Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 57 AKSTURSÍÞRÓTTIR / RALLI Yfirburða- akstur ítala Lancia-liðið ítalska er er á góðri leið með að tryggja sér heims- meistaratitilinn í rallakstri. Lancia hefur góða forystu í bæði keppni BHHi bílaframleiðenda og Gunnlaugur ökumanna, eftir Rögnvaldsson fyrstu §ögur rallmót skrifar ársins. Virðist fátt ætlá að koma í veg fyrir að titillinn fari aftur til Ítalíu. Frakkinn Bruno Saby byrjaði á því að vinna í Monte Carlo á Lancia Delta HF 4WD, á meðan bílar helstu keppinautanna, Mazda, hrundu vegna óhappa og bilana. Það sama var uppi á teningnum í sænska rallinu, þá vann Finninn Marrku Alen örugglega á Lancia á meðan Mazda-bflarnir biluðu. Helsti képpinautur Alen var heimamaður- inn Stig Blomqvist á fjórhjóladrifn- um Ford Sierra, en hann hafði ekki erindi sem erfiði í baráttunni við Finnann og varð annar. Velgengni Lancia-liðsins reið ekki við einteyming í Portúgalska rall- inu, en Lancia Delta-bflar urðu í þremur efstu sætunum. ítalinn Miki Biasion kom fyrstur í mark, eftir að hafa náð besta aksturstíma á fímmtán sérleiðum af 26, en landi hans Allesandro Fiorio varð annar. Lancia notaði nýja tegund af ,Mic- helin-dekkjum og felgum, sem þýddu að aka mátti á fullu á sprungnu. Finninn Marrku Alen sprengdi einu sinni dekk, en hélt ótrauður áfram á nýju felgunni og kvaðst aðeins hafa haldið að demp- ari væri að slappast. Um páskana endurtók Biasion leik- inn í hinu erfiða Safari ralli í Afríku. Hann kom fyrstur í mark í fimm daga langri keppninni, þar sem aðeins 14 bílar af 54 sem lögðu af stað komust í mark. Er Biasion þar með kominn með talsverða forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þetta er mikilkvægasti sigur minn frá upphafi og sá erfiðasti. Það dreymir alla um að vinna þessa frumskógarkeppni," sagði Biasion, kominn í endamark. Þjóðveijinn Erwin Weber náði forystu á Volks- wagen Golf GTi, en brotið drifskaft og síðar árekstur við -viðgerðarbfl varð til þess að hann hætti keppni. En hann lenti í vélarbilun og á loka- deginum ók Biasion grimmt á fjór- hjóladrifsbflnum og vann með 12 mínútna mun. Í millitíðinni skutust tveir Nissan 200 ZX-bílar í annað og þriðja sætið undir stjóm Kenýa- mannsins Mike Kirklands og Svíans Per Eklund. Eriksson varð fjórði á Toyotabflnum, Ljósmynd/Martin Holmes Twelr slgrar ítalanna Miki Biasion og Carlo Cassigna f heimsmeistarakeppninni veita þeim forystu í stigakeppninni. Þeir unnu Safari-rallið í Afríku um páskana á Lancia Delta HF 4WD. FORMULA 1 KAPPAKSTUR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson fyrra, en náði því oftar öðru sæti og Heimsmalstarinn Nelson Piquet fagnaði ekki oft sigri f Formula 1-mótum í tryggði sér þannig titilinn. „Ottumst ekkl neinn“ - segir heimsmeistarinn Nelson Piquet KEPPNISTÍMABIL Formula I ökumanna er nú komið í fullan gang eftir fyrstu keppni ársins í Rio de Janeiro í Brasilíu og var það fyrsta mótið af 16 sem gefur stig til heimsmeistaratit- ils. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet hóf titílvörn sína en hann vann í fyrra eftir mikla keppni við Bretann Nigel Mansell, en báðir óku Will- iams-keppnisbfl. að hafa orðið talsverðar breyt- ingar á keppnisliðum, öku- menn skipta oft um lið enda miklir peningar í húfí hjá þeim bestu. Piqu- et fór frá Williams til Lotus og tók með sér Honda-vélamar, sem gerðu Will- iams-liðið einstak- lega sigursælt í fyrra. Breti að nafni Judd sér nú Williams-liðinu fyrir vélum sem eru án túrbóbúnaðar. Túrbóvélamar réðu lögum og lofum í kappakstri í fyrra en reglubreyt- ingar gera það að verkum að þær munu ekki verða alveg einráðar í ár. Svíinn Stefan Johansson, sem þykir með betri ökumönnum, var lánsam- ur