Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Ásgeir Valur Einarsson—Minning Fæddur 15. ágúst 1911 Dáinn 25. mars 1988 Afi minn, Ásgeir Valur Einars- son, er nú allur. Minningamar leita á hugann, allar ánægjulegar. í huga mínum var afi minn virðulegur og stórhuga maður. Þegar ég átti þess kost að starfa með honum ásamt fðður mínum, bróður, systur og jafnvel öðrum úr fjölskyldunni við dúklögn eða veggfóðrun, þá kallaði ég hann í gamni höfðingjann. Það var einmitt það hann var, höfðingi. Sem höfðingi gekk hann til móts við dauðann. Sennilega verða þær minningar um afa minn sem ég á um síðustu dagana fyrir andlátið sterkastar og munu lifa lengst. Vegna þess að þær lýsa vel dugnaði hans og óbiiandi þraut- seigju. Afí minn var frábær fagmaður fyrir fáeinum árum, þegar hann var rúmlega sjötugur, þá veggfóðraði hann nokkur herbergi í risi með kvistum efst í húsi Buxnaklaufar- innar á hominu á Frakkastíg og Laugavegi, þetta var eitt af síðustu stærri verkum hans á þessu sviði. Eins og menn geta ímyndað sér er erfítt að láta hlutina ganga upp í veggfóðri í herbergjum sem eru lítið annað en skankar, útskot, þríhyrn- ingar og jafnvel trapisur. Mér varð orðfall þegar ég sá handbragðið á verkinu. Hvergi var hrukku né örðu að sjá, allt var slétt og fellt. Vegg- fóðrið var klippt með skærum, hvergi var að finna laufaskurð né flipa. Það er vandasamt verk að klippa blautt pappírsveggfóður svo vel sé. Veggfóðrið var smárósótt pappírsveggfóður. Til þess að það haldi munstri þarf að bera hárrétt á það og Iáta það bíða passlega til þess að það mislengist ekki. Munstrið var eins rétt og það gat orðið. Það var með ólíkindum að maður kominn yfír sjötugt væri fær um annað eins listahandverk. Ég hef stundum talið sjálfan mig færan um að veggfóðra en þama varð mér ljóst að ég átti og á margt eftir ólært í þeirri grein. Enda er vel unnið handverk, list. Ég orðaði þetta við pabba, Bein- tein Ásgeirsson, og hann tók undir aðdáun mína, hann sagði afa sér- fræðing í pappír enda lítið um ann- að en pappírsveggfóður hér áður fyrr. Það var gaman að vinna með afa bæði var hann spaugsamur og hafði einstaka unun af handverkinu. Oft kom hann á óvart svo að maður vissi ekki sitt ijúkandi ráð, þá hló hann og botnaði það sem hann Jónína G. Jóns- dóttir - Minning Fædd 21. ágúst 1901 Dáin 31. mars 1988 í dag, föstudaginn 8. apríl, verð- ur ástkær amma okkar jarðsungin frá Fossvogskapellu. Hún lést á Kumbaravogi þann 31. mars sl. eftir langvarandi veikindi. Jóna amma var ein af þessum alvöru ömmum sinnar kynslóðar. Hún og afí okkar, Hjálmar Svein- bjömsson, múrarameistari, sem lést fyrir aldur fram þann 21. septem- ber 1979 áttu sér fallegt og hlýlegt heimili á Vitastíg 16 í Reykjavík, heimili þeirra stóð alltaf opið gest- um og gangandi, og ekki fórum við ömmubömin varhluta af því. Þæi voru ófáar ferðimar til ömmu og afa á Vitastíg, við vissum að amma átti alltaf eitthvað gott að stinga upp í svanga munna, og nægan tíma til að spjalla. Oft sat hún við saumavélina og af mikilli snilld saumaði hún á okkur hinar ýmsu flíkur sem hvaða fatahönnuður hefði mátt vera hreykinn af. Og ekki má gleyma afa sem alltaf var tilbúinn að gantast við okkur eða lesa eina litla sögu. Amma var sér- stakur persónuleiki sem setti svip á umhverfi sitt. Margt gætum við sagt í viðbót um hana ömmu okk- ar, en við ljúkum þessum kveðjuorð- um nú. Elsku ömmu þökkum við fyrir allt. Erla, Helga og Jóna Hlín hafði verið segja. Einhvemtíma á seinni árum var hann að vinna í heimahúsi. Þegar hann þreyttist átti hann það til að leggja sig á bakið á gólfíð. Lærlingurinn hélt áfram að vinna