Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Reuter Carlucci heimsækir Pakistani Frank Carlucci, varaarmálaráðherra Bandaríkjanna, kannar hér heiðursvörð pakistanska hersins við komuna til Islamabad á miðvikudag. Pakistanskir embættismenn sögðu að Carlucci hefði rætt við Rana Naeem Mahmuc, varnarmálaráðherra Pakistan, um fyrirhugaða fjögurra milljarða dala hernaðar- og efnahagsað- stoð Bandaríkjamanna við Pakistani. Þeir ræddu einnig stríðið í Afganistan, en ekki er enn vitað hvort þeir hafi rætt aðstoð Bandaríkjamanna við afganskar frelsissveitir. Heimsókn Carluc- cis lýkur á morgun, föstudag. Bretland: Stefna stjórn- valda óguðleg -segir biskupinn í Durham St. Andrewa. Frá Guðmundi Heiðari Frimannsayni, fréttaritara Morgunblaðsina. BISKUPINN I Durham stað- hæfði í BBC-útvarpinu á páska- dag, að stefna breskra stjórn- valda væri óguðleg. Ummælin hafa valdið mikilli reiði meðal þingmanna íhaldsflokksins og ýmissa frammámanna ensku biskupakirkj unnar. í næstu viku koma til fram- kvæmda breytingar á greiðslum almannatrygginga, sem sam- þykktar voru fyrir nokkru síðan í neðri deild breska þingsins. Mark- mið stjómvalda með þessum breyt- ingum er að draga úr almennum greiðslum og beina fénu meira til þeirra, sem nauðsynlega þurfa á því að halda. viðbrögð ýmissa þingmanna íhaldsflokksins. Peter Brooke, formaður íhaldsflokksins, sagði, að biskupinn hefði misskilið stefn- una og staðreyndir málsins. Mark- miðið hefði verið að gera reglumar einfaldari, svo að öllum væri ljós réttur sinn, og til að geta beint fénu til þeirra, sem nauðsynlega þyrftu á því að halda. Nicholas Fairbam, skoskur þingmaður flokksins, sagði, að biskupinn hlyti að hafa skilað ríkisféhirði öllu því fé, sem hann hefði fengið með lækkun skatta á síðasta ári og hlyti að gera svo aftur á þessu ári. Umdeildur biskup Hinir ríku ríkari Biskupinn, David Jenkins, sagði um þessar breytingar, að þær hefðu einungis þau áhrif, að hinir ríku yrðu ríkari og hinir fátæku fátækari. Það væri siðferðilega rangt að auka þeim erfiðleika, sem stæðu höllum fæti. „Það eina, sem stjómvöld gera, er að vísa á stað- tölur," sagði hann. „Þau varðar ekkert um raunveruleg áhrif á töluvert stóran hóp fólks, sem getur ekki staðið á eigin fótum né verið úti á vinnumarkaðnum." „Ef þetta er það verð, sem gold- ið er fyrir stefnuna, hlýtur stefnan að vera röng,“ sagði Jenkins bisk- up, „og ef stjómvöld neita að sjá þessa staðreynd, sem þeim hefur verið bent á hvað eftir annað, þá er hún svo augljóslega röng, að hún hlýtur að teljast óguðleg." Síðan bætti hann við: „Stjóm- völd hugsa einungis um þá ein- staklinga, sem geta aflað fjár — svo að þeir geti aflað meira fjár.“ Þetta ætti m.a. við um lækkun tekjuskatts á hátekjumönnum úr 60% í 40%, sem tilkynnt var í síðasta fjárlagafrumvarpi. Hörð viðbrögð Þessi ummæli hafa vakið hörð David Jenkins, biskup í Dur- ham, er mjög umdeildur maður. Það var ekki einhugur innan kirkj- unnar, þegar hann var valinn til biskupsembættisins. Áður en hann var vígður, lét hann í ljós efasemd- ir um meyfæðinguna og upprisu Krists. Sömuleiðis sagði hann, að maður gæti talist kristinn, þó að hann tryði þvi ekki, að Jesús Krist- ur væri guðlegur. Þremur dögum eftir að hann var vígður biskup í dómkirkjunni í Jórvík árið 1984, sló eldingu niður í tum hennar og hann brann. Það töldu ýmsir vera refsingu Guðs fyrir vígsluna. Jenkins hefur áður vakið at- hygli fyrir stjómmálayfirlýsingar sínar. Arið 1985 staðhæfði hann, að Bretland væri að verða lögregl- uríki undir stjóm Thatcher, og trú hennar á fijálsan markað væri algeng mynd skurðgoðadýrkunar. ERLENT Bandaríkin: Flugfélög lækka vorfargjöldin New York, Reuter. NOKKUR stór bandarisk flugfé- lög tilkynntu á þriðjudag að þau ætli að lækka vorfargjöld sin verulega á flugleiðum innan Bandaríkjanna, og sérfræðingar segja að þetta sé gert til að fá fleiri til að ferðast áður en sum- arið gengur í garð. Kevin Murphy, talsmaður Morg- an Stanley-fyrirtækisins, segir að flugfélögin hafi gripið til þessara ráðstafanna til að fjölga farþegum því á vorin sé eftirspumin lftil. Tals- menn flugfélagsins Continental Airlines og systurfyrirtækis þess Eastem Airlines tilkynntu að far- gjöld flugfélaganna lækki um allt að 36 af hundraði í takmarkaðan tíma. Forsvarsmenn Delta Airlines, United Airlines og Piedmond Air- lines sögðust einnig ætla að lækka sín fargjöld álíka mikið. Talsmaður American Airlines sagði að flugfélagið ætli lækka far- gjöld sfn f flugi innan Banda- rílqanna, utan Hawaii. Lækkun far- gjaldanna nær til flugleiða á meg- inlandi Bandaríkjanna og um um 80 bandarískra borga. Flugfar milli New York og Los Angeles mun kosta um 198 dali (7.900 krónur) eftir verðlækkunina, en kostar nú 248 dali (9.900 krónur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.