Morgunblaðið - 08.04.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.04.1988, Qupperneq 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson, Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Paul Nitze og af- vopnun á höfunum Iframhaldi af því að þeir Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, og Míkhaíl Gorb- atsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, rituðu undir Washington- samninginn um upprætingu meðaldrægra og skamm- drægra eldflauga á landi hefur athyglin ekki síst beinst að stýriflaugum með kjama- hleðslum sem komið hefur verið fyrir um borð í skipum. í ræðu þeirri, sem Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, hélt á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins fyrir skömmu, komst hann til dæm- is þannig að orði, að uppræt- ing kjamaflauga á landi mætti ekki verða til þess að kjama- flaugum fjölgaði í höfunum. Með því vísaði forsætisráð- herra einkum til stýriflauga um borð í skipum. Fregnir hafa til að mynda borist af því, að Sovétmenn hafí end- umýjað kafbáta sína af svo- nefndri Yankee-gerð og sett í þá stýriflaugar með kjama- hleðslum. Hafa Norðmenn séð slíka báta á ferð í höfunum fyrir norðan ísland, eins og Johan Jörgen Holst, norski vamarmálaráðherrann, stað- festi í erindi, sem hann flutti nýlega hér á landi á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs. Áhyggjur íslendinga af fjölgun kjamorkuvopna í höf- unum hafa komið fram hvað eftir annað á undanfömum árum í hinum ýmsu myndum. Sumir hafa lagt áherslu á frið- lýsingu hafsvæðanna um- hverfís landið í því skyni að halda kjamorkuvopnum það- an, aðrir líta á það sem lið í hugmyndinni um kjamorku- vopnaíaust svæði á Norður- löndunum að kjamorkuvopn verði bönnuð á Noregshafí. Þeir sem ekki aðhyllast ein- hliða afvopnun vilja að samið verði um gagnkvæma fækkun kjamorkuvopna í skipum eins og á skotpöllum á landi. Vand- inn við slíka samninga yrði meðal annars sá, að erfítt er að gera greinarmun á stýri- flaug, sem er búin kjama- hleðslu, og annarri með ann- ars konar sprengiefni í oddin- um. Af þessum sökum yrði ákfalega flókið og jaftivel óviðráðanlegt að halda uppi eftirliti með samkomulagi um bann við því að kjamorku- sprengjur yrðu settar í stýri- flaugar skipa. Paul Nitze er tvímælalaust sá maður í bandaríska stjóm- kerfínu, sem hefur mesta og víðtækasta reynslu í öryggis- og afvopnunarmálum. Hann hefur í heilan mannsaldur ver- ið í hópi helstu ráðgjafa Bandarílqaforseta bæði demó- krata og repúblíkana. Hann var hér á Reykjavíkurfundin- um með Ronald Reagan og George Shultz og kom mjög við sögu á hinum sögufræga næturfundi í Höfða, þegar ráðgjafar þjóðarleiðtoganna lögðu gmnninn að hinum rót- tæku hugmyndum um fækkun kjamorkuvopna, sem þegar hefur verið samið um að hluta með Washington-samningn- um. Nú hefur verið skýrt frá því í The New York Times, að Nitze hafí lagt það fyrir embættismenn og stjómmála- menn í Washington, að stýri- flaugar sem geta borið kjam- orkuvopn verði upprættar á höfunum og jafnframt öll önn- ur kjamorkuvopn um borð í skipum, öðmm en kafbátum, og einnig vill hann að flugvél- um sem geta borið kjamorku- sprengjur verði bannað að at- hafna sig frá flugmóðurskip- um. Er þetta róttækasta til- laga sem fram hefur komið frá ábyrgum