Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APJKÍL 1988 59 ÍÞRÚmR FOLK ■ BRESKA meistaramótið í júdó fer fram í London um helgina. Fjór- ir íslendingar verða á meðal þátt- takenda, þeir Bjarni Friðriksson, Ómar Sigurðsson, Halldór Haf- steinsson og Sigurður Bergmann. I GRÍMUR Valdimarsson var kjörinn formaður Armanns á aðal- fundi félagsins fyrir skömmu. Aðrir í stjóm eru Siggeir Siggeirsson, varaformaður, Kolbeinn Ingólfs- son, gjaldkeri, Sigurður Hali, rit- ari, og meðstjómendur þau Ómar Kristjánsson, Stefán Jóhannsson og Hrefna Sigurðardóttir. ■ STEFAN Henrik, línumaður og fyrrverandi landsliðsmaður, sem var rekinn frá Hofweier í vetur, leikur með Essen næsta tímabil í vestur-þýsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik. Henrik var látinn fara frá Hofweier eftir að hann reyndi að velta Arsenyevic þjálfara úr sessi. Arsenijevic hefur gert góða hluti hjá Hofweier, en hanri verður þjálfari Lemgo næsta tímabil. ■ JÓN Zoega var kjörinn for- maður Vals í Reykjavík á aðalfundi félagsins, sem fram fór á dögunum. Jafet Ólafsson er varaformaður, Guðlaugur Björgvinsson ritari, Þorsteinn Haraldsson gjaldkeri og Hrólfur Jónsson og Jónas Guðmundsson meðstjómendur. Auk þess eru formenn deildanna í stjóminni, þeir Eggert Magnús- son, knattspymudeild, Þórður Sig- urðsson, handknattleiksdeild og Sigurður Lárus Hólm, körfu- knattleiksdeild. ■ VÍÐA VANGSHLAUP ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl. Hlaupið, sem fer nú fram í 73. sinn, er öllum opið, en er einnig sveitakeppni í karla-, öldunga-, sveina-, kvenna- og meyjaflokki. Hlaupið er um fjór- ir km og hefst kl. 14 í Hljómskála- garðinum við Skothúsveg. Guð- mundur Þórarinsson tekur við þátttökutilkynningum, en skrán- ingu lýkur sunnudaginn 17. apríl.- ■ TENNISDEILD ÍK verður með tenniskeppni I Digranesi um helgina og verður keppt í einliða- og tvíliðaleik með forgjöf. Öllum er heimil þátttaka, en Einar Ólafs- son (s. 41019) og Einar Sigurðsson (s. 52941) sjá um skráningu. ■ FRANSKA félagið Toulon hefur ákveðið að fara í mál við hollenska leikmanninn Jan Bos- man, markakóng Ajax. Franska liðið segir að Bosman hafi lofað liðinu að hann myndi skrifa undir flögurra ára samning og liðið vilji koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við annað lið. Bos- man segist ekki hafa lofað liðinu samning, þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við forráðamenn liðsins. I TRACER Mílanó tryggði sér sigur í Evrópukeppni félagsliða f körfuknattleik í gær með sigri á Maccabi Tal Aviv, 90:84, í úrslita- leik í Belgiu. Þetta er annað árið í röð sem Tracer Mílanó sigrar í þessari keppni. ■ BRASILÍUMENN hafa enn ekki ráðið nýjan landsliðsþjálfara í knattspymu, en Carlos Alberto Silva hætti í desember þegar samn- ingur hans rann út. Octavio Pinto forseti brasilska knattspymusam- bandsins sagði f gær að nýr þjálf- ari yrði ráðinn f næsta mánuði. „Það liggur ekkert á. Eina verkefni íiðsins eru nokkrir vináttulandsleik- ir í Evrópu í júní og þjálfarinn hefur nægan tíma til að velja lið- ið,“ sagði Pinto. Hann sagði að Brasilíumenn hefðu ekki ráð á þvf að hafa þjálfara á fullum launum allt árið. Fjölmiðlar telja að Silva verði ekki endurráðinn og líklegast þykir