Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 25 Útvegsbanki íslands hf.: Hagnaður fyrsta rekstrarárið var 114 milljónir kr. Steintak hf.: 109 íbúðir verða byggð ar á Völundarlóðinni Heildarkostnaður um 500 milljónir í LOKAÐRI samkeppni milli þriggja aðila um hönnun fjölbýl- ishúsa við Klapparstíg 1 í Reylgavík , Vöiundarlóð, varð tillaga arkitektanna Guðna Pálssonar og Dagnýar Helga- dóttur fyrir valinu. Það er bygg- ingafyrirtækið Steintak hfsem á lóðina og efndi til samkeppn- innar en samkvæmt verðlauna- tillögunni er gert ráð fyrir að þarna rísi 109 fbúðir í 14 mis- háum einingum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist i mai og að fyrstu íbúðimar verði tilbúnar til afhendingar að ári. Heildarkostnaður er áætlaður um 500 miHjónir króna. „Tiilögumar voru allar mjög góðar og erfítt fyrir dómnefndina að velja og hafna," sagði Vignir H. Benediktsson framkvæmda- stjóri Steintaks hf., en aðrir þátt- takendur voru Ingimundur Sveins- son arkitekt og arkitektamir Hilm- ar Þór Björnsson og Finnur Björg- vinsson. „Ég leitaði til nokkuð margra arkitekta og valdi síðan þá sem ég taldi geta unnið verkið á skömmum tíma. Arkitektamir fengu mánuð til að leggja fram hugmyndir sínar og er rétt að taka fram að tillagan sem varð fyrir valinu verður unnin betur í sam- vinnu við okkur. Okkur liggur á í öllum þessum hraða sem er á hlut- unum og dýrtíð. Lóðin kostaði okk- ur 77,7 milljónir króna og þá veit- ir ekki af að vera snöggur. Ef um opna samkeppni ,er að ræða þá getur hún tekið allt frá 6 mánuðum upp í eitt ár.“ Vignir sagði að með sölu lóðar- ínnar til hæstbjóðanda hefði Reykjavíkurborg farið nýja leið, sem gæfi byggingaraðila tækifæri til að beita aukinni hagkvæmni við framkvæmdir. „Ég tel rétt að gefa byggingafyrirtækjum kost á stærri lóðum fyrir sín hús,“ sagði Vignir. „Þá er hægt að leita eftir hag- kvæmum framkvæmdaleiðum þeg- ar í upphafí og í samráði við arki- tekta í stað þess að úthluta einni og einni lóð á stangli. Á stærri lóðum er einnig möguleiki á að skapa betri heildarsvip yfír hverfíð. Uppbygging verður auk þess allt önnur þegar unnið er úr einu homi lóðarinnar yfír í það næsta og gengið frá öllu um leið. Þetta er í fyrsta skipti á sextán ára starfs- ferli mínum, sem ég sé eitthvað fram í tímann því búast má við að verkið taki rúm tvö ár.“ í niðurstöðum dómnefndar kem- ur fram að nefndin sé sammála um að tillögumar séu í háum gæðaflokki, langt fyrir ofan miðl- ungstillögur í venjulegri opinni samkeppni. „Engin ein tillagnanna hefur þó slíka afgerandi kosti, að ENDURSKOÐAÐUR ársreikn- ingur Útvegsbanka íslands hf. fyrir fyrsta rekstrarárið liggur fyrir, en aðalfundur bankans verður haldinn 12. apríl n.k. Hagnaður af rekstrinum eru röskar 114 mil\jónir króna. ífréttatilkynningu frá bankanum segir: „Rekstur bankans gekk vel á árinu og tókst að ná flestum rekst- ursmarkmiðum, enda aðstæður til bankareksturs hagstæðar. Innlánsaukning var mikil, lausafjárstaðan viðunandi og vaxta- munur inn og útlána með besta móti. