Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8: APRÍL 1988 KNATTSPYRNA yyNjósnariá< Anderlecht spurði mikið um Halldór Áskelsson ÞAÐ er Ijóst að miklar breyt- ingar eru framundan hjá And- erlecht í Belgíu og að nokkir leikmenn verða seldir frá fé- laginu. „Yfirnjósnari11 félags- ins var á meðal áhorfenda þegar Þórfrá Akureyri lék gegn Lokeren í Belgíu á dög- unum.. Hann var eins og grár köttur í kringum okkur og spurði mikið um Halldór Áskelsson, sem átti mjög góðan leik gegn Loker- en. Við vorum klaufar að tapa fyrir Lokeren, 1:2. Belgíumenn- imir unnu okkur á úthaldinu," sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs. Guðmundur Valur Sigurðs- son skoraði mark Þórs. „Njósnarinn" hafði greinilega mikinn áhuga á Halldóri og hann spurði okkur hvort að Þórsliðið væri tiibúið að koma aftur út og leika. Halldór er í mjög góðu formi núna og ég hef trú á því að Halld- ór fari í atvinnumennsku eftir þetta keppnistímabil," sagði Jó- hannes. Jóhannes sagði að forráðamenn Lokeren hafi einnig verið mjög hrifnir af Halldóri. HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞYSKA BIKARKEPPNIN Mats Wllandor er ( 3. sæti á heimslistanum á eftir landa sfnum Stefan Edberg. Flestir spá því að þeir vinni Davis-bikarinn í 5. sinn. Flestir veðja áSvíþjóð 8-liða úrslit Davis-bikarsins hefjast í dag FLESTIR telja Svía llklegasta tll sigurs í Davis-bikarnum, en í dag hefjast 8-liða úrslitin. Svfar mœta Tékkum, V-Þjóð- verjar leika gegn Dönum, Júgó- slavar gegnItöium og Frakkar gegn Ástraiíumönnum. Af þessum þjóðum eru Svíar tald- ir sigurstranglegastir, enda hafa þeir leikið til úrslita fimm ár í röð og fjórum sinnum sigr- aðfkeppninni. Svíar stilla þó ekki upp sínu sterkasta liði. Anders Jarryd, félagi Stefans Edberg í tvíliðaleik, getur ekki leikið með vegna meiðsla í hnéi. Helstu tromp Svía eru Mats Wilander og Stefan Edberg sem eru f 2. og 3. sæti yfír bestu tennisleik- ara heims og auk þeirra keppa Mikael Pemfors og Jonas Svenson sem báðir hafa leikið mjög vel að randanfömu. Svíar unnu auðveldan sigur á Nýja-Sjálandi, 5:0, en Tékk- ar, sem féllu óvænt út í 1. umferð i fyrra, sigraðu Paraguay, 5:0. Tékkar stilla upp sterku liði, þrátt fyrir að Miloslav Mecir sé meiddur í baki. Hann ætlar þó að keppa, en vart við því að búast að hann leiki eins vel og hann getur. Þá kom á óvart að Tomas Smid var valinn í liðið í stað hins hávaxna Milan Srej- ber. Svíarsterfcastlr Þrátt fyrir að lið Tékkóslóvakíu sé •< sterkt telja flestir að þeir verði ekki nein hindrun fyrir Svía sem stefna að 5. meistaratitli sínum í Davis- ^jjkamum. V-Þjóðverjar, sem mæta Dönum, era bjartsýnir og hafa mikla trú á sínum besta manni, Boris Becker. V-Þjóðveijar sigraðu Brasilíumenn, 5:0 f fyrstu umferð. Þrátt fyrir að Danir hafi komið á óvart með sigri á Spánverjum í fyrstu umferð era möguleikar þeirra ekki miklir gegn V-Þjóðverj- um. „Minna en 5:0 sigur Þjóðverja kæmi á óvart," segir Michael Tau- son, sterkasti maður danska liðsins. AuöveK