og rejmslumiklum áhrifamanni um afvopnun á hafínu. Þeir sem hafa í raun áhuga á því að dregið verði úr vígbúnaði á höfunum hljóta eindregið að taka undir tillög- umar frá Paul Nitze. Gmnn- hugmyndin á bak við þær er skýr og einföld: Til að unnt sé að halda uppi traustu eftir- liti og koma í veg fyrir tor- tryggni á milli samningsaðila er nauðsynlegt að uppræta þessi vopn eins og meðal- drægu flaugamar og stýri- flaugamar á landi. Banda- ríkjamenn áttu á sínum tíma eða skömmu eftir að Ronald Reagan komst til valda á árinu 1981 hugmyndina að núll- lausninni svonefndu, sem síðan varð að vemleika með Washington-samningnum í desember 1987. Tiilögumar frá Nitze era vonandi upphafíð að einhveiju sambærilegu á höfunum, að það takist að semja um að fjarlægja heil vopnakerfí þaðan. Verslunarmenn: Vinnum ekki álaugardögum segir Magnús L Sveinsson formaður VR MAGNÚS L. Sveinssonar, form- aður VR, segir, að auk launanna sé helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum verzlunar- fólks og kaupmanna ákvæði um vinnu á laugardögum yfir sum- artímann. „Það sem brennur helst á ökk- ar fólki er óánægja með vinnu- tímann," sagði Magnús. „Fólk vill vera alveg öruggt með að eiga sitt helgarfrí yfír hásumarið, þegar það hefur unnið alla laugardaga í níu mánuði. Það er áherslupunkt- urinn í bili og kaupmenn hafa ekkert viljað gefa þar eftir ennþá. Þetta eykur svo auðvitað á óánægju með launin," sagði Magnús. Magnús sagði að verslunar- menn gerðu sér þó ljóst að svigrúm til kauphækkana væri ekki mikið. „Það hefur verið samið um í kring um tvö þúsund króna kauphækkun um allt land núna undanfarið, og í samningnum, sem VR felldi, var meira að segja gert ráð fyrir 2.400 króna hækkun," sagði Magnús. „Við höfum hins vegar ekki gefíð upp á bátinn að fá einhverja lag- færingu." Sigríður Ágústsdóttir, starfs- maður í matvæladeild Hagkaups í Kringlunni og samninganefndar- maður VR, sagði óánægju starfs- fólks með laugardagsvinnuna mjög mikla. „Allt starfsfólk hér stendur fast á þeirri skoðun að það eigi ekki að vinna á laugardög- um yfír sumartímann," sagði Sigríður. „Eigendur Hagkaups hafa lagt mikla áherslu á að við vinnum á laugardögum í sumar, en þeir geta alveg gleymt því að fastráðið starfsfólk gangist inn á slíkt. Það verður ekkert unnið hér á laugardögum í sumar, og það vita þeir,“ sagði Sigríður. Hún sagði að óánægja með laun væri einnig mikil hjá starfsfólki Hag- kaups. Þar væri langflestum greitt eftir taxta VR, sem væri of lágur, og það hefði átt sinn þátt í því að VR-félagar felldu samninginn, sem gerður hefði verið. Magnús . E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands, sagði að áfram yrði farið fram á laugardagsvinnu. Undanfarið hefði borið mjög því að menn vildu hafa opið á laugar- dögum. „Síðasta sumar var ljóst, að Kaupmannasamtökin gátu ekki staðið að þessum samningi óbreyttum, ef sífellt var verið að bijóta hann,“ sagði Magnús. Hann sagðist telja að deilan snerist þó ekki eingöngu um laugardagsopn- un að sumrinu, heldur um vinn- utíma á laugardögum allan ársins hring. Hagkaup og Kringlan vilja hafa opið á laugardögum Aðrir stórmarkaðir hafa ekki áhuga FORRÁÐAMENN stórmarkaða í Reykjavík hafa mismunandi skoð- un á þvi, hvort hafa beri verslanir opnar á laugardögum í sumar eða