að Carlos Alberto Parreira verði boðin staðan, en hann þjálf- ar nú i Mið-Austurlöndum. KÖRFUKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ „Stærsta stund KNATTSPYRNA Jónas í uppskurð Jónas Róbertsson, miðvallarleik- maðurinn knái hjá Þór, verður að gangast undir uppskurð á hnéi og verður ekki með í fyrstu leikjum Þórs í sumar. „Ég fór til læknis hér á Akureyri í dag [í gær] og þá kom í ljós að það þarf að opna hnéið aftur. Þetta þýðir að ég get ekki byrjað að leika með Þór fyrr en í fyrsta lagi í júní,“ sagði Jónas í samtali við Morgunblaðið í gær. Jóns gekkst undir uppskurð á sama hnéi í janúar og var að ná sér á strik aftur eftir það. Þetta kemur sér mjög illa fyrir Þórsarar þar sem þeir hafa misst marga leikmenn. Einnig á Bjami Sveinbjömsson við hnémeiðsli að stríða og ekki víst að hann getið verið með í fyrstu umferðunum. íkvöld h Fylki og Leiknir leika í 1 Reykjavíkurmótinu í knatt- ■ spymu á gervigrasinu í Laug- I aitlal í kvöld kl. 20.30. Morgunblaðið/Einar Falur Jon Kr. Qíslason átti frábæran leik í gær og hér veður hann í gegnum vöm Hauka og skorar. Stórsigur ÍBK í fyrri leiknum Geysileg stemming var í fþróttahúsinu í Keflavík í gœr- kvöldi þegar ÍBK sigraöi Hauka 83:67 ffyrri leik liðanna í úr- slitakeppni úrvalsdeildarinnar. Um tíma virtust Haukarnir vera að ná tökum á leiknum, en þegar mest á reið, brugðust taugar þeirra og það nýttu heimamenn sér og stóðu uppi f lokin sem öruggir sigurvegar- ar. í hálfleik var staðan 41:40 fyrir Hauka. Taugamar bmgðust hjá okkur undir lokin, svo einfalt var það,“ sagði Pálmar Sigurðsson leik- maður og þjálfari Haukanna eftir ■■■■■ leikinn. „En við eig- Bjöm um að leika aftur við Blöndal þá á sunnudaginn og þá kemur ekkert annað til greina en sigur, því get ég lofað Keflvíking- um,“ sagði Pálmar ennfremur. „Mínir menn léku vel þegar mest reið á og ég er sérstaklega ánægð- ur með hversu vel nýliðamir stóðu sig,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari IBK, eftir leikinn. Keflvíkingar hófu leikinn af miklum skrífar krafti og náðu fljótlega 12 stiga forskoti 20:8, en Haukunum tókst að minnka muninn hægt og bítandi og átti stórleikur ívars Ásgrímsson- ar þar mestan hlut að máli. í síðari hálfleik var leikurinn i jámum fram- an af, en þegar 5 mínútur vom til leiksloka og staðan 64:62 fyrir IBK, hmndi leikur Haukanna og Keflvík- ingar skomðu 19 stig gegn 5 stig- um Hafnfirðinganna við geysileg fagnaðarlæti heimamanna. Jón Kr. Gíslason átti stórleik með ÍBK að þessu sinni, skoraði 18 sti og átti auk þess 21 stoðsendingu. Magnús Guðfínnsson, Axel Niku- lásson og Guðjón Skúlason áttu líka góðan leik. Ivar Ásgrímsson var áberandi bestur í liði Hauka framan af og síðan Pálmar Sigurðsson, en þessir tveir leikmenn héldu liðinu á floti öðmm fremur að þessu sinni. Stíg IBK: Guðjón Skúlason 19, Jón Kr. Gtslason 18, Magnús Guðfinnsson 14, Hreinn Þorkelsson 12, Axel Nikulásson 12, Sigurður Ingimundarson 4, Brynjar Harðar- son og Albert Óskarsson 2 stíg hvor. Stíg Hauka: Ivar Ásgrímsson 26, Pálmar Sigurðsson 28, Ingimar Jónsson 6, Tryggvi Jónsson 4, Ivar Webster 4 og Henning Henningsson 2 stíg. Dómarar voru ómar Scheving og Kristínn Albertsson og dœmdu ágætlega. mín sem þjálfari" -sagði