkt,“ segir sölustjórinn. Stjómendur El-Trans hyggjast framleiða um 8.000 rafbíla á ári og um 800 aka þegar um götur Danmerkur. Rafbfllinn kostar um 30.000 danskar krónur (183.000 íslenskar) og er mjög ódýr í rekstri. Með kaupum á nýjum rafgeymum annaðhvert ár og öðr- um föstum útgjöldum er kostnað- urinn við hvem ekinn kílómetra undir 50 dönskum aurum (3 ísl. kr.), og þar sem rafbíllinn er fram- leiddur úr trefjagleri ryðgar hann ekki. Viðhaldið er einfalt og ódýrt. Ekki þarf að skipta um olíu, kveikjur eða platínur, og ekki þarf að setja á hann kælivatn. Ekkert púströr er í bílnum, og á Morten Jac, Reportage Gruppen Rafbíllinn veldur ekki mengun og er ódýr í viðhaldi. Kostnaður- inn við hvern ekinn kílómetra ér aðeins 50 danskir aurar, eða 3 krónur íslenskar. heildina litið em miklu færri hlut- ar sem hreyfast í vél og skiptingu rafbíla en annarra bíla. Góðar viðtökur Rafbfllinn hefur yfirleitt hlotið góðar viðtökur í dönskum fjöl- miðlum, og framleiðendumir leyna því ekki að kveikjan að framleiðslunni hafi fyrst og fremst verið vaxandi meðvitund almennings um umhverfismál og mikil umferðarvandamál. Umferðarkönnun hefur leitt í Ijós að 80 prósent Dana vinna í innan við 20 kflómetra fjarlægð frá heimilum sínum, og að meðal- tali búi Danir 11 kílómetra frá vinnustöðum sínum. 93 prósent allra þeirra sem fara á bíl í vinn- una, aka einir, samkvæmt sömu könnun. „Bflafjöldinn skapar æ meiri umferðarvandamál í stærri borg- » unum — og hingað til hafa al- menningsvagnar og lestir ekki getað leyst þau. En við erúm þess fullvissir að rafbíllinn geti stuðlað að lausn vandans,“ segir sölu- stjóri El-Trans. Áður en fyrsti rafbíllinn var seldur hafði hann verið þróaður í tvö ár. 2.800 Danir hafa saman- lagt fjárfest 90 milljónum danskra króna (549 milljónum íslenskra) í rafbílunum, og tryggt þannig Qárhagslegan grundvöll fram- leiðslunnar. Höfundur er blaðamaður /yá Reportage Gruppen í Áróaum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.