Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 11
8861 JIHIA .8 ÍIUOAaUTSÖJ .aitíAjaUUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988
Melódía og myndlist
„Martin Berkofsky spilar ung-
verska rapsódíu nr. 10 eftir Franz
Lizt“ er undirtitill við sýningu Guð-
mundar Björgvinssonar í Vestursal
Kjarvalsstaða. Þar sýnir Guðmundur
49 málverk, gerð með akrýl-litum á
striga í beinum tengslum við spila-
mennsku Berkofskys á nefndu tón-
verki.
Myndverkum Guðmundar er skipt
í myndraðir eftir kaflaheitum tón-
verksins og verður hver og einn að
finna út þau tengsl, sem listamaður-
inn setur þar saman. Guðmundur
hefur haldið þó nokkrar sýningar á
verkum sínum allt frá 1976, og oftar
en einu sinni hefur hann unnið frá
þemum, sem hafa verið honum hug-
ljúf í það og það skiptið. Hann er
nokkuð ágengur f litameðferð sinni
og á það til að vera hryssingslegur
í lit, ef svo mætti að orði kveða. Það
þótti nokkuð góð latína í eina tíð, en
er nú löngu fyrir bí. Akrýl-litir eru
líka dálítið varasamir hvað þetta
snertir og ég fæ ekki séð að Guð-
mundur hafi náð sterkari tökum á
þeim en áður var, t.d. er lítill munur
á litameðferð í þessum nýju verkum
og þeim sem hann sýndi f Hlaðvarp-
anum árið 1986.
Guðmundur er nokkuð tvískiptur í
list sinni. Hann hefur skrifað tvær
skáldsögur og stundað nám f sálar-
fræðum. Ég get ekki að því gert, en
- mér fínnst hann eins og nokkuð tví-
stígandi í því, hvar hann eigi að beita
sér af öllu afli. Ég er ekki nægilega
ánægður með þetta framlag Guð-
mundar til sýningarvertíðarinnar á
þessu vori. Það er engin spuming,
að Guðmundur gerði miklu betur ef
einbeitingin væri í samræmi við vilj-
ann. Ég skal ekki þusa meir að sinni,
enda hef ég ekki mikið meir um þessa
sýningu að segja. Hver veit nema
komi betri tíð og blóm í haga.
Sýning Jens
Kristleifssonar
Á Vesturgangi Kjarvalsstaða sýnir
grafíklistamaðurinn Jens Kristleifs-
son málverk, gerð á pappír með
akrýl—litum, og er það í fyrsta sinn,
sem þessi grafíker sýnir slíka mynd-
gerð, en Jens hefur allan sinn feril
unnið á grafíska sviðinu og ekki hvað
síst er hann þekktur fyrir tréristur
sínar.
Sem sagt, nú hefur Jens undið sfnu
kvæði í kross og gert landslag að
aðalviðfangsefni sínu í því málverki,
en hann stundar um þessar mundir.
Hann segir sjálfur, að landslagið hafí
aldrei verið langt undan f myndgerð
sinni og nú hafí hann freistast til að
reyna enn einu sinni að gera málverk
úr fyrirmyndum sínum. Þetta hefur
tekist hjá Jens, hann málar í þessum
sýningarmyndum á afar einfaldan og
hávaðalausan hátt fyrirmyndir, sem
oft á tíðum eru fjallshlíð og óbrotinn
forgrunnur, þar sem litum er stillt
mikið í hóf, og það er viss yndis-
þokki, sem verður til í flestum þeim
litlu verkum, sem hanga þama á
veggjum. Það er auðsætt á þessum
akrýl—myndum, að Jens hefur beitt
grafískum tilbrigðum á einkar sér-
stæðan hátt við gerð þessara verka.
Jens hefur greinilega mikið lært af
fyrri myndgerð sinni og notfærir sér
þá reynslu við núverandi viðfangs-
efni. Jens notar mikið gráu tónana í
þessum verkum og einna best tekst
honum í mynd eins og NO. 31, en
þar fer hann á kostum, og raunar
mætti sama segja um nokkrar aðrar
myndir á þessari sýningu. Aðeins
tvær myndir eru þama málaðar með
olíulitum, en þar nær Jens ekki sama
árangri eins og þegar best lætur með
akrýl—litunum. Hann er sýnilega
miklu meira á heimavelli þegar akrý-
Jens Kristleifsson
lið á í hlut en olfan.