Þorbjörn Jensson þegar IFK Malmö tryggði sér sæti í 1. deild „ÞETTA er stærsta stundin á ferli mínum sem þjálfari," sagði Þorbjörn Jensson eftir að lið hans, IFK Malmö, haföi sigrað Irsta 39:22 í ótrúlegum leik. Malmö þurfti að vinna með 12 marka mun, en f leik- hléi var staðan 17:18, Irsta í vil. En í síðari hálfleik skoraði Malmö 22 mörk gegn 4 og Þorbjðrn Jensson hafði ástæðu til að fagna í gær. Lið hans IFK Malmö er komið í 1. deild eftir ótrúlegan sig- ur á Irsta. komst þar með óvænt f 1. deildina ásamt Saab, liðinu sem Þorbergur AAalsteinsson þjálfar. Það áttu fæstir von á því að IFK Malmö tækist að vinna sér sæti í 1. deild. Liðið þurfti að sigra Irsta með 12 marka mun og í hálf- ■■■^^g leik var liðið einu Frá Magnúsi marki undir, 17:18. Ingimundarsyni Þorbjöm hefiir hald- iSviþjóð . ið góða ræðu yfir sínum mönnum því þeir fóm á kostum í sfðari hálfleik, skoruðu 22 mörk gegn 4. Hreint ótrúlegar tölur. Gunnar Gunnarsson var besti mað- ur Malmö og skoraði 6 mörk, en hann hefur leikið mjög vel í vetur. Saab, lið Þorbergs Aðalsteinssonar, hafði þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni ásamt Karlskrona, en flestir bjuggust við að Frölunda tryggði sér þriðja sætið í úrslita- keppninni og þar með sæti í 1. deild. Liðið var með hagstæðari markatölu en Malmö, en Þorbjöm og félagar komu á óvart með frá- bæram síðari hálfleik. Saab sigraði í úrslitakeppninni með 6 stig. Karlskrona var einng með 6 stig, en verra markahlutfall. Malmö og Frölunda komu næst með 5 stig, en markatala Malmö var betri svo munaði fímm mörkum. Vikingama hafnaði í 5. sæti með 4 stig og Irsta í neðsta sæti með 2 stig. Sigurá Belgíu íslenskursigurá Flugleiðamótinu Islenska drengjalandsliðið, U-16 ára, sigraði Belga, 26:24, f úr- slitaleik Flugleiðamótsins í hand- knattleik sem fram fór í Belgfu í gær. Islendingar sigraðu Hollendinga í fyrsta leiknum, 21:18 og unnu svo yfirburðasigur á Luxemburg, 30:10. Leikurinn gegn Belgíu var því úrslitaleikur. Að mótinu loknu vora valdir bestu leikmenn mótsins og vora þeir flest- ir íslenskir. Láras Sigurðsson, Val, var valinn besti vamarmaðurinn, Magnús Sigmundsson, FH, besti markvörðurinn, Jason Olafsson, Fram, besti sóknarleikmaðurinn og Öm Ámarson, Val, var markahæsti maður mótsins með 16 mörk. Mörk íslands gegn Belgfu: öm Amarson 6, Jason Ólafsson 6, Einar Sigurðsson 5, Armann Sigurvinsson 8, Ólfver Pálmason 2, Rfkharður Daðason 2, Patrekur Jóhann- esson 1 og Björgvin Rúnarsson 1. Jónas Róbartsson. SPÁÐU / LfÐIN OG SPILAÐU MEÐ Lelklr 9. aprfl 1988 K I 1 X 2 Hægt er að spá i leikma simleiðis og , Luton . wimbiedorn greiða fynrmeð kreditkorti. 2 Notrm Forest. Llverp00,i Þessiþjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 3 cheisea - Derby2 til 17.00 og laugardaga frá kl. 9.00 til 13.30. 4 coventry - chariton2 /Tx Síminn er688 322 s Newcastie-o.p.R2 6 Southampton - Arsenal2 7 Watford - Oxford2 Mjá |j—i, |—■ iir j., L j~l. ■ r-L m ■ ■■■■■ . 8 Crystal Palace - Aston Vllla3 Bfifl ISLENSKAR GETRAUNIR 9 Mlddlesbro-Man. CltyS 10 Oldham-Stoke3 -eini lukkupotturinn þarsem þekking 11 swindon - Biackburns margfaidar vinningslíkur. 12 w.b a. - Leicester3 HANDBOLTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.