ekki. Þar hafa Hagkaupsmenn nokkra sérstöðu, aðrir verslunareig- endur, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, sögðust lítinn áhuga hafa á því að hafa opið á laugardögum og álitu að þar væri fyrst og fremst verið að dreifa innkaupum fólks. „Fólk er ekki tilbúið að vinna á mestu eftir taxta VR, laun væru laugardögum og það er vel skiljan- legt; það er alltof mikið álag á versl- unarstéttinni," sagði Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Miklagarðs. „Það eru Hagkaup og Kringlan, sem mestan áhuga hafa á því að hafa opið um helgar, jaftivel á sunnudögum, aðrir hafa ekki á því áhuga,“ sagði Jón. „Það sem hins vegar brennur á okkur verslunar- mönnum í Reylqavík er það að verslunareigendur í nágrannasveit- arfélögunum geta haft opið nánast þegar þeim sýnist, og fólk, sem er félagar í VR, fær til dæmis að vinna á laugardögum úti á Seltjamamesi eins og ekkert sé. Það eru ekki all- ir jafnir fyrir lögunum, og það er það sem við emm óánægðir með, sagði Jón. „Þessi mikla samkeppni, sem er í verslun í dag og ríkisvaldið hefur meðal annars ýtt undir, gerir það að verkum að staða verslunarinnar er slík að hún á ekki hægt um vik að hækka launin, sagði Jón. Hann sagði að í Miklagarði væri farið að þó ívið hærri en þar væri gert ráð fyrir. Mikligarður hefur haft opið til klukkan fjögur á laugardögum í vetur eins og flestir stórmarkaðir aðrir. „Það var áhugi fyrir því hjá Hagkaup og Kringlunni að hafa opið til klukkan sex á laugardögum, enda gengur verslun í Kringlunni best í kring um helgar, en aðrir hafa ekki sýnt því áhuga," sagði Jón. „Það er í rauninni fyrst og fremst verið að dreifa vörukaupun- um með því að hafa opið um helg- ar; fólk kaupir ekkert meira þótt svo sé. Það sem skiptir máli er að nýta þann mannskap og það fjár- magn, sem við höfum, á sem styst- um tíma,“ sagði Jón. Hætta á uppsögnum? „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því, hvað þessi verkfalls- boðun er mikið rugl,“ sagði Jón Sigurður Loftsson, forstjóri JL- hússins. „Hvorki búðimar né starfs- fólkið haifa efni á þessu verkfalli og ég óttast að verði verkfall um Þingsályktunartillaga frá tveimur sjálfstæðismönnum: Sett verði lög um vinnu- vernd í verslunum ÞINGMENNIRNIR Guðmundur H. Garðarsson og Halldór Blönd- al munu leggja fram þingsálykt- unartillögu á mánudaginn, þess efnis að ríkisstjórainni verði fal- ið að hefja undirbúning að setn- ingu laga um vinnuvemd í versl- unum. Guðmundur H. Garðars- son segir þessa tillögu fram komna meðal annars vegna þess hve vinnutími verslunarfólks hafi lengst á undanfömum árum, til dæmis með lengdum opnun- artíma stórmarkaða á laugar- dögum. Guðmundur sagði f samtali við Morgunblaðið f gær að æskilegt væri að setja á stofn nefnd með þátttöku kaupmanna, verslunar- manna og fulltrúa ríkisvaldsins. Þessi nefíid þyrfti svo að gera tillög- ur að nýrri rammalöggjöf um vinnu- vemd verslunarfólks. „Það er ekki til nein löggjöf um vinnuvemd í verslunum," sagði Guðmundur. „Á sínum tíma vom sett Vökulög til þess að tryggja sjómönnum vissan hvíldartíma, og það er kominn tími til að verslunar- menn fái sama rétt. Vinnutíminn hefur sífellt verið að lengjast hjá verslunarmönnum á meðan vinn- utími flestra annarra stétta hefur styst. Þetta breytist ekki á meðan ekki hefur verið samið við vinnu- veitendur um vaktavinnufyrirkomu- lag.