að fínna sæti hjá keppnisliði á elleftu stundu. Hann komst að hjá Ligier eftir að hafa vikið fyrir Ayr- ton Senna hjá McLaren. Frakkinn Alain Prost mun sem fyrr aka McLaren en hann hefur unnið kapp- akstursmót oftar en nokkur annar eða 28 sinnum. Hann hefur heitið að vinna 40 mót áður en tvö ár eru liðin. Lotus, McLaren, Williams, Ferrari og Etenetton ættu að verða sterkustu liðin í ár. Ferrari hefur hannað glænýjan bfl handa þeim Gerhard Berger frá Austurríki og heimamanninum ftalska Michele Alboreto. Berger tókst að vinna tvö af lokamótum liðins árs þannig að liðið virðist á réttri leið eftir mörg mögur ár. Benetton verður með rísandi stjömu innanborðs, ítalann Allesandro Nanini, og Belgann Thierry Bouts- en, sem ekið hefur vel en hefur skort góðan bíl. Benetton hefur ráðið bót á því með nýrri Ford-vél og nýjum bfl. Það eru horfur á mun jafnari keppni en í fyrra þar sem Williams réð oft gangi leiks vegna yfírburðabfls. Sumar brautir munu henta keppnis- bflum með túrbóvélar, • aðrar ekki, þannig að mörg mót gætu orðið tvísýn. En ríkustu liðin hafa í skjóli vetrar endurhannað bíla sína og stefna sem fyrr á toppinn. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég nái í heimsmeistaratitilinn í fjórða skipti. Við erum með nýjan og mjög vel smíðaðan bíl. Honda- vélamar voru bestar í fyrra og munu henta Lotus-bflunum vel. Við þurfum ekki að óttast neinn en halda okkur við efnið. Það er mikil barátta á toppnum," sagði heims- meistarinn Nelson Piquet um kom- andi tímabil. Toppökumennlmlr og bflarþelrra Nelson Piquet Brasilíu, — Lotus Honda Satouru Nakajima, Japan — Lotus Honda Nigel Mansell, Bretlandi — Williams Judd Riccardo Patrese, Frakklandi — Williams Judd Alain Prost, Frakklandi — McLaren Honda Ayrton Senna, Brasiliu — McLaren Honda Micehele Alboreto, Ítalíu — Ferrari Gerhard Berger, ftalíu — Ferrari Rene Amoux, FVakklandi — Ligier Stefan Johansson, Svíþjóð — Ligier Dereck Warwick, BreU. — Arrows Megatron Eddie Cheever, Bandar. — Arrows Megatron Allesandro Nanini, Ítalíu — Benetton Ford Thierry Boutsen, Belgiu — Benetton Ford Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Alain Prost vannfyrstu keppnina Þrúgandi hiti varð mörgum Formula 1 ökumanninum að falli í fyrstu keppni ársins, sem fram fór í Rio de Janeiro í Brasilíu um s.l. helgi. Frakkinn Gunnlaugur Alain Prost vann Rögnvaldsson keppnina á McLaren skrifar Honda, Austurríkis- maðurinn Gerhard Berger varð annar og Brasilíumað- urinn Nelson Piquet þriðji. Brost fór framúr Bretanum Nigel Mansell á Williams Judd í upphafí keppninnar og leiddi hana til loka, á meðan Mansell hætti vegna vélar- bilunar. Hitinn í Rio reyndist vélum skaðlegur og báðir Willimas bflam- ir hættu keppni vegna ofhitunar í vélarsalnum. Brasilúmaðurinn Ayr- ton Senna lenti í vandræðum í ræs- ingu, gírstöng festist og hann skipti um bíl í hvelli og keyrði sig upp í annað sætið, en var þá vísað úr keppni. Bflaskiptinn reyndust ólög- leg. Prost hafði á tímabili 30 sekúndrilT'- forskot og vann sinn 29. sigur á ferlinum. Heimsmeistarinn Nelson F*iquet ók á braut sem skýrð hefur verið í höfuðið á honum, en gekk ekki sem best. Hann átti í vandræð- um með fjöðrunina. Urslit í Brasilfska kappakstrinum voru þessi: 1. Alain Prost, McLaren 2. Gerhard Berger, Ferrari 3. Nelson Piquet 4. Dereck Warwick, Arrows 5. Michele Alboreto, Ferrari 6. Satouro Nakajima, Lotus 1:36.06,857 1:36.16,330 1:37.15,438 1:37.20,205 1:37.21,413 hring á eftir. Alaln Prost hefur oft haft ástæðu til að fagna sigri f Formula 1 kappakstrin- um á síðustu árum. Hann sigraði f fysta mótinu sem fram fór í Brasilíu um siðustu helgi. Hann er til hægri á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.