Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Stefnir - Hafnfirðingar Fundurinn sem vera átti nk. laugardag í Sjálfstæðishúsinu v/Strand- götu er frestað til laugardagsins 16/4 ’88. Þorlákshöfn Höfn Suðurlands Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suöur- landskjördæmi boðar til almenns fundar um höfnina i Þorlákshöfn, stöðu og fram- tíðarmöguleika, mánudaginn 11. apríl nk. kl. 20.30 í Grunnskólanum. Framsögumenn: Hermann Guðjónsson, hafnarmálastjóri. Magnús Jónsson, framkvstjóri Herjólfs. Einar Sigurösson, skipstjóri. Að loknum framsöguræðum verða almenn- ar umræður. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi. Heimaland Nýir atvinnumöguleikar Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins boðar til almenns fundar um nýja möguleika í uppbyggingu atvinnu i sveitum. Fundurinn verður á Heimalandi mánudaginn 11. apríl kl. 20.30. Framsögumenn: Halldór Gunnarsson. Páll Richardsson frá Ferðaþjónustu bænda Grétar Haraldsson, Miðey. Jón Óskarsson. Kristinn Guðbrandsson. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Suðuriandskjördæmi. Vík í Mýrdal Atvinnubygging í Vestur-Skaftafellssýslu Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Suður- landskjördæmi og sjálfstæðisfélögin boða til almenns fundar um atvinnuuppbyggingu i Vestur-Skaftafellssýslu föstudaginn 8. april kl. 20.30 í Brydebúð. Framsögumenn: Þórir Kjartansson. Helga Þorbergsdóttir. Reynir Ragnarsson. Jóhannes Kristjánsson. Að loknum framsöguræðum verða almenn- ar umræöur. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi. Selfoss Atvinnubygging á Suðurlandi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suð- uriandi boðar til ráðstefnu um atvinnuupp- byggingu á Suðurlandi sunnudaginn 10. april nk. í Hótel Selfoss kl. 15.00. Framsögumenn: Oddur Már Gunnarsson, iðnráðgjafi. Hafsteinn Kristinsson, framkvæmdastjóri. Brynleifur Steingrimsson, læknir. Fannar Jónasson, viöskiptafræðingur. Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri. Að loknum framsöguræðum verða almenn- ar umræður. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðuriandi. Flúðir Sjálfstæð landbúnaðarstefna á Suðurlandi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suð- uriandi boðar til opinnar ráðstefnu um sjálf- /{V stæða landbúnaðarstefnu á Suðuriandi í ' félagsheimilinu á Flúðum laugardaginn 9. april kl. 14.00. Rætt verður um stöðu og stefnu i landbúnaði á Suðurlandi með tilliti til breytinga og aukins sjálfstæðis i land- búnaðarstefnu fyrir Suöurland. Framsögumenn: Hermann Sigurjónsson, Raftholti. Halldór Gunnarsson, Holti. Kjartan Ólafsson, Selfossi. Jóhannes Kristjánsson, Höfðabrekku. Eggert Pálsson, Kirkjulæk. Hrafn Bachmann, kaupmaður. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður. Kjördæmisráð Sjáifstæðisfiokksins á Suðuriandi. Eskifjörður Fundur með iðnaðarráðherra Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, verður á opnum fundi í Valhöll, föstudaginn 8. apríl kl. 20.30. - Einnig mæta á fundinn: Egill Jónsson, alþingismaður, Guðnjn Zoega, aðstoðarm. iðnaðarráðherra, Hrafnkell A. Jónsson, varaþingmaður og formaöur verka- lýðsfélagsins Árvakurs. Állir velkomnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins, Austurlandskjördæmi. Vesturland Sjálfstæðisféiagið Skjöldur Stykkishólmi Almennur fundur um bæjarmál verður haldinn í Hótel Stykkishólmi sunnu- daginn 10. april nk. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun bæjarins. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri. 2. Almennar um- ræður. Öllum bæjarfulltrúum hefur verið boðin þátttaka í þessum fundi. Fundarstjóri Eygló Bjarnadóttir. / Stjórnin. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í sjálfstæöis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 10. aþríl nk. kl. 10.30. