Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Minning: Nanna Guðmunds dóttir, Berufirði Fædd 18. september 1906 Dáin 14. mars 1988 Þriðjudaginn 22. mars síðastlið- inn fór fram frá Berufjarðarkirkju útfðr Nönnu Guðmundsdóttur frá Berufirði. Ég er einn þeirra sem átti því láni að fagna að njóta sam- fylgdar hennar og handleiðslu um langan veg. Ekki verður Nönnu svo minnst að ekki verði um leið minnst staðar- ins Berufjarðar og ekki verður stað- arins minnst án þess að minnast um leið Nönnu, systkina hennar og foreldra sem hafa sett svip á stað- inn bróðurhluta þessarar aldar. Um aldir hafði Berufjörður verið aðset- ur presta og stundum sýslumanna allt til ársins 1906 að séra Benedikt Eyjólfsson, sem hér sat, fékk veit- ingu fyrir Bjamanesi og fluttist þangað. En næsta ár var Berufjarð- arkirkja gerð annexía frá Hofi í Álftafirði. Sama ár og séra Bene- dikt fór frá Berufirði fengu ábúð á hluta jarðarinnar hjónin Guðmund- ur Guðmundsson og Gyðríður Gísla- dóttir, sem þá í nokkur ár höfðu búið á Ánastöðum í Breiðdal. Guð- mundur Guðmundsson var fæddur 13. apríl 1861 á Taðhóli í Nesjum. Hann dó í Berufirði 9. apríl 1940. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson Hannessonar og Vil- borg Matthíasdóttir Magnússonar í Bjamanesi. Þau bjuggu á Fomu- stekkum og Taðhóli. Guðmundur Guðmundsson eldri var mikill bóka- maður og skrifaði upp eigin hendi mikið magn bóka og batt það inn. Gyðríður Gísladóttir fæddist á Með- alfelli í Nesjum 25. águst 1865 og dó í Bemfírði 21. febrúar 1943. Foreldrar hennar vom hjónin Gísli Guðmundsson og Guðlaug Jóns- dóttir, sem þá bjuggu á Meðalfelli. Ekki vom þau Guðmundur í Bemfirði og Gyðríður talin skyld en þó er auðvelt að rekja ættir beggja til séra Einars Sigurðsson- ar, sálmaskálds á Eydölum. Þegar þau fluttu í Bemfjörð 1906 em böm þeirra þegar orðin sex: Ragn- ar, Marta, Hjálmar, Margrét, Finn- ur og Gunnar og það sjöunda á leið- inni. Þá um haustið, 18. september, fæddist þeim dóttirin Nanna, sem hér er minnst. Einn son eignuðust þau svo tveimur áram síðar, Gunn- laug. Öll komust þessi systkini til elliára og áttu heima í Beranes- hreppi nema Gunnar, sem dó ung- bam. Nú em þau öll látin nema Margrét, sem er rúmliggjandi á elli- og hjúkmnarheimilinu á Höfn í Homafirði. Bæði vom þau hjón Guðmundur og Gyðríður af fátæku fólki komin í Homafirði og fluttu eins og mik- ill fyöldi fólks úr Skaftafellssýslu hér austur á bóginn þegar fólk úr Múlasýslum fór að þyrpast til Vest- urheims. í Bemfirði fær starfsorka þeirra útrás. Berafjörður varð á fáum ámm að stórbýli, húsmóðirin ötul og myndarleg búsýslukona, hús- bóndinn eldhugi og hugsjónamaður sem gat innan tíðar veitt sér að ganga ekki til daglegra búverka heldur sinna öðmm áhugamálum svo svo smíðum, lestri, skáldskap og bókbandi. í þessu umhverfi elst Nanna upp og í meira fijálsræði en þá var almennt, eftir því sem mér er sagt. Henni lærðist líka snemma að velja sínar eigin leiðir og leggja sitt mat á hvem hlut og hvert málefni. Henni varð það íþrótt, ekki síst á seinni ámm, að veija skoðanir sínar í stuttu og meitluðu máli, einkum og sér í lagi ef viðmælandinn var talinn mennt- aður eða ofarlega í metorðastigan- um. Af þessum sökum var ekki óalgengt að fólk hefði vissan ótta af Nönnu og hvemig hún mundi bregðast við hinu og þessu málefn- inu eða tiltækinu. Við sem kynnt- umst Nönnu