“ Guðmundur sagði að í nágranna- löndunum hefði sama vandamálið komið upp er opnunartfmi stór- markaða lengdist, og þar hefði það verið leyst með sérsamningum um vaktavinnu. „Verslunarmenn hafa margreynt að fá viðræður um vaktavinnusamninga, en ekki tek- ist, sagði Guðmundur. Hann bætti því við að mikilvægt væri að um vinnutíma á laugardögum semdist. „Það er ríkt í fólki að vilja hafa frf á laugardögum yfír sumartímann, og þetta er viðkvæmara mál hér en víðast hvar annars staðar vegna þess hvað sumarið er stutt," sagði Guðmundur. Meðal atriða sem drepið er á í greinargerð með tillögunni er að vinnutími verslunarmanna fari nú f 70-80 klukkustundir á viku í sum- um tilvikum. Þar er einnig talað um að konur séu í meirihluta meðal verslunarmanna, og að þessi langi vinnutími komi illa niður á flölskyld- ulffí þeirra. Flutningsmenn taka fram að ekki sé ætiunin að þrengja að rekstrarstöðu verslunarfyrir- tækja, heldur lögð sú skylda á herð- ar Alþingis og ríkisstjómar að tryggja að verslunarfólki verði ekki misboðið með of miklu vinnuálagi. einhvem tíma, geti búðimar hrein- lega ekki haft allt þetta fólk í vinnu áfram. Við greiðum nú þegar vönu fólki laun, sém em langt yfír taxta VR og þannig er hjá flestum." Jón sagðist ekki hlynntur því að hafa opið á laugardögum yfír sumartí- mann, þótt vissir aðilar hefðu þrýst mjög á um það. „ Það á ekki að leyfa einum þetta og öðrum hitt, menn eiga að sitja við sama borð og ekki að hafa opið á laugardögum á sumrin," sagði Jón. Hann sagðist telja að deila verslunarmanna og kaupmanna snerist fyrst og fremst um laugardagsopnunina, en meiri- hluti kaupmanna væri alls ekki hlynntur henni. „Það var komin hefð á það að hafa lokað á laugar- dögum yfír sumarið. Mönnum kom saman um að það þyrti að lengja opnunartímann á vetrum, en það skemmir fyrir öllum að hafa opið um helgar á sumrin," sagði Jón. Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Kaupstaðar í Mjódd, sagðist ekki telja að verkfall myndi hafa þau áhrif að þar þyrfti að segja upp fólki, en auðvitað myndi það skaða reksturinn. Hann tók í sama streng og Jón Sigurðsson, að það væri fyrst og fremst fyrir þrýsting frá aðstandendum Kringlunnar, sem laugardagsopnunin stæði í samningamönnum. Hagkaup vill halda í viðskiptavinina Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups, sagði hins vegar að Hagkaup stæði fast á því að hafa opið á laug- ardögum að minnsta kosti í júní og seinni hluta ágúst. „Við teljum það þjóna okkar hagsmunum að hafa opið á laugardögum," sagði Jón. „Það hefur sýnt sig hér í Reykjavík að stór hluti fataverslana hefur haft opið á laugardögum út júní og við teljum okkur eiga þar í ákveð- inni samkeppni. Matvörubúðir voru líka víða opnar í fyrra, og í ná- grannasveitarfélögum er opið á laugardögum. Okkur þykir súrt í broti að þurfa að hafa lokað um helgar allt sumarið, þannig að okk- ar föstu viðskiptavinir venjist á að fara annað," sagði Jón. „25% af veitu okkar eru á laugardögum. Það sýnir sig að hinn almenni neytandi vill frekar versla þegar hann hefur til þess rúman tírna." Jón sagðist draga 1 efa að Hag- kaup væri eini aðilinn, sem vildi halda laugardagsopnuninni til streitu. „Það eru vissir aðilar, sem