Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 )) vrfrub Lika í vordu ska-pj, ef þi& yrl>u& aé> -Fasl \j'\& svorux. þjalfy, a. huerjum degi-" Ást er ... að standa saman í sigri og ósigri. TM Rog. U.S. Pat Off.—all rights reserved 01986 Los Angeles Times Syndícate nægja og fara strax aftur upp í bílinn. Þú lagðir bílnum ofaná fótinn minn! Er þér alvara? HÖGNI HREKKVÍSI wRANN ER A&SE/yiSA fÝIZIR H/ESTA &AKGAIZPS- KONSERT. " Þarf strangari reglur um hjólreiðar barna? Til Velvakanda. Nú vorar á ný en á þessu vori eru fleiri bílar á götum borgarinnar en nokkru sinni. Sumir komast svo að orði að umferðin sé tryllt og það er ekki fjarri sanni. En það eru fleiri á götunum en bflamir. Nú þegar veður fer að batna fara böm- in að taka fram hjólin sín og njóta þess fijáisræðis að hjóla um götum- ar. Ég er hrædd um að þeim verði mörgum hætt eins og örtröðin er orðin. Foreldrar ættu að sjá til þess að bömin, og það þó þau séu orðin stálpuð, fari sér ekki að voða með því að hjóla í umferðinni. Ef til vill þyrfti að setja strangari reglur um hjólreiðar bama. Við verðum að sameinast um að koma í veg fyrir slys á bömum í umferðinni. Þung ábyrgð hvflir á ökumönnum því það em bflamir sem slysunum valda en ekki bömin. Móðir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að f ylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Víkverji skrifar Einhvem tíma heyrði Víkveiji á tal eins ástsælasta listamanns landsins og sjónvarpsfréttamanns af norðlenskum uppruna. Listamað- urinn var að lýsa því fyrir norðan- manninum hversu þreyttur hann væri orðinn á því að í hvert sinn sem hann kæmi til Akureyrar svifu heimamenn á hann og spyrðu hvort honum þætti ekki Akureyri yndileg- ur bær. - Nú er ég farinn að svara því til í hvert sinn sem ég er spurð- ur með þessum hætti, að Akureyri væri áreiðanlega yndilegasti bær á landinu, ef þar væri ekki allir þess- ir Akureyringar, sagði listamaður- inn. Þetta rifjaðist upp fyrir Víkveija, þegar hann las um Javier Mariscal, spænskan myndlistarmann, sem falið var það verkefni að hanna ein- kennisbrúðu Olympíuleikanna sem fram eiga að fara í Barcelona suma- rið 1992, en eins og flestir þekkja em einhvers konar dýrafígúmr orðnar fastir liðir í tengslum við þessa leika. Mariscal vildi hins veg- ar vera fmmlegur en hefur þar með komið heldur en ekki við kauninn á mörgum Barcelona- búanum. Fyrir það fyrsta valdi hann sér hund að viðfangsefni en það sem e.t.v. var verra að hundurinn varð í meðfömm Mariscal mjög framúr- stefnuleg útfærsla á þessari dýra- tegund og þykir í flestu vera al- gjört fráhvarf frá ríkjandi Walt Disney-stfl þessara fígúra. Til að kóróna allt saman kallar svo lista- maðurinn sköpunarverk sitt Coby sem er eins konar skammstöfun fyrir Comite Organizador Olimpio de Barcelona 92 eða COOB 92. Það er skemmst frá því að segja að nafngiftin þykir umdeild en sjálf- ur hundurinn er þó enn umdeildari. Talsmaður hinnar hægri sinnuðu héraðsstjómar Katalóníu segir hundinn „hræðilegan" óskapnað og verslunarráð héraðsins hefíir látið í ljós vonbrigði með útkomuna. Á hinn bóginn hefur listaheimurinn í þessum hluta Spánar fylkt sér um sinn mann og almennt fagnað hund- inum. Allt þetta brambolt út af ein- um hundi varð þó til þess að Maris- cal missti út úr sér í samkvæmi að gallinn við Barcelona væri að þar væru alltof margir Katalóníumenn. Þessi ummæli komust síðan í fjöl- miðla og Mariscal varð að bidjast opinberlega afsökunar en hefur þó naumast verið tekinn í sátt ennþá. Fyrir utan það að sýna að það er víðar hrepparígur en á íslandi, eru ófarir Mariscal um leið ágæt dæmisaga um tilitssemi íslenskra Qölmiðlamanna, sem ekki hlaupa með það sem þeir heyra í einkasam- ræðum beint í fjölmiðlana. Reykví- ski listamaðurinn hefur þess vegna um árabil getað farið óáreittur allra sinna ferða um Akureyri, og hefur sennilega gleymt meinlegri athuga- semd sinni um ágæta íbúa þessa fallega bæjar. Og Víkveiji mun áfram geyma nafn hans fyrir sig. xxx að er ekki alltaf auðvelt að stunda skíðaíþróttina hér á höfuðborgarsvæðinu, einkanlega ef menn þykjast góðu vanir eftir skíða- ferð í Ölpunum, eins og æ fleiri Islendingar hafa nú fengið nasasjón af. Hér má ekki viðra vel um helg- ar án þess að langar biðraðir mynd- ist við stólalyftumar í Bláfjöllum eða Skálafelli og má teljast gott að ná 5 til 6 ferðum yfír daginn, þegar þannig stendur á. Hámarkið var þó á föstudaginn langa, þegar metaðsókn var í BláQöllinn og fæst- ir komust í brekkumar heldur sátu fastir meirihluta dagsins í umferða- röngþveitinu sem þama varð. Því miður verður víst litið við þessu gert eins og hér háttar til. Skíðatímabilið er stutt, veður öll válynd og snjórinn oft sýnd veiði en ekki gefin. Áköfustu skíðaunn- endumir em heldur ekki stærri hópur en svo að vandséð er hvemig staðið verður undir öllu örari Qár- festingu í skíðalyftum en þegar er komin í þessum helstu skíðalöndum höfuðborgarsvæðisins. Allur sam- anburður við skíðasvæði Alpanna er þannig hæpinn og hafa verður í huga að uppbygging skíðaaðstöð- unnar þar er meira og minna borin uppi af erlendum ferðamönnum. Og jafnvel í Ölpunum er veðurguð- um ekki að treysta, eins og sýndi sig í siðasta mánuði. Höfuðborg- arbúar verða því að sætta sig við biðraðimar um ókomin ár. Besta úrræðið er að eiga tvöfaldan gang — svigskíði og gönguskíði, taka daginn snemma og renna sér í brekkunum áður en flallshlíðamar. fyllast af fólki en taka þá til við gönguskíðin. Slík blanda íslenskrar skíðaferðar gefur þá á góðum degi Ölpunum lítið eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.