þekktum hjá henni margar fleiri hliðar en þó allar tær- ar og heilar. Það er aðeins fáum gefíð að sjá hvar hægt er að hjálpa öðmm yfir stundlega erfiðleika á hinum fjöl- breyttustu sviðum mannlegs. lífs ef ekki er eftir leitað. Þó er enn meiri list að geta veitt hjálp þannig að þiggjandinn stækki fremur af en minnki í eigin vitun^. Þetta hvort tveggja kunni Nanna öðmm betur. Og nú er Nanna farin til nýrra heimkynna. Hún gekk ein og óstudd til hinstu stundar, bjó seinustu árin alein í gamla bænuni í Bemfirðisem bræður hennar byggðu 1939. í því húsi áttu heima um tíma hátt í 30 manns, oft gestkvæmt og stundum var þar skóli, en andlátsstríð sitt heyr víst hver maður einn, hvort sem aðrir standa honum við hlið eða ekki. Mikil guðs mildi var að atorku- konan Nanna skyldi ekki þurfa að liggja í kör öðmm til byrði. Ekki vegna þess að hún hafi ekki verið allrar hjálpar verð, heldur af hinu hversu það var andstætt hennar lífsstíl að láta aðra ganga undir sér. En söknuðurinn er sár eftir góða og merka konu. Umskiptin urðu svo snögg. Sjálfsagt hefur fleimm en mér orðið á að hugsa til allra þeirra spuminga og ráðgátna, sem maður ætlaði að fá svör við og lausnir á hjá Nönnu í Bemfirði. Hún var óþijótandi hafsjór fróðleiks um sögu, menn og málefni þessa lands- hluta og eyddi mestum tíma sein- ustu árin í fræðistörf á þeim vett- vangi. Hvert var svo annars ævistarf Nönnu? Svarið er ræktun. Ræktun í víðtækustu merkingu þess orðs, ræktun lands og lýðs. Kennslu hafði hún að atvinnu í 35 ár en var eins og faðir hennar og fleiri Berfirðing- ar alltaf að kenna. Nanna tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1928 og sat þar í 4. bekk næsta vetur. En í stað þess að halda þar áfram til stúdentsprófs fór hún til Svíþjóð- ar í lýðháskólann í Sigtuna skóla- árið 1929—1930. Næsta misseri er hún svo við nám í sænskum garð- yrkjuskóla. Þá lá leiðin heim á ný og 1932 var hún ráðin kennari við Héraðsskólann á Eiðum og kenndi þar í 3 ár, síðan eitt í Mýrarhreppi í Austur-Skaftafellssýslu og annað á Þórshöfn i Þingeyjarsýslu. Þaðan fer hún í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1938 eftir eins vetrar nám. Hér í heimasveit sinni kenndi Nanna svo nærri óslitið frá 1938 til 1970. Úr féllu aðeins 2 ár vegna heimilisástæðna í Bemfírði seinustu æviár foreldra hennar og eitt ár sem hún kenndi í Geithellnahreppi. Af búverkum í Berafírði var Nanna aldrei vemlega bundin, þótt hún hlífði sér ekki þegar svo bar undir, til dæmis við heyskap. En gróðurmoldin var henni kær. Af sérstakri natni annaðist hún skrúð- garð og matjurtagarð heimilisins. Þar þekkti hún og vissi þarfir hverr- ar plöntu og annaðist þær. Vott um skógræktaráhuga hennar munu brekkumar ofan við Bemfjörð bera um marga ókomna áratugi. Allt lífríki náttúmnnar var henni kunn- ugt og hún var sjálf hluti þess. Nanna er komin yfír fljótið mikla og mún rata þar ein og óstudd til réttra dyra. Ef við sem síðar komum verðum ráðvillt á bakkanum eða ætlum að villast, þá veit ég að Nanna mun tæpitungulaust benda okkur á leiðina eins og hún gerði héma megin. Við þökkum guði fyrir samfylgd- ina með Nönnu Guðmundsdóttur og biðjum hann að blessa minningu hennar og heimkomu. Hermann Guðmundsson Sigurður Olafsson, Grinda vík-Minning Minning: Stefán Óli Albertsson Fæddur 25. september 1937 Dáinn 20. mars 1988 Okkur setti hljóða þegar fregnir