hjá V-Þjóðverjum Boris Becker hefur staðið sig vel að undanfömu og sigraði í heims- meistaramótinu fyrir skömmu er hann lagði Stefan Edberg í úrslita- leik. Becker er talinn 4. besti tennis- leikari heims og næsti maður Þjóð- veija er Eric Jelen, sem er í 40. sæti. Þess á geta að efsti maður Dana er í 315. sæti á listanum yfír bestu tennisleikar heims. Þeir stilla þó ekki upp sínu sterkasta liði því Peter Bastiansen var sendur heim vegna slæmrar hegðunar. „Við eram ekki famir að hugsa um undanúrslitin og geram það ekki fyrr en við höfum sigrað Dani," sagði Niki Pilic, fyrirliði V-Þjóð- veija. Þó ætti að að teljast nokkuð öraggt að þeir komist f úrslitaleik- inn, en þeir mæta líklega Júgó- slavíu eða ftalíu í undanúrslitum. Pat Cash ekkl meö Ástralíumenn urðu fyrir miklu áfalli þegar Pat Cash gaf ekki kost á sér í leik þeirra gegn Frökkum. Eigin- kona hans á von á öðra bami þeirra um helgina og Cash gaf því ekki kost á sér í leikinn. En þótt hann hefði leikið með væra möguleikar Ástralíumanna ekki miklir. Lið Frakka er mjög sterkt og vann sannfærandi sigur yfír Sviss í fyrstu umferð, 4:1. Yannick Noah og Henry Leconte, tveir sterkustu menn Frakka, leika báðir með liðinu, en það hefur ekki gerst síðan 1985. Auk þeirra era í liðinu Guy Forget og Thieriy Tul- asne. Ástralíumen stilla upp lítt þekktum spiluram, John Fitzgerald, Martin Woodforde, Darren Cahill og \Vally Masur. Woodforde er efstur Ástra- líumanna á heimslistanum, í 56. sæti. Ástralíumenn unnu nauman sigur yfír Mexfko, 3:2, í fyrstu umferð eftir góðan leik Pat Cash. Nú er hann ekki með og möguleik- ar Ástralíu því takmarkaðir. Loks er það viðureign Júgóslavíu og ítalfu. Þessi leikur ætti að vera mjög jafn, en möguleikar Júgó- slavíu velta á frammistöðu Slobod- an Zivojnovic, en hann er yfírburða- maður í liðinu. Þeir leika á hörðum velli sem er sérstaklega hannaður fyrir Zivojnovic, sem er f 23. sæti á heimslistanum. Báðar þjóðir komust naumlega í úrslit, Júgóslavar sigraðu ísrael, 3:2 og ítalir sigraðu Indverja,_3:2. Paelo Cane er besti maður ítalska Iiðsins og er í 68. sæti á heimslistan- um. Aðrir leikmenn era Francesco Cacellotti, Giovanni Camporese og Guido Colombo.' Flestir spá þvf að Svfar vinni Davis- bikarinn í 5. sinn með sigri yfír V-tjóðveijum í úrslitaleik, en í Davis-bikamum er ekkert öraggt og á hveiju ári hefur a.m.k. eitt lið komið veralega á óvart og því of snemmt að spá um úrslit. Díisseldorf gegn Essen í átta liða úrslitum Ígær var dregið í átta liða úrslit vestur-þýsku bikarkeppninnar í handknattleik og drógust Diissel- dorf og Essen saman, sterkustu lið- in, sem eftir era. Bredemayer, þjálf- ari Dusseldorf, vildi síst af öllu lenda á móti Essen, „en Frá Jóhannilnga Gunnarssyni iV-Þýskalandi HANDBOLTI maður verður að taka þessu," sagði hann. Forseti Essen var hins vegar ánægður. „Þetta er alls ekki slæmt, því leikurinn fer fram rétt við hús- dymar okkar. Mun erfiðara og verra hefði verið að þurfa að leika í Norður- eða Suður-Þýskalandi.