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 221.259 þús.kr. Bankinn greið- ir ekki tekjuskatt, en í staðinn kem- ur gjaldfærsla á móti eignfærðu skattahagræði að upphæð 105.161 þús. kr. Aðrir skattar nema 1.812 þús. kr. og varð niðurstaða rekstr- arreiknings þvf 114.286 þús.kr. hagnaður. Aukning innlána á árinu nam 36,9% en meðaltalsaukning í bankakerfínu í heild varð 35,8%. Heildarinnlán í Útvegsbanka ís- lands hf. námu 6.219.675 þús.kr. í árslok 1987. Eigið fé var 1.229.648 þús.kr. og hafði aukist um 229.648 þús.kr. frá því hlutafélagsbankinn tók til starfa. Eiginfjárhlutfall reiknað eftir reglum laga um viðskiptabanka nr. 86/1985 er 10,74%, en má minnst vera 5%. Bókfært virði fasteigna og bún- aðar nam 51,26% af eigin fé bank- ans í árslok. Þetta hlutfall má hæst vera 65% samkvæmt lögum um við- skiptabanka. I júnímánuði var komið á fót veðdeild í bankanum og gekk rekst- ur hennar vel. Nam hagnaður af rekstrinum 2.174 þús.kr. og höfðu verið seld skuldabréf fyrir 277.551 þús.kr. . í árslok störfuðu 337 manns í bankanum og hafði þeim fækkað nokkuð á árinu. Skákmótið í Dortmund: Helgi Olafsson varð að lokum í 4-7. sæti Morgunblaðið/Þorkell Frá vinstri Guðni Pálsson arkitekt og Dagný Helgadóttir arkitekt höfundar tiUögunnar að íbúðabyggð á Völundarlóðinni, ásamt Vigni H. Benediktssyni framkvæmdastjóra Steintaks hf. HELGI Ólafsson endaði í 4-7. sæti á skákmótinu í Dortmund i Þýskalandi. Helgi hlaut 6V2 vinn- ing en sigurvegarinn, Smbat Lputjan frá Sovétríkjunum, fékk 8 vinninga. Helgi tefldi við Mainka frá Þýskalandi í síðustu umferðinni 'og vann, enda með svart. Helgi vann fjórar af þeim fimm skákum sem hann hafði svart í, en „var alger- lega vatnslaus" með hvítu eins og hann orðaði það og í 6 skákum gerði hann 4 jafntefli og tapaði 2. Lokastaðan varð sú að Lputjan fékk 8 vinninga, Pinter frá Ung- veijalandi og King frá Bretlandi fengu 7 vinninga og Helgi, Kinder- mann frá Þýskalandi og Hort, sem nú er orðinn vestur-þýskur ríkis- borgari, fengu 6V2 vinning. Mótið var í 12. styrkleikaflokki FIDE. dómnefnd geti mælt með að hún verði lögð til grundvallar fram- kvæmdum lítið eða ekkert breytt. Veldur þar mestu, að stærðardreif- ing íbúða er verulega frábrugðin því, sem útbjóðandi álítur að falli best að markaðsaðstæðum á þess- um stað." Dómnefndina skipuðu Bárður Daníelsson arkitekt, form- aður, Halldór Guðmundsson arki- tekt, Vignir H. Benediktsson fram- kvæmdastjóri, Hjörtur Hansson , verkfræðingur og Atli Vagnsson lögfræðingur og fasteignasali. í rökstuðningi, sem fylgir tillögu arkitektanna, þeirra Guðna Páls- sonar og Dagnýar Helgadóttur, segir: „Höfundar telja einhalla þakhalla háhýsanna skv. skipulagi stinga mjög í stúf við umhverfí sitt og virka yfirþyrmandi vegna stærðar sinnar. Slíkur þakhalli yrði 35m á lengd. Því var valið mænis- þak á öll húsin, sem er ríkjandi þakform í byggðinni í kring og gefur húsunum rólegt yfirbragð. Eins telja höfundar hliðina er veit að sjónum vera rólegri ef háhýsin er þangað snúa eru jöfn að hæð.“ Ibúðirnar eru söluíbúðir og verða afhentar fullfrágengnar að utan og innan nema kaupendur óski eftir að sjá sjálfír um innrétt- ingar. íbúðimar 109 skiptast í tutt- ugu 2ja herb. íbúðir, sem kosta um 3,2-3,5 millj., sextíu og ein, 3ja herb. íbúðir, sem kosta um 4,5-5,0, fjórtán 4ra herb, sem kosta um 5,5- 6 og fjórtán íbúðir á tveimur hæðum, sem kosta um 7-8 millj. Veríð vel klædd í sumar Nýjar Iðunnar- peysurádömur ogherra. Nýjar blússur frá OSCAR OF SWEDEN. ' Sumarbuxur fyrirdömur ognýpilsfrá GARDEUR í Vestur- Þýskalandi. Verzlunin eropin daglegafrá9-6. laugardagafrá 10-12 Kredltkortaþjónusta f yx PRJÖNAST0FAN Uduntv SKERJABRAUT 1 V/NESVEG, SELTJARNARNESI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.