hafa mótmælt því að hafa opið á laugardögum, en hafa svo opið sjálfír," sagði Jón. „Smærri kaup- mönnum hefur þótt þægilegt að láta loka stórmörkuðunum á sumr- in, það kemur þeim vel í samkeppn- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 31 Emsöngvarar á Sönglista- hátíð Pólýfónkórsins MARGIR þeirra, sem tekið hafa lagið með Pólýfónkórnum á 30 ára ferli hans, hafa síðar látið til sín taka í tónlistarlífinu hér heima og einnig erlendis sem kennarar, tónlistarmenn og ein- söngvarar. 6 þeirra koma nú fram í einsöngshlutverkum á Sönglistahátíðinni. Uppselt er á Sönglistahátiðina á laugardag, en nokkrir komast enn að á sunnudag. Fleiri verða hljómleik- amir ekki. Elísabet F. Eiríksdóttir hóf söngferil sinn í Pólýfónkórnum árið 1966. Hún lauk söngkennara- prófí frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1980. Aðalkennari hennar var Þuríður Pálsdóttir. Elísabet hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit íslands, íslensku hljómsveitinni og Söngsveitinni Fflharmóníu. Stærstu hlutverk hennar til þessa eru Amalía í Grímudansleiknum og Tosca í uppfærslum Þjóðleikhúss- ins, þá hefur hún sungið hlutverk Leonoru í II Trovatore hjá íslensku óperunni. Elisabet Erlingsdóttir sópran var ein af stofnendum Pólý- fónkórsins og þar hófst söngferiil hennar. Hún fór síðan til náms við Tónlistarháskólann í Miinchen í Þýskalandi, þar sem aðalkennari hennar í söng var prófessor H. Blaschke, og lauk þaðan prófi í ein- söng og einsöngskennslu árið 1968 eftir 6 ára nám. Undanfarið hefur Elísabet víða komið fram á tónleik- um og hefur m.a. sungið einsöngs- hlutverk í Jóhannesarpassíunni, Jólaoratoríunni og Magnifícat eftir J.S. Bach og Gloria eftir A. Vivaldi með Pólýfónkómum. Hún hefur margoft komið fram í útvarpi og sjónvarpi og m.a. frumflutt verk margra íslenskra nútímatónskálda. Elísabet hefur raddþjálfað sópran Pólýfónkórsins undanfarin ár. Asdís Gísladóttir lauk kennaraprófí frá Kennarahá- skóla íslands vorið 1971. Frá þeim tíma hefur hún verið virkur þátttak- andi í Pólýfónkómum og sótt söngnámskeið hjá E. Ratti og M. Cotlow. Ásdís stundar nú söngnám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við ein- söngsdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Sigríður Ella Magnúsdóttir hóf ung alhliða tónlistamám og var einn af stofnendum Pólýfónkórsins. Hún lærði m.a. hjá Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni. Um árabil var hún við framhalds- nám í Vínarborg og lauk prófí það- an með frábæmm vitnisburði. Hún var fulltrúi íslands í norrænni söng- keppni 1971 og hefur hlotið þrenn verðlaun í alþjóðlegum söngkeppn- um. Sigríður Ella hefur komið fram Elísabet F. Eiríksdóttir Elísabet Erlingsdóttir á listahátíðum, m.a. Flandem Fes- tival í Belgíu. íslendingar muna Sigríði Ellu e.t.v. best fyrir túlkun hennar á Carmen í Þjóðleikhúsinu. Hún kom fram sem einsöngvari með Pólýfónkómum á 20 ára af- mælistónleikum í apríl 1977 og söng einsöngshlutverk í uppfærslu kórsins á Jólaóratoríu J.S. Bachs í desember 1978. Sigríður Ella star- far nú bæði í Englandi og hér heima og hlýtur hvarvetna frábæra dóma. Gunnar Guðbjörnsson fæddist í Reykjavík árið 1965. Hann hóf söngnám 18 ára gamall, fyrsta árið hjá Snæbjörgu Snæbjamar- dóttur en síðan hjá Sigurði Demetz Ásdís