“ Alfreð Gíslason var vongóður, enda hefur Essen yfírleitt gengið vel með Diisseldorf. Þá leikur Wiche-Handewitt heima gegn Milbertshofen, Niederwurzbach fær Hiittenberg í heimsókn og Wallau-Massenheim leikur gegn Dormagen. SKÍÐI / HÚSAVÍK „Ætlum að verja Evrópu meistara- titilinn" - segir Björgvin Björgvinsson EVRÓPUKEPPNI lögreglu- manna í handknattleik hefst 17. apríl, en keppnin er haldin hér á landi. íslendingar eru núverandi Evrópumeistarar og stefna að þvf að verja titilinn. Islenska lögregluliðið er skipað þekktum handknattleiksmönn- um. í liðinu era m.a. landsliðsmenn- imir Sigurður Gunnarsson og Ámi Friðleifsson úr Víking og Guðmund- ur Hrafnkelsson úr Breiðbliki, Hannes Leifsson úr Fram, Hans Guðmundsson úr Breiðbliki og Val- garð Valgarðsson úr FH. Þá er Svavar Magnússon, leikmaður Breiðbliks í liðinu, en óvíst er hvort hann geti leikið með. íjálfari liðsins er enginn annar en Björgvin Björg- vinsson, þjálfari Fram og marg- reynd landsliðskempa og aðstoðar- maður hans er Steindór Gunnars- son, sem lék lengi með Val. „Við ætlum að veija Evrópumeist- aratitilinn og ég held að við eigum góða möguleika á því,“ sagði Björg- vin Björgvinsson, þjálfari liðsins. „Andstæðingar okkar eru sterkir. Vestur-Þjóðveijar og Danir era með sterk lið og stilla meðal annars upp gamlareyndum landsliðsmönnum auk leikmanna úr 1. deild. Þannig að handknattleikslega sé verða þessir leikir á háu plani.“ Sex lið taka þátt í keppninni og leikið er í tveimur riðlum. Islending- ar leika í riðli með Frakklandi og Noregi, en í honum riðlinum era V-Þýskaland, Danmörk og Svfþjóð eða Sviss, en þjóðimar eiga eftir að leika til úrslita um síðasta sætið í keppninni. Leikið verður í. Hafnarfírði, Akra- nesi, Kópavogi og Keflavík, en úr- slitaleikimir fara fram í Laugar- dalshöllinni föstudaginn 22. apríl. Morgunblaðið/Sigurður P. Björnsson Slgurvegaramlr, Amar Bragason og Gunda Vigfúsdóttir. i Gunda og Arnar sigruðu í fyrsta Stefánsmótinu STEFÁNSMÓTIÐ var haldið í fyrsta sinn á Húsavfk á páska- dag í góðu veðri og færð og með um 30 þátttakendum á öllum aldri. Þetta er keppni í stórsvigi af toppi Húsavíkurfjalls og „niður í bæ“ en fjallið er 417 metrar yfír sjávarmáli. Farándgripi í þessa keppni gaf hinn þekkti íþróttafröm- uður Stefán Kristj- ánsson, sem er fæddur og uppalinn Húsvíkingur og stundaði hér íþróttir í æsku og SigurðurP. Bjömsson skrifarirá Húsavik var lengi íþróttakennari en endaði sinn starfsferil sem íþróttaráðu- nautur Reykjavíkurborgar. Stefán man þann draum ungra drengja þá hann var í þeirra hópi að renna sér af toppi Húsavíkurfjalls og beina braut niður f bæ, en það höfðu ein- staka djörfustu ungmenni þá gert. Úrslit keppninnar urðu þau að f stúlknafíokki sigraði Gunda Vigfús- dóttir, önnur varð Anna íris Sigurð- ardóttir og þriðja Sólveig Sigurðar- dóttir. í karlaflokki sigraði Amar Bragason, annar varð Sigurður Hreinsson og þriðji Sveinn Aðal- geirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.