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðis- flokksins mæta á fundinn. Kaffiveit- ingar. Sálfstæðisfólögin Akranesi. Seyðisfjörður Fundur með iðnaðarráðherra Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, verður á opnum fundi i félagsheimil- inu Herðubreið laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Einn- ig mæta á fundinn: Egill Jónsson, alþing- ismaður, Guðrún Zoega aðstoðarm. |fe iðnaðarráðherra, Kristinn Pétursson, varaþingmaður og Hrafnkell A. Jónsson, varaþing- maöur og formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs. Allir velkomnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins, Austuriandskjördæmi. . Greenpeace í Bandaríkjunum: \ Biðja skólamötuneyti að í sniðganga íslenskan fisk » j Veitingahús neita tilmælum Greenpeace GREENPEACE í Bandaríkjunum hyggst á næstunni hefja herferð til að hvetja mötuneyti í bandarískum skólum að hætta að kaupa íslenskan fisk vegna hvalveiða íslendinga. Aðgerðir Greenpeace gegn þremur veitingahúsakeðjum sem kaupa íslenskan fisk hafa nú staðið yfir í fimm vikur, en ekkert fyrirtækjanna mun þó ætla að hætta að kaupa íslenskan fisk vegna þrýstings frá samtökunum. Magnús Gústafsson, forsljóri Coldwater Seafood, segir að enginn sjáanlegur árangur sé enn af aðgerðum Greenpeace og að ekki sé augljóst hvernig Greenpeace ætli að fá skólamötuneyti til að snið- ganga íslenskan fisk, þar sem um útboð sé að ræða. Campbell Plowden, sem stjómar aðgerðum Greenpeace gegn hval- veiðum, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að mótmælaaðgerðir á vegum samtakanna hefðu farið fram í sex borgum í Bandaríkjunum og hefðu 50-400 manns tekið þátt í þeim. Þá hefðu um 75.000 manns skrifað undir áskoranir til þriggja fyrirtækja um að sniðganga íslensk- an fisk. Fyrirtækin eru Long John Silver’s, Burger King, og Shoney’s, sem rekur veitingahúsakeðjuna Captain D’s. Plowden sagði að fulltrúar Gre- enpeace hefðu keypt hlutabréf í Shoney’s til að geta setið á árlegum- hluthafafundi fyrirtækisins fyrir skömmu. Þar hefði komið fram að fyrirtækið keypti engan íslenskan físk nú, en forsvarsmenn fyrirtæk- isins hefðu tekið það skýrt fram að það væri ekki vegna þrýstings frá Greenpeace. Shoney’s mun hafa keypt lítið sem ekkert af íslenskum fisk hin síðustu ár. Aðspurður sagði Plowden að hin tvö fyrirtækin hefðu ákveðið neitað tilmælum Greenpe- ace; Á næstunni áformar Greenpeace að þrýsta á skólamötuneyti í Banda- ríkjunum að hætta að kaupa íslenskan físk þar til íslendingar hætta hvalveiðum. Auk þess munu samtökin einbeita sér sérstaklega að Burger King, en það fyrirtæki hætti að kaupa nautakjöt frá Costa Rica vegna aðgerða Greenpeace í fyrra, að sögn Plowdens, en Gre- enpeace hélt því fram að regnskóg- ar þar í landi væru höggnir gegnd- arlaust niður vegna nautgriparækt- ar. Burger King er einn stærsti kaupandi Iceland Seafood, dóttur- fyrirtækis Sambandsins, á unnum fískafurðum. Magnús Gústafsson sagði að I/mg John Silver’s, stærsti við- skiptavinur Coldwater, legði áherslu á að farið væri að lögum f hvalveiðimálinu og að samkomulag væri um það milli ríkisstjóma ís- lands og Bandaríkjanna. Forráða- menn Long John Silver’s hefðu kynnt Greenpeace þessa afstöðu sína. Morgunblaðið/Douglas Harsch Frá mótmælaaðgferðum Greenpeace í Atlanta í Georgíu-ríki í Banda- ríkjunum fyrir utan veitingastaðinn Captain D’s. Tæplega hundrað manns tóku þátt í mótmælunum þegar flest var, að sögn heimilda- manns Morgunblaðsins, sem tók meðfylgjandi myndir. Við mótmælin í Atlanta var settur á svið leikþáttur um deilur íslend- inga og Bandaríkjamanna vegna hvalveiða. Maðurinn með banda- ríska fánann á öxlunum á að tákna bandarísk yfirvöld, en sá sem leikur fulltrúa íslendinga er í lopapeysu með hyrndan víkingahjálm úr plasti á höfðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.