Gísladóttir Sigríður Ella Magnúsdóttir í Nýja tónlistarskólanum. Þaðan hefur hann nýverið lokið burtfarar- prófí með loflegum vitnisburði. Gunnar hefur komið fram sem ein- söngvari með kórum og hljómsveit- um bæði hér heima og erlendis, m.a. íslensku hljómsveitinni, Lang- holtskirkjukómum, Karlakómum Fóstbræðrum og Söngsveitinni Fflharmónfu. Gurinar fer með hlut- verk Don Ottavio í uppfærslu ís- lensku ópemnnar á Don Giovanni. Kristinn Sigmundsson var nemandi Guðmundar Jónssonar við Söngskólann í Reykjavík. Síðan var hann við nám í óperudeild Hochschule fur Musik und darstel- Gnnnar Guðbjömsson Kristinn Sigmundsson lende Kunst í Vínarborg undir handleiðslu Helene Kamsso, Christ- ian Moeller og Wolfgang Gabriel. Sumarið 1983 hlaut Kristinn sér- verðlaun The Philadelphia opera company og verðlaun svissneska tímaritsins Opemwelt í Beldere- söngkeppninni í Vín. Helstu ópem- hiutverk hans til þessa em: Don Giovanni i samnefndri ópem, Figaro í Rakaranum f Sevilla, Ungi maður- inn í Silkitrommanni, Renato í Grímudansleik, Escamillo í Carmen, Enrico í Lucia di Lammermoor, Grand pretre í Samson et Deíilah, Luna greifí f II Trovatore og Amon- asro í Aidu. Haffjarðarármálið: Hreppamir og ábúandi höfða mál EYJAHREPPUR og Kolbeins- staðahreppur f Hnappadalssýslu hafa ákveðið að höfða mál vegna þess að þeim var ekki boðið að neyta forkaupsréttar þeirra á jörðunum Höfða og Ytri-Rauða- mel í Eyjahreppi og Ölviskrossi í Kolbeinsstaðahreppi og fjórð- ungi Haffjarðarár þegar Helga M. Thors, ekkja Thors R. Thors, seldi þessar eignir Jónu írisi Thors og Richard R. Thors, systkinum Thors R. Thors, fyrir 19 milþ’ónir króna í september sl., að sögn Svans Guðmundsson- ar oddvita Eyjahrepps. Málið verður að öllum Iíkindum tekið fyrir í aukadómþingi Snæfells- og Hnappadalssýslu f Stykkis- hólmi í þessum mánuði, að sögn Svans. Þegar Óttar Yngvason, lögmað- ur, og Páll Jónsson, eigandi heild- verslunarinnar Pólaris, gerðu samn- ing f nóvember sl. við böm Ric- hards Thors um kaup á HafQarð- ará, Oddastaðavatni og 10 jörðum f Eyjahreppi og Kolbeinsstaða- hreppi fyrir 118,2 milljónir króna var ábúendum á Kolviðamesi, Syðri-Rauðamel, Stóra-Hrauni og Gerðubergi boðið að neyta for- kaupsréttar þeirra á jörðunum. Oddur Sigurðsson, sem hefur leigt jörðina Kolviðames í Eyja- hreppi sl. 39 ár, sagðist höfða mál vegna þess að hann teldi sig hafa haft rétt til láta endurmeta Kolvið- ames og kaupa jörðina fyrir þær 2,2 milljónir króna sem matsnefnd hefði metið hana á í desember sl. Eigendur Kolviðamess, böm Ric- hards R. Thors, hefðu hins vegar viljað fá 6 milljónir króna fyrir jörð- ina og ekki fallist á að hann ætti rétt á að láta meta hana. Málið hefði nýlega verið tekið fyrir f auka- dómþingi Snæfells- og Hnappadals- sýslu í Stykkishólmi. Guðmundur Halldórsson, ábú- andi á Syðri-Rauðamel, keypti jörð- ina í desember sl. fyrir það verð sem böm Richards Thors settu upp fyr- ir hana, 6,5 milljónir króna. Árilíus Þórðarson, sem hefur leigt jörðina Stóra-Hraun í Kolbeinsstaðahreppi frá 1960, og Lárus Gestsson, sem hefur leigt jörðina Gerðuberg í Eyjahreppi frá 1975, ákváðu hins vegar að neyta ekki forkaupsréttar þeirra á jörðunum, að sögn Svans Guðmundssonar oddvita Eyja- hrepps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.