bámst okkur um lát Sigurðar Gunn- ars Ólafssonar, félaga og stjómar- manns knattspymudeiidar UMFG. Hann var aðeins fímmtugur að aldri og hafði barist hetjulegri baráttu við sjúkdóm sem hafði hijáð hann um nokkurra ára skeið, en hann hafði kennt sér meins fyrir hjarta. Með þessum fáu og fátæklegu orðum viljum við félagar Sigga, eins og við jafnan köllum hann, í knatt- spymudeildinni þakka fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum manni sem hann var og jafnframt að gef- ast þess kostur að starfa við hlið hans að þeim málefnum sem honum vom mest hugleikin. Siggi ólst upp þar sem knatt- spyma hefur ávallt skipað háan sess meðal bæjarbúa, eða Akra- nesi. Svo engan skal undra hvers vegna Siggi hafði þann áhuga á knattspymu sem raun var vitni. Ungur að áram fluttist hann búferl- um til Grindavíkur og hóf þar bú- skap ásamt Margréti Engilberts- dóttur, eignuðust þau hjón fjögur böm. Hann var húsasmíðameistari að mennt og starfaði sem slíkur í Grindavík. Það var fyrir tíu ámm síðan sem Siggi hóf afskipti sín af knatt- spymumálum í Grindavík. Þá urðu tímamót í sögu íþróttamála í bæn- um, þá tóku sérdeildir innan Ung- mennafélagsins að sér sjálfstæðan rekstur hver fyrir sig. Við í knattspymudeildinni vomm svo heppnir að eignast þá sem fyrsta formann, Sigurð G. Ólafsson. Hann kom sem himnasending fyrir knattspymuna í bænum sem hafði verið í lægð um aUnokkurt skeið. Á þessum tímamótúm urðú átraum- hvörf í sögu okkar, þá hófst fyrst alvaran á bak. við það starf sem nú er í miklum blóma. íþróttavallar- svæðið gerist vart betra hér á landi og getum við þakkað Sigga stóran þátt þess, hann var frumkvöðull að bættari skilyrðum til að æska bæj- arins fengi að iðka íþrótt sína við sem bestar aðstæður. íþrótt sem hefur gefið okkur svo mikið og gaf Sigga einnig, þó aldrei stundaði hann hana sjálfiir að neinu ráði. Margt hefur Siggi látið gott af sér leiða þegar knattspyman er annars vegar og væri það of langt mál að nefna það allt hér. Hann var stórhuga og ætlaði Grindavíkur- liðinu langt í komandi framtíð, skemmst ber að minnast orða hans þegar hann sagði að félagið væri það eina í þriðju deild sem hugsaði eins og fyrstu deildar félag. Hann hugsaði ekki aðeins stórt, heldur lét verkin tala og gott dæmi um það er þegar hann lét liðsmenn sem þá vom í vinnu hjá honum í smíðum, taka sér frí frá vinnu ef um mikil- vægan leik var að ræðá og sagði jafnframt að fótboltinn væri númer eitt og vinnan kæmi þar á eftir. Siggi var upphafsmaður send- ingu liðsmanna okkar til æfínga með hinu fomfræga félagi í Eng- landi, Arenal og emm honum marg- ir þakklátir fyrir það. Hann sá einn- ig um öll samskipti okkar við erlend félög og utanlandsferðir, hvort var sem yngri flokkur eða eldri. Honum var það mikið keppikefli að félagið sendi árlega a.m.k. einn flokk til útlanda í keppnisferð, skipulagið hann þá þær ferðir jafnan sjálfur þó ekki færi hann með í allar ferð- irnar. Minningin um Sigga lifír með okkur þó hann sé nú ekki á meðal vor, minning sem hann sá sjálfur um að varðveita með ýmsu móti og er það helst að nefna það mikla ljósmyndasafn sem hann hefur gef- ið knattspymudeildinni og er varð- veitt í hinu glæsiíega félagsheimili okkar. Þegar talað er um hluti sem Siggi hefur tekið þátt í að framkvæma, þá er ekki annað hægt en að nefna Bláa lónið á nafn. Lónið sem allir þekkja og væri ekki það sem