Þetta er sýning sem lætur ekki
mikið yfír sér, en hefur sitt af hveiju
að bjóða. Það mætti ljúka þessum
línum með því að segja við Jens, að
tilraun hans hafí heppnast og til hafi
orðið myndverk í einlitum gráum tón-
um, eins og hann sjálfur kemst að
orði.
Næstum enginn er fullkominn
John Malkovitch í hlutverki Ódysseiis.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Gerð hins fullkomna („Making Mr.
Right“). Sýnd i Laugarásbfói.
Bandarísk. Leikstjóri: Susan
Seidelman. Handrit: Floyd Byars
og Laurie Frank. Framleiðendur:
Joel Turber og Mike Wise. Kvik-
myndataka: Ed Lachman. Helstu
hlutverk: John Malkovitch og Ann
Magnuson.
Líklega er hinn fullkomni karlmað-
ur ekki til og alls ekki f myndinni
Gerð hins fullkomna („Making Mr.
Right“) eftir Susan Seidelman. í
heimi Seidelmans eru konur sífellt í
vandræðum útaf körlum. Munið að
það var um þá sem máltækið Enginn
er fuilkominn var búið til.
Þeir vilja halda og sleppa og taka
framhjá, eru annaðhvort ofstopafullir
eða slægir, slepjulegir og undirforlir,
leika gríska guði í sápuóperum eða
bjóða sig fram i þingkosningum og
halda þeir geti platað konuna eins
og kjósendur. Þeir eru ófærir um að
elska en snillingar f að senda menn
f geiminn.
Hr. Fuilkominn er í mesta lagi
róbót, vísindaundur geimferðastofn-
unar sem ætlar að senda hann upp
til stjamanna í sjö ár af því mannleg-
ir eiga ekki að þola einveruna löngu.
Hann heitir Ódysseifur með mann-
legri tilfínningar en nokkumtfmann
skapari sinn og fyrirmynd. Hann er
auðvitað hinn mesti óviti en ómengað-
ur af hugsunarhætti karlrembusam-
félagsins sem ennþá er að orga sjálf-
birgingslega Ég Tarzan, þú Jane. En
í höndunum á réttu konunni, með
réttu forriti, gæti hann orðið
Draumaprinsinn.
Hættan er sú strákar, svo maður
tali nú tæpitungulaust, að Ödysseifur
geri okkur óþarfa. Konur eiga eftir
að kaupa sér einn miklu betri í stór-
markaðnum áður en þú getur sagt
svo mikið sem E.T.
Það stefnir a.m.k. í það í hinni
fymaskemmtilegu gamanmynd Seid-
elmans, sem sýnd er í litlum sal f
Laugarásbfói og vekur því minni eft-
irtekt en hún á skilið.
Þeir sem setja bókmenntir í bása
og flokka í t.d. kvennabókmenntir
eiga auðvelt með að flokka Gerð hins
fullkomna í kvennabíómynd. Hún er
satíra um aumlegt ástand karlpen-
ingsins vestra með kreisting af Fran-
kenstein útí. En myndin nær aldrei
að vera eins góð og John Malkovitch
í hlutverki bæði Ódysseifs og vísinda-
mannsins sem skapar hann f sinni
mynd. Það er hreinasta unun að fylgj-
ast með honum í hlutverki hins geril-
sneydda vísindamanns, sem hver
maður getur séð á einni mínútu að
er hinn raunverulegi róbót, og síðan
f hlutverki Ódysseifs sem býr yfír
sakleysi (og matarsiðum) ungbarns.
Susan Seidelman („Smithereens",
Örvæntingarfull leit að Susan) er
örugglega fremsti kvenleikstjóri f
Hollywood og einn af athyglisverð-
ustu kvikmyndaleikstjórum vestan-
hafs yfírleitt. Hvað gerir hún næst?
Mikið úrval eigna á skrá. Margar nýjar eignir hafa
bæst við. Höfum einnig fjölda kaupenda og ýmis
eignaskipti.
"'ÖRI
S: 685009-685988
ÁRMÚLA21
DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI.
•REEZEMASTER
Taylor ísvélar
fyrirliggjandi
^ Hagstætt verð.
Góð kjör.
Eiríkur Ketilsson
Heildverslun, Vatnsstíg 3.
Símar: 23472, 25234, 19155.
Lotus opnar
aftureftir
gagngerar
breytingar
með nýjum
vor- og
sumarvörum
TÍSKUVERSLUN
ÁLFTAMÝRI 7. SÍMI. 31462.