eins og ekkert væri sjálfsagðara. Afí hefur verið heldur óásjálegur svona hreyfíngalaus á gólfínu. Frúin kom inn í herbergið og var brugðið þegar hún sá þann gamla liggja á gólfínu og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Þá reisti hann sig upp og sagði: „Ó jú, en mikið væri gott að fá kaffí og pönnukökur." í návist höfðingjans á vinnustað þá varð handverkið eitthvað allt annað en bara vinna, við vorum listamenn með aldagamla sögu og sagan var hjá okkur í gervi afa míns höfðingjans. Afí minn var alinn upp í fátækt og nægjusemi millistríðsáranna. Langafí minn Einar Jónsson frá Skildinganesi var sjómaður og lang- amma Gunnvör Sigurðardóttir frá Rauðalæk í Holtum vann við salt- fískbreiðslu á sumrum, stundum með yngstu bömin með sér. Þau bjuggu fyrst við Grettisgötu 44, síðan Laugaveg 54 og byggðu svo við Njálsgötu 69. Þau eignuðust fimm böm: Jón sem lést um tvítugt úr bráðaberklum, Vigberg, Sigurð, Ásgeir Val og Díönu Einarsdóttur sem er ein eftirlifandi. Á þessu heimili lærði afí minn dugnað og vinnusemi sem einkenndi hann allt lífíð til æfíloka. Átján ára 1929 hóf afí nám í veggfóðrun hjá Sveinbimi Ög- mundssyni veggfóðrameistara. Fyrsta árið hafði hann 50 aura á tímann en næstu þijú námsárin hafði hann 70 ára á tímann. Hann stundaði vinnu á daginn og iðnskól- ann á kvöldin. Um það leyti kynnt- ist hann ömmu minni Sigríði Bein- teinsdóttur, Beinteins Bjamasonar söðlasmiðs í Reylq'avík og Ingi- bjargar Ólafsdóttur, Eiríkssonar söðlasmiðs á Vesturgötu 26b. Amma og afí eignuðust fíóra syni Beintein veggfóðrara, Einar Gunnar forstjóra, Ólaf Má vegg- fóðrara og Valgeir sjómann. Þau giftu sig 1933. Fyrstu árin sem hann starfaði hjólaði hann með öll sín verkfæri; veggfóðursborðið, fötumar, kúst- ana og verkfæratöskuna. Hann var virðulegur og snyrtilegur til fara, var gjama með sixpensara, bindi og í ljósri skyrtu. Ilann skipti um föt á staðnum og vann síðan sitt verk. Hann var heppinn að fá ný- lagna- og viðhaldsvinnu hjá Reykjavíkurborg á kreppuárunum og sinnti því meðfram öðrum stór- um og smáum verkum í iðngrein sinni fram á miðjan sjöunda áratug- inn þegar hann tók að sér inn- heimtustörf í Litaveri. Á ferli sínum var hann oftast með nokkra menn í vinnu og útskrifaði flesta lærlinga í veggfóðrun og dúklögn hingað til. Með dugnaði kom hann sér og sínum vel áfram. Margir hafa fetað í hans fótspor og em veggfóðrarar eða nemar í þeirri iðn alls 9 manns í fíölskyldunni. Hann átti alltaf stóra drauma fyrir mig sem sinn elsta sonarson. Ég minnist alltaf með hlýhug þeirra stund þegar ég sat við hliðina á honum á gamlárskvöldi, þegar hann hafði fengið sér í staupinu. Hann greip utan um mig þétt- ingsfast og sagði, Ásgeir, með áherslu og þunga, svo lýsti hann fyrir mér þeim frama sem ég gæti átt í bisness, því að bisness voru hans ær og kýr. Þessar stuttu stundir átti ég þessa drauma með honum. Einhvemveginn þá varð ég eitthvað mikið í fanginu á honum afa mínum á þessum stundum. Venjulega lauk viðskiptum okkar þannig að hann rétti mér pening og sagði: „Ég skal styðja þig.“ Það átti ekki fyrir mér að liggja að fara út í bisness. Enda hefur hugur minn alla tíð stefnt annað. Við vorum á öndverðum meiði í stjómmálum. Hann var hægrimaður en ég var og er félagshyggjumaður. Hann var alla tíð mikill stuðningsmaður Sjálf- stæðisflokksins og kvikaði aldrei frá þeirri stefnu. Afí minn ræddi aldrei um pólitík við mig þó var hann sannur hægri- maður og vissi hvar ég stóð í þeim efnum. I því merkti ég virðingu hans fyrir mér og mínum skoðun- um. Ég hef fundið það tvö undanfar- in ár að hann vissi að hveiju dró. Hann orðaði það