það er í dag ef Sigga hefði ekki notið við. Hann fór þangað nánast daglega og reyndi að hlúa þannig að því að fólk gæti komið þangað sér til af- slöppunar og heilsubótar. Það vom ekki svo fáar ferðimar sem Siggi fór með okkur í lónið og þá var alltaf farið á bestu staðina til að láta sér líða sem allra best, því h’ann þekkti Bláa lónið eins og fing- umar á sjálfum sér. ' Þungur harmur er nú kveðinn að Grétu, bömum þeirra hjóna og bamabömum. Siggi fór allt of snemma. Hann skilur eftir skarð sem erfitt verður að fylla, en eftir lifir minningin um góðan dreng sem fómaði sér fyrir hugsjón síha og okkar, á meðan hann lifði. Hugsjón sem honum var svo mikils virði og sem við í Knattspymudeildinni munum halda á lofti um ókomna framtíð og þá nafni Sigurðar G. Ólafssonar um leið. Megi hann í friði hvíla, þess biðjum við í knatt- spyrnudeild UMFG, megi góður guð blessa minningu hans og þá, sem nú eiga sárast um að binda. Knattspyrnudeild Umf. Grindavíkur. Fæddur 4. febrúar 1904 Dáinn 3. mars 1988 Nú er hann Stefán Albertsson, vinur minn og fyrmm félagi, horf- inn_ af sviði jarðlífsins. Ég hringdi til Stefáns og Hall- dóm fyrir stuttu og sagði þeim að mig langaði að heimsækja þau og var þeirri fregn vel tekið. Fyrir tæpu ári var ég síðast hjá þeim smá stund, en Stefán var þá rúmliggjandi. Andlát Stefáns bar að áður en af heimsókn minni yrði. Við Stefán hittumst fyrst á verk- stæði Guðlaugs Magnússonar, gull- smiðs, þar sem ég lærði og vann á upggangstímum fyrirtækisins. Ég man þegar Stefán mætti fyrst til vinnu. Hann var snyrtilegur til fara, svipurinn hreinn en festulegur og mér fannst hann minna á aðals- mann í fasi. 'Guðlaugur frændi minn var bú- inn að segja mér að von væri á manni sem væri úr sveit og hefði hann fallist á að taka hann til reynslu á verkstæðið. Það þarf ekki að orðlengja. Þessi nýi starfskraftur reyndist farsæll í alla staði. Honum var -snemma falið að sjá um fram- leiðsluna á verkstæðinu og síðar bauð Guðlaugur honum að gerast hluthafi í félagi sem hann stofnaði um rekstur verkstæðisins. Stefán vann þessu fyrirtæki alla tíð á með- an hann gat stundað vinnu. _ Ég kynntist Stefáni nokkuð vel, því við vomm vinnufélagar og leigð- um saman herbergi í eitt eða tvö ár. Stefán sagði mér aldrei ævisögu sína eins og tíðkast í dag, en ég fékk hana að hluta til með því að raða saman brotum sem hann lét stundum falla. Hann var einstakur félagi, nær- gætinn, hjálpsamur og skemmtileg- ur og hann tók aldrei undir ef hall- að var á einhvem mann. Ég varð einu sinni vitni að smá athugasemd sem hann gerði við ræðu vinnufélaga okkar. Þessi fé- lagi firrtist við Stefán og sagði að hann þyrfti ekki að segja sér fyrir verkum, því hann hefði á sinni stuttu ævi farið víða og kynnst mörgu. Ég heyrði þá Stefán muldra í barm sér: „Það getur tæplega verið meðmæli með manni." Stefán var félagslyndur, allra manna léttastur og skemmtilegast- ur á góðri stund. Samband okkar Stefáns varð ekki sern skyldi eftir að við giftum okkur. Ég heimsótti þau hjón alltof sjaldan enda þótt ég hugsaði oft til þeirra. Ég vil enda þessar línur mínar á samtali okkar Halldóm, þegar ég hringdi síðast til þeirra hjóna. Ég sagði við Halldóm: „Mér þykir leitt hvað ég hefi rækt illa vinskapinn við ykkur Stefán." „Já, Jens, það er svona, vinir fara og aðrir koma.“ Jens Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.