ekki, en einhvem- veginn fann ég það. Þó að líkaminn væri að gefa sig, þá dreif hann sig í sund á hveijum degi. Vann sína vinnu af dugnaði og elju þó hann yrði að giska á hvar vegurinn var er sjónin daprað- ist snögglega, þegar hann ók um bæinn við innheimtu. Frítíma sinn notaði hann til að lagfæra og ditta að húsinu að Lang- holtsvegi 143. Hann lagaði stéttina og tröppumar út í garðinn, bflskúr- inn, svo dreif hann í því að klæða húsið að utan með jámi. Lífsstarfíð varð eins og handverk sem varð að klára og skilja vel við, svo hvergi fyndist misfella. Föstudaginn 11. mars kom ég í heimsókn til ömmu og afa. Ég lagði bflnum mínum handan við götuna. Þegar ég steig út heyrði ég bfl ræstan hraustlega svo kvein í. Afí var inni í bílnum. Ég gekk að bílnum og opnaði framhurðina. Ég kastaði kveðju á hann og spurði, hvað hann væri að sýsla. Ég er að pússa þennan bfl í síðasta sinn. Mér varð orðfátt enda vissi ég að hann hafði rétt fyrir sér. Heldurðu það, spurði ég. Já, þetta er búið, sagði hann en á meðan hélt hann áfram að pússa framrúðuna að innan. Hann hinn þama dó nú 51 árs. Þeir ætla að skera mig á mánudag- inn. Ég er nú orðinn 77 ára, ætli maður sé ekki búinn með sinn skammt. Þessir læknar em eins og böm, þeir halda að maður viti ekki neitt. Það var engin beiskja í röddinni, allt var þetta sjálfsagt og eðlilegt. Hann þurrkaði af mælaborðinu og stýrinu. Ég sagðist ætla inn til ömmu, þar vom tvær konur í kaffí. Ég þáði kaffísopa. Stuttu síðar var bankað eldhús- dyramegin. Ömmu varð að orði, „Af hveiju hefur hann Valur læst?“ Um leið og hún gekk fram til áð opna sagði hún að hann hefði verið að laga læsinguna fyrr um daginn. Það hafði gengið brösulega svo að frændi minn sem kom í heimsókn hjálpaði honum. Um leið og amma opnaði spurði hún: „Af hveiju hef- urðu hurðina læsta?" Þetta var greinilega ekki í fyrsta sinn þann daginn sem hann bankaði og lét opna fyrir sér. Hann steig innfyrir og sagði hlæjandi: „Maður verður að athuga hvort læsingin er ekki í Iagi.“ Það var stutt eftir, best að allt væri í lagi. Með þessu hugarfari gekk hann á vit örlaga sinna eins og hann ætlaði sér inn í annað her- bergi inn í annan heim. Hann var samt ekki tilbúinn að yfírgefa þetta herbergi hinna lifandi sem hann hafði átt stóran þátt í að skreyta og gera vistlegra, hann varð að líta heiminn einu sinni enn. Með ofur- mannlegum þrótti miðvikudaginn 16. mars eftir að tekið hafði verið sýni úr iðmm hans, klæddi hann sig upp og fór í gönguferð um vest- urbæinn í síðasta sinn. Hann fór niður á höfn þaðan sem faðir hans hafði sótt sjóinn og móðir hans hafði breitt físk á fyrri hluta aldar- innar. Það var eins og hann gerði grín að öllu saman. Hann kvaddi borgina sem ól hann. Honum hrakaði upp frá því þangað til að hann lést 25. mars. Ég kallaði afa minn höfðingja hér að framan. Ég minnist þess að eitt sinn sá ég kvikmynd þar sem fyrir kom indíánahöfðingi. Þessi indíánahöfðingi kvaddi alla sína nánustu með virktum og gekk síðan upp á hið heilaga fíall settist niður og beið dauðans. Eins og höfðingi tók hann dauða sínum. Allt sem í hans valdi var að laga skyldi vera í góðu lagi. Um leið og ég votta ömmu minni Sigríði Beinteinsdóttur, sonum þeirra, Díönu Einarsdóttur systur hans og öllum nánum ættingjum samúð mína, vil ég þakka afa mínum þá virðingu sem hann sýndi mér, ég þakka honum fyrir að sýna mér að vinnan göfgar manninn og ég þakka honum stóra drauma. Ásgeir Beinteinsson SPÁÐUfSKODANN Cóö greiöslukjör. Handhöfum VISA bjóöum við 25% útborgun og afganginn á 12 mánuðum. verö frá kr. 176.600.- JÖFUR -ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.